<$BlogRSDUrl$>

19. maí 2008

Niðurstaða Skipulagstofnunar og "dagbók"...

Álit Skipulagsstofnunar um Bitruvirkjun var birt í dag. Þar kemur fram að stofnunin telji virkjunina með öllu óásættanlega vegna þeirra áhrifa sem hún komi til með að hafa á umhverfi og landgæði á svæðinu. Við Hvergerðingar fögnum þessari niðurstöðu enda er hún í anda þeirra mótmæla sem bæjarstjórn hefur viðhaft um málið.
Um leið vil ég nota þetta tækifæri og ítreka að bæjarstjórn hefur aldrei mótmælt áformum um Hverahlíðarvirkjun eða aðrar virkjana hugmyndir sunnar/vestar á heiðinni.
Það er mikilvægt að missa ekki sjónar á því að í þessu máli snérust mótmælin um Bitruvirkjun og fyrirhugaða staðsetningu hennar en óumdeilt er að það svæði sé eitt fallegasta útivistarsvæðið á suðvesturhorni landsins.

Gönguleiðin hefst hér fyrir ofan Hveragerði en hægt er að lofa ógleymanlegum degi öllum þeim sem leggja land undir fót. Bað í heita læknum er síðan toppurinn á góðri gönguferð en gangan hentar jafnt börnum sem fullorðnum.
--------------------------------
Í dag mánudag undirbjuggum við Unnur vinabæjaferð til Äänekoski í Finnlandi en þar verða hún og Róbert fulltrúar bæjarfélagsins. Norræna félagið er líka að skipuleggja ferð á mótið sem efalaust verður hið skemmtilegasta.
--------------------------------
Bæjarstjórn fundaði í dag en þar fór fram seinni umræða um ársreikning 2008. Meirihlutinn lagði fram nokkuð stóra bókun sem má lesa hér. Lítil umræða var um reikninginn enda er hann einn sá besti sem sést hefur hér í bæ. Rekstrarhagnaður ársins um 104 milljónir króna sem er mjög góð niðurstaða. Ekki síður vorum við ánægð með það hversu vel reikningurinn stefndi við fjárhagsáætlun en frávikin voru tiltölulega lítil. Nú er mikilvægt að halda sjó árið 2008 því ljóst er að efnahagslegt umhverfi sveitarfélaganna er með allt öðrum hætti nú en verið hefur undanfarið.
Meirihlutafundur strax í kjölfar bæjarstjórnarfundar þannig að dagurinn varð ansi langur...
---------------------------------
Hafsteinn Davíðsson var fermdur í gær, sunnudag. Afskaplega ánægjulegur dagur í alla staði en vel fór um gesti í sal Landbúnaðarháskólans á Reykjum enda gróðurinn í blómasalnum einstaklega fallegur. Fermingarbarnið stóð sig betur en flestir fullorðnir hefðu gert og hélt glimrandi ræðu yfir gestunum, greinilegt að þarna er efnilegur unglingur á ferð, en það höfum við nú alltaf vitað ;-)
Fermingargjafirnar báru tækjaáhuganum vitni, bílabækur og verkfærasett voru í yfirgnæfandi meirihluta á gjafaborðinu....
Við náðum frábærum myndum af allri stórfjölskyldunni en það gerist ekki oft núorðið að allir séu á sama stað á sama tíma.
--------------------------------
Fór á opnun myndlistarsýningar í Listasafni Árnesinga í gær. Þar var opnuð sýning í tengslum við listahátíð á verkum Magnúsar Kjartanssonar. Sýningin er mjög áhugaverð enda greinilegt að listamaðurinn hefur haft afskaplega frjóa hugsun. Ég hef aldrei áður verið við jafn fjölmenna opnun en í fljótu bragði virtust einhver hundruð manna vera í húsinu við opnunina ekki margir heimamenn reyndar en þeir eru hérmeð hvattir til að líta við í safninu þessa dagana.
---------------------------------
Samtök skipulags- og tæknifræðinga sveitarfélaga héldu fund sinn hér í Hveragerði á fimmtudag og föstudag. Stór hópur sem fundaði um áhugaverð málefni auk þess að skoða sig um hér í Hveragerði. Þvottahúsið Ás, HNLFÍ og Kjörís voru meðal þeirra staða sem voru heimsóttir og var það mál manna að þvottahúsið hefði komið mest á óvart. Væntingar til þvottahúss kannski ekki miklar en ég get fullyrt það að heimsókn þangað er upplifun í sjálfu sér. Tæknivæddasta þvottahús landsins og þó víðar væri leitað er nefnilega staðsett hér í Hveragerði og það er alltaf gaman að skoða tækninýjungar
Hátíðarkvöldverður á föstudagskvöldið var hátíðlegur eins og vera bar en þar sló fjölskyldan að Bröttuhlið 5(sr. Jón, Gyða og börn) rækilega í gegn með glæsilegri tónlistardagskrá.

Bæjarritarar héldu einnig sinn árlega fund
hér og á Selfossi og í Ölfusi þessa sömu daga. Ragnheiður og Ólafur Áki ásamt Guðmundi Þór, forseta bæjarstjórnar, héldu þeim selskap á föstudagskvöldi eftir að hópurinn hafði farið í umfangsmiklar skoðunarferðir um grundir Árnessýslu.

Eina sem vantaði þetta árið væri að bæjarstjórar funduðu hér líka ...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet