1. ágúst 2012
Hitti í morgun Eyþór, forseta bæjarstjórnar sem einnig er formaður Skógræktarfélags Hveragerði og Guðrúnu Rósu yfirmann garðyrkju í sumar og ræddum við möguleika á útplöntun í kringum Hamarshöllina. Þar eru á skipulagi stór trjábelti og nú er í pípunum að gróðursetja þetta að einverju leyti í haust. Mikilvægt er að koma þessu niður hið fyrsta því það tekur tíma að koma upp skjólbeltum. Fótboltavöllurinn inní Dal, Grýluvöllur var vígður 19. júní 1986. Ef að þá strax hefði verið plantað í kringum völlinn hefðum við setið þar í kvöld í skjóli í sólinni í skógarþykkni. En þar sem það var ekki gert þá var ég að krókna úr kulda í norðan gjólunni en það sem gladdi var sætur sigur Hamarsmanna á Aftureldinu 4-0. Glæsilegt hjá strákunum !
Comments:
Skrifa ummæli