18. september 2008
Af bæjarráði og mismæli...
Löngum bæjarráðsfundi í morgun lauk ekki fyrr en undir 11. Fólk hélt að svona mikið væri rifist á fundinum en það var nú öðru nær. Málin voru aftur á móti stór og þurfti miklar umræður um hvert þeirra. Rætt var um Strætó, leigu á Ullarþvottastöðinni og reksraryfirlit bæjarins ásamt öðrum málum. Þrjú erindi hafa borist frá aðilum sem vilja leigja Ullarþvottastöðina og allir hafa þeir hug á að reka þar geymsluhúsnæði fyrir húsbíla, tjaldvagna, fellihýsi og slíkt. Greinilegt er að mikil þörf er fyrir slíkt húsnæði. Mér var falið að ræða við alla þessa aðila og gerði ég það eftir hádegi hvern á eftir öðrum. Rekstraryfirlit bæjarins að loknum 8 mánuðum sýnir að rekstur stofnana bæjarins er í góðu samræmi við fjárhagsáætlun og er ég ánægð með það. Aftur á móti var í fjárhagsáætlun gert ráð fyrir tekjum upp á 90 milljónir króna vegna sölu eigna. Í ár er aftur á móti ljóst að bærinn er ekki að selja eignir (byggingarrétt) þvert á móti er hann að leysa til sín lóðir og endurgreiða lóðarhöfum þegar greidd gatnagerðargjöld. Það munar um þessar 90 milljónir í reikningum bæjarins og því þarf að halda vel utan um allan rekstur það sem eftir lifir árs. Vextir og verðbætur verða skoðaðir við endurskoðun fjárhagsáætlunar nú í október en ljóst er að verðbólgan sem nú mælist 14,5% setur strik í þann reikning. Hveragerðisbær er aftur á móti ekki með nein erlend lán og því hefur gengisþróunin ekki sömu beinu áhrifin hér eins og sums staðar annars staðar.
Fréttamenn frá Veftíví Mbl.is komu hingað fyrir hádegi og tóku við mig viðtal um ýmislegt sem fréttnæmt getur talist í bænum. Í viðtalinu mismæli ég mig herfilega og verð ég vafalaust minnt á þetta næstu árin ef ég þekki ættingja og vini rétt! ! ! Um að gera að athuga hvort þú tekur eftir þessu líka. Allavega grét ég úr hlátri...
Rétt að geta þess að við erum með skiptinema hann Tim og því eru skiptinemar mér ansi ofarlega í huga þessa dagana :-)
Löngum bæjarráðsfundi í morgun lauk ekki fyrr en undir 11. Fólk hélt að svona mikið væri rifist á fundinum en það var nú öðru nær. Málin voru aftur á móti stór og þurfti miklar umræður um hvert þeirra. Rætt var um Strætó, leigu á Ullarþvottastöðinni og reksraryfirlit bæjarins ásamt öðrum málum. Þrjú erindi hafa borist frá aðilum sem vilja leigja Ullarþvottastöðina og allir hafa þeir hug á að reka þar geymsluhúsnæði fyrir húsbíla, tjaldvagna, fellihýsi og slíkt. Greinilegt er að mikil þörf er fyrir slíkt húsnæði. Mér var falið að ræða við alla þessa aðila og gerði ég það eftir hádegi hvern á eftir öðrum. Rekstraryfirlit bæjarins að loknum 8 mánuðum sýnir að rekstur stofnana bæjarins er í góðu samræmi við fjárhagsáætlun og er ég ánægð með það. Aftur á móti var í fjárhagsáætlun gert ráð fyrir tekjum upp á 90 milljónir króna vegna sölu eigna. Í ár er aftur á móti ljóst að bærinn er ekki að selja eignir (byggingarrétt) þvert á móti er hann að leysa til sín lóðir og endurgreiða lóðarhöfum þegar greidd gatnagerðargjöld. Það munar um þessar 90 milljónir í reikningum bæjarins og því þarf að halda vel utan um allan rekstur það sem eftir lifir árs. Vextir og verðbætur verða skoðaðir við endurskoðun fjárhagsáætlunar nú í október en ljóst er að verðbólgan sem nú mælist 14,5% setur strik í þann reikning. Hveragerðisbær er aftur á móti ekki með nein erlend lán og því hefur gengisþróunin ekki sömu beinu áhrifin hér eins og sums staðar annars staðar.
Fréttamenn frá Veftíví Mbl.is komu hingað fyrir hádegi og tóku við mig viðtal um ýmislegt sem fréttnæmt getur talist í bænum. Í viðtalinu mismæli ég mig herfilega og verð ég vafalaust minnt á þetta næstu árin ef ég þekki ættingja og vini rétt! ! ! Um að gera að athuga hvort þú tekur eftir þessu líka. Allavega grét ég úr hlátri...
Rétt að geta þess að við erum með skiptinema hann Tim og því eru skiptinemar mér ansi ofarlega í huga þessa dagana :-)
Comments:
Skrifa ummæli