29. maí 2009
Föstudagur
Í ár er nákvæmlega ár liðið frá stóra skjálftanum. Mogginn gerði þessum degi góð skil í afar góðum viðtölum og með stórbrotnum myndum. Myndin á forsíðunni minnti helst á sprenguárásir erlendis en þar gat að líta mynda af því þegar verið var að rífa Fagrahvamm sem er elsta garðyrkjustöð bæjarins. Þyngra en tárum taki....
Furðuleg tilviljun að skjálftahrinuna í Grindavík skuli akkúrat bera uppá þennan dag. Ætli þetta sé álagadagur?
Tvö viðtöl í morgun sem bæði tengjast jarðskjálftanum með einum eða öðrum hætti þannig að vinnan vegna hans er enn í gangi og ekki nærri lokið.
Tveir fundir í Reykjavík, annars vegar með samráðshópi Utanríkisráðuneytisins um EES samninginn (núna ræðum við þó meira um ESB aðild) og hins vegar fundur sveitarstjórnarráðs með Bjarna Ben og Þorgerði. Farið var yfir landslagið í pólitíkinni og þær horfur sem flokkurinn hefur til framtíðar litið. Fólkið var bjartsýnt og baráttuglatt og það skiptir mestu í svona vinnu.
Smá ábending í lokin:
Það er algjörlega óþolandi að hækkun á áfengi, tóbaki og bensíni hækki lán einstaklinga og fyrirtækja í þessu landi. Nú þarf að endurreikna grunninn sem vísitala neysluverðs byggir á. Það getur Hagstofan gert á morgun ef vilji er fyrir hendi. Helst á auðvitað að taka út liði sem fólk nýtir ekki lengur eins og utanlandsferðir. Einnig er fáránlegt að hækkun á áfengi og tóbaki skuli hækka skuldir heimilanna. Það átti að endurreikna vísitöluna fyrir löngu en nú er það klárlega tímabært. Auk þessa á að fella niður ákveðna prósentu af öllum skuldum í landinu. Þanngi myndu hjól atvinnulífs og hagvaxtar mögulega hreyfst á ný. Með sama áframhaldi ryðga þessi hjól endanlgea föst. Við viljum ekki láta slíkt gerast.
Hörku afmælisveisla hjá Eyþóri í kvöld. Til hamingju með árin öll ...
Í ár er nákvæmlega ár liðið frá stóra skjálftanum. Mogginn gerði þessum degi góð skil í afar góðum viðtölum og með stórbrotnum myndum. Myndin á forsíðunni minnti helst á sprenguárásir erlendis en þar gat að líta mynda af því þegar verið var að rífa Fagrahvamm sem er elsta garðyrkjustöð bæjarins. Þyngra en tárum taki....
Furðuleg tilviljun að skjálftahrinuna í Grindavík skuli akkúrat bera uppá þennan dag. Ætli þetta sé álagadagur?
Tvö viðtöl í morgun sem bæði tengjast jarðskjálftanum með einum eða öðrum hætti þannig að vinnan vegna hans er enn í gangi og ekki nærri lokið.
Tveir fundir í Reykjavík, annars vegar með samráðshópi Utanríkisráðuneytisins um EES samninginn (núna ræðum við þó meira um ESB aðild) og hins vegar fundur sveitarstjórnarráðs með Bjarna Ben og Þorgerði. Farið var yfir landslagið í pólitíkinni og þær horfur sem flokkurinn hefur til framtíðar litið. Fólkið var bjartsýnt og baráttuglatt og það skiptir mestu í svona vinnu.
Smá ábending í lokin:
Það er algjörlega óþolandi að hækkun á áfengi, tóbaki og bensíni hækki lán einstaklinga og fyrirtækja í þessu landi. Nú þarf að endurreikna grunninn sem vísitala neysluverðs byggir á. Það getur Hagstofan gert á morgun ef vilji er fyrir hendi. Helst á auðvitað að taka út liði sem fólk nýtir ekki lengur eins og utanlandsferðir. Einnig er fáránlegt að hækkun á áfengi og tóbaki skuli hækka skuldir heimilanna. Það átti að endurreikna vísitöluna fyrir löngu en nú er það klárlega tímabært. Auk þessa á að fella niður ákveðna prósentu af öllum skuldum í landinu. Þanngi myndu hjól atvinnulífs og hagvaxtar mögulega hreyfst á ný. Með sama áframhaldi ryðga þessi hjól endanlgea föst. Við viljum ekki láta slíkt gerast.
Hörku afmælisveisla hjá Eyþóri í kvöld. Til hamingju með árin öll ...
28. maí 2009
Fimmtudagur
Fundur með forsvarsmönnum Kambalands en á því svæði er mikilvægt að gengið verði snyrtilega frá vinnusvæðinu enda frekar ólíklegt að framkvæmdir muni hefjast við húsbyggingar þar í bráð.
Fundur í Reykjavík með fulltrúum Strætós, Hveragerðis og Árborgar þar sem farið var yfir ýmsi mál sem tengjast forvali og útboði á akstri á þessari leið.
Þegar heim var komið tóku við ýmsir vinnufundir innanhúss þar sem fundað var með leikskólastjórum, skólastjórum og fleirum. Sparnaður allra deilda er í sífelldri umræðu enda fullur vilji á öllum vígstöðvum til að taka til hendinni.
Fundur með forsvarsmönnum Kambalands en á því svæði er mikilvægt að gengið verði snyrtilega frá vinnusvæðinu enda frekar ólíklegt að framkvæmdir muni hefjast við húsbyggingar þar í bráð.
Fundur í Reykjavík með fulltrúum Strætós, Hveragerðis og Árborgar þar sem farið var yfir ýmsi mál sem tengjast forvali og útboði á akstri á þessari leið.
Þegar heim var komið tóku við ýmsir vinnufundir innanhúss þar sem fundað var með leikskólastjórum, skólastjórum og fleirum. Sparnaður allra deilda er í sífelldri umræðu enda fullur vilji á öllum vígstöðvum til að taka til hendinni.
27. maí 2009
Bæjarráð fór til Stykkishólms í dag, miðvikudag til að skoða fyrirkomulag sorpmála í því sveitarfélagi. Fengum fína kynningu hjá bæjarritaranum og starfsmanni íslenska Gámafélagsins. Það er greinilegt af orðum þeirra að verkefnið hefur tekist afar vel. Íbúar í Stykkishólmi fá þrjár tunnur heim, eina fyrir lífrænan úrgang sem er tæmd tvisvar í mánuði, eina fyrir flokkaðan úrgang (plast, pappír ofl) sem er tæmd 1 sinni í mánuði eins og græna tunnan hér í bæ og síðan er ein hefðbundin grá tunna fyrir óflokkað sorp til urðunar. Ýmsir hafa haldið því fram að Íslendingar geti/vilji ekki læra að flokka sorp. Ég hef allavega þá trú að þjóðin muni flokka til framtíðar litið. Slíkt er einfaldlega óumflýjanlegt enda ekki hægt að fara svona með þau verðmæti sem felast í sorpinu. Í Stykkishólmi er búið að gera upp fjölda gamalla húsa. Setur þetta uppbyggingarstarf fallegan svip á bæinn sem er einstaklega snyrtilegur og fallegur. Hópurinn skoðaði einnig Vatnasafnið hennar Roni Horn sem sett var upp í gamla bókasafninu sem gnæfir yfir bæinn og höfnina. Einstaklega fallegt hús með stórbrotnu útsýni. Sýningin er sérkennileg en um leið afar jákvæð upplifun fyrir gesti.
Á leið heim frá Snæfellsnesi var komið við hjá Íslenska gámafélaginu sem er til húsa í gömlu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Það eru engin smáræðis húsakynni á þeim góða stað. Fékk alveg nýja sýn á Áburðarverksmiðjur og umfang þeirra eftir þessa heimsókn. Þarna flokka starfsmenn ÍG sorp sem kemur í grænu tunnurnar og ýmislgt annað sorp líka. Allir þeir sem efast um að búin séu til verðmætu úr flokkuðu sorpi ættu að heimsækja Gufunesið og sjá þannig með eigin augum hvernig þessi starfsemi fer fram.
Um kvöldið fór fram Garðaganga Garðyrkjufélags Íslands hér í Hveragerði. Veðrið var eins og best verður á kosið og efast ég ekki um að þessi stóri hópur sem hingað mætti hafi notið þess að ganga hér um í blíðunni og virða fyrir sér gróður bæjarbúa.
Á leið heim frá Snæfellsnesi var komið við hjá Íslenska gámafélaginu sem er til húsa í gömlu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Það eru engin smáræðis húsakynni á þeim góða stað. Fékk alveg nýja sýn á Áburðarverksmiðjur og umfang þeirra eftir þessa heimsókn. Þarna flokka starfsmenn ÍG sorp sem kemur í grænu tunnurnar og ýmislgt annað sorp líka. Allir þeir sem efast um að búin séu til verðmætu úr flokkuðu sorpi ættu að heimsækja Gufunesið og sjá þannig með eigin augum hvernig þessi starfsemi fer fram.
Um kvöldið fór fram Garðaganga Garðyrkjufélags Íslands hér í Hveragerði. Veðrið var eins og best verður á kosið og efast ég ekki um að þessi stóri hópur sem hingað mætti hafi notið þess að ganga hér um í blíðunni og virða fyrir sér gróður bæjarbúa.
26. maí 2009
Heljarinnar fundartörn í dag. Mætti reyndar óvenju snemma í vinnuna eða rétt uppúr 7 enda gat ég ekki sofið lengur í sólskini morgunsins. Óvanalegt reyndar ;-)
Þessi dugnaður kom sér ágætlega enda gat ég þá gengið frá ýmsum málum áður en fundahöld dagsins hófust. Stjórnenda hópur bæjarins hittist á fjögurra tíma námskeiði þar sem unnið var með stjórnunarráðgjafanum Pétri Guðjónssyni. Fjallað var um viðbrögð við kreppu, framtíðarsýn og unnið bæði með hluti tengda bæjarfélaginu semog einstaklinginn sjálfan. Bæði skemmtilegt og gagnlegt vona ég allavega sýndist mér fólk hafa gaman af.
Eftir námskeiðið var undirbúningur fyrir fund þar sem starfshópur um viðbyggingu við grunnskólann kynnti reiknaða rýmisþörf viðbygginga við skólann. Fundurinn sjálfur var síðan afar góður Dr. Maggi fór ágætlega yfir þær forsendur sem hópurinn lagði upp með í sínu starfi og nú er boltinn hjá starfsmönnum grunnskólans, skólaráði og foreldrafélagi sem kafa munu ofan í tillögurnar og koma með ábendingar og tillögur í framhaldinu. Það er ekki ástæða til annars en að klára þessa vinnu því þrátt fyrir allt kreppu tal ber okkur skylda til að horfa til framtíðar.
Í kvöld var málþing um atvinnumál sem öllum bæjarbúum hafði verið boðið til. Um þrjátíu manns mættu á fundinn sem er það sem ég reiknaði með við skipulagningu fundarins. Auðvitað hefði ég viljað sjá fleiri en það er erfitt að draga fólk frá sjónvörpum, af golfvellinum og frá fjölskyldum í frítíma sínum. Hef vissan skilning á því. Aftur á móti misstu þeir sem ekki mættu af góðum og gagnlegum fundi þar sem fjölbreyttur hópur frummælenda kynnti sitt fyrirtæki og framtíðarsýn en að því loknu voru líflegar umræður í hópum þar sem fram komu margar stórkostlegar hugmyndir sem vonandi verða unnar eitthvað frekar í framhaldinu.
Góður dagur, en greinilegt er að sóknarhugur og bjartsýni ríkir víða þrátt fyrir allt tal um annað.
Þessi dugnaður kom sér ágætlega enda gat ég þá gengið frá ýmsum málum áður en fundahöld dagsins hófust. Stjórnenda hópur bæjarins hittist á fjögurra tíma námskeiði þar sem unnið var með stjórnunarráðgjafanum Pétri Guðjónssyni. Fjallað var um viðbrögð við kreppu, framtíðarsýn og unnið bæði með hluti tengda bæjarfélaginu semog einstaklinginn sjálfan. Bæði skemmtilegt og gagnlegt vona ég allavega sýndist mér fólk hafa gaman af.
Eftir námskeiðið var undirbúningur fyrir fund þar sem starfshópur um viðbyggingu við grunnskólann kynnti reiknaða rýmisþörf viðbygginga við skólann. Fundurinn sjálfur var síðan afar góður Dr. Maggi fór ágætlega yfir þær forsendur sem hópurinn lagði upp með í sínu starfi og nú er boltinn hjá starfsmönnum grunnskólans, skólaráði og foreldrafélagi sem kafa munu ofan í tillögurnar og koma með ábendingar og tillögur í framhaldinu. Það er ekki ástæða til annars en að klára þessa vinnu því þrátt fyrir allt kreppu tal ber okkur skylda til að horfa til framtíðar.
Í kvöld var málþing um atvinnumál sem öllum bæjarbúum hafði verið boðið til. Um þrjátíu manns mættu á fundinn sem er það sem ég reiknaði með við skipulagningu fundarins. Auðvitað hefði ég viljað sjá fleiri en það er erfitt að draga fólk frá sjónvörpum, af golfvellinum og frá fjölskyldum í frítíma sínum. Hef vissan skilning á því. Aftur á móti misstu þeir sem ekki mættu af góðum og gagnlegum fundi þar sem fjölbreyttur hópur frummælenda kynnti sitt fyrirtæki og framtíðarsýn en að því loknu voru líflegar umræður í hópum þar sem fram komu margar stórkostlegar hugmyndir sem vonandi verða unnar eitthvað frekar í framhaldinu.
Góður dagur, en greinilegt er að sóknarhugur og bjartsýni ríkir víða þrátt fyrir allt tal um annað.
25. maí 2009
Mikil menningarupplifun að baki. Á fimmtudaginn voru hér frábærir tónleikar í kirkjunni með þeim Yfirliðsbræðrum, Erni Árnasyni, Óskari Péturssyni og Jónasi Þóri. Tónleikarnir voru samstarfsverkefni þeirra félaga og körfunnar og því hefðu að ósekju mátt vera fleiri gestir. Þeir sem ekki mættu misstu reyndar af frábærri skemmtun því þetta var afar skemmtileg dagskrá.
Á föstudagskvöldið var síðan haldið í Borgarfjörð þar sem við sáum mr. Skallagrímsson í Landnámssetrinu í Borgarfirði. Skemmtum okkur konunglega enda Benedikt Erlingsson óborganlegur í hlutverki sínu. Gistum í orlofsíbúð Ella og Laufeyjar á Hvanneyri svo daginn eftir gafst góður tími til að heimsækja ættingjana á Glitstöðum. Alltaf skemmtilegt þó að yngsti maðurinn hafi ekki verið sérlega heillaður af okkur gestunum.
Á sunnudagskvöld fór ég með mömmu og Jónu móðursystur á vortónleika Kirkjukórs Hveragerðis og Kotstrandarsókna. Yndislegt kvöld þar sem kórfélagar sýndu mikla fjölhæfni, spiluðu á básúnu, harmónikku, fiðlu og selló svo fátt eitt sé talið. Einn af einsöngvurum kvöldsins var Berglind Guðnadóttir en hún hefur nýlokið einsöngvaraprófi. Það er orðið ansi langt síðan ég heyrði hana syngja en hún hefur mikla og fallega rödd. Verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Á tónleikunum sungu líka yngri kór grunnskólans og voru þær alveg eins og englar en þegar þær hófu upp raust sína þá glumdi nú í litlum kroppum. Mjög miklar söngkonur þarna á ferð. Eldri stúlkur sungu líka nokkur lög og stóðu sig afar vel. Það er svo gaman á tónleikum þegar heimafólkið sýnir hvað í því býr. Tilheyrendur voru líka vel með á nótunum enda var listamönnunum fagnað lengi í lok tónleikanna.
Verð að segja ykkur frá einu sem ég heyrði í vinnunni í dag og það var að mikil umræða hefði skapast á kaffistofu hér í bæ um gríðarlegt bruðl bæjarstjórnar sem ætlaði til Svíþjóðar að kynna sér sorpmál. Ég skyldi nú fyrst ekkert í þessu hvaðan þetta gæti verið sprottið en nú er ég búin að tengja ;-) Bæjarráð ætlar nefnilega til Stykkishólms en ekki Stokkhólms, pínulítill munur þar á.
Fjölskyldan hefur nú fjárfest í notuðum tjaldvagni og ætlar eins og allir Íslendingar að ferðast um okkar ástkæra eyland í sumar. Þegar ég sá þessa mynd á netinu fannst mér hún svo skondin. Sá fyrir mér drengina á mínu heimili þegar við leggjum í hann....
Og hver á afmæli í dag nema Gulli,
uppáhaldsköttur fjölskyldunnar orðinn 7 ára ! ! ! !
Á föstudagskvöldið var síðan haldið í Borgarfjörð þar sem við sáum mr. Skallagrímsson í Landnámssetrinu í Borgarfirði. Skemmtum okkur konunglega enda Benedikt Erlingsson óborganlegur í hlutverki sínu. Gistum í orlofsíbúð Ella og Laufeyjar á Hvanneyri svo daginn eftir gafst góður tími til að heimsækja ættingjana á Glitstöðum. Alltaf skemmtilegt þó að yngsti maðurinn hafi ekki verið sérlega heillaður af okkur gestunum.
Á sunnudagskvöld fór ég með mömmu og Jónu móðursystur á vortónleika Kirkjukórs Hveragerðis og Kotstrandarsókna. Yndislegt kvöld þar sem kórfélagar sýndu mikla fjölhæfni, spiluðu á básúnu, harmónikku, fiðlu og selló svo fátt eitt sé talið. Einn af einsöngvurum kvöldsins var Berglind Guðnadóttir en hún hefur nýlokið einsöngvaraprófi. Það er orðið ansi langt síðan ég heyrði hana syngja en hún hefur mikla og fallega rödd. Verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Á tónleikunum sungu líka yngri kór grunnskólans og voru þær alveg eins og englar en þegar þær hófu upp raust sína þá glumdi nú í litlum kroppum. Mjög miklar söngkonur þarna á ferð. Eldri stúlkur sungu líka nokkur lög og stóðu sig afar vel. Það er svo gaman á tónleikum þegar heimafólkið sýnir hvað í því býr. Tilheyrendur voru líka vel með á nótunum enda var listamönnunum fagnað lengi í lok tónleikanna.
Verð að segja ykkur frá einu sem ég heyrði í vinnunni í dag og það var að mikil umræða hefði skapast á kaffistofu hér í bæ um gríðarlegt bruðl bæjarstjórnar sem ætlaði til Svíþjóðar að kynna sér sorpmál. Ég skyldi nú fyrst ekkert í þessu hvaðan þetta gæti verið sprottið en nú er ég búin að tengja ;-) Bæjarráð ætlar nefnilega til Stykkishólms en ekki Stokkhólms, pínulítill munur þar á.
Fjölskyldan hefur nú fjárfest í notuðum tjaldvagni og ætlar eins og allir Íslendingar að ferðast um okkar ástkæra eyland í sumar. Þegar ég sá þessa mynd á netinu fannst mér hún svo skondin. Sá fyrir mér drengina á mínu heimili þegar við leggjum í hann....
Og hver á afmæli í dag nema Gulli,
uppáhaldsköttur fjölskyldunnar orðinn 7 ára ! ! ! !
21. maí 2009
Miðvikudagur...
Dagurinn byrjaði með bæjarráðsfundi þar sem hæst bar umræðu um fyrirkomulag sorpmála til framtíðar. Bæjarráðsmenn ákváðu að skella sér í kynnisferð til Stykkishólms til að kynna sér þriggja tunnu verkefnið sem þar gengur afskaplega vel. Förum í þá ferð í næstu viku.
--------------------
Lögðum í dag lokahönd á nokkur atriði varðandi tónlistarhátíðina Bjartar sumarnætur sem haldin verður hér í Hvergerði 5.- 7. júní. Efast ekki um að tónleikarnir þessa helgi verði skemmtilegir en sérstaklega hlakka ég til að hlusta á Huldu Jónsdóttur (Ragnarssonar, sóknarprests). Hún er sannkallað undrabarn í tónlist, hefur þegar lokið námi við Listaháskólann og hefur fengið inngöngu í Juilliard skólann frá og með næsta hausti. Við megum vera stolt af þessari ungu dömu, Hvergerðingar.
--------------------
Undirbjó dagskrá málþings um frumkvæði, nýsköpun og möguleika í atvinnulífi, sem halda á næsta þriðjudag. Auglýsing verður væntanlega borin í hús á föstudag. Ég hvet sem flesta til að mæta á þriðjudaginn því þetta verður ánægjuleg og áhrifarík kvöldstund.
Fyrr þennan sama dag verður fræðsla fyrir alla stjórnendur bæjarins um það hvernig bregðast megi við aðstæðum eins og þeim við búum nú við. Það er Pétur Guðjónsson, stjórnunarfræðingur sem mun stýra þeirri fræðslu en jafnframt mun hann vera með innleggá fundinum um kvöldið.
---------------------
Vann í garðinum eftir kvöldmat en ég verð nokkuð lengi að koma öllum plöntunum mínum á rétta staði eftir rótið sem hér var síðastliðið haust þegar hellurnar voru lagðar. En mikið hrikalega verður þetta fínt ;-) Skrapp til Ingibjargar og fjárfesti í dýrindis eplatré og einnig hrútaberja runna. Verður spennandi að sjá hvernig þessi ræktun mun ganga. Er líka að leita mér að bláberja runna en hann átti Ingibjörg ekki til. Leitinni verður haldið áfram á morgun! Á myndinni má sjá bandaríska blábrjarunna, það er ekki skrýtið þó þetta heilli!
Dagurinn byrjaði með bæjarráðsfundi þar sem hæst bar umræðu um fyrirkomulag sorpmála til framtíðar. Bæjarráðsmenn ákváðu að skella sér í kynnisferð til Stykkishólms til að kynna sér þriggja tunnu verkefnið sem þar gengur afskaplega vel. Förum í þá ferð í næstu viku.
--------------------
Lögðum í dag lokahönd á nokkur atriði varðandi tónlistarhátíðina Bjartar sumarnætur sem haldin verður hér í Hvergerði 5.- 7. júní. Efast ekki um að tónleikarnir þessa helgi verði skemmtilegir en sérstaklega hlakka ég til að hlusta á Huldu Jónsdóttur (Ragnarssonar, sóknarprests). Hún er sannkallað undrabarn í tónlist, hefur þegar lokið námi við Listaháskólann og hefur fengið inngöngu í Juilliard skólann frá og með næsta hausti. Við megum vera stolt af þessari ungu dömu, Hvergerðingar.
--------------------
Undirbjó dagskrá málþings um frumkvæði, nýsköpun og möguleika í atvinnulífi, sem halda á næsta þriðjudag. Auglýsing verður væntanlega borin í hús á föstudag. Ég hvet sem flesta til að mæta á þriðjudaginn því þetta verður ánægjuleg og áhrifarík kvöldstund.
Fyrr þennan sama dag verður fræðsla fyrir alla stjórnendur bæjarins um það hvernig bregðast megi við aðstæðum eins og þeim við búum nú við. Það er Pétur Guðjónsson, stjórnunarfræðingur sem mun stýra þeirri fræðslu en jafnframt mun hann vera með innleggá fundinum um kvöldið.
---------------------
Vann í garðinum eftir kvöldmat en ég verð nokkuð lengi að koma öllum plöntunum mínum á rétta staði eftir rótið sem hér var síðastliðið haust þegar hellurnar voru lagðar. En mikið hrikalega verður þetta fínt ;-) Skrapp til Ingibjargar og fjárfesti í dýrindis eplatré og einnig hrútaberja runna. Verður spennandi að sjá hvernig þessi ræktun mun ganga. Er líka að leita mér að bláberja runna en hann átti Ingibjörg ekki til. Leitinni verður haldið áfram á morgun! Á myndinni má sjá bandaríska blábrjarunna, það er ekki skrýtið þó þetta heilli!
19. maí 2009
Dagurinn byrjaði á fundi með stjórnendum bæjarfélagsins þar sem við fórum yfir ársreikning 2008, endurskoðaða fjárhagsáætlun 2009, fjárfestingar og framkvæmdir sumarsins og ekki síst sparnaðarleiðir og þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til. Starfsmenn og stjórnendur hafa unnið mikið starf í hagræðingu og eiga þeir miklar þakkir skildar fyrir þá vinnu.
------------------------
Eftir hádegi var fundur á Selfossi með fulltrúum Forsætisráðuneytis, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, sýslumannsembættinu, sveitarfélögunum þremur, Viðlagatryggingu og verkfræðistofum sem unnið hafa fyrir Viðlagatryggingu. Þessi fundur var afar góður en þar var farið yfir stöðu þeirra mála sem enn standa útaf vegna jarðskjálftans fyrir ári. Hópurinn hittist nokkuð reglulega eftir skjálftann en langt er nú síðast allur þessi stóri hópur hittist til að fara yfir málin og því var þetta tímabært. Þó að ár sé nú liðið frá skjálftanum stóra þá eru enn mál óútkljáð vegna hans. Reyndar ekki mörg og þar ber að þakka snöfurmannlegum vinnubrögðum allra þeirra sem komu að málum.
-----------------------
Í fyrramálið er fundur í bæjarráði og vegna hans fór ég ítarlega yfir málefni Sorpstöðvar og þær hugmyndir sem þar eru í farvatninu. Við höfum ekki talið að sú lausn sem þar er kynnt sé ásættanleg enda hefur hún í för með sér miklar og auknar álögur á bæjarbúa. Það er ekki eitthvað sem er boðlegt eins og ástandið er í dag.
-----------------------
Hitti nýlega Ragnhildi hjúkrunarfræðing á Dvalarheimilinu Ási og hún kynnti fyrir mér nýja hugmyndafræði sem stofnunin hefur hug á að innleiða í starfi sínu og kennd er við EDEN. Hér má sjá kynningarmyndband um þessa hugmyndafræði. Hún gengur í stuttu máli út á það að hjúkrunarheimilin séu ekki sótthreinsaðar sjúkrastofnanir heldur sem líkust heimili. Tilgangurinn er að eyða einmanaleika, leiðindum og hjálparleysi sem oft gera lífið afar erfitt hjá mörgum þeim sem nú dvelja á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarheimili sé ekki staður til að bíða dauðans heldur staður þar sem þér er hjálpað til að lifa og að í lífinu séu fólgin raunveruleg lífsgæði. Ætlun stjórnenda á Ási er að þessi hugmyndafræði verði fyrst innleidd í hvíldarinnlögninni og dagdvölinni sem opna mun í gömlu bæjarskrifstofunni í haust. Þetta þóttu mér góðar fréttir og ég hlakka til að sjá hvernig takast mun til. Hvar á síðan hugmyndafræði kennd við Eden betur heima en einmitt hér í Hveragerði ;-)
------------------------
Hitamælirinn á skiltinu við þjóðveginn sýnir nú 14 gráður enda klukkan að verða 19. Í dag fór hitinn mest í 18 gráður sýndist mér enda greinilegt að sumarið er komið á Íslandi....
------------------------
Eftir hádegi var fundur á Selfossi með fulltrúum Forsætisráðuneytis, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, sýslumannsembættinu, sveitarfélögunum þremur, Viðlagatryggingu og verkfræðistofum sem unnið hafa fyrir Viðlagatryggingu. Þessi fundur var afar góður en þar var farið yfir stöðu þeirra mála sem enn standa útaf vegna jarðskjálftans fyrir ári. Hópurinn hittist nokkuð reglulega eftir skjálftann en langt er nú síðast allur þessi stóri hópur hittist til að fara yfir málin og því var þetta tímabært. Þó að ár sé nú liðið frá skjálftanum stóra þá eru enn mál óútkljáð vegna hans. Reyndar ekki mörg og þar ber að þakka snöfurmannlegum vinnubrögðum allra þeirra sem komu að málum.
-----------------------
Í fyrramálið er fundur í bæjarráði og vegna hans fór ég ítarlega yfir málefni Sorpstöðvar og þær hugmyndir sem þar eru í farvatninu. Við höfum ekki talið að sú lausn sem þar er kynnt sé ásættanleg enda hefur hún í för með sér miklar og auknar álögur á bæjarbúa. Það er ekki eitthvað sem er boðlegt eins og ástandið er í dag.
-----------------------
Hitti nýlega Ragnhildi hjúkrunarfræðing á Dvalarheimilinu Ási og hún kynnti fyrir mér nýja hugmyndafræði sem stofnunin hefur hug á að innleiða í starfi sínu og kennd er við EDEN. Hér má sjá kynningarmyndband um þessa hugmyndafræði. Hún gengur í stuttu máli út á það að hjúkrunarheimilin séu ekki sótthreinsaðar sjúkrastofnanir heldur sem líkust heimili. Tilgangurinn er að eyða einmanaleika, leiðindum og hjálparleysi sem oft gera lífið afar erfitt hjá mörgum þeim sem nú dvelja á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarheimili sé ekki staður til að bíða dauðans heldur staður þar sem þér er hjálpað til að lifa og að í lífinu séu fólgin raunveruleg lífsgæði. Ætlun stjórnenda á Ási er að þessi hugmyndafræði verði fyrst innleidd í hvíldarinnlögninni og dagdvölinni sem opna mun í gömlu bæjarskrifstofunni í haust. Þetta þóttu mér góðar fréttir og ég hlakka til að sjá hvernig takast mun til. Hvar á síðan hugmyndafræði kennd við Eden betur heima en einmitt hér í Hveragerði ;-)
------------------------
Hitamælirinn á skiltinu við þjóðveginn sýnir nú 14 gráður enda klukkan að verða 19. Í dag fór hitinn mest í 18 gráður sýndist mér enda greinilegt að sumarið er komið á Íslandi....
18. maí 2009
Mikið um að vera á mánudegi
Í morgun var útikennslustofa undir Hamrinum vígð við afar hátíðlega og skemmtilega athöfn. Flestir nemendur 1.- 6. bekkjar voru mættir til að vera viðstaddir athöfnina í miklu blíðskaparveðri. Guðjón Árnason, handmenntakennari lýsti verkefninu, Eyþór H. Ólafsson, formaður bæjarráðs og Skógræktarfélagsins vígði stofuna formlega og sr. Jón Ragnarson blessaði það starf sem þarna mun fara fram.
Í lokin var svo tekið lagið svo glumdi í Hamrinum. Ég efast ekki um að útikennslustofan mun verða skemmtileg viðbót við skólastarfið í Grunnskólanum.
Hér má sjá frétt og nokkrar myndir á www.sunnlendingur.is
------------------------------------------
Fundarboð fyrir fund bæjarráðs sem haldinn verður að morgni miðvikudags fór út í dag. Þar fóru m.a. út minnisblöð vegna nokkurra mála sem fjallað verður nánar um á fundinum. Meðal annars um sölu félagslegrar íbúðar og sölu á Lækjarbrún 9 sem hýsir núna dagdvölina. Einnig er í farvatninu að boða til málþings um nýsköpun og sóknarfæri í atvinnulífinu í næstu viku, nánar tiltekið á þriðjudagskvöldið. Hvet alla áhugasama til að taka það kvöld frá.
------------------------------
Hitti Guðjón skólastjóra og fórum við yfir aðhaldsaðgerðir i grunnskólanum. Nokkuð ljóst er að grípa þarf til aðgerða sem þó verða vonandi einungis tímabundnar. Í fyrramálið mun ég hitta alla stjórnendur bæjarins á fundi þar sem við förum betur yfir þessi mál og fleiri sem brenna á hópnum.
------------------------------
Pétur Hjaltason sem er sparisjóðsstjóri í Sparisjóð Suðurlands leit hér við í dag. Hann færði mér ársreikning Sparisjóðsins sem sýnir að Sparisjóðir eins og flestir aðrir eru núna að tapa fé.
-----------------------------+
Ég og Elfa hittum fulltrúa úr hópnum Handverk og hugvit undir Hamri síðdegis. Þar kynntu þeir fyrir okkur það starf sem fyrirhugað er í Breiðumörk 24 í sumar en lifandi handverkshús verður starfrækt þar þá mánuði sem skólinn er ekki að nota húsið. Mjög spennandi verkefni sem er drifið áfram að miklum eldhugum sem hafa brennandi áhuga á að láta gott af sér leiða.
Í mörgum sveitarfélögum er talað um að skólahúsnæði sé illa nýtt. Það verður seint hægt að halda því fram hér í Hveragerði. Félagsmiðstöðin rekin í skólanum eftir að honum lýkur á daginn. Handverkshús að opna í handmenntahúsinu, Veraldarvinir munu gista í gamla barnaskólanum í sumar og eldri borgarar hafa nýtt handmenntahúsið í vetur fyrir hluta af sínu félagstarfi. Svona á þetta líka að vera, því þrátt fyrir að álag á eignirnar verði meira þá er sveitarfélagið að nýta fjárfestingu sína svo miklu miklu betur en annars væri.
---------------------------
Í dag gekk Jóhanna, menningar- og frístundafulltrúi, frá bæklingnum sem innheldur upplýsingar um sumarnámskeiðin sem í boði eru fyrir börn og ungmenni hér í bæ. Hann er mjög litríkur og flottur og það er óhætt að segja að fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir þennan hóp í sumar. Held mér sé óhætt að segja að aldrei hefur verið jafn mikið úrval námskeiða og afþreyingar í boði eins og nú er.
---------------------------
Dagurinn endaði með sundleikfimi kellum á Selfossi þar sem glaðst var í góðra vina hópi yfir góðum veitingum. Þetta er svo skemmtilegur félagsskapur að ég reyni að missa ekki af neinum hitting hvort sem er í lauginni eða utan hennar!
--------------------------------
Stundum er tilveran svo skrýtin. Við komumst í blöðin bæjarstjórnin fyrir að heimila ekki uppsetningu Fréttablaðskassa í bæjarfélaginu á síðasta ári. En svo bregðast krosstré sem önnur og á síðasta fundi bæjarráðs voru þessi kassar heimilaðir með semingi þó. Hvað sé ég síðan að komið er upp á ljósastaur beint fyrir utan Heiðmörk 57 nema Fréttablaðskassi ! ! Ætli sé verið að gera at í manni?
Vil að lokum benda á að meðfylgjandi mynd er EKKI tekin í Heiðmörkinni, svona eyðilegt umhverfi held ég að finnist bara ekki í Hveragerði!
Í morgun var útikennslustofa undir Hamrinum vígð við afar hátíðlega og skemmtilega athöfn. Flestir nemendur 1.- 6. bekkjar voru mættir til að vera viðstaddir athöfnina í miklu blíðskaparveðri. Guðjón Árnason, handmenntakennari lýsti verkefninu, Eyþór H. Ólafsson, formaður bæjarráðs og Skógræktarfélagsins vígði stofuna formlega og sr. Jón Ragnarson blessaði það starf sem þarna mun fara fram.
Í lokin var svo tekið lagið svo glumdi í Hamrinum. Ég efast ekki um að útikennslustofan mun verða skemmtileg viðbót við skólastarfið í Grunnskólanum.
Hér má sjá frétt og nokkrar myndir á www.sunnlendingur.is
------------------------------------------
Fundarboð fyrir fund bæjarráðs sem haldinn verður að morgni miðvikudags fór út í dag. Þar fóru m.a. út minnisblöð vegna nokkurra mála sem fjallað verður nánar um á fundinum. Meðal annars um sölu félagslegrar íbúðar og sölu á Lækjarbrún 9 sem hýsir núna dagdvölina. Einnig er í farvatninu að boða til málþings um nýsköpun og sóknarfæri í atvinnulífinu í næstu viku, nánar tiltekið á þriðjudagskvöldið. Hvet alla áhugasama til að taka það kvöld frá.
------------------------------
Hitti Guðjón skólastjóra og fórum við yfir aðhaldsaðgerðir i grunnskólanum. Nokkuð ljóst er að grípa þarf til aðgerða sem þó verða vonandi einungis tímabundnar. Í fyrramálið mun ég hitta alla stjórnendur bæjarins á fundi þar sem við förum betur yfir þessi mál og fleiri sem brenna á hópnum.
------------------------------
Pétur Hjaltason sem er sparisjóðsstjóri í Sparisjóð Suðurlands leit hér við í dag. Hann færði mér ársreikning Sparisjóðsins sem sýnir að Sparisjóðir eins og flestir aðrir eru núna að tapa fé.
-----------------------------+
Ég og Elfa hittum fulltrúa úr hópnum Handverk og hugvit undir Hamri síðdegis. Þar kynntu þeir fyrir okkur það starf sem fyrirhugað er í Breiðumörk 24 í sumar en lifandi handverkshús verður starfrækt þar þá mánuði sem skólinn er ekki að nota húsið. Mjög spennandi verkefni sem er drifið áfram að miklum eldhugum sem hafa brennandi áhuga á að láta gott af sér leiða.
Í mörgum sveitarfélögum er talað um að skólahúsnæði sé illa nýtt. Það verður seint hægt að halda því fram hér í Hveragerði. Félagsmiðstöðin rekin í skólanum eftir að honum lýkur á daginn. Handverkshús að opna í handmenntahúsinu, Veraldarvinir munu gista í gamla barnaskólanum í sumar og eldri borgarar hafa nýtt handmenntahúsið í vetur fyrir hluta af sínu félagstarfi. Svona á þetta líka að vera, því þrátt fyrir að álag á eignirnar verði meira þá er sveitarfélagið að nýta fjárfestingu sína svo miklu miklu betur en annars væri.
---------------------------
Í dag gekk Jóhanna, menningar- og frístundafulltrúi, frá bæklingnum sem innheldur upplýsingar um sumarnámskeiðin sem í boði eru fyrir börn og ungmenni hér í bæ. Hann er mjög litríkur og flottur og það er óhætt að segja að fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir þennan hóp í sumar. Held mér sé óhætt að segja að aldrei hefur verið jafn mikið úrval námskeiða og afþreyingar í boði eins og nú er.
---------------------------
Dagurinn endaði með sundleikfimi kellum á Selfossi þar sem glaðst var í góðra vina hópi yfir góðum veitingum. Þetta er svo skemmtilegur félagsskapur að ég reyni að missa ekki af neinum hitting hvort sem er í lauginni eða utan hennar!
--------------------------------
Stundum er tilveran svo skrýtin. Við komumst í blöðin bæjarstjórnin fyrir að heimila ekki uppsetningu Fréttablaðskassa í bæjarfélaginu á síðasta ári. En svo bregðast krosstré sem önnur og á síðasta fundi bæjarráðs voru þessi kassar heimilaðir með semingi þó. Hvað sé ég síðan að komið er upp á ljósastaur beint fyrir utan Heiðmörk 57 nema Fréttablaðskassi ! ! Ætli sé verið að gera at í manni?
Vil að lokum benda á að meðfylgjandi mynd er EKKI tekin í Heiðmörkinni, svona eyðilegt umhverfi held ég að finnist bara ekki í Hveragerði!
17. maí 2009
Yndislegt veður alla helgina...
... svo tíminn var notaður til hins ítrasta úti við. Eiginmaðurinn í lamasessi svo það er lítið gagn að honum í garðverkunum þetta árið. Þess í stað voru Tim og Big vinur hans frá Thailandi afar duglegir í gær þrátt fyrir að hafa aldrei komið nálægt svona vinnu áður. Þegar maður býr í Hong Kong á 4. hæð í 40 hæða blokk þá er garðvinna og viðhald húsa ekki eitthvað sem maður á að venjast. Það er margt afar ólíkt í tilverunni hér hjá okkur og svo aftur því sem Tim er vanur.
Honum líkar lífið hér aftur á móti svo vel að hann stefnir á að koma aftur strax næsta haust og vill klára stúdentinn hér. Útlendingaeftirlitið segir það mögulegt svo hann verður hér í Hveragerði næstu árin ef allt gengur að óskum.
Í dag sunnudag fórum ég og Guðrún með ungviðið uppí Gýgjarhólskot í lambaferð. Yndislegt veður enda var stoppað bæði við Gullfoss og Geysi. Alltaf gaman að koma í Kotið enda reyni ég að heimsækja Öddu og fjölskyldu nokkrum sinnum á ári. Nú og svo er Gunna líka flutt uppeftir svo það er margföld ástæða til að líta í heimsókn. Ranka, sem er amman á loftinu, hefur byggt lítið handverkshús á hlaðinu þar sem hún selur afrakstur útskurðarvinnu vetrarins. Ótrúlega fallega muni sem allir ættu að skoða sem þarna keyra framhjá...
Annars fann ég þessa mynd á netinu en hún sýnir stórbrotið útsýnið frá Kotinu og ákvað að deila henni með ykkur, vona að myndasmiðnum sé sama !
---------------------------------------
Í gær, laugardag, var síðasta opna hús vetrarins hjá okkur Sjálfstæðismönnum. Nú förum við í frí fram í október þegar þráðurinn verður tekinn upp að nýju. Í kvöld sunnudag var meirihlutafundurinn haldinn heima hjá Unni svo við gætum öll dáðst að litla nýfædda prinsinum sem við sjáum alls ekki nógu oft. Hann er enda afar myndarlegur og það er vægt til orða tekið að hann hafi átt aðdáendur í hópnum ;-)
Í vikunni verður bæjarráðsfundur á miðvikudag enda frídagur á fimmtudaginn svo allt skipulag riðlast eina ferðina enn.
---------------------------------------
Gaf mér góðan tíma til að lesa Moggann um helgina. Það var svo sem engin skemmtilesning frekar en fyrri daginn. Fjallað um Milestone og þá stöðu sem Sjóva er í, Smáralindin sú gríðarstóra verslunarmiðstöð yfirtekin af ríkinu og Bakkavör getur ekki borgað skuldir sínar. Nú er svo komið að um mál sem þessi er fjallað í litlum fréttum á innsíðum eins og raunin var með Bakkavararmálið. Gjaldþrot og greiðsluerfiðleikar stórfyrirtækja þykja varla fréttaefni lengur. Maður hlýtur að spyrja sig hvernig þetta muni enda allt saman...
---------------------------------------
Jói mágur þurfti að skreppa til Noregs í liðinni viku og kom heim með fréttir frá hinu fjarlæga útlandi. Helst bar það til tíðinda að vatnsflaska í minibarnum á hótelinu kostaði litlar 700 krónur íslenskar. Og nei það var ekki 5 lítra dunkur heldur venjuleg glerflaska 0,33 ltr. Já, það er ekki skrýtið að landinn ætli að ferðast innanlands í sumar.
... svo tíminn var notaður til hins ítrasta úti við. Eiginmaðurinn í lamasessi svo það er lítið gagn að honum í garðverkunum þetta árið. Þess í stað voru Tim og Big vinur hans frá Thailandi afar duglegir í gær þrátt fyrir að hafa aldrei komið nálægt svona vinnu áður. Þegar maður býr í Hong Kong á 4. hæð í 40 hæða blokk þá er garðvinna og viðhald húsa ekki eitthvað sem maður á að venjast. Það er margt afar ólíkt í tilverunni hér hjá okkur og svo aftur því sem Tim er vanur.
Honum líkar lífið hér aftur á móti svo vel að hann stefnir á að koma aftur strax næsta haust og vill klára stúdentinn hér. Útlendingaeftirlitið segir það mögulegt svo hann verður hér í Hveragerði næstu árin ef allt gengur að óskum.
Í dag sunnudag fórum ég og Guðrún með ungviðið uppí Gýgjarhólskot í lambaferð. Yndislegt veður enda var stoppað bæði við Gullfoss og Geysi. Alltaf gaman að koma í Kotið enda reyni ég að heimsækja Öddu og fjölskyldu nokkrum sinnum á ári. Nú og svo er Gunna líka flutt uppeftir svo það er margföld ástæða til að líta í heimsókn. Ranka, sem er amman á loftinu, hefur byggt lítið handverkshús á hlaðinu þar sem hún selur afrakstur útskurðarvinnu vetrarins. Ótrúlega fallega muni sem allir ættu að skoða sem þarna keyra framhjá...
Annars fann ég þessa mynd á netinu en hún sýnir stórbrotið útsýnið frá Kotinu og ákvað að deila henni með ykkur, vona að myndasmiðnum sé sama !
---------------------------------------
Í gær, laugardag, var síðasta opna hús vetrarins hjá okkur Sjálfstæðismönnum. Nú förum við í frí fram í október þegar þráðurinn verður tekinn upp að nýju. Í kvöld sunnudag var meirihlutafundurinn haldinn heima hjá Unni svo við gætum öll dáðst að litla nýfædda prinsinum sem við sjáum alls ekki nógu oft. Hann er enda afar myndarlegur og það er vægt til orða tekið að hann hafi átt aðdáendur í hópnum ;-)
Í vikunni verður bæjarráðsfundur á miðvikudag enda frídagur á fimmtudaginn svo allt skipulag riðlast eina ferðina enn.
---------------------------------------
Gaf mér góðan tíma til að lesa Moggann um helgina. Það var svo sem engin skemmtilesning frekar en fyrri daginn. Fjallað um Milestone og þá stöðu sem Sjóva er í, Smáralindin sú gríðarstóra verslunarmiðstöð yfirtekin af ríkinu og Bakkavör getur ekki borgað skuldir sínar. Nú er svo komið að um mál sem þessi er fjallað í litlum fréttum á innsíðum eins og raunin var með Bakkavararmálið. Gjaldþrot og greiðsluerfiðleikar stórfyrirtækja þykja varla fréttaefni lengur. Maður hlýtur að spyrja sig hvernig þetta muni enda allt saman...
---------------------------------------
Jói mágur þurfti að skreppa til Noregs í liðinni viku og kom heim með fréttir frá hinu fjarlæga útlandi. Helst bar það til tíðinda að vatnsflaska í minibarnum á hótelinu kostaði litlar 700 krónur íslenskar. Og nei það var ekki 5 lítra dunkur heldur venjuleg glerflaska 0,33 ltr. Já, það er ekki skrýtið að landinn ætli að ferðast innanlands í sumar.
16. maí 2009
Evróvision þankar...
Jóhanna Guðrún stóð sig frábærlega í kvöld en frammistaða hennar gerði veislur landans óneitanlega skemmtilegri en oft áður. Það er heldur gleðilegra að geta fagnað stigum frá svo til hverju landi heldur en að verða vitni af þeim örfáu molum sem hingað til hafa hrotið af borðum Evrópubúa til okkar. Semsagt það á að senda stelpur með góð lög í þessa keppni, þeim gengur einfaldlega betur, Sigga Beinteins, Selma, Birgitta og núna Jóhanna Guðrún. Reyndar átti Grétar Örvars hluti í einu eftirminnilegasta atriðinu, með Eitt lag enn. Það var nokkuð flott.
En Norðmaðurinn fær væntanlega höfðinlegar mótttökur á Gardemoen á morgun. Þetta minnir óneitanlega á það þegar Bobbysocks unnu 1985. Þá bjó ég í Noregi og gleðin sem ríkti þá nótt gleymist seint. "La det svinge" hljómaði útum hvern glugga og fólk réði sér ekki fyrir kæti. Afar skemmtileg nótt ! ! ! Þá voru Norðmenn vanari því að lenda í neðsta sætinu eftir að hafa sent Jahn Teigen ár eftir ár í keppnina. En á morgun eykur það enn á gleði frænda okkar að þá er 17 maí, þjóðhátíðardagur Norðmanna. Þá er alltaf gaman í Noregi...
Jóhanna Guðrún stóð sig frábærlega í kvöld en frammistaða hennar gerði veislur landans óneitanlega skemmtilegri en oft áður. Það er heldur gleðilegra að geta fagnað stigum frá svo til hverju landi heldur en að verða vitni af þeim örfáu molum sem hingað til hafa hrotið af borðum Evrópubúa til okkar. Semsagt það á að senda stelpur með góð lög í þessa keppni, þeim gengur einfaldlega betur, Sigga Beinteins, Selma, Birgitta og núna Jóhanna Guðrún. Reyndar átti Grétar Örvars hluti í einu eftirminnilegasta atriðinu, með Eitt lag enn. Það var nokkuð flott.
En Norðmaðurinn fær væntanlega höfðinlegar mótttökur á Gardemoen á morgun. Þetta minnir óneitanlega á það þegar Bobbysocks unnu 1985. Þá bjó ég í Noregi og gleðin sem ríkti þá nótt gleymist seint. "La det svinge" hljómaði útum hvern glugga og fólk réði sér ekki fyrir kæti. Afar skemmtileg nótt ! ! ! Þá voru Norðmenn vanari því að lenda í neðsta sætinu eftir að hafa sent Jahn Teigen ár eftir ár í keppnina. En á morgun eykur það enn á gleði frænda okkar að þá er 17 maí, þjóðhátíðardagur Norðmanna. Þá er alltaf gaman í Noregi...
12. maí 2009
Þriðjudagur í smáatriðum ;-)
Héraðsnefnd Árnessýslu fundaði fyrripart dags á veitingastaðnum Lindinni á Laugarvatni. Þetta var aukafundur nefndarinnar en á fundinum voru samþykktar breytingar á samþykktum þannig að framvegis verða tveir fundir á ári eins og reyndar var þar til fyrir um þremur árum síðan. Það hefur ekki gefist vel að hafa fækkað þessum fundum, fjarlægðin við stofnanirnar verður of mikil og samskipti milli manna ekki nægjanleg. Héraðsnefndarfundir eru hinir heimilislegustu enda ekki orðnir svo margir fulltrúar í nefndinni. Þeim fækkar auðvitað í takt við sameiningu sveitarfélaga. En á fundinum í dag voru fjárhagsáætlanir ársins samþykktar en það hefur dregist vegna ástands efnahagsmála og niðurskurðarkrafna frá hendi Héraðsnefndar. Nú verður að vona að þessar áætlanir haldi. Á fundinn mættu einnig þeir Lýður Pálsson frá Byggðasafninu og Björn Pálsson frá Héraðsskjalasafninu en þeir kynntu fyrir nefndinni arf sem þessi söfn hafa fengið eftir Helga Ívarsson frá Hólum í Stokkseyrarhreppi sem lést í febrúar á þessu ári. Er þar um mjög stóran arf að ræða þar sem Helgi arfleiddi söfnin tvö að öllum eigum sínum. Helgi var mikill áhugamaður um safnamál í sýslunni og fastagestur á þessum tveimur söfnum því hefur honum þótt það vel við hæfi að hans veraldlegu eigur rötuðu á þá staði sem honum voru kærastir.
------------------------
Fór yfir mál nýja Búmannahverfisins með framkvæmdastjóra þeirra samtaka. Þar eru bundnar vonir við að framkvæmdir fari í gang innan skamms og að yfirborðsfrágangi verði lokið á svæðinu öllu og lokið verði utanhúsfrágangi húsanna. Ákveðnir áfangar verði fullkláraðir svo hægara verði um vik að koma íbúðunum á markað. Stórt skref í rétta átt þegar þessu verður lokið.
Svaraði tölvupóstum sem eins og ávallt voru fjölmargir. Gekk frá auglýsingu í fylgiblað Moggans um ferðalög sem kemur út í næstu viku. Fór endanlega yfir endurskoðaða fjárhagsáætlun áður en hún var send út með fundarboði bæjarstjórnar fyrir fundinn sem halda á á fimmtudag. Eftir vinnu mættum ég, Elínborg og Gísli Páll til að þrífa sameignina í húsnæði Sjálfstæðsifélagsins. Var ekki lengi gert sérstaklega þar sem Elínborg var með í för. Hún er algjör fítonskraftur.
--------------------------
Kíkti aðeins við á Iðavöllum þar sem þónokkuð rennerí var af fólki. Þar er verslunin orðin alveg sneisafull af alveg frábærri gjafavöru. Það er alltaf gaman að koma þarna við því það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi komið í búðina.
Verið er að byggja sýningarsvæðið fyrir "goða" sýninguna en stefnt er að því að hún opni í lok maí.
--------------------------
Við Albert lærðum síðan saman fyrir ensku próf sem hann er að fara í á morgun áður en skroppið var yfir til Guðrúnar og Jóa þar sem stórfjölskyldan horfði saman á Júróvisjón. Það var virkilega gaman að Jóhanna Guðrún skyldi komast áfram en hún átti það svo sannarlega skilið. Stóð sig afar vel og var landi og þjóð til sóma.
Hún er greinilega búin að vinna vinnuna sína vel því á youtube má heyra lagið sungið af henni á hinum ýmsu tungumálum. Hér má til dæmis heyra Jóhönnu syngja á rússnesku.
Og úr því ég var nú byrjuð að gúggla júróvision þá fór ég auðvitað á síðu aðal aðdáendaklúbbs Júróvisíon og þar mátti sjá fjölmörg komment um frammistöðu íslenska hópsins. Þetta fannst mér best:
Iceland: an oasis between all the musical violence, thank you Iceland! You may be financialy bankrupt, but keep the music coming! THANK YOU.
Héraðsnefnd Árnessýslu fundaði fyrripart dags á veitingastaðnum Lindinni á Laugarvatni. Þetta var aukafundur nefndarinnar en á fundinum voru samþykktar breytingar á samþykktum þannig að framvegis verða tveir fundir á ári eins og reyndar var þar til fyrir um þremur árum síðan. Það hefur ekki gefist vel að hafa fækkað þessum fundum, fjarlægðin við stofnanirnar verður of mikil og samskipti milli manna ekki nægjanleg. Héraðsnefndarfundir eru hinir heimilislegustu enda ekki orðnir svo margir fulltrúar í nefndinni. Þeim fækkar auðvitað í takt við sameiningu sveitarfélaga. En á fundinum í dag voru fjárhagsáætlanir ársins samþykktar en það hefur dregist vegna ástands efnahagsmála og niðurskurðarkrafna frá hendi Héraðsnefndar. Nú verður að vona að þessar áætlanir haldi. Á fundinn mættu einnig þeir Lýður Pálsson frá Byggðasafninu og Björn Pálsson frá Héraðsskjalasafninu en þeir kynntu fyrir nefndinni arf sem þessi söfn hafa fengið eftir Helga Ívarsson frá Hólum í Stokkseyrarhreppi sem lést í febrúar á þessu ári. Er þar um mjög stóran arf að ræða þar sem Helgi arfleiddi söfnin tvö að öllum eigum sínum. Helgi var mikill áhugamaður um safnamál í sýslunni og fastagestur á þessum tveimur söfnum því hefur honum þótt það vel við hæfi að hans veraldlegu eigur rötuðu á þá staði sem honum voru kærastir.
------------------------
Fór yfir mál nýja Búmannahverfisins með framkvæmdastjóra þeirra samtaka. Þar eru bundnar vonir við að framkvæmdir fari í gang innan skamms og að yfirborðsfrágangi verði lokið á svæðinu öllu og lokið verði utanhúsfrágangi húsanna. Ákveðnir áfangar verði fullkláraðir svo hægara verði um vik að koma íbúðunum á markað. Stórt skref í rétta átt þegar þessu verður lokið.
Svaraði tölvupóstum sem eins og ávallt voru fjölmargir. Gekk frá auglýsingu í fylgiblað Moggans um ferðalög sem kemur út í næstu viku. Fór endanlega yfir endurskoðaða fjárhagsáætlun áður en hún var send út með fundarboði bæjarstjórnar fyrir fundinn sem halda á á fimmtudag. Eftir vinnu mættum ég, Elínborg og Gísli Páll til að þrífa sameignina í húsnæði Sjálfstæðsifélagsins. Var ekki lengi gert sérstaklega þar sem Elínborg var með í för. Hún er algjör fítonskraftur.
--------------------------
Kíkti aðeins við á Iðavöllum þar sem þónokkuð rennerí var af fólki. Þar er verslunin orðin alveg sneisafull af alveg frábærri gjafavöru. Það er alltaf gaman að koma þarna við því það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi komið í búðina.
Verið er að byggja sýningarsvæðið fyrir "goða" sýninguna en stefnt er að því að hún opni í lok maí.
--------------------------
Við Albert lærðum síðan saman fyrir ensku próf sem hann er að fara í á morgun áður en skroppið var yfir til Guðrúnar og Jóa þar sem stórfjölskyldan horfði saman á Júróvisjón. Það var virkilega gaman að Jóhanna Guðrún skyldi komast áfram en hún átti það svo sannarlega skilið. Stóð sig afar vel og var landi og þjóð til sóma.
Hún er greinilega búin að vinna vinnuna sína vel því á youtube má heyra lagið sungið af henni á hinum ýmsu tungumálum. Hér má til dæmis heyra Jóhönnu syngja á rússnesku.
Og úr því ég var nú byrjuð að gúggla júróvision þá fór ég auðvitað á síðu aðal aðdáendaklúbbs Júróvisíon og þar mátti sjá fjölmörg komment um frammistöðu íslenska hópsins. Þetta fannst mér best:
Iceland: an oasis between all the musical violence, thank you Iceland! You may be financialy bankrupt, but keep the music coming! THANK YOU.
11. maí 2009
Mánudagur...
Fór yfir málefni kirkjugarðsins að Kotströnd með Birgi Þórðarsyni sem er formaður kirkjugarðsnefndar. Við ætlum að hittast aftur fljótlega og ganga frá samningum milli Hveragerðisbæjar og nefndarinnar um stækkun garðsins. Þar eru heilmiklar framkvæmdir hafnar sem væntanlega munu duga í einhverja áratugi.
Í hádeginu hittist Almannavarnanefnd Árnessýslu til að fjalla um fjárhagsáætlun ársins. Hún þarf að vera tilbúin að morgun þegar Héraðsnefnd tekur hana til umfjöllunar á fundi sínum á Laugarvatni.
Síðdegis hittist minni- og meirihluti og fór yfir fjárhagsáætlun ársins 2009. Endurskoðuð áætlun verður lögð fyrir bæjarstjórnarfund á fimmtudaginn.
Urðum líka að endurskoða fjárfestingar ársins því það er ljóst að bæta verður í á nokkrum stöðum í rekstri bæjarins, slíkt veikir rekstrarafkomuna og minnkar þá möguleika sem bæjarfélagið hefur til fjárfestinga.
-------------------------------------------
Ég er fyrir löngu búin að uppgötva einn stóran kost við karlmennina á mínu heimili. Þeim finnst ég sem sagt yfirleitt frekar ágæt! Þessi afstaða virðist síðan síast hratt inní aðra þá karlmenn sem hingað slæðast inn, eins og Tim skiptinema og til dæmis vin okkar hann Dave frá Englandi sem mun heimsækja okkur 13 sumarið í röð nú í sumar! Þær heimsóknir eru reyndar efni í aðra bloggfærslu ;-)
En þannig er að ég er ekkert alltaf sammála karlpeningnum um þetta atriði og eins og annað kvenfólk yfirleitt í einhverjum endurbótum. Aðhald á sviði inntöku á fæðu er til dæmis alveg sígilt viðfangsefni. Fyrir nokkrum dögum sat ég með diskinn kúfaðann af grænmeti yfir kvöldmatnum og Tim skildi ekkert í því hvers vegna ég borðaði ekki það sama og þeir hinir. Ég útskýrði fyrir þessari elsku að nú væri ég í megrun. On a diet, you see! Why! var það eina sem hann sagði með spurn í svipnum og þrátt fyrir útskýringar í löngu máli um nauðsyn megrunar í mínu tilfelli var alltaf sami undrunarsvipurinn á drengnum. Nei, íslenska mamma þurfti sko ekki að fara í megrun! Nú nema hvað, daginn eftir kom Guðrún systir í heimsókn, Tim var einn heima og fór til dyra. Er mamma þín heima spyr litla systir, og þá svarar Tim að bragði No she is on a diet ! ! ! Hann hefur kannski haldið að ég væri horfin af völdum megrunarinnar.....
----------------------
Fór yfir málefni kirkjugarðsins að Kotströnd með Birgi Þórðarsyni sem er formaður kirkjugarðsnefndar. Við ætlum að hittast aftur fljótlega og ganga frá samningum milli Hveragerðisbæjar og nefndarinnar um stækkun garðsins. Þar eru heilmiklar framkvæmdir hafnar sem væntanlega munu duga í einhverja áratugi.
Í hádeginu hittist Almannavarnanefnd Árnessýslu til að fjalla um fjárhagsáætlun ársins. Hún þarf að vera tilbúin að morgun þegar Héraðsnefnd tekur hana til umfjöllunar á fundi sínum á Laugarvatni.
Síðdegis hittist minni- og meirihluti og fór yfir fjárhagsáætlun ársins 2009. Endurskoðuð áætlun verður lögð fyrir bæjarstjórnarfund á fimmtudaginn.
Urðum líka að endurskoða fjárfestingar ársins því það er ljóst að bæta verður í á nokkrum stöðum í rekstri bæjarins, slíkt veikir rekstrarafkomuna og minnkar þá möguleika sem bæjarfélagið hefur til fjárfestinga.
Í kvöld endurnýjaði svo Körfuknattleiksdeildin samninginn við Ágúst Guðmundsson þjálfari. Nú verður sú breyting að hann verður yfirþjálfari deildarinnar auk þess að þjálfa meistaraflokka karla og kvenna og drengjaflokk. Flott að hafa hann áfram, þekkir orðið vel til og það skiptir máli.
-------------------------------------------
Ég er fyrir löngu búin að uppgötva einn stóran kost við karlmennina á mínu heimili. Þeim finnst ég sem sagt yfirleitt frekar ágæt! Þessi afstaða virðist síðan síast hratt inní aðra þá karlmenn sem hingað slæðast inn, eins og Tim skiptinema og til dæmis vin okkar hann Dave frá Englandi sem mun heimsækja okkur 13 sumarið í röð nú í sumar! Þær heimsóknir eru reyndar efni í aðra bloggfærslu ;-)
En þannig er að ég er ekkert alltaf sammála karlpeningnum um þetta atriði og eins og annað kvenfólk yfirleitt í einhverjum endurbótum. Aðhald á sviði inntöku á fæðu er til dæmis alveg sígilt viðfangsefni. Fyrir nokkrum dögum sat ég með diskinn kúfaðann af grænmeti yfir kvöldmatnum og Tim skildi ekkert í því hvers vegna ég borðaði ekki það sama og þeir hinir. Ég útskýrði fyrir þessari elsku að nú væri ég í megrun. On a diet, you see! Why! var það eina sem hann sagði með spurn í svipnum og þrátt fyrir útskýringar í löngu máli um nauðsyn megrunar í mínu tilfelli var alltaf sami undrunarsvipurinn á drengnum. Nei, íslenska mamma þurfti sko ekki að fara í megrun! Nú nema hvað, daginn eftir kom Guðrún systir í heimsókn, Tim var einn heima og fór til dyra. Er mamma þín heima spyr litla systir, og þá svarar Tim að bragði No she is on a diet ! ! ! Hann hefur kannski haldið að ég væri horfin af völdum megrunarinnar.....
----------------------
10. maí 2009
Helgin helguð hálsbólgu ...
... sem ágerðist við útstáelsið á föstudag. Helginni því eytt undir teppi. Horfði á Silfrið þar sem frú Pettifor var í athyglisverðu viðtali. Hún tók undir það sjónarmið að skrifa yrði niður skuldir einstaklinga og fyrirtækja til að koma hjólum efnahagslífsins af stað. Þar tekur hún undir sjónarmið sem Framsóknarmenn og einhverjir Sjálfstæðismenn hafa talað fyrir eða 20% niðurfellingu skulda. Ég var í upphafi á móti þessari aðferð en þegar ég hugsa þetta betur þá er ég farin að halda að þetta sé leið sem gæti lyft okkur uppúr því ástandi sem hér hefur skapast. Allavega er nauðsynlegt að gera eitthvað róttækt og það strax. Ný ríkisstjórn sem kynnt var í dag þarf allavega að hafa bein í nefinu til að takast á við þann vanda sem við nú erum í. Þar þarf að hugsa á nýjum brautum og út fyrir boxið !
Staða sveitarfélaga er síðan kapítuli útaf fyrir sig. Nú eru tölur úr ársreikningum að byrja að birtast í fjölmiðlum og tapið er svo hátt að annað eins hefur aldrei sést. Áttaþúsund milljónir í einu sveitarfélagi og 5800 milljónir í öðru. Tap Hveragerðisbæjar uppá 177 milljónir virkar sem skiptimynt í þessu stóra samhengi. Það breytir því ekki að hér þarf að reka sveitarfélag á núlli eða allavega því sem næst. Það hlýtur að vera markmiðið og að því verður unnið.
Ég byrjaði á bókinni Sofandi að feigðarósi núna um helgina. Hún er skrifuð af Ólafi Arnarssyni sem var um langan tíma innsti koppur í búri okkar Sjálfstæðismanna. Það gerir lesninguna trúverðuga, því miður verð ég að segja. Skrifa án vafa meira um þessa bók síðar. Er núna að horfa á Opruh fjalla um heimilislausa í Bandaríkjunum í kjölfar kreppunnar, þar er greinilega að myndast skelfilegt ástand sem minnir helst á ástand í flóttamannabúðum sem við hingað til höfum kennt við þróunarlöndin.
... sem ágerðist við útstáelsið á föstudag. Helginni því eytt undir teppi. Horfði á Silfrið þar sem frú Pettifor var í athyglisverðu viðtali. Hún tók undir það sjónarmið að skrifa yrði niður skuldir einstaklinga og fyrirtækja til að koma hjólum efnahagslífsins af stað. Þar tekur hún undir sjónarmið sem Framsóknarmenn og einhverjir Sjálfstæðismenn hafa talað fyrir eða 20% niðurfellingu skulda. Ég var í upphafi á móti þessari aðferð en þegar ég hugsa þetta betur þá er ég farin að halda að þetta sé leið sem gæti lyft okkur uppúr því ástandi sem hér hefur skapast. Allavega er nauðsynlegt að gera eitthvað róttækt og það strax. Ný ríkisstjórn sem kynnt var í dag þarf allavega að hafa bein í nefinu til að takast á við þann vanda sem við nú erum í. Þar þarf að hugsa á nýjum brautum og út fyrir boxið !
Staða sveitarfélaga er síðan kapítuli útaf fyrir sig. Nú eru tölur úr ársreikningum að byrja að birtast í fjölmiðlum og tapið er svo hátt að annað eins hefur aldrei sést. Áttaþúsund milljónir í einu sveitarfélagi og 5800 milljónir í öðru. Tap Hveragerðisbæjar uppá 177 milljónir virkar sem skiptimynt í þessu stóra samhengi. Það breytir því ekki að hér þarf að reka sveitarfélag á núlli eða allavega því sem næst. Það hlýtur að vera markmiðið og að því verður unnið.
Ég byrjaði á bókinni Sofandi að feigðarósi núna um helgina. Hún er skrifuð af Ólafi Arnarssyni sem var um langan tíma innsti koppur í búri okkar Sjálfstæðismanna. Það gerir lesninguna trúverðuga, því miður verð ég að segja. Skrifa án vafa meira um þessa bók síðar. Er núna að horfa á Opruh fjalla um heimilislausa í Bandaríkjunum í kjölfar kreppunnar, þar er greinilega að myndast skelfilegt ástand sem minnir helst á ástand í flóttamannabúðum sem við hingað til höfum kennt við þróunarlöndin.
9. maí 2009
Föstudagur...
Unnum fyrir hádegi í endurskoðun fjárhagsáætlunar en þar þarf að halda vel á spöðunum ef takast á að leggja hana fyrir bæjarstjórn í næstu viku. Eftir hádegi var ég gestur á starfsmannafundi í Grunnskólanum þar sem farið var yfir þau mál sem efst eru á auugi. Það kom mér ekki á óvart að þar voru fjármál stofnunarinnar mönnum hugleiknust. Umræður urðu líflegar eins og við var að búast en ég tel að fundurinn hafi verið gagnlegur. Allavega er það mín skoðun, en það er ávallt gott að fá sjónarmið fólks beint í æð, þannig er hægt að eiga hreinskiptin skoðanaskipti sem er ávallt það allra besta.
Síðdegis hittum við Guðmundur, skipulags- og byggingafulltrúi, eigendur hússins að Hveramörk 3. Þar er í gildi nokkuð sérkennilegur lóðarleigusamningur sem gerður var 1994 og gilti í 15 ár. Samningurinn rann því út í byrjun mars og þætti það ekki í frásögur færandi nema vegna þess að í honum er ákvæði um að húsið ber þá að flytja á nýja lóð í Hveragerði eigendum að kostnaðarlausu. Ég hef kannað réttarstöðu bæjarfélagsins vegna þessa auk þess að ræða við eigendur hússins og ljóst er að þetta er atriði sem bæjarfélagið verður að efna. Fundur okkar með eigendum í dag var afar jákvæður og bind ég vonir við að á þessu máli finnist ásættanleg lausn fyrir alla aðila, slíkt þarf aftur á móti að gerast bæði hratt og vel.
Eftir vinnu fórum ég og húsfreyjan í Gýgjarhólskoti til höfuðborgarinnar á fund bekkjarsystkina úr MA sem hittust á Hilton. Nú er verið að skipuleggja 25 ára stúdentsafmæli hópsins en það er "aðal" stúdentaafmæli hvers MA stúdents. Við sunnanmenn berum ábyrgð á hátíðahöldunum þann 16. og sjáum um allt skipulag það kvöldið. Í forsvari eru afar kraftmiklir einstaklingar sem auk þess að halda úti heimasíðu fyrir hópinn hafa tekið að sér að skipuleggja þetta allt saman. Það er ótrúlegt hversu mikla vinnu þau hafa lagt á sig. Auk alls þessa skipuleggja þau hitting í ein þrjú skipti hér fyrir sunnan.
Hátíðahöld okkar árgangs fyrir norðan munu standa í frá sunnudegi til miðvikudags en MA stúdentar hafa slíkan fögnuð að hefð á 5 ára fresti.
Eftir Hilton hittinginn hittumst við vinkonurnar úr MA síðan hjá Snædísi þar sem umræður fram eftir kvöldi snérust um efnahagsmál og aftur efnahagsmál, hefði seint trúað því að ég lenti í því að verja ríkisstjórnina ;-)
Unnum fyrir hádegi í endurskoðun fjárhagsáætlunar en þar þarf að halda vel á spöðunum ef takast á að leggja hana fyrir bæjarstjórn í næstu viku. Eftir hádegi var ég gestur á starfsmannafundi í Grunnskólanum þar sem farið var yfir þau mál sem efst eru á auugi. Það kom mér ekki á óvart að þar voru fjármál stofnunarinnar mönnum hugleiknust. Umræður urðu líflegar eins og við var að búast en ég tel að fundurinn hafi verið gagnlegur. Allavega er það mín skoðun, en það er ávallt gott að fá sjónarmið fólks beint í æð, þannig er hægt að eiga hreinskiptin skoðanaskipti sem er ávallt það allra besta.
Síðdegis hittum við Guðmundur, skipulags- og byggingafulltrúi, eigendur hússins að Hveramörk 3. Þar er í gildi nokkuð sérkennilegur lóðarleigusamningur sem gerður var 1994 og gilti í 15 ár. Samningurinn rann því út í byrjun mars og þætti það ekki í frásögur færandi nema vegna þess að í honum er ákvæði um að húsið ber þá að flytja á nýja lóð í Hveragerði eigendum að kostnaðarlausu. Ég hef kannað réttarstöðu bæjarfélagsins vegna þessa auk þess að ræða við eigendur hússins og ljóst er að þetta er atriði sem bæjarfélagið verður að efna. Fundur okkar með eigendum í dag var afar jákvæður og bind ég vonir við að á þessu máli finnist ásættanleg lausn fyrir alla aðila, slíkt þarf aftur á móti að gerast bæði hratt og vel.
Eftir vinnu fórum ég og húsfreyjan í Gýgjarhólskoti til höfuðborgarinnar á fund bekkjarsystkina úr MA sem hittust á Hilton. Nú er verið að skipuleggja 25 ára stúdentsafmæli hópsins en það er "aðal" stúdentaafmæli hvers MA stúdents. Við sunnanmenn berum ábyrgð á hátíðahöldunum þann 16. og sjáum um allt skipulag það kvöldið. Í forsvari eru afar kraftmiklir einstaklingar sem auk þess að halda úti heimasíðu fyrir hópinn hafa tekið að sér að skipuleggja þetta allt saman. Það er ótrúlegt hversu mikla vinnu þau hafa lagt á sig. Auk alls þessa skipuleggja þau hitting í ein þrjú skipti hér fyrir sunnan.
Hátíðahöld okkar árgangs fyrir norðan munu standa í frá sunnudegi til miðvikudags en MA stúdentar hafa slíkan fögnuð að hefð á 5 ára fresti.
Eftir Hilton hittinginn hittumst við vinkonurnar úr MA síðan hjá Snædísi þar sem umræður fram eftir kvöldi snérust um efnahagsmál og aftur efnahagsmál, hefði seint trúað því að ég lenti í því að verja ríkisstjórnina ;-)
7. maí 2009
Fimmtudagur...
Fundur í bæjarráði í morgun. Fundarboðið óvenju þykkt en það er nú samt yfirleitt ávísun á stuttan fund svo merkilegt sem það nú er. Hér geta áhugasamir lesið fundargerðina.
Heimsótti "miðstöð tækifæranna" en þar er boðið uppá aðstöðu fyrir þá sem eru í atvinnuleit og aðra sem vilja vera með í því starfi sem þar fer fram. Þarna var mættur dágóður hópur sem átti hið skemmtilegasta spjall. Mestur tíminn fór í að velja nafn á miðstöðina en samkeppni hefur verið í gangi um það að undanförnu. Niðurstaðan var sú að "Drift" varð fyrir valinu. Gott og líflegt nafn með vísun í það starf sem þarna mun fara fram.
Dagurinn fór síðan að mestu í vinnu við endurskoðun fjárhagsáætlunar. Hún hófst um leið og gerð ársreiknings lauk svo það er í nógu að snúast. Bæjarstjórn ákvað að endurskoða fjárhagsáætlun með reglubundnu millibili þetta árið, enda mikilvægt í ljósi aðstæðna að fylgjast sérstaklega vel með útgjöldum bæjarins. Við Helga hittum Guðjón skólastjóra í lok dags og fórum yfir fjárhagslega stöðu Grunnskólans. Það er ljóst að hann fer þónokkuð framúr áætlun og áform okkar um að sparnaður myndi dekka umsamdar launahækkanir eru ekki að ganga eftir með þeim hætti sem ætlast var til. Útgjöld til félagsmála eru einnig að aukast mikið og þar er einnig ljóst að framlög verða að hækka til að standa straum af þeirri miklu aukningu sem nú á sér stað í fjárhagsaðstoð og húsaleigubótum.
Fundur í bæjarráði í morgun. Fundarboðið óvenju þykkt en það er nú samt yfirleitt ávísun á stuttan fund svo merkilegt sem það nú er. Hér geta áhugasamir lesið fundargerðina.
Heimsótti "miðstöð tækifæranna" en þar er boðið uppá aðstöðu fyrir þá sem eru í atvinnuleit og aðra sem vilja vera með í því starfi sem þar fer fram. Þarna var mættur dágóður hópur sem átti hið skemmtilegasta spjall. Mestur tíminn fór í að velja nafn á miðstöðina en samkeppni hefur verið í gangi um það að undanförnu. Niðurstaðan var sú að "Drift" varð fyrir valinu. Gott og líflegt nafn með vísun í það starf sem þarna mun fara fram.
Dagurinn fór síðan að mestu í vinnu við endurskoðun fjárhagsáætlunar. Hún hófst um leið og gerð ársreiknings lauk svo það er í nógu að snúast. Bæjarstjórn ákvað að endurskoða fjárhagsáætlun með reglubundnu millibili þetta árið, enda mikilvægt í ljósi aðstæðna að fylgjast sérstaklega vel með útgjöldum bæjarins. Við Helga hittum Guðjón skólastjóra í lok dags og fórum yfir fjárhagslega stöðu Grunnskólans. Það er ljóst að hann fer þónokkuð framúr áætlun og áform okkar um að sparnaður myndi dekka umsamdar launahækkanir eru ekki að ganga eftir með þeim hætti sem ætlast var til. Útgjöld til félagsmála eru einnig að aukast mikið og þar er einnig ljóst að framlög verða að hækka til að standa straum af þeirri miklu aukningu sem nú á sér stað í fjárhagsaðstoð og húsaleigubótum.
6. maí 2009
Lofaði sjálfri mér því í gær að fara snemma að sofa í dag og ég er þegar búin að svíkja það loforð. Því verður bloggfærsla dagsins stutt ! ! !
Vil samt linka hér inná talsettar glærur Erics Holden sem innihalda fyrirlestur hans "Where would we like to live" sem hann flutti á málþinginu "Að móta byggð". Ef þið hafið tíma þá er þetta mjög áhugaverður og skemmtilegur fyrirlestur. Laufey var líka á málþinginu og var svo sniðug að finna glærurnar á vef Alta.
Annars var hápunktur dagsins hádegisverðarfundur á vegum Stofnunar Sæmundar Fróða þar sem spurt var hvort nýting jarðhitans væri sjálfbær. Fjallað var um nýtingu háhitasvæða og áhrif brennisteinsvetnis. Afar fróðlegt, en fyrirlesararnir þeir Stefán Arnórsson frá jarðvísindadeild HÍ og Þorsteinn Jóhannsson frá Umhverfisstofnun gerðu efninu góð skil. Það var ótrúleg mæting á fundinn, setið í hverju sæti í sal Þjóðminjasafnsins, aukastólar hvar sem hægt var að koma þeim fyrir, setið á gólfinu fyrir framan púltið og staðið í hverju horni. Það er mikil vakning í umhverfismálum enda löngu tímabært að þessi mál séu skoðuð í víðara samhengi heldur er nú er gert.
Minni síðan alla þá sem hafa í huga að tæta upp eins og einn kálgarð í vor og sá fyrir matjurtum að mæta á fræðslufund Elfu Daggar umhverfisstjóra um ræktun matjurta sem haldinn verður í grunnskólanum annað kvöld fimmtudag kl. 20. Afar gagnlegt !
Vil samt linka hér inná talsettar glærur Erics Holden sem innihalda fyrirlestur hans "Where would we like to live" sem hann flutti á málþinginu "Að móta byggð". Ef þið hafið tíma þá er þetta mjög áhugaverður og skemmtilegur fyrirlestur. Laufey var líka á málþinginu og var svo sniðug að finna glærurnar á vef Alta.
Annars var hápunktur dagsins hádegisverðarfundur á vegum Stofnunar Sæmundar Fróða þar sem spurt var hvort nýting jarðhitans væri sjálfbær. Fjallað var um nýtingu háhitasvæða og áhrif brennisteinsvetnis. Afar fróðlegt, en fyrirlesararnir þeir Stefán Arnórsson frá jarðvísindadeild HÍ og Þorsteinn Jóhannsson frá Umhverfisstofnun gerðu efninu góð skil. Það var ótrúleg mæting á fundinn, setið í hverju sæti í sal Þjóðminjasafnsins, aukastólar hvar sem hægt var að koma þeim fyrir, setið á gólfinu fyrir framan púltið og staðið í hverju horni. Það er mikil vakning í umhverfismálum enda löngu tímabært að þessi mál séu skoðuð í víðara samhengi heldur er nú er gert.
Minni síðan alla þá sem hafa í huga að tæta upp eins og einn kálgarð í vor og sá fyrir matjurtum að mæta á fræðslufund Elfu Daggar umhverfisstjóra um ræktun matjurta sem haldinn verður í grunnskólanum annað kvöld fimmtudag kl. 20. Afar gagnlegt !
5. maí 2009
Heimsótti leikskólann Óskaland í morgun og hitti Gunnvöru og Guðlaugu sem þar stýra starfi. Fórum yfir launaliði nú í aðdraganda endurskoðunar fjárhagsáætlunar en það er fátt mikilvægara en að halda þeim í skefjum í öllum stofnunum bæjarins. Litum einnig yfir stöðu biðlistans en þar þarf að halda vel á spöðunum ef við ætlum að standa við vilyrði um að 18 mánaða börn séu ekki á listanum nema í sem allra skemmstan tíma. Margir héldu að kreppan yrði til þess að foreldrar styttu dvalartíma barna á leikskólum en slíkt hefur alls ekki orðið raunin nema að síður sé.
Síðdegis fór ég á stofnfund starfsendurhæfingar Suðurlands en Hveragerðisbær er einn stofnaðila. Tilgangur starfseminnar verður að aðstoða fólk sem lendir utan vinnumarkaðar um lengri eða skemmri tíma vegna t.d. sjúkdóma, félagslegra aðstæðna eða annarra hluta, auka möguleika á endurkomu til vinnu og jafnframt bæta lífsgæði og endurnýja starfsþrek.
Lögð verður áhersla á að endurhæfingin fari sem mest fram í heimabyggð þeirra sem hennar njóta og að fjölbreyttur hópur komi að málum, s.s. heilbrigðiskerfið, mennta-og fræðslukerfið, félagsþjónusta og fleiri aðilar. María Kristjánsdóttir, félagsmálastjóri, hefur verið í þriggja manna undirbúningshópi að stofnun starfsendurhæfingar og greinilegt að þar hefur verið unnið mikið og gott starf. Hún var einnig kjörin nýja stjórn svo framhald starfseminnar er í góðum höndum.
Evrópusambandsumræðan er fyrirferðarmikil þessa dagana og fólk farið að skipa sér í fylkingar með eða á móti. Ég hef ávallt verið á móti aðild og ekkert það hefur komið fram að undanförnu sem breytir þeirri skoðun minni. Því gladdi það mitt litla hjarta að lesa þennan góða pistil um stöðu landa gagnvart Evrópusambandinu og hvernig hvatt er til þátttöku í klúbbnum og ekki síður hvað gerist þegar við erum búin að ganga inn.
Síðdegis fór ég á stofnfund starfsendurhæfingar Suðurlands en Hveragerðisbær er einn stofnaðila. Tilgangur starfseminnar verður að aðstoða fólk sem lendir utan vinnumarkaðar um lengri eða skemmri tíma vegna t.d. sjúkdóma, félagslegra aðstæðna eða annarra hluta, auka möguleika á endurkomu til vinnu og jafnframt bæta lífsgæði og endurnýja starfsþrek.
Lögð verður áhersla á að endurhæfingin fari sem mest fram í heimabyggð þeirra sem hennar njóta og að fjölbreyttur hópur komi að málum, s.s. heilbrigðiskerfið, mennta-og fræðslukerfið, félagsþjónusta og fleiri aðilar. María Kristjánsdóttir, félagsmálastjóri, hefur verið í þriggja manna undirbúningshópi að stofnun starfsendurhæfingar og greinilegt að þar hefur verið unnið mikið og gott starf. Hún var einnig kjörin nýja stjórn svo framhald starfseminnar er í góðum höndum.
Evrópusambandsumræðan er fyrirferðarmikil þessa dagana og fólk farið að skipa sér í fylkingar með eða á móti. Ég hef ávallt verið á móti aðild og ekkert það hefur komið fram að undanförnu sem breytir þeirri skoðun minni. Því gladdi það mitt litla hjarta að lesa þennan góða pistil um stöðu landa gagnvart Evrópusambandinu og hvernig hvatt er til þátttöku í klúbbnum og ekki síður hvað gerist þegar við erum búin að ganga inn.
4. maí 2009
Mánudagur ...
Hitti Ingu frá Listasafni Árnesinga og kynnti hún fyrir mér það sem framundan er hjá safninu. Vinsældir þess aukast stöðugt enda sífellt fleiri sem gera sér grein fyrir þeirri perlu sem þarna er. Á laugardaginn opnaði þar ný sýning á ljósmyndum nokkurra ljósmyndara. Ég komst ekki á opnunina en mun fljótlega kíkja á sýninguna sem mér skilst að sé afar grípandi og falleg. Nú er opið alla daga milli kl. 12 og 18 enda nálgast sumarið óðfluga.
Fundaði með Elfu og Guðmundi og fórum við vel yfir þær framkvæmdir sem framundan eru í sumar. Lánsloforð er komið frá Lánasjóði sveitarfélaga sem er eina ljósið í myrkri sveitarfélaga svona lánalega séð! Því þarf nú að koma útboðum af stað og setja framkvæmdir af stað hið allra fyrsta. Farið verður í gatnagerð og umhverfisverkefni ýmis konar ásamt ýmsum öðrum bráðnauðsynlegum verkefnum.
Í kvöld hittust síðan allir bæjarfulltrúar og fóru yfir framkvæmdir sumarsins. Á fundinum ríkti mikil eining og gott samkomulag þar sem fulltrúar skiptust á skoðunum þvert á flokkslínur. Eftir þennan fund fór meirihlutinn yfir fundarboð bæjarráðs en það er óvenju þykkt þessa vikuna enda nokkuð langt um liðið frá síðasta fundi.
Það er gaman að geta þess að ung stúlka héðan frá Hveragerði, Hulda Jónsdóttir, hefur fengið inngöngu í hinn fræga skóla Juilliard í New York. Hulda hefur spilað á fiðlu frá unga aldri og fyrir löngu er komið í ljós að hún er snillingur í sinni list. Það er fátítt að svo ungir nemendur séu teknir inn í þennan virta skóla en Hulda er einungis 17 ára. Ég veit aftur á móti að hún mun standa sig með miklum sóma og það verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Við getum síðan öll heyrt hana spila í vor en hún mun taka þátt í tónlistarhátíðinni Bjartar sumarnætur hér í Hveragerði fyrstu helgina í júní.
Á myndinni má sjá hópinn sem stendur að hátíðinni í ár.
Hitti Ingu frá Listasafni Árnesinga og kynnti hún fyrir mér það sem framundan er hjá safninu. Vinsældir þess aukast stöðugt enda sífellt fleiri sem gera sér grein fyrir þeirri perlu sem þarna er. Á laugardaginn opnaði þar ný sýning á ljósmyndum nokkurra ljósmyndara. Ég komst ekki á opnunina en mun fljótlega kíkja á sýninguna sem mér skilst að sé afar grípandi og falleg. Nú er opið alla daga milli kl. 12 og 18 enda nálgast sumarið óðfluga.
Fundaði með Elfu og Guðmundi og fórum við vel yfir þær framkvæmdir sem framundan eru í sumar. Lánsloforð er komið frá Lánasjóði sveitarfélaga sem er eina ljósið í myrkri sveitarfélaga svona lánalega séð! Því þarf nú að koma útboðum af stað og setja framkvæmdir af stað hið allra fyrsta. Farið verður í gatnagerð og umhverfisverkefni ýmis konar ásamt ýmsum öðrum bráðnauðsynlegum verkefnum.
Í kvöld hittust síðan allir bæjarfulltrúar og fóru yfir framkvæmdir sumarsins. Á fundinum ríkti mikil eining og gott samkomulag þar sem fulltrúar skiptust á skoðunum þvert á flokkslínur. Eftir þennan fund fór meirihlutinn yfir fundarboð bæjarráðs en það er óvenju þykkt þessa vikuna enda nokkuð langt um liðið frá síðasta fundi.
Það er gaman að geta þess að ung stúlka héðan frá Hveragerði, Hulda Jónsdóttir, hefur fengið inngöngu í hinn fræga skóla Juilliard í New York. Hulda hefur spilað á fiðlu frá unga aldri og fyrir löngu er komið í ljós að hún er snillingur í sinni list. Það er fátítt að svo ungir nemendur séu teknir inn í þennan virta skóla en Hulda er einungis 17 ára. Ég veit aftur á móti að hún mun standa sig með miklum sóma og það verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Við getum síðan öll heyrt hana spila í vor en hún mun taka þátt í tónlistarhátíðinni Bjartar sumarnætur hér í Hveragerði fyrstu helgina í júní.
Á myndinni má sjá hópinn sem stendur að hátíðinni í ár.
3. maí 2009
Af viðburðum síðustu daga ...
Bæjarferð með fjölskyldunni ásamt Iðjumerkur genginu í dag. Vorum tíu í hópnum sem barðist hatrammlega í keiluhöllinni áður en farið var í bíó. Gátum síðan engan veginn sameinast um bíómyndir svo farið var á einar fjórar! Ég, Guðrún og Hafsteinn sáum Draumalandið sem er nú eiginlega skylda hvers Íslendings að sjá. Myndin gefur óneitanlega nýja sýn á þær framkvæmdir sem umdeildastar eru á landinu. Ekki missa af þessari ! !
------------------------
Málþingið á laugardaginn um Pál Lýðsson í Litlu Sandvík var afar fjölsótt og salurinn í FSu troðfullur af áhugasömum tilheyrendum. Þeir voru heldur ekki sviknir af erindunum sem voru bæði fræðandi og skemmtileg en fyrst og fremst lýstu þau vel manninum Páli sem svo sannarlega var margra manna maki að afköstum. Það var afar gaman að sjá hversu margir ættingjar mættu á málþingið sem var eins og hið besta ættarmót Sandvíkurættarinnar, enda ákveðið á staðnum að láta ekki staðar numið hér heldur að kalla til ættarmóts afkomenda Sigríðar Lýðsdóttur og Guðmundar Þorvarðarsonar í Litlu-Sandvík í haust.
----------------------
Eyfi og Þrúða fögnuðu síðan fimmtugsafmælum sínum í góðum hópi á Hótel Hlíð á laugardagskvöldinu, góðar veitingar, mikil músik eins og búast mátti við og heilmikið fjör.
----------------------
Árleg sumarbústaðaferð stelpnanna í vinnunni var frá fimmtudegi til laugardags en dvalið var í góðu yfirlæti í sumarbústað Kvenfélagsins Bergþóru að Gljúfri. Virkilega gaman enda hópurinn góður. Ég skaust reyndar á föstudeginum í 1. árs afmælisveisluna hennar Hafrúnar það er ekki hægt að sleppa slíkum tímamótum.
---------------------
Fimmtudeginum var varið á ráðstefnu um skipulagsmál "Að móta byggð" sem haldin var í Turninum í Kópavogi en þar var ég ráðstefnustjóri ásamt Guðríði Arnarsdóttur úr Kópavogi. Ráðstefnan var afar áhugaverð og margt fróðlegt sem þar kom fram. Erlendir fyrirlesarar voru nokkrir og litu þeir yfir samfélag okkar með öðrum augum en við eigum að venjast. Það er alltaf hressandi að heyra ný viðhorf og nýja sýn. Fyrirlestur Danans Steffen Gulman var sérstaklega áhugaverður en hann kynnti nýja nálgun á skipulagsmál og hvernig þau ein og sér geta breytt ímynd heillra bæjarfélaga, nefndi hann ýmis dæmi máli sínu til stuðnings eins og til dæmis Bilbao á Spáni þar sem algjör viðsnúningur hefur orðið á viðhorfi ferðamanna og íbúa til staðarins. Áður komu fáir til borgarinnar nema af nauðsyn í dag koma þangað rúmlega milljón ferðamenn á ári og allir heimsækja þeir Guggenheim safnið sem sjá má á myndinni hér til hliðar. Fleiri dæmi nefndi hann en flest af því sem hann sagði fellur vel að þeirri ímynd sem ég tel rétt að við sköpum hér á landi. Eric Holden fór í sínu erindi yfir það hvernig samfélagi við viljum búa í, en greinilegt er að sérfræðingar telja skipulagsmál hér á Íslandi í ákveðnum ógöngum. Ætli kreppan bjargi okkur ekki frá frekari afglöpum á því sviði?
Bæjarstjórnarfundur síðdegis á fimmtudag þar sem ársreikningi bæjarins var vísað til síðari umræðu. Niðurstaðan er í takt við ástandið í þjóðfélaginu og það umrót sem þar ríkir. Reksturinn er neikvæður um 177 milljónir og skýrist neikvæð niðurstaða að langstærstu leyti af mikilli verðbólgu og vaxtaáþján. Reksturinn fyrir fjármagnsliði skilar um 80 milljóna króna afgangi en hann er allur étinn upp af fjármagnliðunum. Nú vona ég að Seðlabankinn lækki stýrivextina og það mikið....
Bæjarferð með fjölskyldunni ásamt Iðjumerkur genginu í dag. Vorum tíu í hópnum sem barðist hatrammlega í keiluhöllinni áður en farið var í bíó. Gátum síðan engan veginn sameinast um bíómyndir svo farið var á einar fjórar! Ég, Guðrún og Hafsteinn sáum Draumalandið sem er nú eiginlega skylda hvers Íslendings að sjá. Myndin gefur óneitanlega nýja sýn á þær framkvæmdir sem umdeildastar eru á landinu. Ekki missa af þessari ! !
------------------------
Málþingið á laugardaginn um Pál Lýðsson í Litlu Sandvík var afar fjölsótt og salurinn í FSu troðfullur af áhugasömum tilheyrendum. Þeir voru heldur ekki sviknir af erindunum sem voru bæði fræðandi og skemmtileg en fyrst og fremst lýstu þau vel manninum Páli sem svo sannarlega var margra manna maki að afköstum. Það var afar gaman að sjá hversu margir ættingjar mættu á málþingið sem var eins og hið besta ættarmót Sandvíkurættarinnar, enda ákveðið á staðnum að láta ekki staðar numið hér heldur að kalla til ættarmóts afkomenda Sigríðar Lýðsdóttur og Guðmundar Þorvarðarsonar í Litlu-Sandvík í haust.
----------------------
Eyfi og Þrúða fögnuðu síðan fimmtugsafmælum sínum í góðum hópi á Hótel Hlíð á laugardagskvöldinu, góðar veitingar, mikil músik eins og búast mátti við og heilmikið fjör.
----------------------
Árleg sumarbústaðaferð stelpnanna í vinnunni var frá fimmtudegi til laugardags en dvalið var í góðu yfirlæti í sumarbústað Kvenfélagsins Bergþóru að Gljúfri. Virkilega gaman enda hópurinn góður. Ég skaust reyndar á föstudeginum í 1. árs afmælisveisluna hennar Hafrúnar það er ekki hægt að sleppa slíkum tímamótum.
---------------------
Fimmtudeginum var varið á ráðstefnu um skipulagsmál "Að móta byggð" sem haldin var í Turninum í Kópavogi en þar var ég ráðstefnustjóri ásamt Guðríði Arnarsdóttur úr Kópavogi. Ráðstefnan var afar áhugaverð og margt fróðlegt sem þar kom fram. Erlendir fyrirlesarar voru nokkrir og litu þeir yfir samfélag okkar með öðrum augum en við eigum að venjast. Það er alltaf hressandi að heyra ný viðhorf og nýja sýn. Fyrirlestur Danans Steffen Gulman var sérstaklega áhugaverður en hann kynnti nýja nálgun á skipulagsmál og hvernig þau ein og sér geta breytt ímynd heillra bæjarfélaga, nefndi hann ýmis dæmi máli sínu til stuðnings eins og til dæmis Bilbao á Spáni þar sem algjör viðsnúningur hefur orðið á viðhorfi ferðamanna og íbúa til staðarins. Áður komu fáir til borgarinnar nema af nauðsyn í dag koma þangað rúmlega milljón ferðamenn á ári og allir heimsækja þeir Guggenheim safnið sem sjá má á myndinni hér til hliðar. Fleiri dæmi nefndi hann en flest af því sem hann sagði fellur vel að þeirri ímynd sem ég tel rétt að við sköpum hér á landi. Eric Holden fór í sínu erindi yfir það hvernig samfélagi við viljum búa í, en greinilegt er að sérfræðingar telja skipulagsmál hér á Íslandi í ákveðnum ógöngum. Ætli kreppan bjargi okkur ekki frá frekari afglöpum á því sviði?
Bæjarstjórnarfundur síðdegis á fimmtudag þar sem ársreikningi bæjarins var vísað til síðari umræðu. Niðurstaðan er í takt við ástandið í þjóðfélaginu og það umrót sem þar ríkir. Reksturinn er neikvæður um 177 milljónir og skýrist neikvæð niðurstaða að langstærstu leyti af mikilli verðbólgu og vaxtaáþján. Reksturinn fyrir fjármagnsliði skilar um 80 milljóna króna afgangi en hann er allur étinn upp af fjármagnliðunum. Nú vona ég að Seðlabankinn lækki stýrivextina og það mikið....