16. maí 2011
Rósóttur dagur í vinnunni kallaði að sjálfsögðu einnig á sandala. Þegar fór að snjóa í skamma stund og hitastigið fór niður í 3 gráður var algjörlega tímabært að skipta aftur í vetrarfötin! Þetta blessaða sumar ætlar að láta bíða eftir sér þetta árið.
Tölvupósti svarað og símtölum sinnt ásamt því að unnið var í málum fyrir bæjarráðsfund vikunnar. Fór yfir mál tengd Blómum í bæ og sumarstörfum barna og unglinga. Fréttabréf Hveragerðisbæjar kom úr prentun, troðfullar 8 síður af ýmsum tilkynningum og fréttum af starfi bæjarfélagsins. Fjölmargir starfsmenn eiga þarna greinar um hin ýmsu mál. Hef þá trú að íbúar vilji gjarnan fá þessar upplýsingar og því er fréttabréfið gefið út með þessum hætti. Ætti að berast bæjarbúum með póstinum á morgun.
Eftir hádegi var fundur um almenningssamgöngur á Suðurlandi. Við erum að færast nær endanlegri lausn og væntanlega mun stjórn SASS skipa vinnuhóp til að forma tillögur um framtíðarskipan almenningssamgangna sem miða að enn betri þjónustu við íbúa þessa svæðis.
Góður meirihlutafundur síðdegis þar sem farið var yfir dagskrá bæjarráðsfundarins næstkomandi fimmtudag.
Tveir svona fuglar voru í garðinum okkar um daginn. Létu mjög undarlega og líkaði örugglega ekki við íslenskt vorveður. Frétti af fleirum þessarar sömu tegundar á sama tíma, bæði á Þurá og að Kjarri. Merkilegt! En þetta munu vera landsvölur. Myndinni var nappað af netinu ;-)
Tölvupósti svarað og símtölum sinnt ásamt því að unnið var í málum fyrir bæjarráðsfund vikunnar. Fór yfir mál tengd Blómum í bæ og sumarstörfum barna og unglinga. Fréttabréf Hveragerðisbæjar kom úr prentun, troðfullar 8 síður af ýmsum tilkynningum og fréttum af starfi bæjarfélagsins. Fjölmargir starfsmenn eiga þarna greinar um hin ýmsu mál. Hef þá trú að íbúar vilji gjarnan fá þessar upplýsingar og því er fréttabréfið gefið út með þessum hætti. Ætti að berast bæjarbúum með póstinum á morgun.
Eftir hádegi var fundur um almenningssamgöngur á Suðurlandi. Við erum að færast nær endanlegri lausn og væntanlega mun stjórn SASS skipa vinnuhóp til að forma tillögur um framtíðarskipan almenningssamgangna sem miða að enn betri þjónustu við íbúa þessa svæðis.
Góður meirihlutafundur síðdegis þar sem farið var yfir dagskrá bæjarráðsfundarins næstkomandi fimmtudag.
Tveir svona fuglar voru í garðinum okkar um daginn. Létu mjög undarlega og líkaði örugglega ekki við íslenskt vorveður. Frétti af fleirum þessarar sömu tegundar á sama tíma, bæði á Þurá og að Kjarri. Merkilegt! En þetta munu vera landsvölur. Myndinni var nappað af netinu ;-)
Comments:
Skrifa ummæli