<$BlogRSDUrl$>

12. maí 2008

Long time, no see...

Þetta langa hlé skýrist af fundi bæjarstjóra sem haldinn var með miklum myndarbrag í Húnavatnssýslum þetta árið. Skúli Þórðarson (Húnaþingi vestra) og Arnar Þór Sævarsson (Blönudósi) voru gestgjafar og dagskráin var þétt og vel skipulögð. Það eru forréttindi að fá að heimsækja staði með þessum hætti þar sem hópurinn fær að kynnast helstu innviðum samfélagsins og heimsækja staði sem maður kæmi annars aldrei til. Ég hef til dæmis ávallt keyrt framhjá Þingeyrarkirkju og ekki flogið til hugar að koma við. Heimsóknin þangað var einn af hápunktum ferðarinnar og eindregið hægt að mæla með því við ferðalanga að þeir leggi leið sína þangað. Á myndinni má sjá innviði Þingeyrarkirkju.
Við fjölskyldan keyrðum fyrir Vatnsnes í fyrra sumar en ólíkt var nú skemmtilegra að fara þann hring með kunnugum sem þekktu þar hverja þúfu. Ýmsar óvæntar uppákomur krydduðu ferðina og óneitanlega átti snjókoma sinn þátt í þeim flestum. Gestgjafarnir eiga heiður skilinn fyrir góða skipulagningu og gestrisni. Svo er það Snæfellsnes að ári ...

Seinni myndin fær að fljóta með til heiðurs Þórði Skúlasyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, og hans frú Elínu Þormóðsdóttur sem óvænt buðu hópnum í heimsókn á bæ sinn Grund í Vesturhópi. Með þeim á myndinni er sonur þeirra Skúli Þórðarson sem var annar gestgjafi bæjarstjórafundarins í ár.
-------------------
Komum heim síðdegis á laugardag en um kvöldið var mikið um dýrðir þar sem Helga Guðrún Guðjónsdóttir, aðstoðarskólastjóri grunnskólans, hélt uppá 50 ára afmæli sitt á Hótel Hilton í Reykjavík. Fjölmenni mætti eðlilega héðan að austan og fagnaði með afmælisbarninu og fjölskyldu hennar. Gaman að sjá hversu mikið er núna lagt uppúr skemmtiatriðum í afmælum en dagskráin samanstóð að "fréttum" af afmælisbarninu, fjölbreyttum söngatriðum og ræðuhöldum. Hitakútur var síðan að stilla hljóðfærin fyrir ballið þegar ég læddist út enda boðin í 1. árs afmæli Hofland setursins hér í Hveragerði. Þar var einnig mikið fjör, fjöldi Hvergerðinga mættur á staðinn og glæstar veitingar í boði. Linda og fjölskylda reka staðinn með miklum myndarbrag en þetta er afar samheldinn hópur sem lætur sér annt um sitt fólk.
------------------
Eðli máls samkvæmt þarf stundum að sinna húsverkum og garðvinnu og Hvítasunnudagur var nýttur til hins ýtrasta. Haukur litli frændi fékk að vera í heimsókn og við gerðum allt sem við gátum til að spilla honum þannig að við yrðum uppáhaldsfrændfólkið. Það tókst hreint frábærlega og nú þarf að læsa húsinu heima hjá honum sérstaklega svo hann stelist ekki til "Andísar" eins og hann orðar það...
-------------------
Annar í hvítasunnu var heldur rólegri en þá var ákveðið að renna í Grímsnesið og prufa nýju laugina á Borg. Hún er afar vinsæl hjá yngri kynslóðinni en rennibrautin er greinilega aðal aðdráttaraflið. Ég gerði heiðarlega tilraun til að synda í lauginni en gafst fljótt uppá því enda mikið fjör hjá börnunum í lauginni. Ég var farin að minna óþyrmilega á hina ýmsu misgeðgóða eldri borgara sem hér svamla í lauginni þegar ég ákvað að leyfa börnunum bara að njóta sín...
Það virkaði miklu betur. Drengirnir í okkar föruneyti vilja báðir fá svona rennibraut hingað í Hveragerði og það ekki seinna en á morgun. Spurning að byrja að þarfagreina strax ! ! !

Eftir að hafa hitt Hildi sveitarstjórnarkonu í búðinni á Borg var farið niður að Sólheimum og rölt þar um svæðið. Þangað er alltaf gaman að koma enda nóg að skoða. Við kíktum inní kirkjuna, í listhúsið og verslunina og höfðum gaman af. Við sáum að nú er verið að byggja þarna stórt og mikið þjónustuhús á tveimur hæðum og ýmis fleiri hús svo uppbygging á staðnum er afar mikil. Ýmsir hafa sett spurningamerki við alla þessa uppbyggingu á húsnæði sem ekki beint nýtist íbúum staðarins en væntanlega er góð nýting á öllu þessu rými, annars væri ekki verið að byggja ....
-----------------------
Meirihlutafundur í kvöld til undirbúnings aukafundi bæjarstjórnar í fyrramálið kl. 8.
Á þeim fundi tökum við fyrir fundargerð skipulags- og bygginganefndar þar sem nefndin fjallar um aðalskipulag Ölfuss og þá sérstakelga virkjanasvæðið við Hverahlíð og Bitru. Málið er svo mikilvægt fyrir Hvergerðinga að það þótti ástæða til að fjalla um það á sérstökum aukafundi.

Fjöldi fólks gekk í hús hér í Hveragerði í dag og safnaði mótmælum gegn Bitruvirkjum. Ég rakst á einn þeirra og hann sagði móttökur framar öllum vonum.
Að sögn lýstu svo til allir andstöðu við virkjana áformin og vildu leggja sitt lóð á vogarskálarnar ef það mætti verða til að koma í veg fyrir áformin á Ölkelduhálsi.
Athugasemdafrestur við aðalskipulagið rennur út á morgun þann 13. maí.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet