21. maí 2008
Af framkvæmdum og fleiru ...
Eftir afar langan vinnuferil er loksins búið að leggja malbik á Klettahlíðina, nú líður maður þar eftir götunni á eggsléttum vegi og aldrei framar munu íbúar þurfa að þola polla og tilheyrandi slettur á rigningardögum eða endalaust ryk ef veðrið helst þurrt. Um næstu helgi verður vonandi hægt að bjóða út framkvæmdir í Þórsmörkinni en þar á að ganga frá götunni í sumar. Eins og ég segi alltaf þá tosast þetta....
Núna eru einungis eftir ómalbikaðar Brattahlíðin, helmingur Varmahlíðar, litla Þverhlíðin ofan við kirkjuna, spottinn niður að Frost og funa og gatan að Heiðmörk 18-22. Þetta allt þarf að klára eins fljótt og nokkur er kostur.
Set hér inn mynd tekna í Klettahlíðinni í dag og aðra af Þórsmörkinni....
Þar sem malbikunarvélarnar eru að vinnu hér í Hveragerði oft í mánuði þá var ákveðið á húsfundi á Heiðmörkinni að hætta þessu gaufi og fá malbik á bílaplanið.
Erum búin að kljást um það í mörg ár hvort ætti að helluleggja eða malbika en skynsemin bar okkur ofurliði í þessu máli. Betri helmingurinn þolir heldur ekki mosa eða gras á milli hellna þannig að allar lausar stundir næstu sumur hefðu farið í að hreinsa planið ef við hefðum hellulagt. Gat ekki hugsað mér það ;-)
Eftir afar langan vinnuferil er loksins búið að leggja malbik á Klettahlíðina, nú líður maður þar eftir götunni á eggsléttum vegi og aldrei framar munu íbúar þurfa að þola polla og tilheyrandi slettur á rigningardögum eða endalaust ryk ef veðrið helst þurrt. Um næstu helgi verður vonandi hægt að bjóða út framkvæmdir í Þórsmörkinni en þar á að ganga frá götunni í sumar. Eins og ég segi alltaf þá tosast þetta....
Núna eru einungis eftir ómalbikaðar Brattahlíðin, helmingur Varmahlíðar, litla Þverhlíðin ofan við kirkjuna, spottinn niður að Frost og funa og gatan að Heiðmörk 18-22. Þetta allt þarf að klára eins fljótt og nokkur er kostur.
Set hér inn mynd tekna í Klettahlíðinni í dag og aðra af Þórsmörkinni....
Þar sem malbikunarvélarnar eru að vinnu hér í Hveragerði oft í mánuði þá var ákveðið á húsfundi á Heiðmörkinni að hætta þessu gaufi og fá malbik á bílaplanið.
Erum búin að kljást um það í mörg ár hvort ætti að helluleggja eða malbika en skynsemin bar okkur ofurliði í þessu máli. Betri helmingurinn þolir heldur ekki mosa eða gras á milli hellna þannig að allar lausar stundir næstu sumur hefðu farið í að hreinsa planið ef við hefðum hellulagt. Gat ekki hugsað mér það ;-)
Comments:
Skrifa ummæli