28. maí 2011
Morgnarnir eru bestir hér í Hveragerði. Það sannaði dagurinn í dag. Glampandi sól og blíða fram yfir hádegi en svo fór að rigna og hefur varla stytt upp síðan. Þess vegna var ég ótrúlega heppin að vakna ókristilega snemma í dag. Var búin í langri stafgöngu uppúr kl. 9 og hreinsaði síðan beð og snyrti til í garðinum fram yfir hádegi. Langþráð tiltekt í fjölskyldugeymslunni útí Steingerði eftir hádegi. Þar var varla hægt að opna hurðina en núna er þarna heilmikið gólfpláss og semsagt, kæru systkini, hægt að hrúga inn fullt af dóti nú þegar :-)
Síðdegis þurfti að snurfusa húsið fyrir kvöldið en þá mætti hingað heill hellingur af körlum í fordrykk áður en haldið var á karlakvöld Hamars. Þess vegna tók ég tilboð lögreglunnar fegins hendi um að halda þeim selskap á skrifstofunni á meðan að þeir skoðuðu upptökur úr eftirlitsmyndavélunum. Þessar vélar eru hrein snilld og lögreglan notar þær heilmikið þurfi að leita að glæponum sem eru á ferðinni.
Síðdegis þurfti að snurfusa húsið fyrir kvöldið en þá mætti hingað heill hellingur af körlum í fordrykk áður en haldið var á karlakvöld Hamars. Þess vegna tók ég tilboð lögreglunnar fegins hendi um að halda þeim selskap á skrifstofunni á meðan að þeir skoðuðu upptökur úr eftirlitsmyndavélunum. Þessar vélar eru hrein snilld og lögreglan notar þær heilmikið þurfi að leita að glæponum sem eru á ferðinni.
Comments:
Skrifa ummæli