26. maí 2008
Hafsteinn, hesthús og blaðamenn ...
Í dag á Hafsteinn Davíðsson afmæli, til hamingju með árin 14, kæri frændi!
-----------------------------
Annars hófst dagurinn á ágætum fundi mínum með stjórn félags hesthúsaeigenda hér í Hveragerði. Fórum við vítt og breitt yfir sviðið en hesthúsahverfi okkar Hvergerðinga er inní Dal og býr þar góðu sambýli með skógræktarfélaginu, golfurum, fótboltaáhugamönnum og öðru útivistarfólki. Það er ýmislegt sem mætti bæta þar og snúa þau atriði bæði að bænum og húseigendum. Í sameiningu er hægt að gera góða hluti og er fullur vilji til þess.
Annars er vegurinn þarna inneftir alveg óskaplega leiðinlegur, núna er hann til dæmis eitt þvottabretti og þó að hann sé heflaður þá endist það ekki lengi því miður. Miðað við sífellt aukna umferð þá verður auðvitað að bæta úr þessu frekar fyrr en seinna.
Dagurinn fór annars í að sinna hinum ýmsu verkefnum sem virðast fjölga sér stjórnlaust á borðinu suma daga. Alveg hætt að skilja þetta...
----------------------------
Síðdegis kom hingað blaðamaður frá Time magazine til að taka við mig viðtal um orkunýtingu og sjónarmið og reynslu Hveragerðinga af þeim málum og þá ekki síst með tilliti til athugasemda okkar varðandi Bitru. Hún mun ræða við ýmsa fleiri varðandi þetta mál svo það verður fróðlegt að sjá afraksturinn.
----------------------------
Meirihlutafundur samkvæmt venju í kvöld og farið yfir fjölmörg mál enda sumarfrí framundan bæði hjá einstökum bæjarstjórnarmönnum og bæjarstjórninni sjálfri.
Í dag á Hafsteinn Davíðsson afmæli, til hamingju með árin 14, kæri frændi!
-----------------------------
Annars hófst dagurinn á ágætum fundi mínum með stjórn félags hesthúsaeigenda hér í Hveragerði. Fórum við vítt og breitt yfir sviðið en hesthúsahverfi okkar Hvergerðinga er inní Dal og býr þar góðu sambýli með skógræktarfélaginu, golfurum, fótboltaáhugamönnum og öðru útivistarfólki. Það er ýmislegt sem mætti bæta þar og snúa þau atriði bæði að bænum og húseigendum. Í sameiningu er hægt að gera góða hluti og er fullur vilji til þess.
Annars er vegurinn þarna inneftir alveg óskaplega leiðinlegur, núna er hann til dæmis eitt þvottabretti og þó að hann sé heflaður þá endist það ekki lengi því miður. Miðað við sífellt aukna umferð þá verður auðvitað að bæta úr þessu frekar fyrr en seinna.
Dagurinn fór annars í að sinna hinum ýmsu verkefnum sem virðast fjölga sér stjórnlaust á borðinu suma daga. Alveg hætt að skilja þetta...
----------------------------
Síðdegis kom hingað blaðamaður frá Time magazine til að taka við mig viðtal um orkunýtingu og sjónarmið og reynslu Hveragerðinga af þeim málum og þá ekki síst með tilliti til athugasemda okkar varðandi Bitru. Hún mun ræða við ýmsa fleiri varðandi þetta mál svo það verður fróðlegt að sjá afraksturinn.
----------------------------
Meirihlutafundur samkvæmt venju í kvöld og farið yfir fjölmörg mál enda sumarfrí framundan bæði hjá einstökum bæjarstjórnarmönnum og bæjarstjórninni sjálfri.
Comments:
Skrifa ummæli