24. september 2008
Samþykktir, hús og menning ...
Starfshópurinn sem skipaður var til að fara yfir samþykktir bæjarins og nefndaskipan í kjölfar skipulagsbreytinganna í vor lauk störfum í dag. Nú eru einungis litlar leiðréttingar eftir sem sendar verða mönnum í tölvupósti og svo verða samþykktirnar lagðar fyrir næsta fund bæjarstjórnar til fyrri umræðu. Gott þegar hægt er að ganga frá verkefnum og segja þeim lokið. Minnkar aðeins bunkana á borðinu sem sífellt hækka!
"Entek húsið" svokallaða sem stendur við hlið bæjarskrifstofunnar hefur verið til sölu í nokkurn tíma. Við Elfa fengum að skoða húsið í dag og það kom mér á óvart hvað þetta er í raun stórt hús, rúmir 1000 fermetrar allt einn risastór óinnréttaður geimur. Áhugasamir aðilar hljóta að sjá möguleikana sem felast í þessu rými og ekki síður staðsetningunni svona rétt við þjóðveginn og verslunarmiðstöðina.
Í kvöld stóð menningarmálanefnd fyrir málstofu um upphaf byggðar í Hveragerði. Ríflega hundrað manns sóttu málstofuna og fór aðsókn langt framúr björtustu vonum. Það var gerður góður rómur að máli fyrirlesaranna sem voru Björn Pálsson, héraðskjalavörður, Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur og Svanur Jóhannesson en hann er sonur Jóhannesar úr Kötlum sem hér bjó á árunum milli 1940 -1959. Kristín Jóhannesdóttir (Kristín hans AAge) flutti listilega ljóð eftir sr. Helga Sveinsson og Hörður Friðþjófsson lék lög eftir Hvergerðinga á gítarinn. Þarna komu fram ýmsar skemmtilegar upplýsingar, áður óbirtar myndir voru sýndar og ýmsar skondnar sögur dregnar fram í dagsljósið. Það er ljóst að þá sem nú fannst íbúum Hveragerði vera "Heimsins besti staður" eins og haft var ítrekað eftir Herberti sem gengdi heiðursnafnbótinni Borgarstjóri hér á árdögum byggðarinnar.
Það er ótrúlega mikið um að vera í menningarlífi bæjarbúa eins og best kemur fram í Sunnlenska fréttablaðinu sem dreift var í kvöld: myndlistarsýning eftir færeyskan snilling opnar í bókasafninu á morgun, íslensk sönglög verða flutt af ungum einsöngvurum í kirkjunni á laugardag, á sunnudaginn verður sýningarstjóraspjall á sýningu Höskuldar Björnssonar í Listasafninu, í kvöld var málstofan, í gærkvöldi var Sigurbjörn á Bláfelli með myndasýningu í bókasafninu, undirbúningur fyrir Picasso sýningu í Listasafninu er í fullum gangi, leikfélagið er farið að æfa leikrit vetrarins og áfram mætti telja. Það er allavega enginn doði hér í menningarmálunum og vandinn frekar að finna tímann til að sækja alla þessa viðburði....
Starfshópurinn sem skipaður var til að fara yfir samþykktir bæjarins og nefndaskipan í kjölfar skipulagsbreytinganna í vor lauk störfum í dag. Nú eru einungis litlar leiðréttingar eftir sem sendar verða mönnum í tölvupósti og svo verða samþykktirnar lagðar fyrir næsta fund bæjarstjórnar til fyrri umræðu. Gott þegar hægt er að ganga frá verkefnum og segja þeim lokið. Minnkar aðeins bunkana á borðinu sem sífellt hækka!
"Entek húsið" svokallaða sem stendur við hlið bæjarskrifstofunnar hefur verið til sölu í nokkurn tíma. Við Elfa fengum að skoða húsið í dag og það kom mér á óvart hvað þetta er í raun stórt hús, rúmir 1000 fermetrar allt einn risastór óinnréttaður geimur. Áhugasamir aðilar hljóta að sjá möguleikana sem felast í þessu rými og ekki síður staðsetningunni svona rétt við þjóðveginn og verslunarmiðstöðina.
Í kvöld stóð menningarmálanefnd fyrir málstofu um upphaf byggðar í Hveragerði. Ríflega hundrað manns sóttu málstofuna og fór aðsókn langt framúr björtustu vonum. Það var gerður góður rómur að máli fyrirlesaranna sem voru Björn Pálsson, héraðskjalavörður, Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur og Svanur Jóhannesson en hann er sonur Jóhannesar úr Kötlum sem hér bjó á árunum milli 1940 -1959. Kristín Jóhannesdóttir (Kristín hans AAge) flutti listilega ljóð eftir sr. Helga Sveinsson og Hörður Friðþjófsson lék lög eftir Hvergerðinga á gítarinn. Þarna komu fram ýmsar skemmtilegar upplýsingar, áður óbirtar myndir voru sýndar og ýmsar skondnar sögur dregnar fram í dagsljósið. Það er ljóst að þá sem nú fannst íbúum Hveragerði vera "Heimsins besti staður" eins og haft var ítrekað eftir Herberti sem gengdi heiðursnafnbótinni Borgarstjóri hér á árdögum byggðarinnar.
Það er ótrúlega mikið um að vera í menningarlífi bæjarbúa eins og best kemur fram í Sunnlenska fréttablaðinu sem dreift var í kvöld: myndlistarsýning eftir færeyskan snilling opnar í bókasafninu á morgun, íslensk sönglög verða flutt af ungum einsöngvurum í kirkjunni á laugardag, á sunnudaginn verður sýningarstjóraspjall á sýningu Höskuldar Björnssonar í Listasafninu, í kvöld var málstofan, í gærkvöldi var Sigurbjörn á Bláfelli með myndasýningu í bókasafninu, undirbúningur fyrir Picasso sýningu í Listasafninu er í fullum gangi, leikfélagið er farið að æfa leikrit vetrarins og áfram mætti telja. Það er allavega enginn doði hér í menningarmálunum og vandinn frekar að finna tímann til að sækja alla þessa viðburði....
Comments:
Skrifa ummæli