4. maí 2009
Mánudagur ...
Hitti Ingu frá Listasafni Árnesinga og kynnti hún fyrir mér það sem framundan er hjá safninu. Vinsældir þess aukast stöðugt enda sífellt fleiri sem gera sér grein fyrir þeirri perlu sem þarna er. Á laugardaginn opnaði þar ný sýning á ljósmyndum nokkurra ljósmyndara. Ég komst ekki á opnunina en mun fljótlega kíkja á sýninguna sem mér skilst að sé afar grípandi og falleg. Nú er opið alla daga milli kl. 12 og 18 enda nálgast sumarið óðfluga.
Fundaði með Elfu og Guðmundi og fórum við vel yfir þær framkvæmdir sem framundan eru í sumar. Lánsloforð er komið frá Lánasjóði sveitarfélaga sem er eina ljósið í myrkri sveitarfélaga svona lánalega séð! Því þarf nú að koma útboðum af stað og setja framkvæmdir af stað hið allra fyrsta. Farið verður í gatnagerð og umhverfisverkefni ýmis konar ásamt ýmsum öðrum bráðnauðsynlegum verkefnum.
Í kvöld hittust síðan allir bæjarfulltrúar og fóru yfir framkvæmdir sumarsins. Á fundinum ríkti mikil eining og gott samkomulag þar sem fulltrúar skiptust á skoðunum þvert á flokkslínur. Eftir þennan fund fór meirihlutinn yfir fundarboð bæjarráðs en það er óvenju þykkt þessa vikuna enda nokkuð langt um liðið frá síðasta fundi.
Það er gaman að geta þess að ung stúlka héðan frá Hveragerði, Hulda Jónsdóttir, hefur fengið inngöngu í hinn fræga skóla Juilliard í New York. Hulda hefur spilað á fiðlu frá unga aldri og fyrir löngu er komið í ljós að hún er snillingur í sinni list. Það er fátítt að svo ungir nemendur séu teknir inn í þennan virta skóla en Hulda er einungis 17 ára. Ég veit aftur á móti að hún mun standa sig með miklum sóma og það verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Við getum síðan öll heyrt hana spila í vor en hún mun taka þátt í tónlistarhátíðinni Bjartar sumarnætur hér í Hveragerði fyrstu helgina í júní.
Á myndinni má sjá hópinn sem stendur að hátíðinni í ár.
Hitti Ingu frá Listasafni Árnesinga og kynnti hún fyrir mér það sem framundan er hjá safninu. Vinsældir þess aukast stöðugt enda sífellt fleiri sem gera sér grein fyrir þeirri perlu sem þarna er. Á laugardaginn opnaði þar ný sýning á ljósmyndum nokkurra ljósmyndara. Ég komst ekki á opnunina en mun fljótlega kíkja á sýninguna sem mér skilst að sé afar grípandi og falleg. Nú er opið alla daga milli kl. 12 og 18 enda nálgast sumarið óðfluga.
Fundaði með Elfu og Guðmundi og fórum við vel yfir þær framkvæmdir sem framundan eru í sumar. Lánsloforð er komið frá Lánasjóði sveitarfélaga sem er eina ljósið í myrkri sveitarfélaga svona lánalega séð! Því þarf nú að koma útboðum af stað og setja framkvæmdir af stað hið allra fyrsta. Farið verður í gatnagerð og umhverfisverkefni ýmis konar ásamt ýmsum öðrum bráðnauðsynlegum verkefnum.
Í kvöld hittust síðan allir bæjarfulltrúar og fóru yfir framkvæmdir sumarsins. Á fundinum ríkti mikil eining og gott samkomulag þar sem fulltrúar skiptust á skoðunum þvert á flokkslínur. Eftir þennan fund fór meirihlutinn yfir fundarboð bæjarráðs en það er óvenju þykkt þessa vikuna enda nokkuð langt um liðið frá síðasta fundi.
Það er gaman að geta þess að ung stúlka héðan frá Hveragerði, Hulda Jónsdóttir, hefur fengið inngöngu í hinn fræga skóla Juilliard í New York. Hulda hefur spilað á fiðlu frá unga aldri og fyrir löngu er komið í ljós að hún er snillingur í sinni list. Það er fátítt að svo ungir nemendur séu teknir inn í þennan virta skóla en Hulda er einungis 17 ára. Ég veit aftur á móti að hún mun standa sig með miklum sóma og það verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Við getum síðan öll heyrt hana spila í vor en hún mun taka þátt í tónlistarhátíðinni Bjartar sumarnætur hér í Hveragerði fyrstu helgina í júní.
Á myndinni má sjá hópinn sem stendur að hátíðinni í ár.
Comments:
Skrifa ummæli