24. september 2008
Samþykktir, hús og menning ...
Starfshópurinn sem skipaður var til að fara yfir samþykktir bæjarins og nefndaskipan í kjölfar skipulagsbreytinganna í vor lauk störfum í dag. Nú eru einungis litlar leiðréttingar eftir sem sendar verða mönnum í tölvupósti og svo verða samþykktirnar lagðar fyrir næsta fund bæjarstjórnar til fyrri umræðu. Gott þegar hægt er að ganga frá verkefnum og segja þeim lokið. Minnkar aðeins bunkana á borðinu sem sífellt hækka!
"Entek húsið" svokallaða sem stendur við hlið bæjarskrifstofunnar hefur verið til sölu í nokkurn tíma. Við Elfa fengum að skoða húsið í dag og það kom mér á óvart hvað þetta er í raun stórt hús, rúmir 1000 fermetrar allt einn risastór óinnréttaður geimur. Áhugasamir aðilar hljóta að sjá möguleikana sem felast í þessu rými og ekki síður staðsetningunni svona rétt við þjóðveginn og verslunarmiðstöðina.
Í kvöld stóð menningarmálanefnd fyrir málstofu um upphaf byggðar í Hveragerði. Ríflega hundrað manns sóttu málstofuna og fór aðsókn langt framúr björtustu vonum. Það var gerður góður rómur að máli fyrirlesaranna sem voru Björn Pálsson, héraðskjalavörður, Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur og Svanur Jóhannesson en hann er sonur Jóhannesar úr Kötlum sem hér bjó á árunum milli 1940 -1959. Kristín Jóhannesdóttir (Kristín hans AAge) flutti listilega ljóð eftir sr. Helga Sveinsson og Hörður Friðþjófsson lék lög eftir Hvergerðinga á gítarinn. Þarna komu fram ýmsar skemmtilegar upplýsingar, áður óbirtar myndir voru sýndar og ýmsar skondnar sögur dregnar fram í dagsljósið. Það er ljóst að þá sem nú fannst íbúum Hveragerði vera "Heimsins besti staður" eins og haft var ítrekað eftir Herberti sem gengdi heiðursnafnbótinni Borgarstjóri hér á árdögum byggðarinnar.
Það er ótrúlega mikið um að vera í menningarlífi bæjarbúa eins og best kemur fram í Sunnlenska fréttablaðinu sem dreift var í kvöld: myndlistarsýning eftir færeyskan snilling opnar í bókasafninu á morgun, íslensk sönglög verða flutt af ungum einsöngvurum í kirkjunni á laugardag, á sunnudaginn verður sýningarstjóraspjall á sýningu Höskuldar Björnssonar í Listasafninu, í kvöld var málstofan, í gærkvöldi var Sigurbjörn á Bláfelli með myndasýningu í bókasafninu, undirbúningur fyrir Picasso sýningu í Listasafninu er í fullum gangi, leikfélagið er farið að æfa leikrit vetrarins og áfram mætti telja. Það er allavega enginn doði hér í menningarmálunum og vandinn frekar að finna tímann til að sækja alla þessa viðburði....
Starfshópurinn sem skipaður var til að fara yfir samþykktir bæjarins og nefndaskipan í kjölfar skipulagsbreytinganna í vor lauk störfum í dag. Nú eru einungis litlar leiðréttingar eftir sem sendar verða mönnum í tölvupósti og svo verða samþykktirnar lagðar fyrir næsta fund bæjarstjórnar til fyrri umræðu. Gott þegar hægt er að ganga frá verkefnum og segja þeim lokið. Minnkar aðeins bunkana á borðinu sem sífellt hækka!
"Entek húsið" svokallaða sem stendur við hlið bæjarskrifstofunnar hefur verið til sölu í nokkurn tíma. Við Elfa fengum að skoða húsið í dag og það kom mér á óvart hvað þetta er í raun stórt hús, rúmir 1000 fermetrar allt einn risastór óinnréttaður geimur. Áhugasamir aðilar hljóta að sjá möguleikana sem felast í þessu rými og ekki síður staðsetningunni svona rétt við þjóðveginn og verslunarmiðstöðina.
Í kvöld stóð menningarmálanefnd fyrir málstofu um upphaf byggðar í Hveragerði. Ríflega hundrað manns sóttu málstofuna og fór aðsókn langt framúr björtustu vonum. Það var gerður góður rómur að máli fyrirlesaranna sem voru Björn Pálsson, héraðskjalavörður, Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur og Svanur Jóhannesson en hann er sonur Jóhannesar úr Kötlum sem hér bjó á árunum milli 1940 -1959. Kristín Jóhannesdóttir (Kristín hans AAge) flutti listilega ljóð eftir sr. Helga Sveinsson og Hörður Friðþjófsson lék lög eftir Hvergerðinga á gítarinn. Þarna komu fram ýmsar skemmtilegar upplýsingar, áður óbirtar myndir voru sýndar og ýmsar skondnar sögur dregnar fram í dagsljósið. Það er ljóst að þá sem nú fannst íbúum Hveragerði vera "Heimsins besti staður" eins og haft var ítrekað eftir Herberti sem gengdi heiðursnafnbótinni Borgarstjóri hér á árdögum byggðarinnar.
Það er ótrúlega mikið um að vera í menningarlífi bæjarbúa eins og best kemur fram í Sunnlenska fréttablaðinu sem dreift var í kvöld: myndlistarsýning eftir færeyskan snilling opnar í bókasafninu á morgun, íslensk sönglög verða flutt af ungum einsöngvurum í kirkjunni á laugardag, á sunnudaginn verður sýningarstjóraspjall á sýningu Höskuldar Björnssonar í Listasafninu, í kvöld var málstofan, í gærkvöldi var Sigurbjörn á Bláfelli með myndasýningu í bókasafninu, undirbúningur fyrir Picasso sýningu í Listasafninu er í fullum gangi, leikfélagið er farið að æfa leikrit vetrarins og áfram mætti telja. Það er allavega enginn doði hér í menningarmálunum og vandinn frekar að finna tímann til að sækja alla þessa viðburði....
23. september 2008
Leiga, mjúkhýsi og almenn ánægja ...
Gekk í dag frá samningi við Sigurð Einar Guðmundsson um leigu á Ullarþvottastöðinni við Dynskóga. Hann bauð best þeirra aðila sem áhuga höfðu og því var það samdóma álit bæjarráðsmanna að taka hans tilboði í húsið. Í húsinu mun hann hýsa fellihýsi, tjaldvagna og annað slíkt og ætti að vera hægt að koma nokkrum slíkum þar fyrir en salirnir sem um er að ræða eru um 1600m2 að stærð!
Eftir hádegi var farið á fund hjá Verkfræðistofu VSÍ í Kópavogi þar sem umræðuefnið var mjúkhýsið margumrædda. Við höfum enn ekki gefist upp og munum fylgja þessu máli af festu allt til enda. Við fréttum í sífellu af nýjum og nýjum húsum sem byggð eru á Norðurlöndunum og með hverju þeirra aukast líkurnar á því að byggingin verði samþykkt hér. Ég er reyndar afar bjartsýn í þessu máli svo það verður spennandi að sjá hvernig því lyktar. Set hér inn tengil á síðu þar sem hægt er að skoða fullt af myndum af tilsvarandi húsum. Þótti rétt að rifja þetta upp svon enn eina ferðina :-)
Set líka inn eina mynd af flottri íshokkí höll svona til upplýsingar.
Annars lýsi ég hér með eftir betra nafni á svona "loftfylltar byggingar". Mjúkhýsi þykir minna um of á þá góðu vöru mjúkís og ekki gengur það að viðmælendur haldi okkur vera að tala um Hvergerðska eftirrétti í hvert sinn þegar við ræðum um áform okkar varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja ! !
Ég og strákarnir fórum í góðan göngutúr í rigningunni í kvöld. Þar sannaðist hið fornkveðna að ekkert er til sem heitir vont veður bara vitlaus klæðnaður. Í pollagalla og stígvélum eru manni allir vegir færir jafnvel í sunnlensku slagviðri... En mikið er ég ánægð með breytinguna á miðbænum. Hellulögnin við innganginn í Listigarðinn hefur tekist afar vel og nú þegar verið er að leggja lokahönd á bílaplanið við leikskólann Undraland og Hótel Hveragerði þá hefur orðið algjör bylting á umhverfinu þarna. Mikill munur frá því sem áður var.
Gekk í dag frá samningi við Sigurð Einar Guðmundsson um leigu á Ullarþvottastöðinni við Dynskóga. Hann bauð best þeirra aðila sem áhuga höfðu og því var það samdóma álit bæjarráðsmanna að taka hans tilboði í húsið. Í húsinu mun hann hýsa fellihýsi, tjaldvagna og annað slíkt og ætti að vera hægt að koma nokkrum slíkum þar fyrir en salirnir sem um er að ræða eru um 1600m2 að stærð!
Eftir hádegi var farið á fund hjá Verkfræðistofu VSÍ í Kópavogi þar sem umræðuefnið var mjúkhýsið margumrædda. Við höfum enn ekki gefist upp og munum fylgja þessu máli af festu allt til enda. Við fréttum í sífellu af nýjum og nýjum húsum sem byggð eru á Norðurlöndunum og með hverju þeirra aukast líkurnar á því að byggingin verði samþykkt hér. Ég er reyndar afar bjartsýn í þessu máli svo það verður spennandi að sjá hvernig því lyktar. Set hér inn tengil á síðu þar sem hægt er að skoða fullt af myndum af tilsvarandi húsum. Þótti rétt að rifja þetta upp svon enn eina ferðina :-)
Set líka inn eina mynd af flottri íshokkí höll svona til upplýsingar.
Annars lýsi ég hér með eftir betra nafni á svona "loftfylltar byggingar". Mjúkhýsi þykir minna um of á þá góðu vöru mjúkís og ekki gengur það að viðmælendur haldi okkur vera að tala um Hvergerðska eftirrétti í hvert sinn þegar við ræðum um áform okkar varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja ! !
Ég og strákarnir fórum í góðan göngutúr í rigningunni í kvöld. Þar sannaðist hið fornkveðna að ekkert er til sem heitir vont veður bara vitlaus klæðnaður. Í pollagalla og stígvélum eru manni allir vegir færir jafnvel í sunnlensku slagviðri... En mikið er ég ánægð með breytinguna á miðbænum. Hellulögnin við innganginn í Listigarðinn hefur tekist afar vel og nú þegar verið er að leggja lokahönd á bílaplanið við leikskólann Undraland og Hótel Hveragerði þá hefur orðið algjör bylting á umhverfinu þarna. Mikill munur frá því sem áður var.
22. september 2008
Útsvars vísur ...
Var bent á þessar vísur sem spéfuglinn, Þingeyingurinn og MA námsmaðurinn Eggert Marínósson hefur sett saman um Útsvarsþáttinn síðasta...
Get reyndar alveg verið sammála því að lið okkar Hvergerðinga var áberandi myndarlegra. Reyndar líka stórgáfað en hér í bæ eigum við fullt af svoleiðis fólki ;-)
Nú mun Hvergerðinga kvelja
Kvenna jafnt sem karla tal
Fegurð umfram visku velja
Er voðalega skrítið val
Við nú blasir veröld ný
Víf þeim falla að fótum
Vits ég lengur varla frý
Vitringunum ljótum
Áður en spurðu spjörum úr
Spyrlar Útsvaranna
Sminka leysti lýtum úr
Ljótu hálfvitanna
Annars fór dagurinn að mestu í bréfaskriftir og í vinnu við endurskoðun fjárhagsáætlunar. Það væri heldur betra ef verðbólgan væri ekki við 15 prósentin. Verð bara að segja það ....
------------------------
Ákvað líka að setja tengil á þessa bráðskemmtilegu frétt úr Ölfusréttum. Það er ekki líku saman að jafna réttum í dag og áður fyrr. Nú eru svo fáar kindur í Ölfusinu að mér þykir í raun undarlegt að það skuli yfirleitt vera rekið á fjall...
-----------------------
Loksins komið blogg frá syninum í Þýskalandi. Gaman að sjá að allt gengur vel.
Var bent á þessar vísur sem spéfuglinn, Þingeyingurinn og MA námsmaðurinn Eggert Marínósson hefur sett saman um Útsvarsþáttinn síðasta...
Get reyndar alveg verið sammála því að lið okkar Hvergerðinga var áberandi myndarlegra. Reyndar líka stórgáfað en hér í bæ eigum við fullt af svoleiðis fólki ;-)
Nú mun Hvergerðinga kvelja
Kvenna jafnt sem karla tal
Fegurð umfram visku velja
Er voðalega skrítið val
Við nú blasir veröld ný
Víf þeim falla að fótum
Vits ég lengur varla frý
Vitringunum ljótum
Áður en spurðu spjörum úr
Spyrlar Útsvaranna
Sminka leysti lýtum úr
Ljótu hálfvitanna
Annars fór dagurinn að mestu í bréfaskriftir og í vinnu við endurskoðun fjárhagsáætlunar. Það væri heldur betra ef verðbólgan væri ekki við 15 prósentin. Verð bara að segja það ....
------------------------
Ákvað líka að setja tengil á þessa bráðskemmtilegu frétt úr Ölfusréttum. Það er ekki líku saman að jafna réttum í dag og áður fyrr. Nú eru svo fáar kindur í Ölfusinu að mér þykir í raun undarlegt að það skuli yfirleitt vera rekið á fjall...
-----------------------
Loksins komið blogg frá syninum í Þýskalandi. Gaman að sjá að allt gengur vel.
21. september 2008
Útsvar, sund og Gónhóll...
Lið okkar Hvergerðinga í Útsvari laut í lægra haldi fyrir liði Norðurþings sem skipað var 1/3 af Ljótu hálfvitunum. Þar skartaði einn keppandinn því allra skrautlegasta skeggi sem ég hef lengi séð... EN okkar fólk stóð sig með sóma svo við erum afar stolt af þessum góða hópi. Er reyndar ennþá fúl fyrir þeirra hönd vegna myndarinnar af Heggnum. Hver átti að geta séð trjátegundina út frá þessum græna massa sem sást á myndinni? ?
Brá mér í laugina í gær enda um að gera að nýta sólarglætuna sem lét sjá sig þá. Sundlaugin verður lokuð í byrjun vikunnar þar sem gera á við dúkinn í laugarkerinu. Hann hefur látið ansi mikið á sjá undanfarið og stór göt í honum í syðri enda laugarinnar. Starfshópur hefur verið skipaður til að vinna að framtíðaruppbyggingu sundalaugarinnar í Laugaskarði og mun hann hittast á fyrsta fundi sínum næstkomandi miðvikudag. Sundlaugin er stolt okkar Hvergerðinga og ég held að allir hér í bæ vilji veg hennar sem mestan.
Síðdegis á sunnudaginn var farið niður á Eyrarbakka að heimsækja Gónhól. Það er afar skemmtilegur staður sem Árni Vald. Nína og fjölskylda þeirra hafa byggt upp. Gónhóll er allt í senn gallerí, markaðstorg og kaffihús. Það var margt um manninn í húsinu enda uppskeruhátíð. Við stoppuðum þarna í dágóða stund enda þekktum við fjölmarga sem þarna voru staddir. Ætluðum í Stokkseyrarfjöru en þar sem það rigndi óstjórnlega þá var ákveðið að geyma þá útivist til betri tíma.
Lið okkar Hvergerðinga í Útsvari laut í lægra haldi fyrir liði Norðurþings sem skipað var 1/3 af Ljótu hálfvitunum. Þar skartaði einn keppandinn því allra skrautlegasta skeggi sem ég hef lengi séð... EN okkar fólk stóð sig með sóma svo við erum afar stolt af þessum góða hópi. Er reyndar ennþá fúl fyrir þeirra hönd vegna myndarinnar af Heggnum. Hver átti að geta séð trjátegundina út frá þessum græna massa sem sást á myndinni? ?
Brá mér í laugina í gær enda um að gera að nýta sólarglætuna sem lét sjá sig þá. Sundlaugin verður lokuð í byrjun vikunnar þar sem gera á við dúkinn í laugarkerinu. Hann hefur látið ansi mikið á sjá undanfarið og stór göt í honum í syðri enda laugarinnar. Starfshópur hefur verið skipaður til að vinna að framtíðaruppbyggingu sundalaugarinnar í Laugaskarði og mun hann hittast á fyrsta fundi sínum næstkomandi miðvikudag. Sundlaugin er stolt okkar Hvergerðinga og ég held að allir hér í bæ vilji veg hennar sem mestan.
Síðdegis á sunnudaginn var farið niður á Eyrarbakka að heimsækja Gónhól. Það er afar skemmtilegur staður sem Árni Vald. Nína og fjölskylda þeirra hafa byggt upp. Gónhóll er allt í senn gallerí, markaðstorg og kaffihús. Það var margt um manninn í húsinu enda uppskeruhátíð. Við stoppuðum þarna í dágóða stund enda þekktum við fjölmarga sem þarna voru staddir. Ætluðum í Stokkseyrarfjöru en þar sem það rigndi óstjórnlega þá var ákveðið að geyma þá útivist til betri tíma.
19. september 2008
Útsvar, Strókur, FSu og Litla Hraun...
Hitti lið Hveragerðisbæjar sem keppir í Útsvari í morgun. Jóhanna, menningar- og frístundafulltrúi bæjarins, sá til þess að liðið hittist yfir morgunverði til að bera saman bækur sínar. Svava, Njörður og Sævar eru flottir fulltrúar Hvergerðinga í þættinum svo það verður gaman að fylgjast með þeim í kvöld.
Fyrir hádegi undirritaði ég þjónustusamning við Skátafélagið Strók sem tryggir þeim rúmlega 7,1 mkr í tekjur næstu fjögur árin. Mikill áfangi fyrir bæði félagið og bæinn þar sem viðlíka samningur hefur ekki áður verið gerður við skátana. Með samningnum er félaginu tryggt ákveðið fjármagn á ári gegn því að það taki að sér verk eins og námskeið á sumrin fyrir börn og unglinga, að sjá um skrúðgöngu á 17. júní og fleira.
Skólanefndarfundur Fjölbrautaskóla Suðurlands hófst kl. 12:30. Nokkur mál á dagskrá fundarins og bar þar hæst umræðu um viðbyggingu við verknámshúsið, nýju lögin um framhaldsskóla, hestabrautina og kennslu á Litla Hrauni. Mér og Örlygi var falið að ná fundi menntamálaráðherra til að ræða framhald þeirra mála sem útaf standa gagnvart ráðuneytinu.
Strax að loknum fundinum í FSu fórum ég og Elfa Dögg niður á Litla Hraun að skoða fangelsið í boði Margrétar Frímannsdóttur, fyrrum alþingismanns. Það var mikil upplifun að fá að heimsækja staðinn en þangað hef ég aldrei komið áður. Það er greinilegt að Margrét hefur brennandi áhuga á sínu starfi og margt hefur breyst á "Hrauninu" eftir að hún tók við.
Hitti lið Hveragerðisbæjar sem keppir í Útsvari í morgun. Jóhanna, menningar- og frístundafulltrúi bæjarins, sá til þess að liðið hittist yfir morgunverði til að bera saman bækur sínar. Svava, Njörður og Sævar eru flottir fulltrúar Hvergerðinga í þættinum svo það verður gaman að fylgjast með þeim í kvöld.
Fyrir hádegi undirritaði ég þjónustusamning við Skátafélagið Strók sem tryggir þeim rúmlega 7,1 mkr í tekjur næstu fjögur árin. Mikill áfangi fyrir bæði félagið og bæinn þar sem viðlíka samningur hefur ekki áður verið gerður við skátana. Með samningnum er félaginu tryggt ákveðið fjármagn á ári gegn því að það taki að sér verk eins og námskeið á sumrin fyrir börn og unglinga, að sjá um skrúðgöngu á 17. júní og fleira.
Skólanefndarfundur Fjölbrautaskóla Suðurlands hófst kl. 12:30. Nokkur mál á dagskrá fundarins og bar þar hæst umræðu um viðbyggingu við verknámshúsið, nýju lögin um framhaldsskóla, hestabrautina og kennslu á Litla Hrauni. Mér og Örlygi var falið að ná fundi menntamálaráðherra til að ræða framhald þeirra mála sem útaf standa gagnvart ráðuneytinu.
Strax að loknum fundinum í FSu fórum ég og Elfa Dögg niður á Litla Hraun að skoða fangelsið í boði Margrétar Frímannsdóttur, fyrrum alþingismanns. Það var mikil upplifun að fá að heimsækja staðinn en þangað hef ég aldrei komið áður. Það er greinilegt að Margrét hefur brennandi áhuga á sínu starfi og margt hefur breyst á "Hrauninu" eftir að hún tók við.
18. september 2008
Af bæjarráði og mismæli...
Löngum bæjarráðsfundi í morgun lauk ekki fyrr en undir 11. Fólk hélt að svona mikið væri rifist á fundinum en það var nú öðru nær. Málin voru aftur á móti stór og þurfti miklar umræður um hvert þeirra. Rætt var um Strætó, leigu á Ullarþvottastöðinni og reksraryfirlit bæjarins ásamt öðrum málum. Þrjú erindi hafa borist frá aðilum sem vilja leigja Ullarþvottastöðina og allir hafa þeir hug á að reka þar geymsluhúsnæði fyrir húsbíla, tjaldvagna, fellihýsi og slíkt. Greinilegt er að mikil þörf er fyrir slíkt húsnæði. Mér var falið að ræða við alla þessa aðila og gerði ég það eftir hádegi hvern á eftir öðrum. Rekstraryfirlit bæjarins að loknum 8 mánuðum sýnir að rekstur stofnana bæjarins er í góðu samræmi við fjárhagsáætlun og er ég ánægð með það. Aftur á móti var í fjárhagsáætlun gert ráð fyrir tekjum upp á 90 milljónir króna vegna sölu eigna. Í ár er aftur á móti ljóst að bærinn er ekki að selja eignir (byggingarrétt) þvert á móti er hann að leysa til sín lóðir og endurgreiða lóðarhöfum þegar greidd gatnagerðargjöld. Það munar um þessar 90 milljónir í reikningum bæjarins og því þarf að halda vel utan um allan rekstur það sem eftir lifir árs. Vextir og verðbætur verða skoðaðir við endurskoðun fjárhagsáætlunar nú í október en ljóst er að verðbólgan sem nú mælist 14,5% setur strik í þann reikning. Hveragerðisbær er aftur á móti ekki með nein erlend lán og því hefur gengisþróunin ekki sömu beinu áhrifin hér eins og sums staðar annars staðar.
Fréttamenn frá Veftíví Mbl.is komu hingað fyrir hádegi og tóku við mig viðtal um ýmislegt sem fréttnæmt getur talist í bænum. Í viðtalinu mismæli ég mig herfilega og verð ég vafalaust minnt á þetta næstu árin ef ég þekki ættingja og vini rétt! ! ! Um að gera að athuga hvort þú tekur eftir þessu líka. Allavega grét ég úr hlátri...
Rétt að geta þess að við erum með skiptinema hann Tim og því eru skiptinemar mér ansi ofarlega í huga þessa dagana :-)
Löngum bæjarráðsfundi í morgun lauk ekki fyrr en undir 11. Fólk hélt að svona mikið væri rifist á fundinum en það var nú öðru nær. Málin voru aftur á móti stór og þurfti miklar umræður um hvert þeirra. Rætt var um Strætó, leigu á Ullarþvottastöðinni og reksraryfirlit bæjarins ásamt öðrum málum. Þrjú erindi hafa borist frá aðilum sem vilja leigja Ullarþvottastöðina og allir hafa þeir hug á að reka þar geymsluhúsnæði fyrir húsbíla, tjaldvagna, fellihýsi og slíkt. Greinilegt er að mikil þörf er fyrir slíkt húsnæði. Mér var falið að ræða við alla þessa aðila og gerði ég það eftir hádegi hvern á eftir öðrum. Rekstraryfirlit bæjarins að loknum 8 mánuðum sýnir að rekstur stofnana bæjarins er í góðu samræmi við fjárhagsáætlun og er ég ánægð með það. Aftur á móti var í fjárhagsáætlun gert ráð fyrir tekjum upp á 90 milljónir króna vegna sölu eigna. Í ár er aftur á móti ljóst að bærinn er ekki að selja eignir (byggingarrétt) þvert á móti er hann að leysa til sín lóðir og endurgreiða lóðarhöfum þegar greidd gatnagerðargjöld. Það munar um þessar 90 milljónir í reikningum bæjarins og því þarf að halda vel utan um allan rekstur það sem eftir lifir árs. Vextir og verðbætur verða skoðaðir við endurskoðun fjárhagsáætlunar nú í október en ljóst er að verðbólgan sem nú mælist 14,5% setur strik í þann reikning. Hveragerðisbær er aftur á móti ekki með nein erlend lán og því hefur gengisþróunin ekki sömu beinu áhrifin hér eins og sums staðar annars staðar.
Fréttamenn frá Veftíví Mbl.is komu hingað fyrir hádegi og tóku við mig viðtal um ýmislegt sem fréttnæmt getur talist í bænum. Í viðtalinu mismæli ég mig herfilega og verð ég vafalaust minnt á þetta næstu árin ef ég þekki ættingja og vini rétt! ! ! Um að gera að athuga hvort þú tekur eftir þessu líka. Allavega grét ég úr hlátri...
Rétt að geta þess að við erum með skiptinema hann Tim og því eru skiptinemar mér ansi ofarlega í huga þessa dagana :-)
17. september 2008
Dagur í höfuðborginni...
Í dag miðvikudag fór dagurinn að mestu leyti í fundarsetur í Reykjavík. Það er meira en að segja það að koma Strætó málinu heim og saman enda aðilar að samkomulögunum sem gera þarf fimm talsins. Vegagerðin sem úthlutar sveitarfélögunum sérleyfunum, Strætó sem væntanlega mun sjá um alla umsýslu með akstrinum, sveitarfélögin tvö Hveragerði og Árborg og síðan væntanlegur aksturshafi. Við Ragnheiður og Ásta funduðum með fulltrúum Vegagerðarinnar fyrir hádegi og gengum frá samningi milli aðila. Gaman að því að þann fund sátu eingöngu konur sem ekki er víst algengt á fundum á vegum þess ágæta fyrirtækis. Að þeim fundi loknum fluttum við okkur um set niður í Þjóðmenningarhús þar sem við hittum Ólaf Áka sveitarstjóra í Ölfusinu og fórum yfir nokkur atriði varðandi kostnað sveitarfélaganna vegna jarðskjálftans. Á fundi í forsætisráðuneytinu uppúr hádegi var síðan farið betur yfir þau atriði. Á sveitarfélögin hefur fallið mikill kostnaður vegna ýmissa atriða fyrirsjáanlegra og ófyrirsjáanlegra og hefur ríkisstjórnin gefið vilyrði fyrir því að þessi kostnaður verði bættur.
Reykjavíkur reisan endaði síðan á löngum fundi með fulltrúum Strætó þar sem farið var yfir samninginn og lausir endar hnýttir eftir föngum. Þegar heim kom þurfti að svara tölvupósti og símtölum auk þess að ganga frá fundargerð fyrir bæjarráðsfund sem er í fyrramálið.
Kláraði síðan bókina Tveir húsvagnar eftir Marinu Lewysku. Góð lýsing á erfiðu lífi farandverkafólks í Bretlandi. Það er skömm að meðferð þeirri sem fólkið mátti þola og allir þeir sem bjóða verkafólki aðbúnað í þessa veru ættu að spyrja sig þess hvort þeir myndu sjálfir vilja búa við slíkar aðstæður. Er nýlega búin með bókina Stutt ágrip af sögu traktorsins á Úkraínsku eftir sama höfund. Ágæt en ekki jafn góð og fjálglegar lýsingar aðdáenda höfðu gefið tilefni til. Nú bíður "Kongemordet" eftir Hanne Vibeke Holst, framahald Krónprinsessunnar sem gefin var út hér á landi fyrir stuttu síðan. Sú var ansi góð!
Í dag miðvikudag fór dagurinn að mestu leyti í fundarsetur í Reykjavík. Það er meira en að segja það að koma Strætó málinu heim og saman enda aðilar að samkomulögunum sem gera þarf fimm talsins. Vegagerðin sem úthlutar sveitarfélögunum sérleyfunum, Strætó sem væntanlega mun sjá um alla umsýslu með akstrinum, sveitarfélögin tvö Hveragerði og Árborg og síðan væntanlegur aksturshafi. Við Ragnheiður og Ásta funduðum með fulltrúum Vegagerðarinnar fyrir hádegi og gengum frá samningi milli aðila. Gaman að því að þann fund sátu eingöngu konur sem ekki er víst algengt á fundum á vegum þess ágæta fyrirtækis. Að þeim fundi loknum fluttum við okkur um set niður í Þjóðmenningarhús þar sem við hittum Ólaf Áka sveitarstjóra í Ölfusinu og fórum yfir nokkur atriði varðandi kostnað sveitarfélaganna vegna jarðskjálftans. Á fundi í forsætisráðuneytinu uppúr hádegi var síðan farið betur yfir þau atriði. Á sveitarfélögin hefur fallið mikill kostnaður vegna ýmissa atriða fyrirsjáanlegra og ófyrirsjáanlegra og hefur ríkisstjórnin gefið vilyrði fyrir því að þessi kostnaður verði bættur.
Reykjavíkur reisan endaði síðan á löngum fundi með fulltrúum Strætó þar sem farið var yfir samninginn og lausir endar hnýttir eftir föngum. Þegar heim kom þurfti að svara tölvupósti og símtölum auk þess að ganga frá fundargerð fyrir bæjarráðsfund sem er í fyrramálið.
Kláraði síðan bókina Tveir húsvagnar eftir Marinu Lewysku. Góð lýsing á erfiðu lífi farandverkafólks í Bretlandi. Það er skömm að meðferð þeirri sem fólkið mátti þola og allir þeir sem bjóða verkafólki aðbúnað í þessa veru ættu að spyrja sig þess hvort þeir myndu sjálfir vilja búa við slíkar aðstæður. Er nýlega búin með bókina Stutt ágrip af sögu traktorsins á Úkraínsku eftir sama höfund. Ágæt en ekki jafn góð og fjálglegar lýsingar aðdáenda höfðu gefið tilefni til. Nú bíður "Kongemordet" eftir Hanne Vibeke Holst, framahald Krónprinsessunnar sem gefin var út hér á landi fyrir stuttu síðan. Sú var ansi góð!
16. september 2008
Orkuveitan, sorp og "skjálftinn"...
Dagurinn byrjaði með foreldraviðtali við Ásu kennarann hans Alberts. Alltaf gaman á þessum fundum. Alberti gengur vel enda finnst mér hann og bekkurinn afar heppinn að hafa svona frábæran kennara.
Fundur um málefni Orkuveitunnar í Hveragerði fyrir hádegi þar sem farið var yfir ýmsa þætti þjónustu þeirra núna og til framtíðar. Aukaðalfundur í Sorpstöð Suðurlands í hádeginu þar sem ákveðið var að auka hlutafé Sorpstöðvar í Förgun (Kjötmjölsverksmiðjunni) um 6 milljónir. Að þeim fundi loknum hittumst við bæjarstjórarnir í Árborg, Hveragerði og Ölfusi með Ólafi Erni og Sigmundi í Þjónustumiðstöðinni í Tryggvskála. Fórum þar yfir stöðu mála en verið er að vinna í þeim erindum sem þjónustumiðstöðinni hafa borist. Enn er nokkuð í endanlegar afgreiðslur en unnið er hratt og vel að lausn. Að loknum þeim fundi funduðum við bæjarstjórar vegna mála sem snúa beint að sveitarfélögunum vegna fjárhagslegra atriða í kjölfar skjálftans. Fundur er fyrirhugaður á morgun þar sem þau mál skýrast.
Veðrið er vægast sagt hundleiðinlegt og fórum ég og strákarnir út í myrkrið í kvöld til að ganga frá lausum munum, ekki veitti af...
Dagurinn byrjaði með foreldraviðtali við Ásu kennarann hans Alberts. Alltaf gaman á þessum fundum. Alberti gengur vel enda finnst mér hann og bekkurinn afar heppinn að hafa svona frábæran kennara.
Fundur um málefni Orkuveitunnar í Hveragerði fyrir hádegi þar sem farið var yfir ýmsa þætti þjónustu þeirra núna og til framtíðar. Aukaðalfundur í Sorpstöð Suðurlands í hádeginu þar sem ákveðið var að auka hlutafé Sorpstöðvar í Förgun (Kjötmjölsverksmiðjunni) um 6 milljónir. Að þeim fundi loknum hittumst við bæjarstjórarnir í Árborg, Hveragerði og Ölfusi með Ólafi Erni og Sigmundi í Þjónustumiðstöðinni í Tryggvskála. Fórum þar yfir stöðu mála en verið er að vinna í þeim erindum sem þjónustumiðstöðinni hafa borist. Enn er nokkuð í endanlegar afgreiðslur en unnið er hratt og vel að lausn. Að loknum þeim fundi funduðum við bæjarstjórar vegna mála sem snúa beint að sveitarfélögunum vegna fjárhagslegra atriða í kjölfar skjálftans. Fundur er fyrirhugaður á morgun þar sem þau mál skýrast.
Veðrið er vægast sagt hundleiðinlegt og fórum ég og strákarnir út í myrkrið í kvöld til að ganga frá lausum munum, ekki veitti af...
15. september 2008
Góður mánudagur ...
Afar langur dagur að baki en einhvern veginn vilja mánudagarnir teygjast ansi í annan endann. Meirihlutafundir eru ávallt á mánudagskvöldum en þar er nauðsynlegt að fara vel yfir þau ýmsu mál sem eru í farvatninu. Í kvöld fengum við góðan gest á fundinn en Árni Mathiessen, fjármálaráðherra, heimsótti okkur og fórum við yfir nokkur mál sem snerta Hveragerðisbæ. Það er nauðsynlegt að gott samband sé á milli þingmanna og sveitarstjórnarmanna Sjálfstæðisflokksins og erum við því ánægð með að Árni skuli hafa gefið sér tíma til að heimsækja okkur, en engum dylst að á honum mæðir mjög þessa dagana. Það er ekki auðvelt að halda utan um fjármál ríkisins þegar árar eins og nú gerir og þarf sterk bein til. Við finnum það einnig hér í okkar sveitarfélagi að ástand fjármálamarkaðarins hefur áhrif. Húsbyggjendur halda að sér höndum en þó er jákvætt að heyra að hús eru að seljast hér í Hveragerði enda á ég von á því að það muni halda áfram því enn er þónokkur munur á verði húsa hér eða á höfuðborgarsvæðinu. Þjónusta Hveragerðisbæjar og umhverfið allt er líka með þeim hætti að það er fýsilegur kostur að minnka skuldabyrði og flytja í ódýrara húsnæði hér fyrir austan fjall. Stórbættar almenningssamgöngur og tvöfaldur Suðurlandsvegur munu síðan enn bæta búsetuskilyrði í Hveragerði.
Átti góðan fund með meirihluta skólanefndar í morgun þar sem við fórum yfir ýmislegt sem lítur að skólastarfinu og í framhaldinu ræddum við að nauðsynlegt væri að listi og nefndarmenn Sjálfstæðisflokksins hér í Hveragerði tækju upp aftur mánaðarlega fundi fyrir bæjarstjórnarfund þar sem farið væri yfir hina ýmsu málaflokka. Slíkt gerðum við á síðasta vetri og gafst afar vel. Verður sett á dagskrána ! !
Lárus Guðmundsson, slökkviliðs- og hjálparsveitarmaður, kom hér í dag og kenndi mér og Guðmundi Baldurssyni á Tetra stöðvakerfið. Það reyndist afar vel í skjálftanum í vor og sýndi þar í raun mikilvægi sitt þar sem GSM kerfið reyndist alls ekki nógu vel. Almannavarnanefnd Hveragerðisbæjar keypti nokkrar stöðvar í sumar sem vistaðar eru hjá Slökkviliðinu en nauðsynlegt er að kunna á búnaðinn þó vonandi þurfum við aldrei að nýta þá kunnáttu.
Þónokkur tími fer alltaf í að fara yfir tölvupósta og svara þeim, svara símtölum og taka á móti gestum en ég reyni að taka á móti öllum sem hafa samband og að svara tölvupóstum samdægurs. Stundum þarf aftur á móti að velta fyrir sér erindunum og þá getur svar borist eitthvað seinna en vonandi er ég ekki að gleyma neinum það er allavega aldrei ætlunin...
--------------------
Hitti mömmu örstutt yfir kvöldmatnum og hún sagði mér frá skemmtilegum upplýsingum sem fram komu hjá Björgu Einarsdóttur, kvenskörungi sem hér býr, á fundi eldri borgara í morgun. Hún sagði þar frá rannsókn sem nemandi í HÍ hafði gert á hlutfalli karla og kvenna sem fengið höfðu mynd af sér á frímerki. Það var eins og við var að búast að karlar höfðu komið fyrir 108 sinnum á frímerkjum landans en konur aðeins 14 sinnum. Hjá körlunum vógu þungt jólasveinarnir 13, Leppalúði og Jesú og lærisveinarnir, en sé Grýla dregin frá konuhópnum þá eru þær bara 13 ! ! !
Þetta er auðvitað óþolandi að vægi kvenna skuli jafnvel þarna vera svona klént ;-)
Afar langur dagur að baki en einhvern veginn vilja mánudagarnir teygjast ansi í annan endann. Meirihlutafundir eru ávallt á mánudagskvöldum en þar er nauðsynlegt að fara vel yfir þau ýmsu mál sem eru í farvatninu. Í kvöld fengum við góðan gest á fundinn en Árni Mathiessen, fjármálaráðherra, heimsótti okkur og fórum við yfir nokkur mál sem snerta Hveragerðisbæ. Það er nauðsynlegt að gott samband sé á milli þingmanna og sveitarstjórnarmanna Sjálfstæðisflokksins og erum við því ánægð með að Árni skuli hafa gefið sér tíma til að heimsækja okkur, en engum dylst að á honum mæðir mjög þessa dagana. Það er ekki auðvelt að halda utan um fjármál ríkisins þegar árar eins og nú gerir og þarf sterk bein til. Við finnum það einnig hér í okkar sveitarfélagi að ástand fjármálamarkaðarins hefur áhrif. Húsbyggjendur halda að sér höndum en þó er jákvætt að heyra að hús eru að seljast hér í Hveragerði enda á ég von á því að það muni halda áfram því enn er þónokkur munur á verði húsa hér eða á höfuðborgarsvæðinu. Þjónusta Hveragerðisbæjar og umhverfið allt er líka með þeim hætti að það er fýsilegur kostur að minnka skuldabyrði og flytja í ódýrara húsnæði hér fyrir austan fjall. Stórbættar almenningssamgöngur og tvöfaldur Suðurlandsvegur munu síðan enn bæta búsetuskilyrði í Hveragerði.
Átti góðan fund með meirihluta skólanefndar í morgun þar sem við fórum yfir ýmislegt sem lítur að skólastarfinu og í framhaldinu ræddum við að nauðsynlegt væri að listi og nefndarmenn Sjálfstæðisflokksins hér í Hveragerði tækju upp aftur mánaðarlega fundi fyrir bæjarstjórnarfund þar sem farið væri yfir hina ýmsu málaflokka. Slíkt gerðum við á síðasta vetri og gafst afar vel. Verður sett á dagskrána ! !
Lárus Guðmundsson, slökkviliðs- og hjálparsveitarmaður, kom hér í dag og kenndi mér og Guðmundi Baldurssyni á Tetra stöðvakerfið. Það reyndist afar vel í skjálftanum í vor og sýndi þar í raun mikilvægi sitt þar sem GSM kerfið reyndist alls ekki nógu vel. Almannavarnanefnd Hveragerðisbæjar keypti nokkrar stöðvar í sumar sem vistaðar eru hjá Slökkviliðinu en nauðsynlegt er að kunna á búnaðinn þó vonandi þurfum við aldrei að nýta þá kunnáttu.
Þónokkur tími fer alltaf í að fara yfir tölvupósta og svara þeim, svara símtölum og taka á móti gestum en ég reyni að taka á móti öllum sem hafa samband og að svara tölvupóstum samdægurs. Stundum þarf aftur á móti að velta fyrir sér erindunum og þá getur svar borist eitthvað seinna en vonandi er ég ekki að gleyma neinum það er allavega aldrei ætlunin...
--------------------
Hitti mömmu örstutt yfir kvöldmatnum og hún sagði mér frá skemmtilegum upplýsingum sem fram komu hjá Björgu Einarsdóttur, kvenskörungi sem hér býr, á fundi eldri borgara í morgun. Hún sagði þar frá rannsókn sem nemandi í HÍ hafði gert á hlutfalli karla og kvenna sem fengið höfðu mynd af sér á frímerki. Það var eins og við var að búast að karlar höfðu komið fyrir 108 sinnum á frímerkjum landans en konur aðeins 14 sinnum. Hjá körlunum vógu þungt jólasveinarnir 13, Leppalúði og Jesú og lærisveinarnir, en sé Grýla dregin frá konuhópnum þá eru þær bara 13 ! ! !
Þetta er auðvitað óþolandi að vægi kvenna skuli jafnvel þarna vera svona klént ;-)
14. september 2008
Af rekstri bæjarins og öðrum fjárrekstri ...
Föstudagurinn fór að stærstu leyti í að fara yfir átta mánað rekstraryfirlit bæjarins. Á næsta fundi bæjarráðs verður yfirlitið að öllu óbreyttu lagt fram til kynningar en yfirlit yfir rekstur bæjarins hefur verið lagt fram á fjögurra mánaða fresti undanfarið. Mikilvægt er að rekstur bæjarins sé með sem bestum hætti en nokkuð ljóst er að árferðið núna er ansi ólíkt því sem var þegar fjárhagsáætlunin var samþykkt seint á síðasta ári. Því verður niðurstaða ársins óumflýjanlega mun verri en á síðasta ári.
Stóð í nokkrum bréfaskriftum vegna "mjúkhýsisins" en við vonumst eftir því að Brunamálastofnun gefi svar sitt varðandi bygginguna í þessum mánuði. Nú hefur framleiðandinn fengið alþjóðlega vottun á húsagerðina (ISO9001)og ljóst er að mjúkhýsi hafa risið eða eru að rísa á flestum Norðurlandanna. Við bíðum spennt eftir niðurstöðunni.
Í gær laugardag var farið í Tungnaréttir. Búið var að draga fyrir klukkan 10 en uppúr því fjölgaði sífellt mannfólkinu í réttunum sem lét sér fátt um finnast þó löngu væri búið að draga. Það er tignarlegt að fylgjast með því þegar Gýgjarhólskots fólkið rekur safnið úr dilknum, yfir Tungufljótsbrúna og áleiðis heim. Við systur skemmtum okkur konunglega bæði í réttunum þar sem við hittum auðvitað fullt af fólki og ekki síður á leiðinni í Kotið þar sem rykið var dustað af reiðmennskunni! Góður dagur í góðum félagsskap...
Notuðum síðan tækifærið og fórum með Tim að Gullfossi og Geysi og fannst honum það mikil upplifun. Ekki mikið af þess háttar í Hong Kong.
Föstudagurinn fór að stærstu leyti í að fara yfir átta mánað rekstraryfirlit bæjarins. Á næsta fundi bæjarráðs verður yfirlitið að öllu óbreyttu lagt fram til kynningar en yfirlit yfir rekstur bæjarins hefur verið lagt fram á fjögurra mánaða fresti undanfarið. Mikilvægt er að rekstur bæjarins sé með sem bestum hætti en nokkuð ljóst er að árferðið núna er ansi ólíkt því sem var þegar fjárhagsáætlunin var samþykkt seint á síðasta ári. Því verður niðurstaða ársins óumflýjanlega mun verri en á síðasta ári.
Stóð í nokkrum bréfaskriftum vegna "mjúkhýsisins" en við vonumst eftir því að Brunamálastofnun gefi svar sitt varðandi bygginguna í þessum mánuði. Nú hefur framleiðandinn fengið alþjóðlega vottun á húsagerðina (ISO9001)og ljóst er að mjúkhýsi hafa risið eða eru að rísa á flestum Norðurlandanna. Við bíðum spennt eftir niðurstöðunni.
Í gær laugardag var farið í Tungnaréttir. Búið var að draga fyrir klukkan 10 en uppúr því fjölgaði sífellt mannfólkinu í réttunum sem lét sér fátt um finnast þó löngu væri búið að draga. Það er tignarlegt að fylgjast með því þegar Gýgjarhólskots fólkið rekur safnið úr dilknum, yfir Tungufljótsbrúna og áleiðis heim. Við systur skemmtum okkur konunglega bæði í réttunum þar sem við hittum auðvitað fullt af fólki og ekki síður á leiðinni í Kotið þar sem rykið var dustað af reiðmennskunni! Góður dagur í góðum félagsskap...
Notuðum síðan tækifærið og fórum með Tim að Gullfossi og Geysi og fannst honum það mikil upplifun. Ekki mikið af þess háttar í Hong Kong.
12. september 2008
Undanfarnar vikur hefur mikið gengið á eins og oft vill verða á haustin.
Laufey farin til náms á Hvanneyri, Bjarni Rúnar að koma sér fyrir í Langenbogen í hinu gamla Austur-Þýskalandi þar sem hann mun eyða næstu 10 mánuðum. Tim frá Hong Kong er að koma sér fyrir hér hjá okkur til vetrardvalar. Albert Ingi að byrja í skólanum og fleira mætti nefna þó það sé ekki gert hér.
Bæjarráðsfundur var haldinn í morgun þar sem farið var yfir hin ýmsu mál. Bréf barst frá einum lóðarhafa sem vill skila lóð sinni við Dalsbrún og varð bæjarráð við því erindi. Það er nokkuð ljóst að efnahagsástandið hefur nú þau áhrif að framkvæmdir dragast hratt saman á vegum einstaklinga og fara sveitarfélögin ekki varhluta af þeirri þróun. Afgreitt var erindi frá Eykt þar sem farið var fram á frestun framkvæmda á Sólborgarsvæðinu um tvö ár. Bæjarráð samþykkti að dagsetningum samningsins yrði seinkað um 18 mánuði og var þar verið að taka tillit til þess tíma sem það tók að fá aðal- og deiliskipulagsbreytingarnar samþykktar. Fundarboðið var þykkt og margt á dagskrá en um það má lesa nánar hér.
Í dag heimsótti ég félag eldri borgara hér í Hveragerði. Þau eru svo elskuleg að bjóða fulltrúum bæjarins reglulega til fundar við sig og hafa þetta verið hinar bestu stundir. Í dag var Sandra Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi, með í för og fór hún yfir þá þjónustu sem eldri borgurum stendur til boða hér í Hveragerði en sífellt er verið að koma með nýjungar sem miða að því að létta þeim sem á þurfa að halda lífið. Fjörlegar umræður spunnust á fundinum sem var vel sóttur en ég kynnti áform bæjaryfirvalda varðandi Strætó á milli Reykjavíkur og Hveragerðis og var gerður góður rómur að þeim fyrirætlunum.
Laufey farin til náms á Hvanneyri, Bjarni Rúnar að koma sér fyrir í Langenbogen í hinu gamla Austur-Þýskalandi þar sem hann mun eyða næstu 10 mánuðum. Tim frá Hong Kong er að koma sér fyrir hér hjá okkur til vetrardvalar. Albert Ingi að byrja í skólanum og fleira mætti nefna þó það sé ekki gert hér.
Bæjarráðsfundur var haldinn í morgun þar sem farið var yfir hin ýmsu mál. Bréf barst frá einum lóðarhafa sem vill skila lóð sinni við Dalsbrún og varð bæjarráð við því erindi. Það er nokkuð ljóst að efnahagsástandið hefur nú þau áhrif að framkvæmdir dragast hratt saman á vegum einstaklinga og fara sveitarfélögin ekki varhluta af þeirri þróun. Afgreitt var erindi frá Eykt þar sem farið var fram á frestun framkvæmda á Sólborgarsvæðinu um tvö ár. Bæjarráð samþykkti að dagsetningum samningsins yrði seinkað um 18 mánuði og var þar verið að taka tillit til þess tíma sem það tók að fá aðal- og deiliskipulagsbreytingarnar samþykktar. Fundarboðið var þykkt og margt á dagskrá en um það má lesa nánar hér.
Í dag heimsótti ég félag eldri borgara hér í Hveragerði. Þau eru svo elskuleg að bjóða fulltrúum bæjarins reglulega til fundar við sig og hafa þetta verið hinar bestu stundir. Í dag var Sandra Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi, með í för og fór hún yfir þá þjónustu sem eldri borgurum stendur til boða hér í Hveragerði en sífellt er verið að koma með nýjungar sem miða að því að létta þeim sem á þurfa að halda lífið. Fjörlegar umræður spunnust á fundinum sem var vel sóttur en ég kynnti áform bæjaryfirvalda varðandi Strætó á milli Reykjavíkur og Hveragerðis og var gerður góður rómur að þeim fyrirætlunum.