14. september 2008
Af rekstri bæjarins og öðrum fjárrekstri ...
Föstudagurinn fór að stærstu leyti í að fara yfir átta mánað rekstraryfirlit bæjarins. Á næsta fundi bæjarráðs verður yfirlitið að öllu óbreyttu lagt fram til kynningar en yfirlit yfir rekstur bæjarins hefur verið lagt fram á fjögurra mánaða fresti undanfarið. Mikilvægt er að rekstur bæjarins sé með sem bestum hætti en nokkuð ljóst er að árferðið núna er ansi ólíkt því sem var þegar fjárhagsáætlunin var samþykkt seint á síðasta ári. Því verður niðurstaða ársins óumflýjanlega mun verri en á síðasta ári.
Stóð í nokkrum bréfaskriftum vegna "mjúkhýsisins" en við vonumst eftir því að Brunamálastofnun gefi svar sitt varðandi bygginguna í þessum mánuði. Nú hefur framleiðandinn fengið alþjóðlega vottun á húsagerðina (ISO9001)og ljóst er að mjúkhýsi hafa risið eða eru að rísa á flestum Norðurlandanna. Við bíðum spennt eftir niðurstöðunni.
Í gær laugardag var farið í Tungnaréttir. Búið var að draga fyrir klukkan 10 en uppúr því fjölgaði sífellt mannfólkinu í réttunum sem lét sér fátt um finnast þó löngu væri búið að draga. Það er tignarlegt að fylgjast með því þegar Gýgjarhólskots fólkið rekur safnið úr dilknum, yfir Tungufljótsbrúna og áleiðis heim. Við systur skemmtum okkur konunglega bæði í réttunum þar sem við hittum auðvitað fullt af fólki og ekki síður á leiðinni í Kotið þar sem rykið var dustað af reiðmennskunni! Góður dagur í góðum félagsskap...
Notuðum síðan tækifærið og fórum með Tim að Gullfossi og Geysi og fannst honum það mikil upplifun. Ekki mikið af þess háttar í Hong Kong.
Föstudagurinn fór að stærstu leyti í að fara yfir átta mánað rekstraryfirlit bæjarins. Á næsta fundi bæjarráðs verður yfirlitið að öllu óbreyttu lagt fram til kynningar en yfirlit yfir rekstur bæjarins hefur verið lagt fram á fjögurra mánaða fresti undanfarið. Mikilvægt er að rekstur bæjarins sé með sem bestum hætti en nokkuð ljóst er að árferðið núna er ansi ólíkt því sem var þegar fjárhagsáætlunin var samþykkt seint á síðasta ári. Því verður niðurstaða ársins óumflýjanlega mun verri en á síðasta ári.
Stóð í nokkrum bréfaskriftum vegna "mjúkhýsisins" en við vonumst eftir því að Brunamálastofnun gefi svar sitt varðandi bygginguna í þessum mánuði. Nú hefur framleiðandinn fengið alþjóðlega vottun á húsagerðina (ISO9001)og ljóst er að mjúkhýsi hafa risið eða eru að rísa á flestum Norðurlandanna. Við bíðum spennt eftir niðurstöðunni.
Í gær laugardag var farið í Tungnaréttir. Búið var að draga fyrir klukkan 10 en uppúr því fjölgaði sífellt mannfólkinu í réttunum sem lét sér fátt um finnast þó löngu væri búið að draga. Það er tignarlegt að fylgjast með því þegar Gýgjarhólskots fólkið rekur safnið úr dilknum, yfir Tungufljótsbrúna og áleiðis heim. Við systur skemmtum okkur konunglega bæði í réttunum þar sem við hittum auðvitað fullt af fólki og ekki síður á leiðinni í Kotið þar sem rykið var dustað af reiðmennskunni! Góður dagur í góðum félagsskap...
Notuðum síðan tækifærið og fórum með Tim að Gullfossi og Geysi og fannst honum það mikil upplifun. Ekki mikið af þess háttar í Hong Kong.
Comments:
Skrifa ummæli