30. september 2016
Hinn nýráðnir skólastjóri grunnskólans hér í bæ, Sævar Þór Helgason, fer vel af stað og mikill hugur er í skólafólki í bæjarfélaginu. Vikulega sendir hann frá sér pistla um starf vikunnar og í þetta skiptið hefst hann svona:
Fæðingartíðni á Íslandi í
fyrra var sú lægsta sem mælst hefur frá árinu 1853. Svo það verður kannski
ekkert mikil fjölgun barna í skólanum á næstu árum. Eða hvað? Nemendur 1.bekkja
á næsta ári verða þó fjölmargir, ef að líkum lætur 43.
Það er gaman að geta þess að þegar mest var voru 414 nemendur í grunnskólanum en undanfarin ár hefur fjöldinn verið í kringum 330. Þetta gerist þrátt fyrir að íbúum hafi fjölgað um mörg hundruð á tímabilinu.
Í sama pistli boðar skólastjórinn jógakennslu fyrir nemendur, fyrst í yngri bekkju og færa það svo ofar þegar fram líða stundir. Starfsmönnum stendur þegar til boða jóga á vinnustaðnum. Þetta er bæði jákvætt og skemmtilegt framtak.
Í dag var langur og góður fundur um móttöku flóttamanna haldinn á Selfossi. Á fundinn mættu auk bæjarstjóranna fagfólk úr félagsþjónustu og skólasamfélaginu og starfsmaður Flóttamannanefndar og verkefnisstjóri um móttöku flóttamanna á Akureyri. Afar fróðlegur og góður fundur.
Comments:
Skrifa ummæli