19. maí 2009
Dagurinn byrjaði á fundi með stjórnendum bæjarfélagsins þar sem við fórum yfir ársreikning 2008, endurskoðaða fjárhagsáætlun 2009, fjárfestingar og framkvæmdir sumarsins og ekki síst sparnaðarleiðir og þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til. Starfsmenn og stjórnendur hafa unnið mikið starf í hagræðingu og eiga þeir miklar þakkir skildar fyrir þá vinnu.
------------------------
Eftir hádegi var fundur á Selfossi með fulltrúum Forsætisráðuneytis, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, sýslumannsembættinu, sveitarfélögunum þremur, Viðlagatryggingu og verkfræðistofum sem unnið hafa fyrir Viðlagatryggingu. Þessi fundur var afar góður en þar var farið yfir stöðu þeirra mála sem enn standa útaf vegna jarðskjálftans fyrir ári. Hópurinn hittist nokkuð reglulega eftir skjálftann en langt er nú síðast allur þessi stóri hópur hittist til að fara yfir málin og því var þetta tímabært. Þó að ár sé nú liðið frá skjálftanum stóra þá eru enn mál óútkljáð vegna hans. Reyndar ekki mörg og þar ber að þakka snöfurmannlegum vinnubrögðum allra þeirra sem komu að málum.
-----------------------
Í fyrramálið er fundur í bæjarráði og vegna hans fór ég ítarlega yfir málefni Sorpstöðvar og þær hugmyndir sem þar eru í farvatninu. Við höfum ekki talið að sú lausn sem þar er kynnt sé ásættanleg enda hefur hún í för með sér miklar og auknar álögur á bæjarbúa. Það er ekki eitthvað sem er boðlegt eins og ástandið er í dag.
-----------------------
Hitti nýlega Ragnhildi hjúkrunarfræðing á Dvalarheimilinu Ási og hún kynnti fyrir mér nýja hugmyndafræði sem stofnunin hefur hug á að innleiða í starfi sínu og kennd er við EDEN. Hér má sjá kynningarmyndband um þessa hugmyndafræði. Hún gengur í stuttu máli út á það að hjúkrunarheimilin séu ekki sótthreinsaðar sjúkrastofnanir heldur sem líkust heimili. Tilgangurinn er að eyða einmanaleika, leiðindum og hjálparleysi sem oft gera lífið afar erfitt hjá mörgum þeim sem nú dvelja á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarheimili sé ekki staður til að bíða dauðans heldur staður þar sem þér er hjálpað til að lifa og að í lífinu séu fólgin raunveruleg lífsgæði. Ætlun stjórnenda á Ási er að þessi hugmyndafræði verði fyrst innleidd í hvíldarinnlögninni og dagdvölinni sem opna mun í gömlu bæjarskrifstofunni í haust. Þetta þóttu mér góðar fréttir og ég hlakka til að sjá hvernig takast mun til. Hvar á síðan hugmyndafræði kennd við Eden betur heima en einmitt hér í Hveragerði ;-)
------------------------
Hitamælirinn á skiltinu við þjóðveginn sýnir nú 14 gráður enda klukkan að verða 19. Í dag fór hitinn mest í 18 gráður sýndist mér enda greinilegt að sumarið er komið á Íslandi....
------------------------
Eftir hádegi var fundur á Selfossi með fulltrúum Forsætisráðuneytis, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, sýslumannsembættinu, sveitarfélögunum þremur, Viðlagatryggingu og verkfræðistofum sem unnið hafa fyrir Viðlagatryggingu. Þessi fundur var afar góður en þar var farið yfir stöðu þeirra mála sem enn standa útaf vegna jarðskjálftans fyrir ári. Hópurinn hittist nokkuð reglulega eftir skjálftann en langt er nú síðast allur þessi stóri hópur hittist til að fara yfir málin og því var þetta tímabært. Þó að ár sé nú liðið frá skjálftanum stóra þá eru enn mál óútkljáð vegna hans. Reyndar ekki mörg og þar ber að þakka snöfurmannlegum vinnubrögðum allra þeirra sem komu að málum.
-----------------------
Í fyrramálið er fundur í bæjarráði og vegna hans fór ég ítarlega yfir málefni Sorpstöðvar og þær hugmyndir sem þar eru í farvatninu. Við höfum ekki talið að sú lausn sem þar er kynnt sé ásættanleg enda hefur hún í för með sér miklar og auknar álögur á bæjarbúa. Það er ekki eitthvað sem er boðlegt eins og ástandið er í dag.
-----------------------
Hitti nýlega Ragnhildi hjúkrunarfræðing á Dvalarheimilinu Ási og hún kynnti fyrir mér nýja hugmyndafræði sem stofnunin hefur hug á að innleiða í starfi sínu og kennd er við EDEN. Hér má sjá kynningarmyndband um þessa hugmyndafræði. Hún gengur í stuttu máli út á það að hjúkrunarheimilin séu ekki sótthreinsaðar sjúkrastofnanir heldur sem líkust heimili. Tilgangurinn er að eyða einmanaleika, leiðindum og hjálparleysi sem oft gera lífið afar erfitt hjá mörgum þeim sem nú dvelja á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarheimili sé ekki staður til að bíða dauðans heldur staður þar sem þér er hjálpað til að lifa og að í lífinu séu fólgin raunveruleg lífsgæði. Ætlun stjórnenda á Ási er að þessi hugmyndafræði verði fyrst innleidd í hvíldarinnlögninni og dagdvölinni sem opna mun í gömlu bæjarskrifstofunni í haust. Þetta þóttu mér góðar fréttir og ég hlakka til að sjá hvernig takast mun til. Hvar á síðan hugmyndafræði kennd við Eden betur heima en einmitt hér í Hveragerði ;-)
------------------------
Hitamælirinn á skiltinu við þjóðveginn sýnir nú 14 gráður enda klukkan að verða 19. Í dag fór hitinn mest í 18 gráður sýndist mér enda greinilegt að sumarið er komið á Íslandi....
Comments:
Skrifa ummæli