<$BlogRSDUrl$>

22. maí 2014

Endasprettur kosningabaráttunnar  er hafinn. Byrjuðum að fara á vinnustaðafundi í dag.  Skiptum hópnum í tvennt og náðum að heimsækja marga staði.  Ég fór á Heilsustofnun og hitti þar fjölmarga .  Það er svo gaman að ræða við allt þetta góða fólk því allir eru svo jákvæðir gagnvart því sem gert hefur verið. Leit við í vinnunni svona öðru hverju þrátt fyrir að vera í sumarfríi.  Það borgar sig alls ekki að láta tölvupóstinn hlaðast upp, það tekur óratíma að pæla í gegnum hann ef að það gerist.  Skrifaði nokkrar greinar og las yfir aðrar.  Síðdegis var síðan söngæfing framboðsins fyrir Vorfagnaðinn um næstu helgi.  Það þarf að huga að búningum, danssporum og propsi svo það er að mörgu að hyggja.  Í kvöld var heilmikill gestagangur á kosningaskrifstofunni.  Þannig á það líka að vera.  Það er klárlega að færast líf í leikinn enda ekki seinna vænna.   Nú erum við farin að auglýsa konukvöldið á fullu.  Það vill enginn missa af þessari skemmtun, ég get lofað ykkur því :-)

Verð að fá að sýna ykkur svo ofur fallega mynd sem hún Nína Margrét Pálmadóttir tók í dag af Varmá og Reykjafossi.  Hverjir eiga svona fallegan miðbæ aðrir en Hvergerðingar?  Held að þeir geti ekki verið margir :-)


19. maí 2014

Kosningabaráttan er komin á fullan skrið og allur hópurinn er á fullu við að tala við fólk, skrifa greinar, bera út blöð og spjalla við gesti kosningaskrifstofunnar. Það hefur myndast ótrúlega góð stemning og allir eru á fullu, staðráðnir í því að ná góðum árangri.  Nú eru tæpar 2 vikur í kosningar og mikilvægt að nýta tímann vel.  Okkur heyrist að margir verði á faraldsfæti á kosningadaginn en það er afar mikilvægt að þeir íbúar muni eftir að kjósa áður en lagt er af stað.  Ef einhver er í vafa með utankjörfundaratkvæðagreiðsluna þá endilega hafið samband...

Ég bar út í Kambahraunið í gær og Laufskógana í dag.  Mér finnst þetta svo skemmtilegt.  Ég bankaði uppá í nokkrum húsum og skoðaði garða þess á milli.  Víða eru svo gríðarlega fallegir garðar sem maður sér sjaldan. Því er þetta einstakt tækifæri sem gefst til að skoða sig um í bænum. Við eigum eftir að bera út allavega tvisvar í viðbót svo þetta er ágætis líkamsrækt :-)14. maí 2014

Haraldur Fróði i heimsókn í vinnunni  hjá ömmu :-)


Fallegi ömmudrengurinn minn kíkir einstaka sinnum á ömmu sína í vinnunni.  Honum eins og öðrum börnum finnst ísinn minn langflottastur.  Hann fylgdi mér frá Kjörís - svona rétt til að minna á upprunann :-)

Annars var fundarboð síðasta bæjarstjórnarfundar kjörtímabilsins sent út í dag.  Þykkt og mikið en samt ákváðum við að geyma nokkur erindi þar til ný bæjarstjórn hefur verið kjörin þar sem ekki þykir rétt að vera með miklar stefnumarkandi ákvarðanir til lengri tíma á þessum tímapunkti. 

Átti einstaklega góðan fund með stjórnendum leikskólanna þar sem við fórum yfir inntöku nýrra barna í haust.  Nú er ljóst að öll börn sem orðin verða 18 mánaða í haust komast inná leikskóla eins og stefnan hefur verið undanfarin ár. Haft verður samband við foreldra þeirra fljótlega.  Nái D-listinn meirihluta aftur mun aftur á móti þegar í haust hefjast vinna við að skoða möguleikana á því að börn frá 12 mánaða aldri komist á leikskóla. Það verður mikill munur fyrir marga. 

Við Ari fórum yfir ýmis mál og meðal annars nýjar útfærslur á hraðahindrunum bæjarins en þessar mjóu og ódýru sem mögulegt var að setja niður án þess að það þyrfti aukafjárveitingu til eru auðvitað ansi harkalegar.  Þær má finna mjög víða í öðrum sveitarfélögum enda við ekki þau einu sem reynum að bregðast við óskum íbúa um lækkun umferðarhraða.  Slíkt hefur verið hávær krafa hjá mörgum.  Hellulagðar hraðahindranir eru aftur á móti svo dýrar að þær verður seint hægt að nota jafn víða og hinar enda munurinn margfaldur í kostnaði. Okkur hafa aftur á móti boðist breiðari hraðahindranir úr öðru efni svo nú ætlum við að kanna hvernig þær koma til með að virka.

Í kvöld var lokahóf sundleikfimi hópsins haldið á Varmá veitingastað.  Yndislega góður matur - greinilegt að nýji kokkurinn kann sitt fag. 
Mæli með heimsókn að Varmá !
 11. maí 2014

Undanfarið virðast fjölmiðlar hafa tekið sérstöku ástfóstri við okkur hér í Hveragerði og er ég því búin að fara í dágóðan slatta af viðtölum um bæði bæjarfélagið og um  kosningarnar framundan.  Einnig hefur vinna okkar bæjarfulltrúanna undanfarin fjölmörg ár vegna virkjana hér fyrir ofan okkur orðið tilefni til nokkurra frétta.  Einnig um lífsnauðsynlegar úrbætur á veginum milli Hveragerðis og Selfoss og núna síðast um vinnubrögðin við úthlutun hjúkrunarrýma sem við Árnesingar erum ekki par ánægð með.   Allt er þetta afar mikilvægt þegar kemur að því að vinna málum okkar brautargengi. Ekki síður er þó mikilvæg sú vinna sem fram fer utan fjölmiðla sem er miklu miklu meiri og oft á tíðum mun gagnlegri.

Hér er hlekkur á viðtal þar sem ég spjalla við Björn Bjarnason á ÍNN.  Byrjar ca. á 12 mínútu.  Þarna heyrist nokkuð greinilega að bæjarstjórinn er að kvefast all illilega :-)

Hér er hlekkur á viðtal í fréttum Stöðvar 2 um hjúkrunarrými í Árnessýslu.

Hér er frétt af viðbrögðum bæjarráðs vegna beiðni OR um undanþágu frá reglugerð.


5. maí 2014

Helgin var ansi öflug svo ekki sé meira sagt.  Kjördæmisþing Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi var haldið á Selfossi eftir hádegi á laugardag.  Þar var kosið í embætti og var Friðrik Sigurbjörnsson, okkar maður hér í Hveragerði kosinn í miðstjórn flokksins.  Þar sitjum við þá tveir  Hvergerðingar, því ég á þar sæti sem formaður sveitarstjórnarráðs. Við vorum nokkur sem vorum fengin til að sitja fyrir svörum í pallborði í lokin og var gaman að sjá þarna öflugt nýtt fólk til dæmis í Skaftárhreppi og Grindavík.   Eftir þingið var öllum boðið að skoða flugsafnið hans Einars í Set en hann hefur sett upp fantaflotta sýningu á ýmsum gripum og ljósmyndum í skemmu á flugvellinum á Selfossi.  Virkilega gaman að sjá safnið hjá honum.   Rétt náði heim til að leggja lokahönd á undirbúning fyrir fordrykkjar hófið hans Lárusar en hingað komu örugglega um 70 karlar sem voru á leið á herrakvöldið.  Þetta er alltaf afar skemmtilegt en í þessu hófi f´æ ég að skenka í glös og taka til.  Það er nú ekki leiðinlegt  :-)

Haraldur Fróði fékk að gista hjá ömmu og hann sá til þess að hún svæfi ekki út.  En annars fór allur sunnudagurinn í það að bera út stefnuskrána.  Við Ingibjörg og Jakob vorum saman um allt svæðið fyrir neðan Breiðumörk.  Þetta var yndislegur dagur, veðrið náttúrulega stórkostlegt og okkur var víðast hvar vel tekið.  Úrvinda skreið ég samt heim eftir um 6 klukkustunda labb.  

Síðdegis í dag mánudag fór ég líka í Valsheiði, Smyrlaheiði, Birkimörk og Arnarheiði með Tolla, það var nú ekki síður gaman, því hvað er skemmtilegra en að hitta ánægða íbúa Hveragerðsbæjar...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • 1.5.2021 - 1.6.2021
 • 1.6.2021 - 1.7.2021
 • 1.7.2021 - 1.8.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet