3. maí 2011
Hitti Ástu Camillu, umhverfisráðgjafa, Guðmund Baldursson skipulags- og byggingafulltrúa og Harald Guðmundsson umsjónarmann garða og grænna svæða á fundi í morgun. Fórum við ítarlega yfir allt það sem framundan er í umhirðu og útliti bæjarins en nú er mikilvægt að nýta allar stundir til að snurfusa og gera bæinn fallegan. Að loknum fundi fórum við í bílferð um bæinn og skoðuðum það sem betur má fara og það sem vel er gert. Þetta er kannski ekki besti árstíminn svona útlitslega séð, þegar bærinn er að koma undan vetri og gróður hefur ekki tekið við sér en akkúrat núna sér maður nákvæmlega það sem þarf að gera og það er ágætt.
Kíktum við í nýju útistofunni undir Hamrinum. Þar vinnur hópur ungmenna undir styrkri stjórn Haraldar, Ara, Jónasar og Guðjóns kennara að því að koma upp grillskjóli og leiktækjum sem unnin eru úr trjám. Þetta á eftir að verða afskaplega skemmtilegt þegar verkinu verður lokið.
... svo er rétt að minna á að í opna húsinu næsta laugardag munu Bjarni Benediktsson og Ólöf Norðdal koma í heimsókn og ræða það sem efst er á baugi í þjóðmálunum. Það verður vafalaust fróðlegt svo nú er um að gera að fjölmenna.
Kíktum við í nýju útistofunni undir Hamrinum. Þar vinnur hópur ungmenna undir styrkri stjórn Haraldar, Ara, Jónasar og Guðjóns kennara að því að koma upp grillskjóli og leiktækjum sem unnin eru úr trjám. Þetta á eftir að verða afskaplega skemmtilegt þegar verkinu verður lokið.
... svo er rétt að minna á að í opna húsinu næsta laugardag munu Bjarni Benediktsson og Ólöf Norðdal koma í heimsókn og ræða það sem efst er á baugi í þjóðmálunum. Það verður vafalaust fróðlegt svo nú er um að gera að fjölmenna.
Comments:
Skrifa ummæli