16. september 2008
Orkuveitan, sorp og "skjálftinn"...
Dagurinn byrjaði með foreldraviðtali við Ásu kennarann hans Alberts. Alltaf gaman á þessum fundum. Alberti gengur vel enda finnst mér hann og bekkurinn afar heppinn að hafa svona frábæran kennara.
Fundur um málefni Orkuveitunnar í Hveragerði fyrir hádegi þar sem farið var yfir ýmsa þætti þjónustu þeirra núna og til framtíðar. Aukaðalfundur í Sorpstöð Suðurlands í hádeginu þar sem ákveðið var að auka hlutafé Sorpstöðvar í Förgun (Kjötmjölsverksmiðjunni) um 6 milljónir. Að þeim fundi loknum hittumst við bæjarstjórarnir í Árborg, Hveragerði og Ölfusi með Ólafi Erni og Sigmundi í Þjónustumiðstöðinni í Tryggvskála. Fórum þar yfir stöðu mála en verið er að vinna í þeim erindum sem þjónustumiðstöðinni hafa borist. Enn er nokkuð í endanlegar afgreiðslur en unnið er hratt og vel að lausn. Að loknum þeim fundi funduðum við bæjarstjórar vegna mála sem snúa beint að sveitarfélögunum vegna fjárhagslegra atriða í kjölfar skjálftans. Fundur er fyrirhugaður á morgun þar sem þau mál skýrast.
Veðrið er vægast sagt hundleiðinlegt og fórum ég og strákarnir út í myrkrið í kvöld til að ganga frá lausum munum, ekki veitti af...
Dagurinn byrjaði með foreldraviðtali við Ásu kennarann hans Alberts. Alltaf gaman á þessum fundum. Alberti gengur vel enda finnst mér hann og bekkurinn afar heppinn að hafa svona frábæran kennara.
Fundur um málefni Orkuveitunnar í Hveragerði fyrir hádegi þar sem farið var yfir ýmsa þætti þjónustu þeirra núna og til framtíðar. Aukaðalfundur í Sorpstöð Suðurlands í hádeginu þar sem ákveðið var að auka hlutafé Sorpstöðvar í Förgun (Kjötmjölsverksmiðjunni) um 6 milljónir. Að þeim fundi loknum hittumst við bæjarstjórarnir í Árborg, Hveragerði og Ölfusi með Ólafi Erni og Sigmundi í Þjónustumiðstöðinni í Tryggvskála. Fórum þar yfir stöðu mála en verið er að vinna í þeim erindum sem þjónustumiðstöðinni hafa borist. Enn er nokkuð í endanlegar afgreiðslur en unnið er hratt og vel að lausn. Að loknum þeim fundi funduðum við bæjarstjórar vegna mála sem snúa beint að sveitarfélögunum vegna fjárhagslegra atriða í kjölfar skjálftans. Fundur er fyrirhugaður á morgun þar sem þau mál skýrast.
Veðrið er vægast sagt hundleiðinlegt og fórum ég og strákarnir út í myrkrið í kvöld til að ganga frá lausum munum, ekki veitti af...
Comments:
Skrifa ummæli