23. ágúst 2012
Rigningin í gær reyndist ótrúlega mikil og tjón varð á nokkrum stöðum að sögn Kristins hjá VÍS. Vonandi fer þetta ekki að verða algengur viðburður því regnvatnslagnir eru ekki hannaðar fyrir þessi ósköp.
Ræddi við fulltrúa Íbúðalánasjóðs um tómar íbúðir í eigu sjóðsihns hér í Hveragerði en hér eru nú þónokkrar íbúðir sem þannig er ástatt um. Nokkur fjölbýlishús í miðbænum standa nú auð þrátt fyrir mikinn skort á leiguhúsnæði. Þar stendur til að lagfæra húsin að einhverju leyti og koma íbúðunum síðan í leigu eða sölu.
Ásthildur Elva Bernhardsdóttir leit hér við og kynnti verkefni sem hún vinnur að um forvarnir vegna jarðskjálfta. Hún mun senda bæjarráði erindi og kynna verkefnið og aðkomu bæjarins betur. Mjög spennandi en forvarnir vegna jarðskjálfta er eitthvað sem við þurfum sífellt að huga að því réttur frágangur og meðvitund um hættuna getur skipt sköpum.
Í morgun var viðtal við betri helminginn í "Ísland í býtið". Lárus minn er orðinn landsfrægur vegna götusópunar áráttunnar. Það finnst okkur báðum mjög skondið!
En hér má hlusta á viðtalið við Lárus.
------
Var að frétta af þýskum hjónum sem reglulega lesa bloggið mitt með hjálp google translate. Það finnst mér alveg ótrúlega skemmtilegt. Því sendi ég þeim hér með kveðju: Schöne grüsse an Anneli und Hans Werner. Ich finde es ganz toll das ihr meine blog interessiert findet. Schöne grüsse von Bjarni Rúnar, bis nächstes mal.
Ræddi við fulltrúa Íbúðalánasjóðs um tómar íbúðir í eigu sjóðsihns hér í Hveragerði en hér eru nú þónokkrar íbúðir sem þannig er ástatt um. Nokkur fjölbýlishús í miðbænum standa nú auð þrátt fyrir mikinn skort á leiguhúsnæði. Þar stendur til að lagfæra húsin að einhverju leyti og koma íbúðunum síðan í leigu eða sölu.
Ásthildur Elva Bernhardsdóttir leit hér við og kynnti verkefni sem hún vinnur að um forvarnir vegna jarðskjálfta. Hún mun senda bæjarráði erindi og kynna verkefnið og aðkomu bæjarins betur. Mjög spennandi en forvarnir vegna jarðskjálfta er eitthvað sem við þurfum sífellt að huga að því réttur frágangur og meðvitund um hættuna getur skipt sköpum.
Í morgun var viðtal við betri helminginn í "Ísland í býtið". Lárus minn er orðinn landsfrægur vegna götusópunar áráttunnar. Það finnst okkur báðum mjög skondið!
En hér má hlusta á viðtalið við Lárus.
------
Var að frétta af þýskum hjónum sem reglulega lesa bloggið mitt með hjálp google translate. Það finnst mér alveg ótrúlega skemmtilegt. Því sendi ég þeim hér með kveðju: Schöne grüsse an Anneli und Hans Werner. Ich finde es ganz toll das ihr meine blog interessiert findet. Schöne grüsse von Bjarni Rúnar, bis nächstes mal.
Comments:
Skrifa ummæli