22. september 2008
Útsvars vísur ...
Var bent á þessar vísur sem spéfuglinn, Þingeyingurinn og MA námsmaðurinn Eggert Marínósson hefur sett saman um Útsvarsþáttinn síðasta...
Get reyndar alveg verið sammála því að lið okkar Hvergerðinga var áberandi myndarlegra. Reyndar líka stórgáfað en hér í bæ eigum við fullt af svoleiðis fólki ;-)
Nú mun Hvergerðinga kvelja
Kvenna jafnt sem karla tal
Fegurð umfram visku velja
Er voðalega skrítið val
Við nú blasir veröld ný
Víf þeim falla að fótum
Vits ég lengur varla frý
Vitringunum ljótum
Áður en spurðu spjörum úr
Spyrlar Útsvaranna
Sminka leysti lýtum úr
Ljótu hálfvitanna
Annars fór dagurinn að mestu í bréfaskriftir og í vinnu við endurskoðun fjárhagsáætlunar. Það væri heldur betra ef verðbólgan væri ekki við 15 prósentin. Verð bara að segja það ....
------------------------
Ákvað líka að setja tengil á þessa bráðskemmtilegu frétt úr Ölfusréttum. Það er ekki líku saman að jafna réttum í dag og áður fyrr. Nú eru svo fáar kindur í Ölfusinu að mér þykir í raun undarlegt að það skuli yfirleitt vera rekið á fjall...
-----------------------
Loksins komið blogg frá syninum í Þýskalandi. Gaman að sjá að allt gengur vel.
Var bent á þessar vísur sem spéfuglinn, Þingeyingurinn og MA námsmaðurinn Eggert Marínósson hefur sett saman um Útsvarsþáttinn síðasta...
Get reyndar alveg verið sammála því að lið okkar Hvergerðinga var áberandi myndarlegra. Reyndar líka stórgáfað en hér í bæ eigum við fullt af svoleiðis fólki ;-)
Nú mun Hvergerðinga kvelja
Kvenna jafnt sem karla tal
Fegurð umfram visku velja
Er voðalega skrítið val
Við nú blasir veröld ný
Víf þeim falla að fótum
Vits ég lengur varla frý
Vitringunum ljótum
Áður en spurðu spjörum úr
Spyrlar Útsvaranna
Sminka leysti lýtum úr
Ljótu hálfvitanna
Annars fór dagurinn að mestu í bréfaskriftir og í vinnu við endurskoðun fjárhagsáætlunar. Það væri heldur betra ef verðbólgan væri ekki við 15 prósentin. Verð bara að segja það ....
------------------------
Ákvað líka að setja tengil á þessa bráðskemmtilegu frétt úr Ölfusréttum. Það er ekki líku saman að jafna réttum í dag og áður fyrr. Nú eru svo fáar kindur í Ölfusinu að mér þykir í raun undarlegt að það skuli yfirleitt vera rekið á fjall...
-----------------------
Loksins komið blogg frá syninum í Þýskalandi. Gaman að sjá að allt gengur vel.
Comments:
Skrifa ummæli