<$BlogRSDUrl$>

28. ágúst 2012

Afar gagnlegur dagur að baki en stjórn Sorpstöðvar Suðurlands fundaði í morgun og í kjölfarið var farið í vettvangsferð um Suðurland þar sem
segja má að ferli sláturúrgangs hafi verið fylgt frá upphafi til enda. Fórum í Sláturhúsið á Hellu þar sem Þorgils Torfi tók á móti hópnum og sýndi okkur starfsemina. Flott fyrirtæki og afurðirnar til hreinustu fyrirmyndar.

Skoðuðum einnig Orkugerðina sem framleiðir kjötmjöl í Flóahreppi. Við megum vera stoltir af þessu fyrirtæki Sunnlendingar sem þarna framleiðir gæðaáburð og knýr vélarnar með fitunni sem verður til í framleiðsluferlinu.

Heimsóttum síðan urðunarstaðinn að Strönd en þar er úrgangur frá sláturhúsum á svæðinu urðaður ásamt dýrahræjum sem til falla.

Eftir þetta var brunað á fjallatrukknum hans Gunna Egils uppí Þjórsárdal þar sem árangur af uppgræðslu með kjötmjöli á vegum Skógræktar ríkisins var skoðaður. Þar tók á móti okkur Jóhannes Sigurðsson, aðstoðarskógarvörður. Hann er sannfærður um að kjötmjölið er afbragðs áburður enda eru þau svæði sem það hefur verið borið á iðagræn í dag. Þjórsárdalur er reyndar meira og minna allur að verða iðagrænn enda virðist uppgræðsla þar hafa borið ríkan ávöxt. Á myndunum má sjá kafagras á "söndunum" í Þjórsárdal, árangur síðasta áratugar eða svo!

Síðasta myndin sýnir svæði þar sem kjötmöl var borið á í fyrra. Strax fer gróður að taka við sér og nýtir sér áburðinn lengur heldur en hann myndi gera með tilbúnum áburði. Held að við ættum að skoða notkunarmöguleika kjötmjölsins vel því það er greinilegt að þarna gefst möguleiki á að nýta til uppgræðslu, skógræktar og á opin svæði einn albesta árburð sem fáanlegur er.
Með því að smella á myndirnar má stækka þær !






27. ágúst 2012

Stjórnendafundur í morgun þar sem aðalfundarefnið var nýja starfsmannastefnan sem verið er að leggja lokahönd á. Það er alltaf jákvætt að hitta stjórnendur bæjarins en þar er hvert sæti afar vel skipað.

Fundur fyrir hádegi með aðilum sem hafa hug á að auðga flóru okkar Hvergerðinga hvað líkamsrækt varðar, spennandi mál þar á ferð.

Eftir hádegi var nokkuð langur fundur með þeim aðilum sem koma að rekstri Hamarshallarinnar en nú hefur Steinar Hilmarsson tekið til starfa en hann er auðvitað ekki í vinnu alla tíma dagsins allt árið um kring og því er hópurinn nokkuð stór sem þarf að læra á húsið og rekstur þess. Góður fundur enda einstakir starfsmenn hér á ferð.

Eftir Hamarshallar fundinn fórum við Steinar inní Dal til að skoða verkefni í skógrækt og umhirðu í kringum Hamarshöllina hittum þar Guðrúnu Rósu og áttum þarna góðan fund og gagnlegan. Ég hef þá skoðun að það skipti mestu að koma trjáplöntum í jörðina svo þær geti farið að vaxa, ef það gerist ekki þá vaxa þær ekki á þeim stað. Nokkuð einfalt, finnst mér ! Ef okkur hefði til dæmis borið gæfa til að planta í kringum Grýluvöll árið 1986 þegar hann var vígður þá sætum við nú í skjóli trjáa í áhorfendabrekkunni. En það er þó aldrei of seint að byrja á þessu og því þurfum við að planta meiru núna þegar viðjan er orðin svona státin á þessum stað.

Mér til mikillar ánægju sá ég að Nenni og Hannes Pétur voru að setja niður hraðahindranir við Varmá. Það er því miður nauðsynlegt að grípa til þessara aðgerða þar sem ökumenn eiga það til að aka alltof greitt á þessum stað. Þetta eru ekki skemmtilegustu hraðahindranirnar í heimi EN gera svo sannarlega sitt gagn!
------------------
Eldhúsið er fullt af sveppum sem þar liggja til þerris eftir týnslu helgarinnar. Krækiber orðin að saft og bláberin komin í frost. Svo sannarlega búsældarlegt um að litast á Heiðmörkinni eins og svo víða núna í haust :-)
------------
Miðsonurinn staulaðist á hækjum útí bíl í morgun áleiðis á Laugarvatn þar sem nám í ÍKÍ er að hefjast. Ótrúlega óheppinn en hann sneri sig svo ansi illa á æfingu í síðustu viku. Það fer lítið fyrir þrekprófum og liðleikaæfingum í dag eins og stundaskráin segir til um.

24. ágúst 2012

Engir fundir í dag og lítil traffík á skrifstofunni. Góður dagur fyrir heilaleikfimi og því fór dagurinn að mestu í að vinna að stefnumörkun í tveimur málaflokkum sem væntanlega verður tilbúið fyrir næsta fund bæjarstjórnar í september.
Svona rólegir dagar eru einstaklega góðir í þessi störf.

Berjaferð frestað vegna úrhellis, aftur ! En kvöldmatur í góðum félagsskap er ljúfur endir á góðum degi.


Hér eru myndir sem Guðmundur Þór Guðjónsson tók á Ísdegi Kjörís. Mamma er svo fín á einni. Ég er ánægð með myndina af mér og frænda og við systkinin eru svona líka sallafín og ánægð með daginn.







23. ágúst 2012

Rigningin í gær reyndist ótrúlega mikil og tjón varð á nokkrum stöðum að sögn Kristins hjá VÍS. Vonandi fer þetta ekki að verða algengur viðburður því regnvatnslagnir eru ekki hannaðar fyrir þessi ósköp.

Ræddi við fulltrúa Íbúðalánasjóðs um tómar íbúðir í eigu sjóðsihns hér í Hveragerði en hér eru nú þónokkrar íbúðir sem þannig er ástatt um. Nokkur fjölbýlishús í miðbænum standa nú auð þrátt fyrir mikinn skort á leiguhúsnæði. Þar stendur til að lagfæra húsin að einhverju leyti og koma íbúðunum síðan í leigu eða sölu.

Ásthildur Elva Bernhardsdóttir leit hér við og kynnti verkefni sem hún vinnur að um forvarnir vegna jarðskjálfta. Hún mun senda bæjarráði erindi og kynna verkefnið og aðkomu bæjarins betur. Mjög spennandi en forvarnir vegna jarðskjálfta er eitthvað sem við þurfum sífellt að huga að því réttur frágangur og meðvitund um hættuna getur skipt sköpum.

Í morgun var viðtal við betri helminginn í "Ísland í býtið". Lárus minn er orðinn landsfrægur vegna götusópunar áráttunnar. Það finnst okkur báðum mjög skondið!

En hér má hlusta á viðtalið við Lárus.
------
Var að frétta af þýskum hjónum sem reglulega lesa bloggið mitt með hjálp google translate. Það finnst mér alveg ótrúlega skemmtilegt. Því sendi ég þeim hér með kveðju: Schöne grüsse an Anneli und Hans Werner. Ich finde es ganz toll das ihr meine blog interessiert findet. Schöne grüsse von Bjarni Rúnar, bis nächstes mal.

22. ágúst 2012

Fundur í Kjaramálanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag þar sem rætt var um stöðu viðræðna í kjarasamningagerð og ennfremur hvernig vinnunni sem samþykkt var af aðilum að færi fram eftir síðustu kjarasamningagerð vindur fram. Þar ræddum við einna lengst um vinnutímaskilgreiningu bæði grunnskólakennara og tónlistarkennara en mjög mörgum finnst brýnt að þarna verði gerðar breytingar í átt að því sem almennt gerist á vinnumarkaðnum. Um það er fjöldi kennara og sveitarstjórnarmanna sammála enda gæti slík breyting bæði bætt vinnuumhverfi og kjör þessara stétta.

Átti gott samtal við Benedikt hjá Jarðskjálftamiðstöðinni á Selfossi en við heyrumst alltaf öðru hverju og hann upplýsir mig um það sem þeir eru að fást við og snertir Hveragerði. Það er afar gagnlegt.

Las yfir grein þar sem vitnað er í mig vegna Hellisheiðarvirkjunar, þar er ég ansi harðorð en ég held að það sé innistæða fyrir því.

Hér rigndi lygilega áðan og það olli flóðum á nokkrum stöðum þegar flæddi uppúr niðurföllum. Margir halda að þetta sé skólp en undantekningalítið er búið að aðgreina skólp og regnvatn hér í bæ og í dag annaði regnvatnslögnin þessum ósköpum og því fór sem fór. Þetta er í annað skiptið á örfáum dögum sem að rignir þannig að manni ofbýður gjörsamlega, veðráttan er klárlega orðin eitthvað skrýtin :-)

Hér er linkur á skemmtilegan þátt sem gerður var 1950. Þónokkur innslög þarna frá Hveragerði og meðal annars má sjá Ingimar í Fagrahvammi klippa rósir og beljur á beit við sundlaugina Laugaskarði. Endilega kíkið á þetta.
-----------------
Síðan mega áhugasamir endilega hafa samband vilji þeir taka þátt í Útsvarpi RÚV fyrir hönd Hvergerðinga, vantar tvo í liðið !




21. ágúst 2012

Góð helgi, Blómstrandi daga, að baki. Rjómablíða á laugardeginum gerði upplifun gesta og bæjarbúa einstaka og verður almættinu seint fullþakkað fyrir góðvild sína þann daginn. Allar myndirnar sem ég tók þessa helgi eru komnar á facebook síðu Hveragerðisbæjar sem ég vil hvetja ykkur til að "líka við" svo að þið sjáið tilkynningar og myndir sem þar verða birtar. Viljum endilega hafa sem allra besta upplýsingagjöf til þeirra sem áhuga hafa á slíku og facebook síðan er liður í því. Verst að þetta er allt saman svo ansi tímafrekt en góð aðstoð fékkst í facebook´ið sem var afar vel þegin!

Vígsluhátíð Hamarshallar tókst afar vel og var gaman að sjá ánægjuna og gleðina yfir mannvirkinu sem skein af hverju andliti. Ég get ekki heyrt annað en að mikill meirihluti bæjarbúa sé ánægður með framkvæmdina en auðvitað heyrast enn einhverjar efasemdar raddir, áttum ekki von á öðru!
--------------------------------

Nú er svo langt síðan síðast að ekki verður reynt að týna til nokkuð af því sem í millitíðinni hefur gerst. Gott sumar er að renna sitt skeið og haustið er svona örlitið farið að láta á sér kræla. Sveppatíminn er í algleymingi og annar eins hellingur af berjum hefur ekki lengi sést hér sunnan heiða. Húsmæður illa haldnar af kreppusótt sulta, frysta, merja og pressa sem aldrei fyrr og allar kyrnur að verða fullar af hollustu úr íslenskri náttúru, það er líka fátt yndislegra :-)
Sonurinn, sá yngsti, var skilinn eftir á Laugarvatni í gær. Hann ætlar að spreyta sig við ML í vetur. Nýnemum var tekið með kostum og kynjum og greinilegt er að mikið ævintýri er í vændum fyrir þetta unga fólk á þessum fallega stað. Á myndinni erum við Þorbjörg með vinunum og herbergisfélögunum Magnúsi Baldvin og ALberti, þeim fannst þessi myndataka ekki mjög fyndin ;-)
------------------------------

Fundur í Héraðsráði Árnesinga á Borg í Grímsnesi í dag, aðalumfjöllunarefnið var nýjar samþykktir, Minjasafnið á Gröf og haustfundur Héraðsnefndar sem við ákváðum að yrði á Eyrarbakki svo nefndarmönnum gæfist færi á að skoða Húsið og Kirkjubæ hinn nýkeypta.

Átti fundi í dag með aðilum sem lýst vel á að staðsetja hér markað. Það verður spennandi að sjá hvað verður úr því. Ung stúlka kom í heimsókn að ræða málefni Tónlistarskólans, það var skorinort erindi sem hún ætlar að fylgja betur eftir. Simmi á Sunnlenska kom og tók viðtal við mig uppí Hamarshöll fyrir Sunnlenska.

Enn nóg eftir af deginum og skriðsundsnámskeið á eftir....

Má til að leyfa ykkur að sjá þessa skondnu frétt af vefnum dfs.is. Hann Lárus minn er nú ekki alveg í lagi ;-)
EN mikið svakalega er Glæsigatan flott!

15. ágúst 2012

Hveragerði 

Hveragerði

2. ágúst 2012

Hingað voru sendar fyrirspurnir frá íbúa í höfuðborginni sem vildi fá upplýsingar um hin ýmsu málefni bæjarfélagsins. Ein af spurningunum var um atvinnuleysi hér í bæ og fékk ég því eftirfarandi sent frá Vinnumálastofnun:

Í desember 2010 voru 112 skráðir atvinnulausir eða 73 karlar og 39 konur.
Í janúar 2012 voru 91 skráður atvinnulaus í hveragerði, 64 karlar og 27 konur.
Í dag 1. ágúst eru 50 skráðir atvinnulausir í Hveragerði, 17 konur og 33 karlar.

Er hér um 55% minnkun atvinnuleysis að ræða og hlýtur slíkur munur að vera eftirtektarverður.

1. ágúst 2012

Hitti í morgun Eyþór, forseta bæjarstjórnar sem einnig er formaður Skógræktarfélags Hveragerði og Guðrúnu Rósu yfirmann garðyrkju í sumar og ræddum við möguleika á útplöntun í kringum Hamarshöllina. Þar eru á skipulagi stór trjábelti og nú er í pípunum að gróðursetja þetta að einverju leyti í haust. Mikilvægt er að koma þessu niður hið fyrsta því það tekur tíma að koma upp skjólbeltum. Fótboltavöllurinn inní Dal, Grýluvöllur var vígður 19. júní 1986. Ef að þá strax hefði verið plantað í kringum völlinn hefðum við setið þar í kvöld í skjóli í sólinni í skógarþykkni. En þar sem það var ekki gert þá var ég að krókna úr kulda í norðan gjólunni en það sem gladdi var sætur sigur Hamarsmanna á Aftureldinu 4-0. Glæsilegt hjá strákunum !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet