20. maí 2011
Fundur niður í Ölfusi í morgun þar sem farið var yfir umsóknir sem borist hafa um nýja stöðu félagsmálastjóra hér í Árnessýslu. Við erum ánægð með þann áhuga sem sýndur er á stöðunni en sex umsóknir bárust í dag. Enn geta auðvitað umsóknir borist sem póstlagðar voru í dag svo við munum hittast aftur eftir helgi til að taka stöðuna aftur.
Eftir hádegi í dag útskrifaðist Bjarni Rúnar sem stúdent frá FSu. Útskriftin var hátíðleg eins og vera ber. Stór hópur myndarlegra ungmenna fékk þarna skírteini um lokna námsáfanga og eins og alltaf var gaman að sjá hvað þau voru glöð og ánægð með þetta stóra skref. Héðan frá Hveragerði útskrifuðust 7 nemendur og fannst mér það reyndar óvanalega fámennur hópur. Það er þó gaman að geta þess að í þeim hópi var fyrsti skrúðgarðyrkju meistarinn sem FSu hefur útskrifað, Pétur Reynisson. Glæsilegur árangur enda fagmaður mikill þar á ferð.
Í kvöld bauð svo nýstúdentinn vinum sínum til grillveislu og á sunnudag hittist stórfjölskyldan. Það er gaman að þessu...
Eftir hádegi í dag útskrifaðist Bjarni Rúnar sem stúdent frá FSu. Útskriftin var hátíðleg eins og vera ber. Stór hópur myndarlegra ungmenna fékk þarna skírteini um lokna námsáfanga og eins og alltaf var gaman að sjá hvað þau voru glöð og ánægð með þetta stóra skref. Héðan frá Hveragerði útskrifuðust 7 nemendur og fannst mér það reyndar óvanalega fámennur hópur. Það er þó gaman að geta þess að í þeim hópi var fyrsti skrúðgarðyrkju meistarinn sem FSu hefur útskrifað, Pétur Reynisson. Glæsilegur árangur enda fagmaður mikill þar á ferð.
Í kvöld bauð svo nýstúdentinn vinum sínum til grillveislu og á sunnudag hittist stórfjölskyldan. Það er gaman að þessu...
Comments:
Skrifa ummæli