21. maí 2009
Miðvikudagur...
Dagurinn byrjaði með bæjarráðsfundi þar sem hæst bar umræðu um fyrirkomulag sorpmála til framtíðar. Bæjarráðsmenn ákváðu að skella sér í kynnisferð til Stykkishólms til að kynna sér þriggja tunnu verkefnið sem þar gengur afskaplega vel. Förum í þá ferð í næstu viku.
--------------------
Lögðum í dag lokahönd á nokkur atriði varðandi tónlistarhátíðina Bjartar sumarnætur sem haldin verður hér í Hvergerði 5.- 7. júní. Efast ekki um að tónleikarnir þessa helgi verði skemmtilegir en sérstaklega hlakka ég til að hlusta á Huldu Jónsdóttur (Ragnarssonar, sóknarprests). Hún er sannkallað undrabarn í tónlist, hefur þegar lokið námi við Listaháskólann og hefur fengið inngöngu í Juilliard skólann frá og með næsta hausti. Við megum vera stolt af þessari ungu dömu, Hvergerðingar.
--------------------
Undirbjó dagskrá málþings um frumkvæði, nýsköpun og möguleika í atvinnulífi, sem halda á næsta þriðjudag. Auglýsing verður væntanlega borin í hús á föstudag. Ég hvet sem flesta til að mæta á þriðjudaginn því þetta verður ánægjuleg og áhrifarík kvöldstund.
Fyrr þennan sama dag verður fræðsla fyrir alla stjórnendur bæjarins um það hvernig bregðast megi við aðstæðum eins og þeim við búum nú við. Það er Pétur Guðjónsson, stjórnunarfræðingur sem mun stýra þeirri fræðslu en jafnframt mun hann vera með innleggá fundinum um kvöldið.
---------------------
Vann í garðinum eftir kvöldmat en ég verð nokkuð lengi að koma öllum plöntunum mínum á rétta staði eftir rótið sem hér var síðastliðið haust þegar hellurnar voru lagðar. En mikið hrikalega verður þetta fínt ;-) Skrapp til Ingibjargar og fjárfesti í dýrindis eplatré og einnig hrútaberja runna. Verður spennandi að sjá hvernig þessi ræktun mun ganga. Er líka að leita mér að bláberja runna en hann átti Ingibjörg ekki til. Leitinni verður haldið áfram á morgun! Á myndinni má sjá bandaríska blábrjarunna, það er ekki skrýtið þó þetta heilli!
Dagurinn byrjaði með bæjarráðsfundi þar sem hæst bar umræðu um fyrirkomulag sorpmála til framtíðar. Bæjarráðsmenn ákváðu að skella sér í kynnisferð til Stykkishólms til að kynna sér þriggja tunnu verkefnið sem þar gengur afskaplega vel. Förum í þá ferð í næstu viku.
--------------------
Lögðum í dag lokahönd á nokkur atriði varðandi tónlistarhátíðina Bjartar sumarnætur sem haldin verður hér í Hvergerði 5.- 7. júní. Efast ekki um að tónleikarnir þessa helgi verði skemmtilegir en sérstaklega hlakka ég til að hlusta á Huldu Jónsdóttur (Ragnarssonar, sóknarprests). Hún er sannkallað undrabarn í tónlist, hefur þegar lokið námi við Listaháskólann og hefur fengið inngöngu í Juilliard skólann frá og með næsta hausti. Við megum vera stolt af þessari ungu dömu, Hvergerðingar.
--------------------
Undirbjó dagskrá málþings um frumkvæði, nýsköpun og möguleika í atvinnulífi, sem halda á næsta þriðjudag. Auglýsing verður væntanlega borin í hús á föstudag. Ég hvet sem flesta til að mæta á þriðjudaginn því þetta verður ánægjuleg og áhrifarík kvöldstund.
Fyrr þennan sama dag verður fræðsla fyrir alla stjórnendur bæjarins um það hvernig bregðast megi við aðstæðum eins og þeim við búum nú við. Það er Pétur Guðjónsson, stjórnunarfræðingur sem mun stýra þeirri fræðslu en jafnframt mun hann vera með innleggá fundinum um kvöldið.
---------------------
Vann í garðinum eftir kvöldmat en ég verð nokkuð lengi að koma öllum plöntunum mínum á rétta staði eftir rótið sem hér var síðastliðið haust þegar hellurnar voru lagðar. En mikið hrikalega verður þetta fínt ;-) Skrapp til Ingibjargar og fjárfesti í dýrindis eplatré og einnig hrútaberja runna. Verður spennandi að sjá hvernig þessi ræktun mun ganga. Er líka að leita mér að bláberja runna en hann átti Ingibjörg ekki til. Leitinni verður haldið áfram á morgun! Á myndinni má sjá bandaríska blábrjarunna, það er ekki skrýtið þó þetta heilli!
Comments:
Skrifa ummæli