<$BlogRSDUrl$>

13. maí 2008

Af Bitru, fundum og fleiru ...

Þessa ágætu mynd af Sigurði Jónssyni, skipulags- og byggingafulltrúa í Ölfusinu, fékk ég senda í dag frá Láru Hönnu Einarsdóttur, sem af mikilli einurð hefur barist gegn Bitruvirkjun. Þarna má sjá að plakatið sem gefið var út gegn virkjunarframkvæmdum við Bitru hefur fengið verðugan sess á vegg fundarherbergis Ölfusins. Hér má lesa um afhendingu undirskriftalista í Ölfusinu og einnig sjá fréttir kvöldsins um fyrirhugaða Bitruvirkju.

Aukafundur bæjarstjórnar
var haldinn í morgun, en á dagskrá var eitt mál en það var fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 6. maí s.l. Á fundinu var fundargerðin samþykkt samhljóða með eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega öllum áformum um virkjun við Bitru og telur einsýnt að með þeim áformum sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Við skorum á sveitarfélagið Ölfus að hætta við þá breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem gerir ráð fyrir virkjun á þessu svæði enda yrðu neikvæð áhrif virkjunar og tengdra framkvæmda afar mikil á þessu verðmæta útivistarsvæði. Óumdeilt er að áhrifin verða einnig mikil á lífsgæði íbúa í næsta nágrenni virkjunarinnar, hljóta hagsmunir Hvergerðinga að vega þar þyngst. Bæjarstjórn vill í þessu sambandi enn og aftur minna á að borholur vegna Bitruvirkjunar verða staðsettar í um 4 kílómetra fjarlægð frá byggðinni í Hveragerði.

Orkuveita Reykjavíkur hefur sýnt það og sannað í gegnum tíðina að fyrirtækið og forverar þess hafa haft umhverfismál að leiðarljósi og við trúum því að á því verði ekki breyting nú. Bæjarstjórn Hveragerðis treystir því að stjórn og stjórnendur OR sjái að sér í þessu máli og láti náttúruna og íbúa Hveragerðisbæjar njóta vafans og hætti við öll áform um virkjanir á Bitrusvæðinu og í næsta nágrenni þess.

Bæjarstjórn gerir verulegar athugasemdir við framgöngu Sveitarfélagsins Ölfuss í málinu. Ekki er ásættanlegt að sveitarfélag geti gengið fram með þeim hætti sem hér er gert og skipulagt starfsemi í túnfæti nágrannasveitarfélags sem getur haft mikil áhrif á framtíð og uppbyggingu þess.

Verði af virkjun við Bitru, þrátt fyrir eindregin mótmæli Hveragerðisbæjar, áskilja forsvarsmenn bæjarfélagsins sér allan rétt í framhaldinu.


Í kjölfar fundarins tóku við nokkur viðtöl við útvarp og sjónvarp enda eðlilegt þar sem um mjög umdeilt mál er að ræða. Ég hef sjaldan áður fundið fyrir jafn miklum stuðningi við málflutning eins og og við í bæjarstjórn finnum fyrir í þessu máli. Það er enda auðvelt fyrir flesta að gera sér góða grein fyrir eðli málsins og þeir sem það gera verða fljótlega á einni og sömu skoðuninni. Þetta svæði ber með öllum tiltækum ráðum að vernda.
------------------------
Eftir hádegi sat ég fund varðandi uppbyggingu starfsstöðvar Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum. Það var gott að heyra þann hug sem stjórnendur skólans bera til staðarins og hef ég uppá síðkastið sannfærst um það að áhyggjur þær sem við höfðum hér fyrir nokkrum misserum af framtíð skólastarfs á svæðinu séu ástæðulausar. Framundan er að nemendur verði teknir inn á hverju ári. Eftirspurn er eftir náminu og sérstaklega er endurmenntunardeild skólans öflug en frá áramótum hefur LBHÍ boðið uppá 80 námskeið og þau hafa sótt um 1000 manns. Þessum hluta skólastarfsins er stýrt með miklum myndarskap frá Reykjum. Uppbygging er aftur á móti nauðsynleg eigi skólastarf að geta þróast og þar eru ákveðnar hugmyndir uppi sem skýrast munu á næstu vikum.
-------------------------
Fékk góða heimsókn frá Hornafirði síðdegis þegar Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri, kom í heimsókn ásamt fríðu föruneyti. Hornfirðingar hafa hug á því að ganga í SASS eins og fram hefur komið í fréttum og vilja með því styrkja tengsl sín við sveitarfélög hér í suðurkjördæmi. Skemmtileg heimsókn enda alltaf gott af efla tengsl við aðra sveitarstjórnarmenn.
----------------------
Í kvöld fundaði ég, ásamt forseta og formanni bæjarráðs, með brunavörðum slökkviliðs Hveragerðisbæjar. Fundurinn var frekar óformlegur en tilgangur hans var að fara yfir stöðu mála varðandi nýju slökkvistöðina sem verið er að innrétta. Framkvæmdir eru þar í fullum gangi en það er mikil bjartsýni að halda að slökkviliðið geti flutt í nýtt húsnæði þann 15. maí. Það er enn þónokkuð eftir en ég efast þó ekki um að hlutirnir fari að ganga hraðar á lokametrunum. Húsnæðið verður eftir endurbæturnar afar glæsilegt og mun gjörbylta allri aðstöðu slökkviliðsins.
----------------------

Sannkölluð vorblíða ríkti í Hveragerði í dag enda hefur allur gróður tekið miklum stakkaskiptum á nokkrum dögum. Frábær tími þegar allt er að laufgast og litadýrðin tekur völdin í görðum bæjarbúa. Myndina tók ég í garðinum af Kúrileyjakvistinum mínum sem stendur nú alþakinn bleikum blómum.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet