19. maí 2014
Kosningabaráttan er komin á fullan skrið og allur hópurinn er á fullu við að tala við fólk, skrifa greinar, bera út blöð og spjalla við gesti kosningaskrifstofunnar. Það hefur myndast ótrúlega góð stemning og allir eru á fullu, staðráðnir í því að ná góðum árangri. Nú eru tæpar 2 vikur í kosningar og mikilvægt að nýta tímann vel. Okkur heyrist að margir verði á faraldsfæti á kosningadaginn en það er afar mikilvægt að þeir íbúar muni eftir að kjósa áður en lagt er af stað. Ef einhver er í vafa með utankjörfundaratkvæðagreiðsluna þá endilega hafið samband...
Ég bar út í Kambahraunið í gær og Laufskógana í dag. Mér finnst þetta svo skemmtilegt. Ég bankaði uppá í nokkrum húsum og skoðaði garða þess á milli. Víða eru svo gríðarlega fallegir garðar sem maður sér sjaldan. Því er þetta einstakt tækifæri sem gefst til að skoða sig um í bænum. Við eigum eftir að bera út allavega tvisvar í viðbót svo þetta er ágætis líkamsrækt :-)
Comments:
Skrifa ummæli