29. maí 2008
Hugurinn er heima ...
Vorum i London a leid til Svartfjallalands tegar vid fengum frettir af skjalftanum stora fljotlega eftir ad hann reid yfir og var okkur mjog brugdid. Eg hafdi thegar samband vid Olaf Helga syslumann, Gudmund Baldursson og Helgu Kristjans sem er stadgengill baejarstjora. I gegnum tau og fleiri vini og fjolskyldumedlimi hofum vid sidan fylgst med troun mala i dag. Okkur heyrist sem mikid tjon hafi ordid a munum og eigum folks og husum einhverra en tad er mikil Guds mildi ad ekki hafa ordid alvarleg slys a folki eftir tvi sem vid fregnum.
Morg heimili hafa ordid ansi illa uti heyrum vid og samkvaemt aettingjum er ljott um ad litast heima hja okkur. Allavega munum vid ekki eiga mikid heillegt af leirtaui, skrautmunum eda myndum tegar vid komum heim eftir sumarfriid sem byrjar med tessum oskopum. Sprungur eru i veggjum a nokkrum stodum ad tvi ad okkur skilst og mikid verk framundan vid ad koma ollu i samt lag.
Tad er erfitt ad vera annars stadar en heima tegar svona hamfarir verda og vid vildum helst vera i Hveragerdi nuna. En svona gerist tetta og eg efast ekki um ad mal eru i godum farvegi og godum hondum teirra fagadila sem vinna almannavarnastorf nuna.
Hugur okkar er heima hja ykkur ollum, bestu kvedjur fra Aldisi, Larusi og strakunum.
Vorum i London a leid til Svartfjallalands tegar vid fengum frettir af skjalftanum stora fljotlega eftir ad hann reid yfir og var okkur mjog brugdid. Eg hafdi thegar samband vid Olaf Helga syslumann, Gudmund Baldursson og Helgu Kristjans sem er stadgengill baejarstjora. I gegnum tau og fleiri vini og fjolskyldumedlimi hofum vid sidan fylgst med troun mala i dag. Okkur heyrist sem mikid tjon hafi ordid a munum og eigum folks og husum einhverra en tad er mikil Guds mildi ad ekki hafa ordid alvarleg slys a folki eftir tvi sem vid fregnum.
Morg heimili hafa ordid ansi illa uti heyrum vid og samkvaemt aettingjum er ljott um ad litast heima hja okkur. Allavega munum vid ekki eiga mikid heillegt af leirtaui, skrautmunum eda myndum tegar vid komum heim eftir sumarfriid sem byrjar med tessum oskopum. Sprungur eru i veggjum a nokkrum stodum ad tvi ad okkur skilst og mikid verk framundan vid ad koma ollu i samt lag.
Tad er erfitt ad vera annars stadar en heima tegar svona hamfarir verda og vid vildum helst vera i Hveragerdi nuna. En svona gerist tetta og eg efast ekki um ad mal eru i godum farvegi og godum hondum teirra fagadila sem vinna almannavarnastorf nuna.
Hugur okkar er heima hja ykkur ollum, bestu kvedjur fra Aldisi, Larusi og strakunum.
28. maí 2008
Af afmælum og færslu fríi...
Eigendur Gistiheimilisins Frumskóga fagna nú þeim merka áfanga að 25 ár eru liðin frá því að fyrsti viðskiptavinurinn mætti á staðinn. Í tilefni af því hafa þau hjón Morten og Kolbrún gefið út glæsilegan bækling um gistiheimilið en ekki síður um þá merku íbúa sem fyrr á árum bjuggu við þessa sömu götu, Skáldagötuna. Bæklingurinn er afar vandaður og í honum eru upplýsingar um skáldin, húsin, kveðskapinn og gistiheimilið.
Þetta er frábært framtak og til hreinnar fyrirmyndar hvernig staðið er að rekstri Gistiheimilisins við Frumskóga. Síðan er ekki nóg með að gefinn sé út þessi flotti bæklingur og honum dreift í öll hús heldur bjóða þau hjón öllum Hvergerðingum á þriggja daga golfnámskeið undir handleiðslu Ragnhildar Sigurðardóttur, Íslandsmeistara.
Virkilega skemmtilegt innleg í bæjarlífið enda heyrist mér að bæjarbúar kunni vel að meta þetta góða boð og skrái sig í stórum hópum á námskeiðið.
Innilega til hamingju með þessi tímamót og takk fyrir boðið og bæklinginn.
-------------------------
En nú er komið að fríi frá færslum á þessa síðu þar til um miðjan júní. Ég mun þó skrifa færslur á aðra síðu hér til hliðar á meðan, svo fremi auðvitað að ég komist í tölvu.
Fylgist því með kæru vinir ! ! !
Eigendur Gistiheimilisins Frumskóga fagna nú þeim merka áfanga að 25 ár eru liðin frá því að fyrsti viðskiptavinurinn mætti á staðinn. Í tilefni af því hafa þau hjón Morten og Kolbrún gefið út glæsilegan bækling um gistiheimilið en ekki síður um þá merku íbúa sem fyrr á árum bjuggu við þessa sömu götu, Skáldagötuna. Bæklingurinn er afar vandaður og í honum eru upplýsingar um skáldin, húsin, kveðskapinn og gistiheimilið.
Þetta er frábært framtak og til hreinnar fyrirmyndar hvernig staðið er að rekstri Gistiheimilisins við Frumskóga. Síðan er ekki nóg með að gefinn sé út þessi flotti bæklingur og honum dreift í öll hús heldur bjóða þau hjón öllum Hvergerðingum á þriggja daga golfnámskeið undir handleiðslu Ragnhildar Sigurðardóttur, Íslandsmeistara.
Virkilega skemmtilegt innleg í bæjarlífið enda heyrist mér að bæjarbúar kunni vel að meta þetta góða boð og skrái sig í stórum hópum á námskeiðið.
Innilega til hamingju með þessi tímamót og takk fyrir boðið og bæklinginn.
-------------------------
En nú er komið að fríi frá færslum á þessa síðu þar til um miðjan júní. Ég mun þó skrifa færslur á aðra síðu hér til hliðar á meðan, svo fremi auðvitað að ég komist í tölvu.
Fylgist því með kæru vinir ! ! !
26. maí 2008
Hafsteinn, hesthús og blaðamenn ...
Í dag á Hafsteinn Davíðsson afmæli, til hamingju með árin 14, kæri frændi!
-----------------------------
Annars hófst dagurinn á ágætum fundi mínum með stjórn félags hesthúsaeigenda hér í Hveragerði. Fórum við vítt og breitt yfir sviðið en hesthúsahverfi okkar Hvergerðinga er inní Dal og býr þar góðu sambýli með skógræktarfélaginu, golfurum, fótboltaáhugamönnum og öðru útivistarfólki. Það er ýmislegt sem mætti bæta þar og snúa þau atriði bæði að bænum og húseigendum. Í sameiningu er hægt að gera góða hluti og er fullur vilji til þess.
Annars er vegurinn þarna inneftir alveg óskaplega leiðinlegur, núna er hann til dæmis eitt þvottabretti og þó að hann sé heflaður þá endist það ekki lengi því miður. Miðað við sífellt aukna umferð þá verður auðvitað að bæta úr þessu frekar fyrr en seinna.
Dagurinn fór annars í að sinna hinum ýmsu verkefnum sem virðast fjölga sér stjórnlaust á borðinu suma daga. Alveg hætt að skilja þetta...
----------------------------
Síðdegis kom hingað blaðamaður frá Time magazine til að taka við mig viðtal um orkunýtingu og sjónarmið og reynslu Hveragerðinga af þeim málum og þá ekki síst með tilliti til athugasemda okkar varðandi Bitru. Hún mun ræða við ýmsa fleiri varðandi þetta mál svo það verður fróðlegt að sjá afraksturinn.
----------------------------
Meirihlutafundur samkvæmt venju í kvöld og farið yfir fjölmörg mál enda sumarfrí framundan bæði hjá einstökum bæjarstjórnarmönnum og bæjarstjórninni sjálfri.
Í dag á Hafsteinn Davíðsson afmæli, til hamingju með árin 14, kæri frændi!
-----------------------------
Annars hófst dagurinn á ágætum fundi mínum með stjórn félags hesthúsaeigenda hér í Hveragerði. Fórum við vítt og breitt yfir sviðið en hesthúsahverfi okkar Hvergerðinga er inní Dal og býr þar góðu sambýli með skógræktarfélaginu, golfurum, fótboltaáhugamönnum og öðru útivistarfólki. Það er ýmislegt sem mætti bæta þar og snúa þau atriði bæði að bænum og húseigendum. Í sameiningu er hægt að gera góða hluti og er fullur vilji til þess.
Annars er vegurinn þarna inneftir alveg óskaplega leiðinlegur, núna er hann til dæmis eitt þvottabretti og þó að hann sé heflaður þá endist það ekki lengi því miður. Miðað við sífellt aukna umferð þá verður auðvitað að bæta úr þessu frekar fyrr en seinna.
Dagurinn fór annars í að sinna hinum ýmsu verkefnum sem virðast fjölga sér stjórnlaust á borðinu suma daga. Alveg hætt að skilja þetta...
----------------------------
Síðdegis kom hingað blaðamaður frá Time magazine til að taka við mig viðtal um orkunýtingu og sjónarmið og reynslu Hveragerðinga af þeim málum og þá ekki síst með tilliti til athugasemda okkar varðandi Bitru. Hún mun ræða við ýmsa fleiri varðandi þetta mál svo það verður fróðlegt að sjá afraksturinn.
----------------------------
Meirihlutafundur samkvæmt venju í kvöld og farið yfir fjölmörg mál enda sumarfrí framundan bæði hjá einstökum bæjarstjórnarmönnum og bæjarstjórninni sjálfri.
Af Samorku, plöntum og plönum...
Fór til Akureyrar á fimmtudaginn á fund Samorku, Samtaka orkufyrirtækja á Íslandi. Afar velskipulagður fundur þar sem fjallað var um málefni hita-, raf-, vatns- og fráveitna frá hinum ýmsu hliðum. Hvergerðingar reka enn eigin fráveitu og vatnsveitu og því er nauðsynlegt að fylgjast vel með í þessum geira. Fundurinn var ekki síður góður vettvangur til skoðanaskipta á milli manna um hin ýmsu málefni og óneitanlega fór ekki hjá því að ákvörðun stjórnar OR og álit Skipulagsstofnunar væri áberandi í umræðunni.
Það er alltaf gaman að heimsækja Akureyri enda bærinn með þeim fallegri á landinu. Ég leit við hjá Hafsteini og Kristjáni á heimavistinni og drakk í mig andrúmsloftið sem ávallt er svipað sem betur fer. Árin í MA voru afar skemmtileg og þar eignaðist ég vini fyrir lífstíð.
Með hópi MA félaga fórum við síðan í lambaferð til Öddu og Eiríks í Gýgjarhólskoti í dag, sunnudag. Við héldum semsagt dag barnsins hátíðlegan með þessu bráðskemmtilega ferðalagi í sveitina
þar sem börnin voru í essinu sínu og ekki spillti nú fyrir að þau sáu lamb fæðast.
Á efri myndinni má sjá Óskar, Bjarka, Albert og Þórhildi bíða þolinmóð eftir lambi. En á þeirri neðri er stærstur hluti hópsins samankominn á hlaðinu hjá Öddu.
Strax og við komum heim fórum við á myndakvöld í heimsklúbbi Grundarsystra þar sem stór hópur fólks skemmti sér yfir myndum frá Istanbul og Marokkó og skipulagði næstu ferð sem mér heyrist að verði farin til Indlands.
----------------------------------
Í gær laugardag var útplöntunardagur hér í Hveragerði en um 40 manns mættu að Grýluvelli til að setja niður plöntur við völlinn. Settar voru niður um 1000 plöntur af hinum ýmsu tegundum og vonum við að þetta dafni allt vel. Það er oft ansi næðingssamt við völlinn og óneitanlega væri skjólbetra ef þarna væru limgerði og tré.
Eftir að útplöntun lauk fórum við að taka til í okkar eigin garði enda veitti ekki af eftir veturinn. Við erum óskaplega ánægð með nýja bílaplanið okkar enda sjá drengirnir nú fyrir sér að hægt sé að spila körfubolta með hægum leik á planinu og við foreldrarnir gleðjumst yfir því að losna við að möl og sandur berist inní hús eins og verið hefur frá því að við fluttum hingað fyrir 14 árum síðan. Gummi "Trölla" sá um framkvæmdina og var snöggur að. Eins og allir vita þá er það hægur vandi fyrir bæjarbúa að hafa samband við verktakana hér í bæjarfélaginu ef hugur manna stendur til þess að fá malbikuð hjá sér plönin. Götumyndin verður ólíkt snyrtilegri þegar gengið er frá plönum eins og maður getur séð í nýju hverfunum til dæmis.
----------------------
Evróvisjón fór ekki eins og við vonuðumst eftir og heldur var daufara yfir atkvæðagreiðslunni en við bjuggumst við. En Íslendingarnir voru flottir og stóðu sig afar vel. Þau ættu núna að troða upp í hverjum bæ í Danmörku, þar eigum við raunverulega vini ! ! !
---------------------------------
Í þættinum Krossgötur á Rás1 síðastliðinn laugardag var fjallað um Bitruvirkjun og tekin viðtöl við Björn Pálsson, þá sem þetta ritar, Ólaf Áka Ragnarsson og Eirík Hjálmarsson hjá OR. Góður þáttur og málefnalegur en hægt er að hlusta á hann hér.
---------------------------------
Kæru vinir, viljið þið gera mér þann greiða að minna mig á þessa mynd í hvert einasta skipti sem mér dettur til hugar að við fjölskyldan fáum okkur hund. Hér er Ögmundur að kemba vetrarfeldinn af hundinum í Gýgjarhólskoti !!!
Fór til Akureyrar á fimmtudaginn á fund Samorku, Samtaka orkufyrirtækja á Íslandi. Afar velskipulagður fundur þar sem fjallað var um málefni hita-, raf-, vatns- og fráveitna frá hinum ýmsu hliðum. Hvergerðingar reka enn eigin fráveitu og vatnsveitu og því er nauðsynlegt að fylgjast vel með í þessum geira. Fundurinn var ekki síður góður vettvangur til skoðanaskipta á milli manna um hin ýmsu málefni og óneitanlega fór ekki hjá því að ákvörðun stjórnar OR og álit Skipulagsstofnunar væri áberandi í umræðunni.
Það er alltaf gaman að heimsækja Akureyri enda bærinn með þeim fallegri á landinu. Ég leit við hjá Hafsteini og Kristjáni á heimavistinni og drakk í mig andrúmsloftið sem ávallt er svipað sem betur fer. Árin í MA voru afar skemmtileg og þar eignaðist ég vini fyrir lífstíð.
Með hópi MA félaga fórum við síðan í lambaferð til Öddu og Eiríks í Gýgjarhólskoti í dag, sunnudag. Við héldum semsagt dag barnsins hátíðlegan með þessu bráðskemmtilega ferðalagi í sveitina
þar sem börnin voru í essinu sínu og ekki spillti nú fyrir að þau sáu lamb fæðast.
Á efri myndinni má sjá Óskar, Bjarka, Albert og Þórhildi bíða þolinmóð eftir lambi. En á þeirri neðri er stærstur hluti hópsins samankominn á hlaðinu hjá Öddu.
Strax og við komum heim fórum við á myndakvöld í heimsklúbbi Grundarsystra þar sem stór hópur fólks skemmti sér yfir myndum frá Istanbul og Marokkó og skipulagði næstu ferð sem mér heyrist að verði farin til Indlands.
----------------------------------
Í gær laugardag var útplöntunardagur hér í Hveragerði en um 40 manns mættu að Grýluvelli til að setja niður plöntur við völlinn. Settar voru niður um 1000 plöntur af hinum ýmsu tegundum og vonum við að þetta dafni allt vel. Það er oft ansi næðingssamt við völlinn og óneitanlega væri skjólbetra ef þarna væru limgerði og tré.
Eftir að útplöntun lauk fórum við að taka til í okkar eigin garði enda veitti ekki af eftir veturinn. Við erum óskaplega ánægð með nýja bílaplanið okkar enda sjá drengirnir nú fyrir sér að hægt sé að spila körfubolta með hægum leik á planinu og við foreldrarnir gleðjumst yfir því að losna við að möl og sandur berist inní hús eins og verið hefur frá því að við fluttum hingað fyrir 14 árum síðan. Gummi "Trölla" sá um framkvæmdina og var snöggur að. Eins og allir vita þá er það hægur vandi fyrir bæjarbúa að hafa samband við verktakana hér í bæjarfélaginu ef hugur manna stendur til þess að fá malbikuð hjá sér plönin. Götumyndin verður ólíkt snyrtilegri þegar gengið er frá plönum eins og maður getur séð í nýju hverfunum til dæmis.
----------------------
Evróvisjón fór ekki eins og við vonuðumst eftir og heldur var daufara yfir atkvæðagreiðslunni en við bjuggumst við. En Íslendingarnir voru flottir og stóðu sig afar vel. Þau ættu núna að troða upp í hverjum bæ í Danmörku, þar eigum við raunverulega vini ! ! !
---------------------------------
Í þættinum Krossgötur á Rás1 síðastliðinn laugardag var fjallað um Bitruvirkjun og tekin viðtöl við Björn Pálsson, þá sem þetta ritar, Ólaf Áka Ragnarsson og Eirík Hjálmarsson hjá OR. Góður þáttur og málefnalegur en hægt er að hlusta á hann hér.
---------------------------------
Kæru vinir, viljið þið gera mér þann greiða að minna mig á þessa mynd í hvert einasta skipti sem mér dettur til hugar að við fjölskyldan fáum okkur hund. Hér er Ögmundur að kemba vetrarfeldinn af hundinum í Gýgjarhólskoti !!!
21. maí 2008
Af framkvæmdum og fleiru ...
Eftir afar langan vinnuferil er loksins búið að leggja malbik á Klettahlíðina, nú líður maður þar eftir götunni á eggsléttum vegi og aldrei framar munu íbúar þurfa að þola polla og tilheyrandi slettur á rigningardögum eða endalaust ryk ef veðrið helst þurrt. Um næstu helgi verður vonandi hægt að bjóða út framkvæmdir í Þórsmörkinni en þar á að ganga frá götunni í sumar. Eins og ég segi alltaf þá tosast þetta....
Núna eru einungis eftir ómalbikaðar Brattahlíðin, helmingur Varmahlíðar, litla Þverhlíðin ofan við kirkjuna, spottinn niður að Frost og funa og gatan að Heiðmörk 18-22. Þetta allt þarf að klára eins fljótt og nokkur er kostur.
Set hér inn mynd tekna í Klettahlíðinni í dag og aðra af Þórsmörkinni....
Þar sem malbikunarvélarnar eru að vinnu hér í Hveragerði oft í mánuði þá var ákveðið á húsfundi á Heiðmörkinni að hætta þessu gaufi og fá malbik á bílaplanið.
Erum búin að kljást um það í mörg ár hvort ætti að helluleggja eða malbika en skynsemin bar okkur ofurliði í þessu máli. Betri helmingurinn þolir heldur ekki mosa eða gras á milli hellna þannig að allar lausar stundir næstu sumur hefðu farið í að hreinsa planið ef við hefðum hellulagt. Gat ekki hugsað mér það ;-)
Eftir afar langan vinnuferil er loksins búið að leggja malbik á Klettahlíðina, nú líður maður þar eftir götunni á eggsléttum vegi og aldrei framar munu íbúar þurfa að þola polla og tilheyrandi slettur á rigningardögum eða endalaust ryk ef veðrið helst þurrt. Um næstu helgi verður vonandi hægt að bjóða út framkvæmdir í Þórsmörkinni en þar á að ganga frá götunni í sumar. Eins og ég segi alltaf þá tosast þetta....
Núna eru einungis eftir ómalbikaðar Brattahlíðin, helmingur Varmahlíðar, litla Þverhlíðin ofan við kirkjuna, spottinn niður að Frost og funa og gatan að Heiðmörk 18-22. Þetta allt þarf að klára eins fljótt og nokkur er kostur.
Set hér inn mynd tekna í Klettahlíðinni í dag og aðra af Þórsmörkinni....
Þar sem malbikunarvélarnar eru að vinnu hér í Hveragerði oft í mánuði þá var ákveðið á húsfundi á Heiðmörkinni að hætta þessu gaufi og fá malbik á bílaplanið.
Erum búin að kljást um það í mörg ár hvort ætti að helluleggja eða malbika en skynsemin bar okkur ofurliði í þessu máli. Betri helmingurinn þolir heldur ekki mosa eða gras á milli hellna þannig að allar lausar stundir næstu sumur hefðu farið í að hreinsa planið ef við hefðum hellulagt. Gat ekki hugsað mér það ;-)
20. maí 2008
Hvergerðingar flagga og fagna í dag ....
Orkuveita Reykjavíkur hefur hætt við áform um Bitruvirkjun og við Hvergerðingar
fögnum í dag. Af því tilefni var flaggað við innkeyrslu bæjarins þar sem meðfylgjandi mynd var tekin síðdegis í dag.
Vel rökstutt álit Skipulagsstofnunar, eindregin mótmæli Hvergerðinga og ótrúlegur samtaka máttur fjölda einstaklinga varð til þess að hætt er við áform um virkjun á Bitru. Allir þessir aðilar eiga þakkir skilda en ekki síst vil ég nota þetta tækifæri og þakka stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fyrir þessa ákvörðun sem án efa verður til heilla fyrir þjóðina.
--------------
Á fréttavef Morgunblaðsins kemur eftirfarandi fram:
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum í morgun að hætta undirbúningi Bitruvirkjunar og að fresta öllum frekari framkvæmdum á svæðinu.
Í áliti Skipulagsstofnunar vegna framkvæmda við Bitruvirkjun kemur fram að bygging virkjunarinnar sé ekki viðunandi vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Segir í áliti Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð Bitruvirkjun myndi breyta landslagsásýnd þessa lítt raskaða svæðis í ásýnd iðnaðarsvæðis.
„Það er stefna stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að gæta varúðar í hvívetna við framkvæmdir á vegum fyrirtækisins. Að fengnu áliti Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum Bitruvirkjunar samþykkir stjórn OR að hætta undirbúningi Bitruvirkjunar og að fresta öllum frekari framkvæmdum á svæðinu.
Ákvörðun um framhald verkefnisins verði tekin að höfðu samráði við sveitastjórnir eigenda Orkuveitu Reykjavíkur og sveitarfélagsins Ölfuss, sem hefur skipulag svæðisins með höndum," að því er segir í tillögu sem samþykkt var á stjórnarfundi OR í morgun.
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundinum að halda áfram undirbúningi virkjunar í Hverahlíð í samræmi við álit Skipulagsstofnunar og í samkomulagi við sveitarfélagið Ölfus.
Orkuveita Reykjavíkur hefur hætt við áform um Bitruvirkjun og við Hvergerðingar
fögnum í dag. Af því tilefni var flaggað við innkeyrslu bæjarins þar sem meðfylgjandi mynd var tekin síðdegis í dag.
Vel rökstutt álit Skipulagsstofnunar, eindregin mótmæli Hvergerðinga og ótrúlegur samtaka máttur fjölda einstaklinga varð til þess að hætt er við áform um virkjun á Bitru. Allir þessir aðilar eiga þakkir skilda en ekki síst vil ég nota þetta tækifæri og þakka stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fyrir þessa ákvörðun sem án efa verður til heilla fyrir þjóðina.
--------------
Á fréttavef Morgunblaðsins kemur eftirfarandi fram:
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum í morgun að hætta undirbúningi Bitruvirkjunar og að fresta öllum frekari framkvæmdum á svæðinu.
Í áliti Skipulagsstofnunar vegna framkvæmda við Bitruvirkjun kemur fram að bygging virkjunarinnar sé ekki viðunandi vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Segir í áliti Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð Bitruvirkjun myndi breyta landslagsásýnd þessa lítt raskaða svæðis í ásýnd iðnaðarsvæðis.
„Það er stefna stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að gæta varúðar í hvívetna við framkvæmdir á vegum fyrirtækisins. Að fengnu áliti Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum Bitruvirkjunar samþykkir stjórn OR að hætta undirbúningi Bitruvirkjunar og að fresta öllum frekari framkvæmdum á svæðinu.
Ákvörðun um framhald verkefnisins verði tekin að höfðu samráði við sveitastjórnir eigenda Orkuveitu Reykjavíkur og sveitarfélagsins Ölfuss, sem hefur skipulag svæðisins með höndum," að því er segir í tillögu sem samþykkt var á stjórnarfundi OR í morgun.
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundinum að halda áfram undirbúningi virkjunar í Hverahlíð í samræmi við álit Skipulagsstofnunar og í samkomulagi við sveitarfélagið Ölfus.
19. maí 2008
Niðurstaða Skipulagstofnunar og "dagbók"...
Álit Skipulagsstofnunar um Bitruvirkjun var birt í dag. Þar kemur fram að stofnunin telji virkjunina með öllu óásættanlega vegna þeirra áhrifa sem hún komi til með að hafa á umhverfi og landgæði á svæðinu. Við Hvergerðingar fögnum þessari niðurstöðu enda er hún í anda þeirra mótmæla sem bæjarstjórn hefur viðhaft um málið.
Um leið vil ég nota þetta tækifæri og ítreka að bæjarstjórn hefur aldrei mótmælt áformum um Hverahlíðarvirkjun eða aðrar virkjana hugmyndir sunnar/vestar á heiðinni.
Það er mikilvægt að missa ekki sjónar á því að í þessu máli snérust mótmælin um Bitruvirkjun og fyrirhugaða staðsetningu hennar en óumdeilt er að það svæði sé eitt fallegasta útivistarsvæðið á suðvesturhorni landsins.
Gönguleiðin hefst hér fyrir ofan Hveragerði en hægt er að lofa ógleymanlegum degi öllum þeim sem leggja land undir fót. Bað í heita læknum er síðan toppurinn á góðri gönguferð en gangan hentar jafnt börnum sem fullorðnum.
--------------------------------
Í dag mánudag undirbjuggum við Unnur vinabæjaferð til Äänekoski í Finnlandi en þar verða hún og Róbert fulltrúar bæjarfélagsins. Norræna félagið er líka að skipuleggja ferð á mótið sem efalaust verður hið skemmtilegasta.
--------------------------------
Bæjarstjórn fundaði í dag en þar fór fram seinni umræða um ársreikning 2008. Meirihlutinn lagði fram nokkuð stóra bókun sem má lesa hér. Lítil umræða var um reikninginn enda er hann einn sá besti sem sést hefur hér í bæ. Rekstrarhagnaður ársins um 104 milljónir króna sem er mjög góð niðurstaða. Ekki síður vorum við ánægð með það hversu vel reikningurinn stefndi við fjárhagsáætlun en frávikin voru tiltölulega lítil. Nú er mikilvægt að halda sjó árið 2008 því ljóst er að efnahagslegt umhverfi sveitarfélaganna er með allt öðrum hætti nú en verið hefur undanfarið.
Meirihlutafundur strax í kjölfar bæjarstjórnarfundar þannig að dagurinn varð ansi langur...
---------------------------------
Hafsteinn Davíðsson var fermdur í gær, sunnudag. Afskaplega ánægjulegur dagur í alla staði en vel fór um gesti í sal Landbúnaðarháskólans á Reykjum enda gróðurinn í blómasalnum einstaklega fallegur. Fermingarbarnið stóð sig betur en flestir fullorðnir hefðu gert og hélt glimrandi ræðu yfir gestunum, greinilegt að þarna er efnilegur unglingur á ferð, en það höfum við nú alltaf vitað ;-)
Fermingargjafirnar báru tækjaáhuganum vitni, bílabækur og verkfærasett voru í yfirgnæfandi meirihluta á gjafaborðinu....
Við náðum frábærum myndum af allri stórfjölskyldunni en það gerist ekki oft núorðið að allir séu á sama stað á sama tíma.
--------------------------------
Fór á opnun myndlistarsýningar í Listasafni Árnesinga í gær. Þar var opnuð sýning í tengslum við listahátíð á verkum Magnúsar Kjartanssonar. Sýningin er mjög áhugaverð enda greinilegt að listamaðurinn hefur haft afskaplega frjóa hugsun. Ég hef aldrei áður verið við jafn fjölmenna opnun en í fljótu bragði virtust einhver hundruð manna vera í húsinu við opnunina ekki margir heimamenn reyndar en þeir eru hérmeð hvattir til að líta við í safninu þessa dagana.
---------------------------------
Samtök skipulags- og tæknifræðinga sveitarfélaga héldu fund sinn hér í Hveragerði á fimmtudag og föstudag. Stór hópur sem fundaði um áhugaverð málefni auk þess að skoða sig um hér í Hveragerði. Þvottahúsið Ás, HNLFÍ og Kjörís voru meðal þeirra staða sem voru heimsóttir og var það mál manna að þvottahúsið hefði komið mest á óvart. Væntingar til þvottahúss kannski ekki miklar en ég get fullyrt það að heimsókn þangað er upplifun í sjálfu sér. Tæknivæddasta þvottahús landsins og þó víðar væri leitað er nefnilega staðsett hér í Hveragerði og það er alltaf gaman að skoða tækninýjungar
Hátíðarkvöldverður á föstudagskvöldið var hátíðlegur eins og vera bar en þar sló fjölskyldan að Bröttuhlið 5(sr. Jón, Gyða og börn) rækilega í gegn með glæsilegri tónlistardagskrá.
Bæjarritarar héldu einnig sinn árlega fund hér og á Selfossi og í Ölfusi þessa sömu daga. Ragnheiður og Ólafur Áki ásamt Guðmundi Þór, forseta bæjarstjórnar, héldu þeim selskap á föstudagskvöldi eftir að hópurinn hafði farið í umfangsmiklar skoðunarferðir um grundir Árnessýslu.
Eina sem vantaði þetta árið væri að bæjarstjórar funduðu hér líka ...
Álit Skipulagsstofnunar um Bitruvirkjun var birt í dag. Þar kemur fram að stofnunin telji virkjunina með öllu óásættanlega vegna þeirra áhrifa sem hún komi til með að hafa á umhverfi og landgæði á svæðinu. Við Hvergerðingar fögnum þessari niðurstöðu enda er hún í anda þeirra mótmæla sem bæjarstjórn hefur viðhaft um málið.
Um leið vil ég nota þetta tækifæri og ítreka að bæjarstjórn hefur aldrei mótmælt áformum um Hverahlíðarvirkjun eða aðrar virkjana hugmyndir sunnar/vestar á heiðinni.
Það er mikilvægt að missa ekki sjónar á því að í þessu máli snérust mótmælin um Bitruvirkjun og fyrirhugaða staðsetningu hennar en óumdeilt er að það svæði sé eitt fallegasta útivistarsvæðið á suðvesturhorni landsins.
Gönguleiðin hefst hér fyrir ofan Hveragerði en hægt er að lofa ógleymanlegum degi öllum þeim sem leggja land undir fót. Bað í heita læknum er síðan toppurinn á góðri gönguferð en gangan hentar jafnt börnum sem fullorðnum.
--------------------------------
Í dag mánudag undirbjuggum við Unnur vinabæjaferð til Äänekoski í Finnlandi en þar verða hún og Róbert fulltrúar bæjarfélagsins. Norræna félagið er líka að skipuleggja ferð á mótið sem efalaust verður hið skemmtilegasta.
--------------------------------
Bæjarstjórn fundaði í dag en þar fór fram seinni umræða um ársreikning 2008. Meirihlutinn lagði fram nokkuð stóra bókun sem má lesa hér. Lítil umræða var um reikninginn enda er hann einn sá besti sem sést hefur hér í bæ. Rekstrarhagnaður ársins um 104 milljónir króna sem er mjög góð niðurstaða. Ekki síður vorum við ánægð með það hversu vel reikningurinn stefndi við fjárhagsáætlun en frávikin voru tiltölulega lítil. Nú er mikilvægt að halda sjó árið 2008 því ljóst er að efnahagslegt umhverfi sveitarfélaganna er með allt öðrum hætti nú en verið hefur undanfarið.
Meirihlutafundur strax í kjölfar bæjarstjórnarfundar þannig að dagurinn varð ansi langur...
---------------------------------
Hafsteinn Davíðsson var fermdur í gær, sunnudag. Afskaplega ánægjulegur dagur í alla staði en vel fór um gesti í sal Landbúnaðarháskólans á Reykjum enda gróðurinn í blómasalnum einstaklega fallegur. Fermingarbarnið stóð sig betur en flestir fullorðnir hefðu gert og hélt glimrandi ræðu yfir gestunum, greinilegt að þarna er efnilegur unglingur á ferð, en það höfum við nú alltaf vitað ;-)
Fermingargjafirnar báru tækjaáhuganum vitni, bílabækur og verkfærasett voru í yfirgnæfandi meirihluta á gjafaborðinu....
Við náðum frábærum myndum af allri stórfjölskyldunni en það gerist ekki oft núorðið að allir séu á sama stað á sama tíma.
--------------------------------
Fór á opnun myndlistarsýningar í Listasafni Árnesinga í gær. Þar var opnuð sýning í tengslum við listahátíð á verkum Magnúsar Kjartanssonar. Sýningin er mjög áhugaverð enda greinilegt að listamaðurinn hefur haft afskaplega frjóa hugsun. Ég hef aldrei áður verið við jafn fjölmenna opnun en í fljótu bragði virtust einhver hundruð manna vera í húsinu við opnunina ekki margir heimamenn reyndar en þeir eru hérmeð hvattir til að líta við í safninu þessa dagana.
---------------------------------
Samtök skipulags- og tæknifræðinga sveitarfélaga héldu fund sinn hér í Hveragerði á fimmtudag og föstudag. Stór hópur sem fundaði um áhugaverð málefni auk þess að skoða sig um hér í Hveragerði. Þvottahúsið Ás, HNLFÍ og Kjörís voru meðal þeirra staða sem voru heimsóttir og var það mál manna að þvottahúsið hefði komið mest á óvart. Væntingar til þvottahúss kannski ekki miklar en ég get fullyrt það að heimsókn þangað er upplifun í sjálfu sér. Tæknivæddasta þvottahús landsins og þó víðar væri leitað er nefnilega staðsett hér í Hveragerði og það er alltaf gaman að skoða tækninýjungar
Hátíðarkvöldverður á föstudagskvöldið var hátíðlegur eins og vera bar en þar sló fjölskyldan að Bröttuhlið 5(sr. Jón, Gyða og börn) rækilega í gegn með glæsilegri tónlistardagskrá.
Bæjarritarar héldu einnig sinn árlega fund hér og á Selfossi og í Ölfusi þessa sömu daga. Ragnheiður og Ólafur Áki ásamt Guðmundi Þór, forseta bæjarstjórnar, héldu þeim selskap á föstudagskvöldi eftir að hópurinn hafði farið í umfangsmiklar skoðunarferðir um grundir Árnessýslu.
Eina sem vantaði þetta árið væri að bæjarstjórar funduðu hér líka ...
14. maí 2008
Meiriháttar miðvikudagur
Heimsótti leikskólann Óskaland í dag og hitti þar Gunnvöru leikskólastjóra og Guðlaugu aðstoðarsleikskólastjóra. Fórum við yfir ýmis mál sem tengjast starfi leikskólans, biðlistann, starfsmannamál og fleira. Okkur sýnist að öll börn á biðlistanum komist inn að loknu sumarfríi að því tilskyldu auðvitað að takist að manna stöður þeirra sem hætta. Þær eru nokkrar sem hyggja á nám eða munu hætta af öðrum orsökum og því þarf að ráða inn nýja starfsmenn. Ég vonast til að það gangi vel enda er starfsandinn góður. Hópurinn fór til dæmis til Svíþjóðar núna nýverið og var það víst afar vel lukkuð ferð sem án vafa á eftir að skila sér í ánægðara starfsfólki.
-------------------------
Íbúar komu á minn fund til að ræða málefni svæða sem liggja að lóðum þeirra en eru á forsjá bæjarins. Þau eru nokkur olnbogabörnin á þessu sviði en nauðsynlegt er að bregðast við til að illgresi og önnur óáran vaði ekki inná lóðir fólks þar sem svona háttar til. Reyndar er alveg tilvalið að fólk stingi niður græðlingum á þessum reitum og nýti þau þannig sem hálfgerða viðbót við lóðirnar. Auðvitað með þeim formerkjum að gróðurinn gæti þurft að víkja ef til framkvæmda kæmi á svæðunum. Ég hef til dæmis stungið niður alls konar víðitegundum, sjálfsánu birki og úlfareyni á svæðinu hér handan við húsið og það prýðir nú þegar heilmikið.
-------------------------
Nýráðinn aðstoðarmaður skipulags- og byggingafulltrúa hyggur á endurbætur á leikvöllum bæjarins og mun þess sjást merki í sumar. Nú þegar er búið að fjárfesta í litlu víkingaskipi sem prýða á leikvöllinn í Heiðarbrún yngstu kynslóðinni vonandi til gleði. Það er listasmiðurinn Guðjón Kristinsson sem á heiðurinn af smíðinni en hann er afar hugmyndaríkur og skemmtilegur listamaður.
-------------------------
Sundleikfimin slúttaði í dag með ferð í Bláa lónið. Það er stórkostlegur staður sem alltaf er gaman að heimsækja. Nú horfði ég á Lónið með öðrum augum en vanalega en ég myndi vilja fá svona foss og sauna og, og, og .... í okkar sundlaug :-)
Eftir að hafa slappað af í Lóninu var ekið sem leið lá til Kristjönu í Northern light inn þar sem dýrindis grænmetishlaðborð beið okkar. Afar góður endir á góðum degi !!
-------------------------
Heimsótti leikskólann Óskaland í dag og hitti þar Gunnvöru leikskólastjóra og Guðlaugu aðstoðarsleikskólastjóra. Fórum við yfir ýmis mál sem tengjast starfi leikskólans, biðlistann, starfsmannamál og fleira. Okkur sýnist að öll börn á biðlistanum komist inn að loknu sumarfríi að því tilskyldu auðvitað að takist að manna stöður þeirra sem hætta. Þær eru nokkrar sem hyggja á nám eða munu hætta af öðrum orsökum og því þarf að ráða inn nýja starfsmenn. Ég vonast til að það gangi vel enda er starfsandinn góður. Hópurinn fór til dæmis til Svíþjóðar núna nýverið og var það víst afar vel lukkuð ferð sem án vafa á eftir að skila sér í ánægðara starfsfólki.
-------------------------
Íbúar komu á minn fund til að ræða málefni svæða sem liggja að lóðum þeirra en eru á forsjá bæjarins. Þau eru nokkur olnbogabörnin á þessu sviði en nauðsynlegt er að bregðast við til að illgresi og önnur óáran vaði ekki inná lóðir fólks þar sem svona háttar til. Reyndar er alveg tilvalið að fólk stingi niður græðlingum á þessum reitum og nýti þau þannig sem hálfgerða viðbót við lóðirnar. Auðvitað með þeim formerkjum að gróðurinn gæti þurft að víkja ef til framkvæmda kæmi á svæðunum. Ég hef til dæmis stungið niður alls konar víðitegundum, sjálfsánu birki og úlfareyni á svæðinu hér handan við húsið og það prýðir nú þegar heilmikið.
-------------------------
Nýráðinn aðstoðarmaður skipulags- og byggingafulltrúa hyggur á endurbætur á leikvöllum bæjarins og mun þess sjást merki í sumar. Nú þegar er búið að fjárfesta í litlu víkingaskipi sem prýða á leikvöllinn í Heiðarbrún yngstu kynslóðinni vonandi til gleði. Það er listasmiðurinn Guðjón Kristinsson sem á heiðurinn af smíðinni en hann er afar hugmyndaríkur og skemmtilegur listamaður.
-------------------------
Sundleikfimin slúttaði í dag með ferð í Bláa lónið. Það er stórkostlegur staður sem alltaf er gaman að heimsækja. Nú horfði ég á Lónið með öðrum augum en vanalega en ég myndi vilja fá svona foss og sauna og, og, og .... í okkar sundlaug :-)
Eftir að hafa slappað af í Lóninu var ekið sem leið lá til Kristjönu í Northern light inn þar sem dýrindis grænmetishlaðborð beið okkar. Afar góður endir á góðum degi !!
-------------------------
13. maí 2008
Af Bitru, fundum og fleiru ...
Þessa ágætu mynd af Sigurði Jónssyni, skipulags- og byggingafulltrúa í Ölfusinu, fékk ég senda í dag frá Láru Hönnu Einarsdóttur, sem af mikilli einurð hefur barist gegn Bitruvirkjun. Þarna má sjá að plakatið sem gefið var út gegn virkjunarframkvæmdum við Bitru hefur fengið verðugan sess á vegg fundarherbergis Ölfusins. Hér má lesa um afhendingu undirskriftalista í Ölfusinu og einnig sjá fréttir kvöldsins um fyrirhugaða Bitruvirkju.
Aukafundur bæjarstjórnar var haldinn í morgun, en á dagskrá var eitt mál en það var fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 6. maí s.l. Á fundinu var fundargerðin samþykkt samhljóða með eftirfarandi bókun:
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega öllum áformum um virkjun við Bitru og telur einsýnt að með þeim áformum sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Við skorum á sveitarfélagið Ölfus að hætta við þá breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem gerir ráð fyrir virkjun á þessu svæði enda yrðu neikvæð áhrif virkjunar og tengdra framkvæmda afar mikil á þessu verðmæta útivistarsvæði. Óumdeilt er að áhrifin verða einnig mikil á lífsgæði íbúa í næsta nágrenni virkjunarinnar, hljóta hagsmunir Hvergerðinga að vega þar þyngst. Bæjarstjórn vill í þessu sambandi enn og aftur minna á að borholur vegna Bitruvirkjunar verða staðsettar í um 4 kílómetra fjarlægð frá byggðinni í Hveragerði.
Orkuveita Reykjavíkur hefur sýnt það og sannað í gegnum tíðina að fyrirtækið og forverar þess hafa haft umhverfismál að leiðarljósi og við trúum því að á því verði ekki breyting nú. Bæjarstjórn Hveragerðis treystir því að stjórn og stjórnendur OR sjái að sér í þessu máli og láti náttúruna og íbúa Hveragerðisbæjar njóta vafans og hætti við öll áform um virkjanir á Bitrusvæðinu og í næsta nágrenni þess.
Bæjarstjórn gerir verulegar athugasemdir við framgöngu Sveitarfélagsins Ölfuss í málinu. Ekki er ásættanlegt að sveitarfélag geti gengið fram með þeim hætti sem hér er gert og skipulagt starfsemi í túnfæti nágrannasveitarfélags sem getur haft mikil áhrif á framtíð og uppbyggingu þess.
Verði af virkjun við Bitru, þrátt fyrir eindregin mótmæli Hveragerðisbæjar, áskilja forsvarsmenn bæjarfélagsins sér allan rétt í framhaldinu.
Í kjölfar fundarins tóku við nokkur viðtöl við útvarp og sjónvarp enda eðlilegt þar sem um mjög umdeilt mál er að ræða. Ég hef sjaldan áður fundið fyrir jafn miklum stuðningi við málflutning eins og og við í bæjarstjórn finnum fyrir í þessu máli. Það er enda auðvelt fyrir flesta að gera sér góða grein fyrir eðli málsins og þeir sem það gera verða fljótlega á einni og sömu skoðuninni. Þetta svæði ber með öllum tiltækum ráðum að vernda.
------------------------
Eftir hádegi sat ég fund varðandi uppbyggingu starfsstöðvar Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum. Það var gott að heyra þann hug sem stjórnendur skólans bera til staðarins og hef ég uppá síðkastið sannfærst um það að áhyggjur þær sem við höfðum hér fyrir nokkrum misserum af framtíð skólastarfs á svæðinu séu ástæðulausar. Framundan er að nemendur verði teknir inn á hverju ári. Eftirspurn er eftir náminu og sérstaklega er endurmenntunardeild skólans öflug en frá áramótum hefur LBHÍ boðið uppá 80 námskeið og þau hafa sótt um 1000 manns. Þessum hluta skólastarfsins er stýrt með miklum myndarskap frá Reykjum. Uppbygging er aftur á móti nauðsynleg eigi skólastarf að geta þróast og þar eru ákveðnar hugmyndir uppi sem skýrast munu á næstu vikum.
-------------------------
Fékk góða heimsókn frá Hornafirði síðdegis þegar Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri, kom í heimsókn ásamt fríðu föruneyti. Hornfirðingar hafa hug á því að ganga í SASS eins og fram hefur komið í fréttum og vilja með því styrkja tengsl sín við sveitarfélög hér í suðurkjördæmi. Skemmtileg heimsókn enda alltaf gott af efla tengsl við aðra sveitarstjórnarmenn.
----------------------
Í kvöld fundaði ég, ásamt forseta og formanni bæjarráðs, með brunavörðum slökkviliðs Hveragerðisbæjar. Fundurinn var frekar óformlegur en tilgangur hans var að fara yfir stöðu mála varðandi nýju slökkvistöðina sem verið er að innrétta. Framkvæmdir eru þar í fullum gangi en það er mikil bjartsýni að halda að slökkviliðið geti flutt í nýtt húsnæði þann 15. maí. Það er enn þónokkuð eftir en ég efast þó ekki um að hlutirnir fari að ganga hraðar á lokametrunum. Húsnæðið verður eftir endurbæturnar afar glæsilegt og mun gjörbylta allri aðstöðu slökkviliðsins.
----------------------
Sannkölluð vorblíða ríkti í Hveragerði í dag enda hefur allur gróður tekið miklum stakkaskiptum á nokkrum dögum. Frábær tími þegar allt er að laufgast og litadýrðin tekur völdin í görðum bæjarbúa. Myndina tók ég í garðinum af Kúrileyjakvistinum mínum sem stendur nú alþakinn bleikum blómum.
Þessa ágætu mynd af Sigurði Jónssyni, skipulags- og byggingafulltrúa í Ölfusinu, fékk ég senda í dag frá Láru Hönnu Einarsdóttur, sem af mikilli einurð hefur barist gegn Bitruvirkjun. Þarna má sjá að plakatið sem gefið var út gegn virkjunarframkvæmdum við Bitru hefur fengið verðugan sess á vegg fundarherbergis Ölfusins. Hér má lesa um afhendingu undirskriftalista í Ölfusinu og einnig sjá fréttir kvöldsins um fyrirhugaða Bitruvirkju.
Aukafundur bæjarstjórnar var haldinn í morgun, en á dagskrá var eitt mál en það var fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 6. maí s.l. Á fundinu var fundargerðin samþykkt samhljóða með eftirfarandi bókun:
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega öllum áformum um virkjun við Bitru og telur einsýnt að með þeim áformum sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Við skorum á sveitarfélagið Ölfus að hætta við þá breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem gerir ráð fyrir virkjun á þessu svæði enda yrðu neikvæð áhrif virkjunar og tengdra framkvæmda afar mikil á þessu verðmæta útivistarsvæði. Óumdeilt er að áhrifin verða einnig mikil á lífsgæði íbúa í næsta nágrenni virkjunarinnar, hljóta hagsmunir Hvergerðinga að vega þar þyngst. Bæjarstjórn vill í þessu sambandi enn og aftur minna á að borholur vegna Bitruvirkjunar verða staðsettar í um 4 kílómetra fjarlægð frá byggðinni í Hveragerði.
Orkuveita Reykjavíkur hefur sýnt það og sannað í gegnum tíðina að fyrirtækið og forverar þess hafa haft umhverfismál að leiðarljósi og við trúum því að á því verði ekki breyting nú. Bæjarstjórn Hveragerðis treystir því að stjórn og stjórnendur OR sjái að sér í þessu máli og láti náttúruna og íbúa Hveragerðisbæjar njóta vafans og hætti við öll áform um virkjanir á Bitrusvæðinu og í næsta nágrenni þess.
Bæjarstjórn gerir verulegar athugasemdir við framgöngu Sveitarfélagsins Ölfuss í málinu. Ekki er ásættanlegt að sveitarfélag geti gengið fram með þeim hætti sem hér er gert og skipulagt starfsemi í túnfæti nágrannasveitarfélags sem getur haft mikil áhrif á framtíð og uppbyggingu þess.
Verði af virkjun við Bitru, þrátt fyrir eindregin mótmæli Hveragerðisbæjar, áskilja forsvarsmenn bæjarfélagsins sér allan rétt í framhaldinu.
Í kjölfar fundarins tóku við nokkur viðtöl við útvarp og sjónvarp enda eðlilegt þar sem um mjög umdeilt mál er að ræða. Ég hef sjaldan áður fundið fyrir jafn miklum stuðningi við málflutning eins og og við í bæjarstjórn finnum fyrir í þessu máli. Það er enda auðvelt fyrir flesta að gera sér góða grein fyrir eðli málsins og þeir sem það gera verða fljótlega á einni og sömu skoðuninni. Þetta svæði ber með öllum tiltækum ráðum að vernda.
------------------------
Eftir hádegi sat ég fund varðandi uppbyggingu starfsstöðvar Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum. Það var gott að heyra þann hug sem stjórnendur skólans bera til staðarins og hef ég uppá síðkastið sannfærst um það að áhyggjur þær sem við höfðum hér fyrir nokkrum misserum af framtíð skólastarfs á svæðinu séu ástæðulausar. Framundan er að nemendur verði teknir inn á hverju ári. Eftirspurn er eftir náminu og sérstaklega er endurmenntunardeild skólans öflug en frá áramótum hefur LBHÍ boðið uppá 80 námskeið og þau hafa sótt um 1000 manns. Þessum hluta skólastarfsins er stýrt með miklum myndarskap frá Reykjum. Uppbygging er aftur á móti nauðsynleg eigi skólastarf að geta þróast og þar eru ákveðnar hugmyndir uppi sem skýrast munu á næstu vikum.
-------------------------
Fékk góða heimsókn frá Hornafirði síðdegis þegar Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri, kom í heimsókn ásamt fríðu föruneyti. Hornfirðingar hafa hug á því að ganga í SASS eins og fram hefur komið í fréttum og vilja með því styrkja tengsl sín við sveitarfélög hér í suðurkjördæmi. Skemmtileg heimsókn enda alltaf gott af efla tengsl við aðra sveitarstjórnarmenn.
----------------------
Í kvöld fundaði ég, ásamt forseta og formanni bæjarráðs, með brunavörðum slökkviliðs Hveragerðisbæjar. Fundurinn var frekar óformlegur en tilgangur hans var að fara yfir stöðu mála varðandi nýju slökkvistöðina sem verið er að innrétta. Framkvæmdir eru þar í fullum gangi en það er mikil bjartsýni að halda að slökkviliðið geti flutt í nýtt húsnæði þann 15. maí. Það er enn þónokkuð eftir en ég efast þó ekki um að hlutirnir fari að ganga hraðar á lokametrunum. Húsnæðið verður eftir endurbæturnar afar glæsilegt og mun gjörbylta allri aðstöðu slökkviliðsins.
----------------------
Sannkölluð vorblíða ríkti í Hveragerði í dag enda hefur allur gróður tekið miklum stakkaskiptum á nokkrum dögum. Frábær tími þegar allt er að laufgast og litadýrðin tekur völdin í görðum bæjarbúa. Myndina tók ég í garðinum af Kúrileyjakvistinum mínum sem stendur nú alþakinn bleikum blómum.
12. maí 2008
Long time, no see...
Þetta langa hlé skýrist af fundi bæjarstjóra sem haldinn var með miklum myndarbrag í Húnavatnssýslum þetta árið. Skúli Þórðarson (Húnaþingi vestra) og Arnar Þór Sævarsson (Blönudósi) voru gestgjafar og dagskráin var þétt og vel skipulögð. Það eru forréttindi að fá að heimsækja staði með þessum hætti þar sem hópurinn fær að kynnast helstu innviðum samfélagsins og heimsækja staði sem maður kæmi annars aldrei til. Ég hef til dæmis ávallt keyrt framhjá Þingeyrarkirkju og ekki flogið til hugar að koma við. Heimsóknin þangað var einn af hápunktum ferðarinnar og eindregið hægt að mæla með því við ferðalanga að þeir leggi leið sína þangað. Á myndinni má sjá innviði Þingeyrarkirkju.
Við fjölskyldan keyrðum fyrir Vatnsnes í fyrra sumar en ólíkt var nú skemmtilegra að fara þann hring með kunnugum sem þekktu þar hverja þúfu. Ýmsar óvæntar uppákomur krydduðu ferðina og óneitanlega átti snjókoma sinn þátt í þeim flestum. Gestgjafarnir eiga heiður skilinn fyrir góða skipulagningu og gestrisni. Svo er það Snæfellsnes að ári ...
Seinni myndin fær að fljóta með til heiðurs Þórði Skúlasyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, og hans frú Elínu Þormóðsdóttur sem óvænt buðu hópnum í heimsókn á bæ sinn Grund í Vesturhópi. Með þeim á myndinni er sonur þeirra Skúli Þórðarson sem var annar gestgjafi bæjarstjórafundarins í ár.
-------------------
Komum heim síðdegis á laugardag en um kvöldið var mikið um dýrðir þar sem Helga Guðrún Guðjónsdóttir, aðstoðarskólastjóri grunnskólans, hélt uppá 50 ára afmæli sitt á Hótel Hilton í Reykjavík. Fjölmenni mætti eðlilega héðan að austan og fagnaði með afmælisbarninu og fjölskyldu hennar. Gaman að sjá hversu mikið er núna lagt uppúr skemmtiatriðum í afmælum en dagskráin samanstóð að "fréttum" af afmælisbarninu, fjölbreyttum söngatriðum og ræðuhöldum. Hitakútur var síðan að stilla hljóðfærin fyrir ballið þegar ég læddist út enda boðin í 1. árs afmæli Hofland setursins hér í Hveragerði. Þar var einnig mikið fjör, fjöldi Hvergerðinga mættur á staðinn og glæstar veitingar í boði. Linda og fjölskylda reka staðinn með miklum myndarbrag en þetta er afar samheldinn hópur sem lætur sér annt um sitt fólk.
------------------
Eðli máls samkvæmt þarf stundum að sinna húsverkum og garðvinnu og Hvítasunnudagur var nýttur til hins ýtrasta. Haukur litli frændi fékk að vera í heimsókn og við gerðum allt sem við gátum til að spilla honum þannig að við yrðum uppáhaldsfrændfólkið. Það tókst hreint frábærlega og nú þarf að læsa húsinu heima hjá honum sérstaklega svo hann stelist ekki til "Andísar" eins og hann orðar það...
-------------------
Annar í hvítasunnu var heldur rólegri en þá var ákveðið að renna í Grímsnesið og prufa nýju laugina á Borg. Hún er afar vinsæl hjá yngri kynslóðinni en rennibrautin er greinilega aðal aðdráttaraflið. Ég gerði heiðarlega tilraun til að synda í lauginni en gafst fljótt uppá því enda mikið fjör hjá börnunum í lauginni. Ég var farin að minna óþyrmilega á hina ýmsu misgeðgóða eldri borgara sem hér svamla í lauginni þegar ég ákvað að leyfa börnunum bara að njóta sín...
Það virkaði miklu betur. Drengirnir í okkar föruneyti vilja báðir fá svona rennibraut hingað í Hveragerði og það ekki seinna en á morgun. Spurning að byrja að þarfagreina strax ! ! !
Eftir að hafa hitt Hildi sveitarstjórnarkonu í búðinni á Borg var farið niður að Sólheimum og rölt þar um svæðið. Þangað er alltaf gaman að koma enda nóg að skoða. Við kíktum inní kirkjuna, í listhúsið og verslunina og höfðum gaman af. Við sáum að nú er verið að byggja þarna stórt og mikið þjónustuhús á tveimur hæðum og ýmis fleiri hús svo uppbygging á staðnum er afar mikil. Ýmsir hafa sett spurningamerki við alla þessa uppbyggingu á húsnæði sem ekki beint nýtist íbúum staðarins en væntanlega er góð nýting á öllu þessu rými, annars væri ekki verið að byggja ....
-----------------------
Meirihlutafundur í kvöld til undirbúnings aukafundi bæjarstjórnar í fyrramálið kl. 8.
Á þeim fundi tökum við fyrir fundargerð skipulags- og bygginganefndar þar sem nefndin fjallar um aðalskipulag Ölfuss og þá sérstakelga virkjanasvæðið við Hverahlíð og Bitru. Málið er svo mikilvægt fyrir Hvergerðinga að það þótti ástæða til að fjalla um það á sérstökum aukafundi.
Fjöldi fólks gekk í hús hér í Hveragerði í dag og safnaði mótmælum gegn Bitruvirkjum. Ég rakst á einn þeirra og hann sagði móttökur framar öllum vonum.
Að sögn lýstu svo til allir andstöðu við virkjana áformin og vildu leggja sitt lóð á vogarskálarnar ef það mætti verða til að koma í veg fyrir áformin á Ölkelduhálsi.
Athugasemdafrestur við aðalskipulagið rennur út á morgun þann 13. maí.
Þetta langa hlé skýrist af fundi bæjarstjóra sem haldinn var með miklum myndarbrag í Húnavatnssýslum þetta árið. Skúli Þórðarson (Húnaþingi vestra) og Arnar Þór Sævarsson (Blönudósi) voru gestgjafar og dagskráin var þétt og vel skipulögð. Það eru forréttindi að fá að heimsækja staði með þessum hætti þar sem hópurinn fær að kynnast helstu innviðum samfélagsins og heimsækja staði sem maður kæmi annars aldrei til. Ég hef til dæmis ávallt keyrt framhjá Þingeyrarkirkju og ekki flogið til hugar að koma við. Heimsóknin þangað var einn af hápunktum ferðarinnar og eindregið hægt að mæla með því við ferðalanga að þeir leggi leið sína þangað. Á myndinni má sjá innviði Þingeyrarkirkju.
Við fjölskyldan keyrðum fyrir Vatnsnes í fyrra sumar en ólíkt var nú skemmtilegra að fara þann hring með kunnugum sem þekktu þar hverja þúfu. Ýmsar óvæntar uppákomur krydduðu ferðina og óneitanlega átti snjókoma sinn þátt í þeim flestum. Gestgjafarnir eiga heiður skilinn fyrir góða skipulagningu og gestrisni. Svo er það Snæfellsnes að ári ...
Seinni myndin fær að fljóta með til heiðurs Þórði Skúlasyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, og hans frú Elínu Þormóðsdóttur sem óvænt buðu hópnum í heimsókn á bæ sinn Grund í Vesturhópi. Með þeim á myndinni er sonur þeirra Skúli Þórðarson sem var annar gestgjafi bæjarstjórafundarins í ár.
-------------------
Komum heim síðdegis á laugardag en um kvöldið var mikið um dýrðir þar sem Helga Guðrún Guðjónsdóttir, aðstoðarskólastjóri grunnskólans, hélt uppá 50 ára afmæli sitt á Hótel Hilton í Reykjavík. Fjölmenni mætti eðlilega héðan að austan og fagnaði með afmælisbarninu og fjölskyldu hennar. Gaman að sjá hversu mikið er núna lagt uppúr skemmtiatriðum í afmælum en dagskráin samanstóð að "fréttum" af afmælisbarninu, fjölbreyttum söngatriðum og ræðuhöldum. Hitakútur var síðan að stilla hljóðfærin fyrir ballið þegar ég læddist út enda boðin í 1. árs afmæli Hofland setursins hér í Hveragerði. Þar var einnig mikið fjör, fjöldi Hvergerðinga mættur á staðinn og glæstar veitingar í boði. Linda og fjölskylda reka staðinn með miklum myndarbrag en þetta er afar samheldinn hópur sem lætur sér annt um sitt fólk.
------------------
Eðli máls samkvæmt þarf stundum að sinna húsverkum og garðvinnu og Hvítasunnudagur var nýttur til hins ýtrasta. Haukur litli frændi fékk að vera í heimsókn og við gerðum allt sem við gátum til að spilla honum þannig að við yrðum uppáhaldsfrændfólkið. Það tókst hreint frábærlega og nú þarf að læsa húsinu heima hjá honum sérstaklega svo hann stelist ekki til "Andísar" eins og hann orðar það...
-------------------
Annar í hvítasunnu var heldur rólegri en þá var ákveðið að renna í Grímsnesið og prufa nýju laugina á Borg. Hún er afar vinsæl hjá yngri kynslóðinni en rennibrautin er greinilega aðal aðdráttaraflið. Ég gerði heiðarlega tilraun til að synda í lauginni en gafst fljótt uppá því enda mikið fjör hjá börnunum í lauginni. Ég var farin að minna óþyrmilega á hina ýmsu misgeðgóða eldri borgara sem hér svamla í lauginni þegar ég ákvað að leyfa börnunum bara að njóta sín...
Það virkaði miklu betur. Drengirnir í okkar föruneyti vilja báðir fá svona rennibraut hingað í Hveragerði og það ekki seinna en á morgun. Spurning að byrja að þarfagreina strax ! ! !
Eftir að hafa hitt Hildi sveitarstjórnarkonu í búðinni á Borg var farið niður að Sólheimum og rölt þar um svæðið. Þangað er alltaf gaman að koma enda nóg að skoða. Við kíktum inní kirkjuna, í listhúsið og verslunina og höfðum gaman af. Við sáum að nú er verið að byggja þarna stórt og mikið þjónustuhús á tveimur hæðum og ýmis fleiri hús svo uppbygging á staðnum er afar mikil. Ýmsir hafa sett spurningamerki við alla þessa uppbyggingu á húsnæði sem ekki beint nýtist íbúum staðarins en væntanlega er góð nýting á öllu þessu rými, annars væri ekki verið að byggja ....
-----------------------
Meirihlutafundur í kvöld til undirbúnings aukafundi bæjarstjórnar í fyrramálið kl. 8.
Á þeim fundi tökum við fyrir fundargerð skipulags- og bygginganefndar þar sem nefndin fjallar um aðalskipulag Ölfuss og þá sérstakelga virkjanasvæðið við Hverahlíð og Bitru. Málið er svo mikilvægt fyrir Hvergerðinga að það þótti ástæða til að fjalla um það á sérstökum aukafundi.
Fjöldi fólks gekk í hús hér í Hveragerði í dag og safnaði mótmælum gegn Bitruvirkjum. Ég rakst á einn þeirra og hann sagði móttökur framar öllum vonum.
Að sögn lýstu svo til allir andstöðu við virkjana áformin og vildu leggja sitt lóð á vogarskálarnar ef það mætti verða til að koma í veg fyrir áformin á Ölkelduhálsi.
Athugasemdafrestur við aðalskipulagið rennur út á morgun þann 13. maí.
6. maí 2008
Þaulskipulagður þriðjudagur ...
Dagurinn byrjaði ekki sérlega vel þar sem tölvumálin voru í ólestri þegar ég mætti í morgun. Það er fátt sem ergir mann jafn mikið eins og að geta ekki unnið í tölvunni enda hún aðal vinnutækið. Undir hádegi komst lag á hlutina sem betur fór. Fundir í dag með íbúum sem leituðu ráðlegginga, með rétthöfum byggingarréttar á Tívolí reitnum, með skólastjóra Grunnskólans og síðdegis mætti ég á kennarafund þar sem nýgerðir kjarasamningar voru til umræðu ásamt ýmsum öðrum málum sem brunnu á kennurum. Þetta var skemmtilegur og líflegur fundur en það er alltaf gaman að skiptast á skoðunum og heyra ný sjónarmið. Ýmsar hugmyndir voru viðraðar sem skoða þarf betur en það er ljóst að kennarahópurinn er metnaðarfullur og afar áhugasamur um að skólastarf í Hveragerði verði með sem allra bestum hætti. Skólastjórnendur voru ekki viðstaddir fundinn en að honum loknum fór ég yfir ýmis mál með Guðjóni skólastjóra. Strax að loknum fundunum tókum ég og Sigurdís á Upplýsingamiðstöðinni á móti hópi starfsmanna skrifstofa sveitarfélaganna á Norðurlöndunum og í Baltnesku löndunum. Við tókum á móti þeim á hverasvæðinu þar sem soðin voru egg í hver og þau síðan borðuð á hveraelduðu rúgbrauði. Það er alltaf gaman að skoða hverasvæðið enda er það síbreytilegt.
Dagurinn byrjaði ekki sérlega vel þar sem tölvumálin voru í ólestri þegar ég mætti í morgun. Það er fátt sem ergir mann jafn mikið eins og að geta ekki unnið í tölvunni enda hún aðal vinnutækið. Undir hádegi komst lag á hlutina sem betur fór. Fundir í dag með íbúum sem leituðu ráðlegginga, með rétthöfum byggingarréttar á Tívolí reitnum, með skólastjóra Grunnskólans og síðdegis mætti ég á kennarafund þar sem nýgerðir kjarasamningar voru til umræðu ásamt ýmsum öðrum málum sem brunnu á kennurum. Þetta var skemmtilegur og líflegur fundur en það er alltaf gaman að skiptast á skoðunum og heyra ný sjónarmið. Ýmsar hugmyndir voru viðraðar sem skoða þarf betur en það er ljóst að kennarahópurinn er metnaðarfullur og afar áhugasamur um að skólastarf í Hveragerði verði með sem allra bestum hætti. Skólastjórnendur voru ekki viðstaddir fundinn en að honum loknum fór ég yfir ýmis mál með Guðjóni skólastjóra. Strax að loknum fundunum tókum ég og Sigurdís á Upplýsingamiðstöðinni á móti hópi starfsmanna skrifstofa sveitarfélaganna á Norðurlöndunum og í Baltnesku löndunum. Við tókum á móti þeim á hverasvæðinu þar sem soðin voru egg í hver og þau síðan borðuð á hveraelduðu rúgbrauði. Það er alltaf gaman að skoða hverasvæðið enda er það síbreytilegt.
5. maí 2008
Ég elska mánudaga...
Ég er alltaf sérlega ánægð þegar lesendur síðunnar gefa sér tíma til að senda mér athugasemdir um efni hennar og ekki síður ef þeim fylgja góð ráð og ábendingar. Ég fékk semsagt athugasemd í morgun... Segi þess vegna að auðvitað er ég sammála því að okkur ber að halda í upprunalegt útlit sundlaugarinnar í Laugaskarði þrátt fyrir að farið verði í úrbætur á umhverfi og aðstaða bætt. Sundlaugin ætti auðvitað í krafti aldurs, sögu og útlits að heyra undir húsafriðunarnefnd og Hvergerðingar ættu að fá styrki til að gera við laugina. En því miður fellur hún víst ekki undir þær reglur sem þar gilda! !
Myndin sem fylgir þessari færslu er stolin af Flickr en í þetta skipti er ég nær því viss um að engar athugasemdir yrðu gerðar við stuldinn enda þekki ég eiganda síðunnar af góðu einu. Mæli með því að þið kíkið á myndirnar hans því þær eru ótrúlega góðar og bera því vitni hversu mikilvægt það er að hafa gott "auga" þegar myndir eru teknar . Myndinni fylgir þessi texti: Lifeline: A line of Alpine lady's mantle (ljónslappi - Alchemilla alpina) on the slopes of Mt. Esja, Iceland
----------------------------
Frábær frétt í Morgunblaðinu í dag um ástand skólalóða en þar var lóðin við Grunnskólann í Hverageðri tekin sem dæmi um afskaplega vel heppnaða lóð. Á forsíðu Moggans blasti við mér mynd af skælbrosandi strákahópi sem greinilega voru afar ánægðir með lóðina og aðstöðuna sem þeim er búin. Ég er reyndar nokkuð sannfærð um að vandfundin sé betri aðstaða fyrir börn og ungmenni en hér er í Hveragerði. Grunnskólastarf í fremstu röð, skólalóð eins og þær gerast bestar, skólaakstur fyrir eldri börn í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Vel búnir leikskólar að utan sem innan og starfsemin þar til mikillar fyrirmyndar. Leikvellir sem við getum verið stolt af og sem stöðugt er verið að bæta. Fjölbreytt sumarnámskeið fyrir krakka, íþróttir, skátar, KFUM og K, leiklist, félagsmiðstöð, skólasel fyrir yngstu börnin. Eldhús og góður matur á leik- og grunnskólum og ég get haldið lengi áfram enn...
Ég hef reyndar ávallt verið þeirrar skoðunar, og það hefur ekkert að gera með það hvaða stöðu ég gegni nú, að hér sé afar gott að ala upp börn og að við eigum að vera stolt af því samfélagi sem við í sameiningu höfum byggt upp hér í Hveragerði. Endalaust tuð um að allt sé ómögulegt er í versta falli eyðileggjandi fyrir samfélagið og í besta falli eyðileggjandi fyrir einstaklingana sem það stunda.
-----------------------------
Í dag, mánudag, sat ég fund í fulltrúaráði sveitarstjórnarmanna í Evrópu (policy meeting of the council of European municipalities and regions) sem haldinn var í
Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sit fund ráðsins en auk mín eru Smári Geirsson og Svandís Svavarsdóttir fulltrúar íslenskra sveitarfélaga í ráðinu. Þetta var stór og mikill fundur þar sem áttu sæti fulltrúar frá fjölmörgum Evrópuþjóðum sem þarna sameinast í að vinna sveitarstjórnarmálum brautargengi. Það var fróðlegt að fylgjast með umræðunum en meðal annars var fjallað um aðgerðir til að jafna stöðu karla og kvenna á sveitarstjórnarstiginu og hvernig auka megi þátttöku pólitískt kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnarráðinu. Starfsmenn Sambands Íslenskra sveitarfélaga eiga heiður skilinn fyrir flotta skipulagningu en greinilegt var að hinum erlendu gestum þótti vel fyrir öllu séð. Dagurinn endaði með kvöldverði í boði Reykjavíkurborgar í Hellisheiðarvirkjun og var það afar viðeigandi endir á góðum og árangursríkum degi.
-----------------------------
Ég er alltaf sérlega ánægð þegar lesendur síðunnar gefa sér tíma til að senda mér athugasemdir um efni hennar og ekki síður ef þeim fylgja góð ráð og ábendingar. Ég fékk semsagt athugasemd í morgun... Segi þess vegna að auðvitað er ég sammála því að okkur ber að halda í upprunalegt útlit sundlaugarinnar í Laugaskarði þrátt fyrir að farið verði í úrbætur á umhverfi og aðstaða bætt. Sundlaugin ætti auðvitað í krafti aldurs, sögu og útlits að heyra undir húsafriðunarnefnd og Hvergerðingar ættu að fá styrki til að gera við laugina. En því miður fellur hún víst ekki undir þær reglur sem þar gilda! !
Myndin sem fylgir þessari færslu er stolin af Flickr en í þetta skipti er ég nær því viss um að engar athugasemdir yrðu gerðar við stuldinn enda þekki ég eiganda síðunnar af góðu einu. Mæli með því að þið kíkið á myndirnar hans því þær eru ótrúlega góðar og bera því vitni hversu mikilvægt það er að hafa gott "auga" þegar myndir eru teknar . Myndinni fylgir þessi texti: Lifeline: A line of Alpine lady's mantle (ljónslappi - Alchemilla alpina) on the slopes of Mt. Esja, Iceland
----------------------------
Frábær frétt í Morgunblaðinu í dag um ástand skólalóða en þar var lóðin við Grunnskólann í Hverageðri tekin sem dæmi um afskaplega vel heppnaða lóð. Á forsíðu Moggans blasti við mér mynd af skælbrosandi strákahópi sem greinilega voru afar ánægðir með lóðina og aðstöðuna sem þeim er búin. Ég er reyndar nokkuð sannfærð um að vandfundin sé betri aðstaða fyrir börn og ungmenni en hér er í Hveragerði. Grunnskólastarf í fremstu röð, skólalóð eins og þær gerast bestar, skólaakstur fyrir eldri börn í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Vel búnir leikskólar að utan sem innan og starfsemin þar til mikillar fyrirmyndar. Leikvellir sem við getum verið stolt af og sem stöðugt er verið að bæta. Fjölbreytt sumarnámskeið fyrir krakka, íþróttir, skátar, KFUM og K, leiklist, félagsmiðstöð, skólasel fyrir yngstu börnin. Eldhús og góður matur á leik- og grunnskólum og ég get haldið lengi áfram enn...
Ég hef reyndar ávallt verið þeirrar skoðunar, og það hefur ekkert að gera með það hvaða stöðu ég gegni nú, að hér sé afar gott að ala upp börn og að við eigum að vera stolt af því samfélagi sem við í sameiningu höfum byggt upp hér í Hveragerði. Endalaust tuð um að allt sé ómögulegt er í versta falli eyðileggjandi fyrir samfélagið og í besta falli eyðileggjandi fyrir einstaklingana sem það stunda.
-----------------------------
Í dag, mánudag, sat ég fund í fulltrúaráði sveitarstjórnarmanna í Evrópu (policy meeting of the council of European municipalities and regions) sem haldinn var í
Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sit fund ráðsins en auk mín eru Smári Geirsson og Svandís Svavarsdóttir fulltrúar íslenskra sveitarfélaga í ráðinu. Þetta var stór og mikill fundur þar sem áttu sæti fulltrúar frá fjölmörgum Evrópuþjóðum sem þarna sameinast í að vinna sveitarstjórnarmálum brautargengi. Það var fróðlegt að fylgjast með umræðunum en meðal annars var fjallað um aðgerðir til að jafna stöðu karla og kvenna á sveitarstjórnarstiginu og hvernig auka megi þátttöku pólitískt kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnarráðinu. Starfsmenn Sambands Íslenskra sveitarfélaga eiga heiður skilinn fyrir flotta skipulagningu en greinilegt var að hinum erlendu gestum þótti vel fyrir öllu séð. Dagurinn endaði með kvöldverði í boði Reykjavíkurborgar í Hellisheiðarvirkjun og var það afar viðeigandi endir á góðum og árangursríkum degi.
-----------------------------
4. maí 2008
Af helginni....
Rólegheit yfir laugardeginum. Fór í ræktina um morguninn í stórgóðan tíma hjá Hildigunni. Það er síðan algjörlega frábært að mara í pottinum í lauginni á eftir og spjalla við þá sem þar eru staddir. Sundlaugin í Laugaskarði er vel geymt leyndarmál en á bestu dögum er hitinn þar og veðurblíðan á við bestu sólarströnd. Gestirnir okkar sem komu síðdegis byrjuðu í lauginni og kom hún þeim skemmtilega á óvart ! ! ! Reyndar klárlega kominn tími á viðhald á húsnæði og umhverfi enda laugin með þeim eldri á landinu.
Í dag sunnudag var Ólafur Hólm Eyþórsson fermdur en veislan var haldin á Hótel Hveragerði. Þar hefur Steingrímur eigandi hússins tekið salinn mjög fallega í gegn og myndar hann skemmtilega umgjörð um þær veislur sem þar eru haldnar. Það þyrfti reyndar að nýta húsið enn meira en nú er gert. Það er til dæmis synd að kráin sem innréttuð var fremst í húsinu skuli ekki vera í notkun en vonandi rætist úr því frekar fyrr en seinna.
Meirihlutafundur í kvöld þar sem farið var yfir dagskrá bæjarráðsfundarins næstkomandi fimmtudag. Mörg mál á dagskrá en flest sýnist mér þess eðlis að um þau eigi ekki að vera ágreiningur. Fundarboðið verður ansi þykkt en reyndar er það oftast þannig að stærstu fundarboðin verða sjaldnast að löngum fundum, það er nú svo merkilegt með það ...
Rólegheit yfir laugardeginum. Fór í ræktina um morguninn í stórgóðan tíma hjá Hildigunni. Það er síðan algjörlega frábært að mara í pottinum í lauginni á eftir og spjalla við þá sem þar eru staddir. Sundlaugin í Laugaskarði er vel geymt leyndarmál en á bestu dögum er hitinn þar og veðurblíðan á við bestu sólarströnd. Gestirnir okkar sem komu síðdegis byrjuðu í lauginni og kom hún þeim skemmtilega á óvart ! ! ! Reyndar klárlega kominn tími á viðhald á húsnæði og umhverfi enda laugin með þeim eldri á landinu.
Í dag sunnudag var Ólafur Hólm Eyþórsson fermdur en veislan var haldin á Hótel Hveragerði. Þar hefur Steingrímur eigandi hússins tekið salinn mjög fallega í gegn og myndar hann skemmtilega umgjörð um þær veislur sem þar eru haldnar. Það þyrfti reyndar að nýta húsið enn meira en nú er gert. Það er til dæmis synd að kráin sem innréttuð var fremst í húsinu skuli ekki vera í notkun en vonandi rætist úr því frekar fyrr en seinna.
Meirihlutafundur í kvöld þar sem farið var yfir dagskrá bæjarráðsfundarins næstkomandi fimmtudag. Mörg mál á dagskrá en flest sýnist mér þess eðlis að um þau eigi ekki að vera ágreiningur. Fundarboðið verður ansi þykkt en reyndar er það oftast þannig að stærstu fundarboðin verða sjaldnast að löngum fundum, það er nú svo merkilegt með það ...
3. maí 2008
Föstudagur og fermingar ...
Föstudagurinn var erilsamur, en dagurinn byrjaði á fundi hjá LEX lögmönnum um tvö mál sem þurfti að ræða. Skoðaði síðan framkvæmdir í nýrri slökkvistöð en þær ganga vel þó eitthvað séu þær á eftir áætlun. Húsnæðið verður virkilega fínt og mikil og góð breyting frá því sem nú er. Staðsetningin er líka ákjósanleg en síðar í sumar flytur áhaldahúsið í annan enda sama húss þannig að Hveragerðisbær mun flytja stóran hluta starfsemi sinnar um set á næstu mánuðum.
Elfa Dögg Þórðardóttir hóf störf á föstudaginn og fórum við Guðmundur yfir ýmis mál sem varða hennar starfsvið. Nóg verkefni framundan enda aðal framkvæmda tími ársins að ganga í garð.
Friðrik Pálsson, hótelstjóri á Hótel Rangá, leit við og fórum við örstutt yfir stöðuna varðandi Markaðsstofu Suðurlands. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar leist vel á verkefnið þegar það var kynnt og mæltist til þess að fjármunir sveitarfélaganna sem liggja ónotaðir hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands verði nýttir til verkefnisins. Þar hafa nýverið orðið breytingar þar sem nýr framkvæmdastjóri hefur hafið störf svo væntanlega tefur það ákvarðanir eitthvað eins og gefur að skilja.
Fundur var í dag með fulltrúum Árborgar og ráðgjafa sem vinnur með sveitarfélögunum að því að koma almenningssamgöngum á milli höfuðborgarsvæðisins og þessara tveggja sveitarfélaga. Það er heilmikill gangur í þessari vinnu og vonandi að hún beri árangur þannig að ódýrari og tíðari almenningssamgöngur geti orðið reyndin strax á næsta ári.
-----------------------------------
Hjalti Sigurðsson ættaður frá Raftholti var fermdur síðastliðinn sunnudag og í veisluna mætti stór hópur af Hreiðursættinni. Virkilega gaman enda hittast ættingjarnir ekki nema endrum og sinnum nú orðið. Á myndinni er fermingardrengurinn með foreldrum sínum Ágústu Hjaltadóttur og Sigurði Björnssyni og stóra bróður Páli Sigurðssyni.
Á uppstigningardag var síðan Þjóðbjörg Eiríksdóttir, frá Gýgjarhólskoti í Biskupstungum, fermd og var það líka skemmtileg og góð stund enda eru þær líflegar mæðgurnar á myndinni. Fermingarmessan í Haukadalskirkju var óvanalega persónuleg enda einungis eitt fermingarbarn, kirkjan lítil og rúmaði fáa og presturinn alinn upp á sömu þúfu og móðir fermingarbarnsins. Þarna tóku því allir virkan þátt í messunni, sungu hástöfum og svöruðu á réttum stöðum. Gaman að því.
----------------------------------------
Svona til að halda okkur við efnið varðandi afleiðingar fyrirhugaðrar Bitruvirkjunar þá smelli ég hér inn afar rómantískri mynd sem tekin er í Reykjadal en myndinni nappaði ég á Flickr frá ókunnum myndasmið. Vona að það fyrirgefist...
Föstudagurinn var erilsamur, en dagurinn byrjaði á fundi hjá LEX lögmönnum um tvö mál sem þurfti að ræða. Skoðaði síðan framkvæmdir í nýrri slökkvistöð en þær ganga vel þó eitthvað séu þær á eftir áætlun. Húsnæðið verður virkilega fínt og mikil og góð breyting frá því sem nú er. Staðsetningin er líka ákjósanleg en síðar í sumar flytur áhaldahúsið í annan enda sama húss þannig að Hveragerðisbær mun flytja stóran hluta starfsemi sinnar um set á næstu mánuðum.
Elfa Dögg Þórðardóttir hóf störf á föstudaginn og fórum við Guðmundur yfir ýmis mál sem varða hennar starfsvið. Nóg verkefni framundan enda aðal framkvæmda tími ársins að ganga í garð.
Friðrik Pálsson, hótelstjóri á Hótel Rangá, leit við og fórum við örstutt yfir stöðuna varðandi Markaðsstofu Suðurlands. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar leist vel á verkefnið þegar það var kynnt og mæltist til þess að fjármunir sveitarfélaganna sem liggja ónotaðir hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands verði nýttir til verkefnisins. Þar hafa nýverið orðið breytingar þar sem nýr framkvæmdastjóri hefur hafið störf svo væntanlega tefur það ákvarðanir eitthvað eins og gefur að skilja.
Fundur var í dag með fulltrúum Árborgar og ráðgjafa sem vinnur með sveitarfélögunum að því að koma almenningssamgöngum á milli höfuðborgarsvæðisins og þessara tveggja sveitarfélaga. Það er heilmikill gangur í þessari vinnu og vonandi að hún beri árangur þannig að ódýrari og tíðari almenningssamgöngur geti orðið reyndin strax á næsta ári.
-----------------------------------
Hjalti Sigurðsson ættaður frá Raftholti var fermdur síðastliðinn sunnudag og í veisluna mætti stór hópur af Hreiðursættinni. Virkilega gaman enda hittast ættingjarnir ekki nema endrum og sinnum nú orðið. Á myndinni er fermingardrengurinn með foreldrum sínum Ágústu Hjaltadóttur og Sigurði Björnssyni og stóra bróður Páli Sigurðssyni.
Á uppstigningardag var síðan Þjóðbjörg Eiríksdóttir, frá Gýgjarhólskoti í Biskupstungum, fermd og var það líka skemmtileg og góð stund enda eru þær líflegar mæðgurnar á myndinni. Fermingarmessan í Haukadalskirkju var óvanalega persónuleg enda einungis eitt fermingarbarn, kirkjan lítil og rúmaði fáa og presturinn alinn upp á sömu þúfu og móðir fermingarbarnsins. Þarna tóku því allir virkan þátt í messunni, sungu hástöfum og svöruðu á réttum stöðum. Gaman að því.
----------------------------------------
Svona til að halda okkur við efnið varðandi afleiðingar fyrirhugaðrar Bitruvirkjunar þá smelli ég hér inn afar rómantískri mynd sem tekin er í Reykjadal en myndinni nappaði ég á Flickr frá ókunnum myndasmið. Vona að það fyrirgefist...