22. maí 2014
Endasprettur kosningabaráttunnar er hafinn. Byrjuðum að fara á vinnustaðafundi í dag. Skiptum hópnum í tvennt og náðum að heimsækja marga staði. Ég fór á Heilsustofnun og hitti þar fjölmarga . Það er svo gaman að ræða við allt þetta góða fólk því allir eru svo jákvæðir gagnvart því sem gert hefur verið. Leit við í vinnunni svona öðru hverju þrátt fyrir að vera í sumarfríi. Það borgar sig alls ekki að láta tölvupóstinn hlaðast upp, það tekur óratíma að pæla í gegnum hann ef að það gerist. Skrifaði nokkrar greinar og las yfir aðrar. Síðdegis var síðan söngæfing framboðsins fyrir Vorfagnaðinn um næstu helgi. Það þarf að huga að búningum, danssporum og propsi svo það er að mörgu að hyggja. Í kvöld var heilmikill gestagangur á kosningaskrifstofunni. Þannig á það líka að vera. Það er klárlega að færast líf í leikinn enda ekki seinna vænna. Nú erum við farin að auglýsa konukvöldið á fullu. Það vill enginn missa af þessari skemmtun, ég get lofað ykkur því :-)
Verð að fá að sýna ykkur svo ofur fallega mynd sem hún Nína Margrét Pálmadóttir tók í dag af Varmá og Reykjafossi. Hverjir eiga svona fallegan miðbæ aðrir en Hvergerðingar? Held að þeir geti ekki verið margir :-)
Verð að fá að sýna ykkur svo ofur fallega mynd sem hún Nína Margrét Pálmadóttir tók í dag af Varmá og Reykjafossi. Hverjir eiga svona fallegan miðbæ aðrir en Hvergerðingar? Held að þeir geti ekki verið margir :-)
Comments:
Skrifa ummæli