14. maí 2014
Haraldur Fróði i heimsókn í vinnunni hjá ömmu :-)
Fallegi ömmudrengurinn minn kíkir einstaka sinnum á ömmu sína í vinnunni. Honum eins og öðrum börnum finnst ísinn minn langflottastur. Hann fylgdi mér frá Kjörís - svona rétt til að minna á upprunann :-)
Annars var fundarboð síðasta bæjarstjórnarfundar kjörtímabilsins sent út í dag. Þykkt og mikið en samt ákváðum við að geyma nokkur erindi þar til ný bæjarstjórn hefur verið kjörin þar sem ekki þykir rétt að vera með miklar stefnumarkandi ákvarðanir til lengri tíma á þessum tímapunkti.
Átti einstaklega góðan fund með stjórnendum leikskólanna þar sem við fórum yfir inntöku nýrra barna í haust. Nú er ljóst að öll börn sem orðin verða 18 mánaða í haust komast inná leikskóla eins og stefnan hefur verið undanfarin ár. Haft verður samband við foreldra þeirra fljótlega. Nái D-listinn meirihluta aftur mun aftur á móti þegar í haust hefjast vinna við að skoða möguleikana á því að börn frá 12 mánaða aldri komist á leikskóla. Það verður mikill munur fyrir marga.
Við Ari fórum yfir ýmis mál og meðal annars nýjar útfærslur á hraðahindrunum bæjarins en þessar mjóu og ódýru sem mögulegt var að setja niður án þess að það þyrfti aukafjárveitingu til eru auðvitað ansi harkalegar. Þær má finna mjög víða í öðrum sveitarfélögum enda við ekki þau einu sem reynum að bregðast við óskum íbúa um lækkun umferðarhraða. Slíkt hefur verið hávær krafa hjá mörgum. Hellulagðar hraðahindranir eru aftur á móti svo dýrar að þær verður seint hægt að nota jafn víða og hinar enda munurinn margfaldur í kostnaði. Okkur hafa aftur á móti boðist breiðari hraðahindranir úr öðru efni svo nú ætlum við að kanna hvernig þær koma til með að virka.
Í kvöld var lokahóf sundleikfimi hópsins haldið á Varmá veitingastað. Yndislega góður matur - greinilegt að nýji kokkurinn kann sitt fag.
Mæli með heimsókn að Varmá !
Comments:
Skrifa ummæli