<$BlogRSDUrl$>

30. september 2016


Hinn nýráðnir skólastjóri grunnskólans hér í bæ, Sævar Þór Helgason,  fer vel af stað og mikill hugur er í skólafólki í bæjarfélaginu.  Vikulega sendir hann frá sér pistla um starf vikunnar og í þetta skiptið hefst hann svona:

Fæðingartíðni á Íslandi í fyrra var sú lægsta sem mælst hefur frá árinu 1853. Svo það verður kannski ekkert mikil fjölgun barna í skólanum á næstu árum. Eða hvað? Nemendur 1.bekkja á næsta ári verða þó fjölmargir, ef að líkum lætur 43.

Það er gaman að geta þess að þegar mest var voru 414 nemendur í grunnskólanum en undanfarin ár hefur fjöldinn verið í kringum 330.  Þetta gerist þrátt fyrir að íbúum hafi fjölgað um mörg hundruð á tímabilinu. 

Í sama pistli boðar skólastjórinn jógakennslu fyrir nemendur, fyrst í yngri bekkju og færa það svo ofar þegar fram líða stundir.  Starfsmönnum stendur þegar til boða jóga á vinnustaðnum. Þetta er bæði jákvætt og skemmtilegt framtak. 

Í dag var langur og góður fundur um móttöku flóttamanna haldinn á Selfossi.  Á fundinn mættu auk bæjarstjóranna fagfólk úr félagsþjónustu og skólasamfélaginu og starfsmaður Flóttamannanefndar og verkefnisstjóri um móttöku flóttamanna á Akureyri.  Afar fróðlegur og góður fundur.


29. september 2016

Fundur í starfshópi um uppbyggingu á gönguleiðinni inn í Reyjadal í morgun.  Nóg um að ræða enda er fjöldi ferðamanna á svæðinu með hreinum ólíkindum.  Í morgun flutti þyrla 12 metra langa brú inn í dalinn en brúin var sett yfir hver sem hafði grafið sig undir göngustíginn. Það verður mikill munur en þessi staður hefur verið mikið áhyggjuefni að undanförnu enda afar hættulegur.

Hitti einnig Davíð Samúelsson sem vinnur að verkefnum á sviði ferðamála hér í Hveragerði.  Hann hefur að undanförnu unnið ötullega að þeim verkefnum en fljótlega verður reist risastór skilti rekstraraðila í Hveragerði við Breiðumörk.  Goshverinn Eilífur gýs í Hveragarðinum og lýsing hveranna á því sama svæðio er í endanlegri vinnslu svo fátt eitt sé talið sem Davíð hefur komið að. 

Síðdegis sátum við Helga, skrifstofustjóri yfir bókhaldinu með ágætum árangri.  Nú mun slík vinna taka heilmikinn tíma á næstunni enda gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 komin í fullan gang. 

Átti góð samtöl við forstjóra og sölustjóra Reita fasteignafélags í dag.  Það er mikilvægt að vera í  sem bestum samskiptum við fyrirtækið enda leigir Hveragerðisbær hundruðir fermetra af því hér í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk.  Ákveðin hugmynd um breytingar hefur verið í vinnslu að undanförnu og verður fróðlegt að sjá hvort að samtöl dagsins hafi náð að fleyta þeirri umræðu í átt að góðri niðurstöðu fyrir bæjarbúa.

Húsfyllir á Heiðmörkinni í kvöld og mikið fjör.  Lárus  á Akureyri og missti því af fjörinu.  Mamma, Laufey og Haraldur Fróði komu í kvöldmat og borðuðu gómsætan fisk úr nýju fiskbúðinni.  Síðan bættist Hafsteinn Davíðs í hópinn og Guðrún systir og hundurinn Tinni sem er í fóstri á Iðjumörkinni.  Hópurinn leyfði síðan Alberti sem er í Danmörku að vera með í spjallinu svo þetta var yndislegt kvöld.

Hugsið ykkur að þegar við Lárus bjuggum í Danmörku fóru samskiptin heim fram með stopulum símtölum við mömmu og pabba þar sem bergmálið var svo pirrandi að það var varla hægt að eiga eðlilegt samtal.  Síðan klippti mamma út úr blöðunum áhugaverðar greinar og sendi okkur svo úrklippurnar - heil blöð var of dýrt að senda út :-)  Við vorum alsæl með þetta og lásum bara þær fréttir sem mömmu fannst við þurfa að sjá !


28. september 2016

Hef átt marga góða fundi að undanförnu með ýmsum aðilum sem eru að velta fyrir sér ferðaþjónustu tengdum rekstri hér í Hveragerði.  Það er augljóst að margir vilja hasla sér völl á þessu sviði og sem betur fér sjá þessir aðilar möguleika hér í okkar fallega bæ.  Það er virkilega gaman að fylgjast með lífinu sem nú er á Skyrgerðinni og núna þegar dimmir sífellt fyrr á kvöldin er notalegt að sjá þetta gamla, fallega hús uppljómað í rökkrinu.

Í dag komu hingað austur fréttamenn frá RÚV til að fjalla um Kjörís og þá framtíð sem nú blasir við fyrirtækinu eftir samþykkt nýrra búvörusamninga og tollasamninga.  Þó að þessi frétt hafi verið um Kjörís þá á hún jafnvel við um Emmess ís, bakarí, sælgætisgerðir og fleiri fyrirtæki.  Einnig munu þessir samningar hafa gríðarleg áhrif á kjúklinga- og svínabændur þó að með öðrum hætti sé. 

En með þessum nýju samningum eru tollar á innfluttan ís lækkaðir um tugi prósentustiga en tollar á hráefni sem mestu máli skiptir hækkaðir þrefalt.  Fyrirtækið þarf því að keppa við innflutning án þess að geta keypt hráefni á bestu verðum erlendis frá.  Valdimar bróðir hefur orðað það þannig að það sé erfitt að vera í rekstri þegr bæði er ráðist að manni aftan frá og að framan !   Óneitanlega svíður það að þeir sem gera þessa samninga eru í stjórnmálaflokkum sem hingað til hafa viljað styrkja og styðja við iðnað og framleiðslu.  En þessir samningar eru staðreynd og það er Valdimars og þess góða starfsfólks sem vinnur hjá Kjörís að hefja vegferð og baráttu fyrir tilvist þessa fyrirtækis, enn eina ferðina.  Það mun vonandi takast vel enda er þetta ekki í fyrsta og sjáflsagt ekki í síðasta sinn sem lagðir eru steinar í götu þessa rétt tæplega 50 ára fyrirtækis.   Verð reyndar að bæta við að mikið þótti mér vænt um að sjá gamlar myndir af pabba sem lagði allt undir til að byggja upp Kjörís.  Hann naut aldrei þess erfiðis enda lést hann langt fyrir aldur fram.  Valdimar er aftur á móti sláandi líkur honum, það er gaman að því ! 

Stjórn Sorpstöðvar fundaði í dag á Hvolsvelli.  Byrjuðum á skoðunarferð á gámavöllinn á Strönd, skoðuðum einnig skólphreinsistöðina þeirra og seyrumeðhöndlun áður en við áttum góðan fund með Stefáni Gíslasyni, umhverfis sérfræðingi.  Hann er væntanlega að taka að sér verkefni fyrir Sorpstöðina þar sem vinna á greiningu á flokkunarmöguleikum og framtíð málaflokksins hér fyrir austan fjall. 

Í gær var boðið upp óskilhross sem ráfaði inn í Hveragerði síðastliðinn vetur.  Kostnaður við uppihald og ýmis konar umsýslu nam hátt í 200.000 krónum.  Ég átti von á að einhverjir myndu bjóða í hrossið enda var uppboðið auglýst bæði í blöðum, á heimasíðunni og á samfélagsmiðlum og klárinn ágætur, að því að mér skyldist.  En, nei, hrossið var slegið á 5.000 krónur.  Maður er alltaf að læra og þetta voru gríðarleg mistök.  Hefðum að sjálfsögðu átt að bjóða í hestinn sjálf - í fyrsta lagi er þetta ekkert verð fyrir hest og í öðru lagi eru þetta um 400 kíló af hakki, bjúgum og steikum sem þarna fór á engan pening ! ! !


17. september 2016

Armenía september 2016 - kosningaeftirlit 

jkEr í Yerevan í Armeníu með sendinefnd á vegum Evrópuráðsins í Strasbourg sem ætlar að hafa eftirlit með sveitarstjórnarkosningum sem hér verða haldnar á morgun.  

Kom hingað eiginlega snemma morguns á fimmtudaginn eftir ansi langt ferðalag frá Íslandi með viðkomu í Kaupmannahöfn og Vínarborg.  Náði um 1 klukkutíma í svefni hér á hótelinu áður en fyrsti fundurinn hófst en þann dag hittum við m.a. fulltrúa frjálsra félagasamtaka, fréttamenn, ráðherra og fleiri.  Var reyndar orðin eins og undin dula undir kvöld og ekki ein um að vera hálfsofandi á fundunum sem voru fram að kvöldmat enda vorum við nokkur sem komum á þessum ókristilega tíma hingað. 

Í gær fór hópurinn sem telur í allt um 14 manns í rútu til bæjar sem er hér í vestur frá Yerevan, Armavir.  Þar hittum við frambjóðendur hinna ýmsu flokka en hér er kosið bæði til sveitarstjórna og um bæjarstjórana en þeir eru kosnir sérstaklega.   Á fundunum í Armavir var áberandi hversu lítill áhugi er á að komast í sveitarstjórn enda kannski ekki furða þegar maður heyrir sögur frambjóðendanna.  Hér er ástand víða afar slæmt.  Sveitarstjórnir hafa ekki sérstaka tekjustofna heldur eru ofurseldar framlögum frá ríkinu sem duga engan veginn fyrir þjónustu.  Víða eru ekki skólar, leikskólar eru sjaldséðir, vatnsveitur og götulýsing í lamasessi, leikvellir og garðar ekki til og gatnakerfi lélegt.  Allir tala samt um að þeir vilji breytingar.  Þeim langar svo heitt að lifa annars konar lífi og að geta boðið íbúum bæjanna upp á eitthvað betra.  Margir tala um að lausnin sé að eignast "donor".  Einhvern ríkann velgjörðarmann á vesturlöndum sem er til í að hjálpa til.  Innan lands eru engir peningar á lausu enda landið afar fátækt, bæði af peningum og náttúruauðlindum. 

Ég hef hugsað mér að skrifa meira um þessa ferð fljótlega.  En þar sem ég þarf að vakna fyrir allar aldir á morgun og mæta í kosningaeftirlitið þá kemur meira síðar.  Hér er líka búið að loka öllum götum og sírenur væla stöðugt fyrir utan hótelið þar sem verið er að undirbúa risa hersýningu sem hér á að vera þann 21. september.  Sá æfingu í gær sem var alveg hreint mögnuð....


Ég er eini Íslendingurinn í hópnum en hér er ég með Marianne frá Sviss og honum Joseph frá Möltu. 

Hér er svo partnerinn minn á morgun hann Mihkael frá Eistlandi lengst til vinstri og Marud frá London.

Hér erum við Marianna og Breda frá Slóveniu (röndótta bolnum) ásamt flottum frambjóðendum til sveitarstjórna í Armavir. 

Sendinefndin ásamt kjörstjórn í Armavir. 

Hér getur líka rignt en við lentum í grenjandi rigningu,  þrumum og eldingum þegar við fórum frá Armavir.  Því sáum við ekki fjallið Ararat sem annars blasir við öllum esm um landið fara enda er þetta fjall rúmir 5.500 m á hæð og einkennistákn Armeníu þó það sé í raun í Tyrklandi.   Laugardagurinn var eini rólegi dagur þessarar ferðar en þá um morguninn áttum við fundi með frambjóðendum og enn fleiri fjölmiðlamönnum fram eftir degi.    Fengum aftur á móti frí frá kl 15: og þá gafst tími til að ráfa aðeins um bæinn.  Mér fannst ég alveg örugg þó ég hafi ráfað ein um borgina og meðal annars varið drjúgum tíma á markaðnum fræga "Vernissage".

Á kosningadaginn var farið af stað eldsnemma enda langt ferðalag fyrir höndum. 
7. september 2016

Undanfarnar vikur hafa verið ansi annasamar.  Fór meðal annars til Svíþjóðar í síðustu viku með nefnd sem innanríkisráðherra skipaði sem huga á að eflingu sveitarstjórnarstigsins.  Með í för voru einnig fleiri sveitarstjórnarmenn sem kynntu sér stöðu sænskra sveitarfélaga og þá sérstaklega með áherslu á íbúasamráð og ákvarðanatökur.  Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fundaði síðan í Búðardal á föstudaginn og heimsóttum við síðan sveitarfélög á Vesturlandi fram á laugardag.  Fór síðan með flugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja á laugardeginum þar sem bróðursonur Lárusar hann Finnur Smári og konan hans hún Steinunn Hödd fögnuðu hjónabandi sínu og skírðu litlu skvísuna hana Ídu Lúcíu.  Alltaf fjör í Eyjum.  Þetta mikla útstáelsi þýðir auðvitað ekkert annað en að í þessari viku þarf sú sem þetta ritar að vinna myrkranna á milli :-)

Í gær sat ég átta fundi og verð að viðurkenna að hausinn snéri orðið öfugt þegar ég loksins komst heim.  Allt samt bæði skemmtilegt og sumt örugglega líka gagnlegt.  Það sem af er þessari viku hef ég setið fund um endurskoðun aðalskipulagsins, góðan fund með aðila sem hyggur á framkvæmdir undir Hamrinum,   vinnufund vegna framkvæmda við sundlaugina Laugaskarði, fund með Davíð og Sigurdísi um málefni ferðaþjónustunnar, hitti Sævar skólastjóra vegna Grunnskólans.  Átti góðan fund með þeim aðilum sem fengu úthlutað lóðunum inn við Dalakaffi. Setið fund í stjórn Sorpstöðvar Suðurlands og framkvæmdastjórn Héraðsnefndar auk þess að vera viðstödd undirskrift samnings um hjúkrunarheimili á Selfossi og marga fleiri.  Í gærkvöldi kynnti ég nýjan leikskóla á aðalfundi Foreldrafélags leikskólanna, það var ansi skemmtilegt en gestir voru afskaplega áhugasamir og spurðu um margt.  

Ætlaði í zumba kl. 6 í morgun en gat bara alls ekki vaknað...  Ætlaði þá í ræktina síðdegis en missti af tímanum vegna fundahalda.  Endaði í sundleikfimi sem var hrikalega skemmtilegt.  Ætla að reyna að mæta með þeim einstaka sinnum í vetur...This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • 1.5.2021 - 1.6.2021
 • 1.6.2021 - 1.7.2021
 • 1.7.2021 - 1.8.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet