28. ágúst 2012
Afar gagnlegur dagur að baki en stjórn Sorpstöðvar Suðurlands fundaði í morgun og í kjölfarið var farið í vettvangsferð um Suðurland þar sem
segja má að ferli sláturúrgangs hafi verið fylgt frá upphafi til enda. Fórum í Sláturhúsið á Hellu þar sem Þorgils Torfi tók á móti hópnum og sýndi okkur starfsemina. Flott fyrirtæki og afurðirnar til hreinustu fyrirmyndar.
Skoðuðum einnig Orkugerðina sem framleiðir kjötmjöl í Flóahreppi. Við megum vera stoltir af þessu fyrirtæki Sunnlendingar sem þarna framleiðir gæðaáburð og knýr vélarnar með fitunni sem verður til í framleiðsluferlinu.
Heimsóttum síðan urðunarstaðinn að Strönd en þar er úrgangur frá sláturhúsum á svæðinu urðaður ásamt dýrahræjum sem til falla.
Eftir þetta var brunað á fjallatrukknum hans Gunna Egils uppí Þjórsárdal þar sem árangur af uppgræðslu með kjötmjöli á vegum Skógræktar ríkisins var skoðaður. Þar tók á móti okkur Jóhannes Sigurðsson, aðstoðarskógarvörður. Hann er sannfærður um að kjötmjölið er afbragðs áburður enda eru þau svæði sem það hefur verið borið á iðagræn í dag. Þjórsárdalur er reyndar meira og minna allur að verða iðagrænn enda virðist uppgræðsla þar hafa borið ríkan ávöxt. Á myndunum má sjá kafagras á "söndunum" í Þjórsárdal, árangur síðasta áratugar eða svo!
Síðasta myndin sýnir svæði þar sem kjötmöl var borið á í fyrra. Strax fer gróður að taka við sér og nýtir sér áburðinn lengur heldur en hann myndi gera með tilbúnum áburði. Held að við ættum að skoða notkunarmöguleika kjötmjölsins vel því það er greinilegt að þarna gefst möguleiki á að nýta til uppgræðslu, skógræktar og á opin svæði einn albesta árburð sem fáanlegur er.Með því að smella á myndirnar má stækka þær !
segja má að ferli sláturúrgangs hafi verið fylgt frá upphafi til enda. Fórum í Sláturhúsið á Hellu þar sem Þorgils Torfi tók á móti hópnum og sýndi okkur starfsemina. Flott fyrirtæki og afurðirnar til hreinustu fyrirmyndar.
Skoðuðum einnig Orkugerðina sem framleiðir kjötmjöl í Flóahreppi. Við megum vera stoltir af þessu fyrirtæki Sunnlendingar sem þarna framleiðir gæðaáburð og knýr vélarnar með fitunni sem verður til í framleiðsluferlinu.
Heimsóttum síðan urðunarstaðinn að Strönd en þar er úrgangur frá sláturhúsum á svæðinu urðaður ásamt dýrahræjum sem til falla.
Eftir þetta var brunað á fjallatrukknum hans Gunna Egils uppí Þjórsárdal þar sem árangur af uppgræðslu með kjötmjöli á vegum Skógræktar ríkisins var skoðaður. Þar tók á móti okkur Jóhannes Sigurðsson, aðstoðarskógarvörður. Hann er sannfærður um að kjötmjölið er afbragðs áburður enda eru þau svæði sem það hefur verið borið á iðagræn í dag. Þjórsárdalur er reyndar meira og minna allur að verða iðagrænn enda virðist uppgræðsla þar hafa borið ríkan ávöxt. Á myndunum má sjá kafagras á "söndunum" í Þjórsárdal, árangur síðasta áratugar eða svo!
Síðasta myndin sýnir svæði þar sem kjötmöl var borið á í fyrra. Strax fer gróður að taka við sér og nýtir sér áburðinn lengur heldur en hann myndi gera með tilbúnum áburði. Held að við ættum að skoða notkunarmöguleika kjötmjölsins vel því það er greinilegt að þarna gefst möguleiki á að nýta til uppgræðslu, skógræktar og á opin svæði einn albesta árburð sem fáanlegur er.Með því að smella á myndirnar má stækka þær !
Comments:
Skrifa ummæli