19. september 2008
Útsvar, Strókur, FSu og Litla Hraun...
Hitti lið Hveragerðisbæjar sem keppir í Útsvari í morgun. Jóhanna, menningar- og frístundafulltrúi bæjarins, sá til þess að liðið hittist yfir morgunverði til að bera saman bækur sínar. Svava, Njörður og Sævar eru flottir fulltrúar Hvergerðinga í þættinum svo það verður gaman að fylgjast með þeim í kvöld.
Fyrir hádegi undirritaði ég þjónustusamning við Skátafélagið Strók sem tryggir þeim rúmlega 7,1 mkr í tekjur næstu fjögur árin. Mikill áfangi fyrir bæði félagið og bæinn þar sem viðlíka samningur hefur ekki áður verið gerður við skátana. Með samningnum er félaginu tryggt ákveðið fjármagn á ári gegn því að það taki að sér verk eins og námskeið á sumrin fyrir börn og unglinga, að sjá um skrúðgöngu á 17. júní og fleira.
Skólanefndarfundur Fjölbrautaskóla Suðurlands hófst kl. 12:30. Nokkur mál á dagskrá fundarins og bar þar hæst umræðu um viðbyggingu við verknámshúsið, nýju lögin um framhaldsskóla, hestabrautina og kennslu á Litla Hrauni. Mér og Örlygi var falið að ná fundi menntamálaráðherra til að ræða framhald þeirra mála sem útaf standa gagnvart ráðuneytinu.
Strax að loknum fundinum í FSu fórum ég og Elfa Dögg niður á Litla Hraun að skoða fangelsið í boði Margrétar Frímannsdóttur, fyrrum alþingismanns. Það var mikil upplifun að fá að heimsækja staðinn en þangað hef ég aldrei komið áður. Það er greinilegt að Margrét hefur brennandi áhuga á sínu starfi og margt hefur breyst á "Hrauninu" eftir að hún tók við.
Hitti lið Hveragerðisbæjar sem keppir í Útsvari í morgun. Jóhanna, menningar- og frístundafulltrúi bæjarins, sá til þess að liðið hittist yfir morgunverði til að bera saman bækur sínar. Svava, Njörður og Sævar eru flottir fulltrúar Hvergerðinga í þættinum svo það verður gaman að fylgjast með þeim í kvöld.
Fyrir hádegi undirritaði ég þjónustusamning við Skátafélagið Strók sem tryggir þeim rúmlega 7,1 mkr í tekjur næstu fjögur árin. Mikill áfangi fyrir bæði félagið og bæinn þar sem viðlíka samningur hefur ekki áður verið gerður við skátana. Með samningnum er félaginu tryggt ákveðið fjármagn á ári gegn því að það taki að sér verk eins og námskeið á sumrin fyrir börn og unglinga, að sjá um skrúðgöngu á 17. júní og fleira.
Skólanefndarfundur Fjölbrautaskóla Suðurlands hófst kl. 12:30. Nokkur mál á dagskrá fundarins og bar þar hæst umræðu um viðbyggingu við verknámshúsið, nýju lögin um framhaldsskóla, hestabrautina og kennslu á Litla Hrauni. Mér og Örlygi var falið að ná fundi menntamálaráðherra til að ræða framhald þeirra mála sem útaf standa gagnvart ráðuneytinu.
Strax að loknum fundinum í FSu fórum ég og Elfa Dögg niður á Litla Hraun að skoða fangelsið í boði Margrétar Frímannsdóttur, fyrrum alþingismanns. Það var mikil upplifun að fá að heimsækja staðinn en þangað hef ég aldrei komið áður. Það er greinilegt að Margrét hefur brennandi áhuga á sínu starfi og margt hefur breyst á "Hrauninu" eftir að hún tók við.
Comments:
Skrifa ummæli