17. maí 2011
Dagurinn byrjaði á stórum fundi í Almannavarnanefnd Árnessýslu þar sem Víðir og Rögnvaldur frá Samhæfingarstöð Almannavarna ríkisins fóru yfir hluverk aðgerðastjórna komi til almannavarnaástands. Það var afskaplega gott að skerpa á hlutverkum hvers og eins þannig að allir gera sér góða grein fyrir sínu hlutverki ef eitthvað gerist. Vonum auðvitað að seint komi til þess að þetta verði notað. En fundurinn var haldinn í glæsilegum húsakynnum Hjálparsveitar skáta hér í Hveragerði þar sem búið er að koma upp góðum búnaði til að takast á við hvers konar neyðarástand.
Fékk símtal frá Tryggva Þór forstjóra Rarik og Sunnlenskrar orku. Nú hefur Orkustofnun veitt Sunnlenskri orku leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni, yfirborðsvatni og efnisnámum við Grændal í Ölfusi
Í tilkynningu frá Orkustofnun segir:
Við undirbúning leyfisveitingarinnar var leitað umsagnar umhverfisráðuneytis, sem leitaði umsagnar Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar. Þá var leitað umsagnar hjá sveitarfélögunum Ölfusi og Grímsnes- og Grafningshreppi. Umsagnar var einnig leitað hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.
Leyfið felur í sér heimild til rannsókna á jarðhita, grunnvatni, yfirborðsvatni og efnisnámum á rannsóknarsvæðinu sem og almennra umhverfisrannsókna sem nauðsynlegar eru til að kanna áhrif hugsanlegrar nýtingar á umræddar auðlindir, í samræmi við rannsóknaráætlun leyfishafa. Leyfið gildir frá 10. maí 2011 til 31. desember 2018.
Leyfið felur ekki í sér heimild til nýtingar á jarðrænum auðlindum á rannsóknarsvæðinu. Komi til nýtingar þarf leyfishafi að sækja um sérstakt virkjunarleyfi og/eða nýtingarleyfi og ná samkomulagi við umráðahafa réttinda á svæðinu um endurgjald fyrir auðlindina eða afla sér eignarnámsheimildar.
Enn og aftur erum við Hvergerðingar áhrifslausir í málum tengdum nýtingu jarðhitans hér í kringum okkur. Þrátt fyrir að áhrifin séu óhjákvæmilega mest hér. Þetta mál verður skoðað betur.
Ræddi einnig í dag við forsvarsmenn Kambalands en það er löngu orðið aðkallandi að ganga frá möninni við þjóðveginn og gera úrbætur á þessu svæði þannig að þokkalegur sómi sé að. Við munum hitta þá á fimmtudaginn og vonandi þokast þetta mál áleiðis þá.
Fékk símtal frá Tryggva Þór forstjóra Rarik og Sunnlenskrar orku. Nú hefur Orkustofnun veitt Sunnlenskri orku leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni, yfirborðsvatni og efnisnámum við Grændal í Ölfusi
Í tilkynningu frá Orkustofnun segir:
Við undirbúning leyfisveitingarinnar var leitað umsagnar umhverfisráðuneytis, sem leitaði umsagnar Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar. Þá var leitað umsagnar hjá sveitarfélögunum Ölfusi og Grímsnes- og Grafningshreppi. Umsagnar var einnig leitað hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.
Leyfið felur í sér heimild til rannsókna á jarðhita, grunnvatni, yfirborðsvatni og efnisnámum á rannsóknarsvæðinu sem og almennra umhverfisrannsókna sem nauðsynlegar eru til að kanna áhrif hugsanlegrar nýtingar á umræddar auðlindir, í samræmi við rannsóknaráætlun leyfishafa. Leyfið gildir frá 10. maí 2011 til 31. desember 2018.
Leyfið felur ekki í sér heimild til nýtingar á jarðrænum auðlindum á rannsóknarsvæðinu. Komi til nýtingar þarf leyfishafi að sækja um sérstakt virkjunarleyfi og/eða nýtingarleyfi og ná samkomulagi við umráðahafa réttinda á svæðinu um endurgjald fyrir auðlindina eða afla sér eignarnámsheimildar.
Enn og aftur erum við Hvergerðingar áhrifslausir í málum tengdum nýtingu jarðhitans hér í kringum okkur. Þrátt fyrir að áhrifin séu óhjákvæmilega mest hér. Þetta mál verður skoðað betur.
Ræddi einnig í dag við forsvarsmenn Kambalands en það er löngu orðið aðkallandi að ganga frá möninni við þjóðveginn og gera úrbætur á þessu svæði þannig að þokkalegur sómi sé að. Við munum hitta þá á fimmtudaginn og vonandi þokast þetta mál áleiðis þá.
Comments:
Skrifa ummæli