27. maí 2009
Bæjarráð fór til Stykkishólms í dag, miðvikudag til að skoða fyrirkomulag sorpmála í því sveitarfélagi. Fengum fína kynningu hjá bæjarritaranum og starfsmanni íslenska Gámafélagsins. Það er greinilegt af orðum þeirra að verkefnið hefur tekist afar vel. Íbúar í Stykkishólmi fá þrjár tunnur heim, eina fyrir lífrænan úrgang sem er tæmd tvisvar í mánuði, eina fyrir flokkaðan úrgang (plast, pappír ofl) sem er tæmd 1 sinni í mánuði eins og græna tunnan hér í bæ og síðan er ein hefðbundin grá tunna fyrir óflokkað sorp til urðunar. Ýmsir hafa haldið því fram að Íslendingar geti/vilji ekki læra að flokka sorp. Ég hef allavega þá trú að þjóðin muni flokka til framtíðar litið. Slíkt er einfaldlega óumflýjanlegt enda ekki hægt að fara svona með þau verðmæti sem felast í sorpinu. Í Stykkishólmi er búið að gera upp fjölda gamalla húsa. Setur þetta uppbyggingarstarf fallegan svip á bæinn sem er einstaklega snyrtilegur og fallegur. Hópurinn skoðaði einnig Vatnasafnið hennar Roni Horn sem sett var upp í gamla bókasafninu sem gnæfir yfir bæinn og höfnina. Einstaklega fallegt hús með stórbrotnu útsýni. Sýningin er sérkennileg en um leið afar jákvæð upplifun fyrir gesti.
Á leið heim frá Snæfellsnesi var komið við hjá Íslenska gámafélaginu sem er til húsa í gömlu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Það eru engin smáræðis húsakynni á þeim góða stað. Fékk alveg nýja sýn á Áburðarverksmiðjur og umfang þeirra eftir þessa heimsókn. Þarna flokka starfsmenn ÍG sorp sem kemur í grænu tunnurnar og ýmislgt annað sorp líka. Allir þeir sem efast um að búin séu til verðmætu úr flokkuðu sorpi ættu að heimsækja Gufunesið og sjá þannig með eigin augum hvernig þessi starfsemi fer fram.
Um kvöldið fór fram Garðaganga Garðyrkjufélags Íslands hér í Hveragerði. Veðrið var eins og best verður á kosið og efast ég ekki um að þessi stóri hópur sem hingað mætti hafi notið þess að ganga hér um í blíðunni og virða fyrir sér gróður bæjarbúa.
Á leið heim frá Snæfellsnesi var komið við hjá Íslenska gámafélaginu sem er til húsa í gömlu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Það eru engin smáræðis húsakynni á þeim góða stað. Fékk alveg nýja sýn á Áburðarverksmiðjur og umfang þeirra eftir þessa heimsókn. Þarna flokka starfsmenn ÍG sorp sem kemur í grænu tunnurnar og ýmislgt annað sorp líka. Allir þeir sem efast um að búin séu til verðmætu úr flokkuðu sorpi ættu að heimsækja Gufunesið og sjá þannig með eigin augum hvernig þessi starfsemi fer fram.
Um kvöldið fór fram Garðaganga Garðyrkjufélags Íslands hér í Hveragerði. Veðrið var eins og best verður á kosið og efast ég ekki um að þessi stóri hópur sem hingað mætti hafi notið þess að ganga hér um í blíðunni og virða fyrir sér gróður bæjarbúa.
Comments:
Skrifa ummæli