22. ágúst 2012
Fundur í Kjaramálanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag þar sem rætt var um stöðu viðræðna í kjarasamningagerð og ennfremur hvernig vinnunni sem samþykkt var af aðilum að færi fram eftir síðustu kjarasamningagerð vindur fram. Þar ræddum við einna lengst um vinnutímaskilgreiningu bæði grunnskólakennara og tónlistarkennara en mjög mörgum finnst brýnt að þarna verði gerðar breytingar í átt að því sem almennt gerist á vinnumarkaðnum. Um það er fjöldi kennara og sveitarstjórnarmanna sammála enda gæti slík breyting bæði bætt vinnuumhverfi og kjör þessara stétta.
Átti gott samtal við Benedikt hjá Jarðskjálftamiðstöðinni á Selfossi en við heyrumst alltaf öðru hverju og hann upplýsir mig um það sem þeir eru að fást við og snertir Hveragerði. Það er afar gagnlegt.
Las yfir grein þar sem vitnað er í mig vegna Hellisheiðarvirkjunar, þar er ég ansi harðorð en ég held að það sé innistæða fyrir því.
Hér rigndi lygilega áðan og það olli flóðum á nokkrum stöðum þegar flæddi uppúr niðurföllum. Margir halda að þetta sé skólp en undantekningalítið er búið að aðgreina skólp og regnvatn hér í bæ og í dag annaði regnvatnslögnin þessum ósköpum og því fór sem fór. Þetta er í annað skiptið á örfáum dögum sem að rignir þannig að manni ofbýður gjörsamlega, veðráttan er klárlega orðin eitthvað skrýtin :-)
Hér er linkur á skemmtilegan þátt sem gerður var 1950. Þónokkur innslög þarna frá Hveragerði og meðal annars má sjá Ingimar í Fagrahvammi klippa rósir og beljur á beit við sundlaugina Laugaskarði. Endilega kíkið á þetta.
-----------------
Síðan mega áhugasamir endilega hafa samband vilji þeir taka þátt í Útsvarpi RÚV fyrir hönd Hvergerðinga, vantar tvo í liðið !
Átti gott samtal við Benedikt hjá Jarðskjálftamiðstöðinni á Selfossi en við heyrumst alltaf öðru hverju og hann upplýsir mig um það sem þeir eru að fást við og snertir Hveragerði. Það er afar gagnlegt.
Las yfir grein þar sem vitnað er í mig vegna Hellisheiðarvirkjunar, þar er ég ansi harðorð en ég held að það sé innistæða fyrir því.
Hér rigndi lygilega áðan og það olli flóðum á nokkrum stöðum þegar flæddi uppúr niðurföllum. Margir halda að þetta sé skólp en undantekningalítið er búið að aðgreina skólp og regnvatn hér í bæ og í dag annaði regnvatnslögnin þessum ósköpum og því fór sem fór. Þetta er í annað skiptið á örfáum dögum sem að rignir þannig að manni ofbýður gjörsamlega, veðráttan er klárlega orðin eitthvað skrýtin :-)
Hér er linkur á skemmtilegan þátt sem gerður var 1950. Þónokkur innslög þarna frá Hveragerði og meðal annars má sjá Ingimar í Fagrahvammi klippa rósir og beljur á beit við sundlaugina Laugaskarði. Endilega kíkið á þetta.
-----------------
Síðan mega áhugasamir endilega hafa samband vilji þeir taka þátt í Útsvarpi RÚV fyrir hönd Hvergerðinga, vantar tvo í liðið !
Comments:
Skrifa ummæli