<$BlogRSDUrl$>

31. janúar 2007

Meirihlutinn sendi frá sér stutta yfirlýsingu vegna greinar Þorsteins frá því í síðustu viku og mun hún væntanlega birtast í Dagskránni á morgun. Það er alltaf spurning hversu miklu púðri á að eyða í svör við greinum eins og þessum og við erum á þeirri skoðun að láta frekar verkin tala heldur en að standa í endalausu þrasi í blöðunum.
Nóg er nú þrasið samt sem landsmenn þurfa að upplifa. Flokksmenn Frjálslynda flokksins eyðilögðu til dæmis flokkinn sinn uppá eigin spýtur. Nokkuð vel að verki staðið finnst mér! ! Það er furðulegt að hrekja frá sér skeleggasta fulltrúa flokksins en með Margréti fór líka trúverðugleikinn og traustið sem stjórnmálaflokkum er nauðsynlegt eigi þeir að lifa.

25. janúar 2007

Margur heldur mig sig ....

Minnihlutinn fer mikinn í héraðsblöðum þessar vikurnar. Það er eðlilegt í ljósi þess að einhvers staðar þurfa þau að koma áróðri sínum á framfæri þar sem útgáfa A-lista blaðsins virðist hafa lognast útaf þegar Kiddi Rót gafst upp á að vinna fyrir samkrullið.

En það sem uppúr stendur eftir að hafa lesið allt sem frá þeim hefur komið að undanförnu er það hversu óskaplega reið, sár og svekkt þau eru. Reið sjálfsagt út í okkur, þar sem Hveragerðisbær virðist ætla að dafna ágætlega undir okkar stjórn. Reið út í sjálfa sig og hvert annað fyrir að hafa klúðrað tækifærinu til að gera góða hluti jafn gjörsamlega og þau gerðu á síðasta kjörtímabili. Ætli reiðin sem brýst út í héraðsblöðum lýsi síðan ekki best gremju þeirra yfir að hafa farið í sameiginlegt framboð og þar með endanlega fyrirgert möguleikum sínum til að lenda í meirihluta.

Í hverri greininni á fætur annarri erum við vænd um fyrirgreiðslupólitík. Það kemur nú sannast sagna úr hörðustu átt. Í dag tók þó steininn úr í grein Þorsteins Hjartarssonar í Dagskránni þar sem hann nafngreinir ákveðin fyrirtæki og telur þau hafa gefið stór framlög í kosningasjóði okkar. Undir því er ekki hægt að sitja þegjandi. Allt síðasta kjörtímabil stillti þáverandi minnihluti sig um að vera með yfirlýsingar í þessa veru enda vildum við ekki vera á því plani sem Þorsteinn og félagar hafa nú valið að vera á.

Ég vil minna lesendur á eftirfarandi af afrekalista A-lista fólks þessi fjögur ár sem þau voru við völd:

-Drög að samningi við ÍAV voru lögð fram þar sem fyrirtækið átti að byggja leikskólann Óskaland en Hveragerðisbær átti síðan að leigja húsnæðið af þeim til reksturs skólans. Kostnaður milljónatugir umfram það að byggja og eiga !
Selja átti þeim fráveitumannvirkið á 80 milljónir sem rúmu ári áður kostaði um 200 milljónir í byggingu og ÍAV átti síðan að framkvæma alla gatnagerð í bæjarfélaginu án útboðs að sjálfsögðu. Þessum samningi var á endanum hafnað vegna mikilla mótmæla þáverandi minnihluta.
Í staðinn var ÍAV falið að byggja leikskólann Óskaland án undangengins útboðs vel að merkja.

-"sala" á 80 ha af byggingalandi bæjarins til Eyktar, þar sem byggðar verða 855 íbúðir, hverfi fyrir 2200 manns. Kaupverð landsins: bygging tveggja deilda leikskóla sem skila á tilbúnum undir tréverk.

-mjög umdeild og i raun óskiljanleg sala á Hitaveitu Hveragerðisbæjar til Orkuveitu Reykjavíkur fyrir rétt rúmar 250 milljónir. Á sama tíma selja örfáir bændur hér í Ölfusinu sína Veitu og fá fyrir 90 milljónir. Þá veitu þurfti að endurnýja frá grunni og notendur brotabrot af íbúafjölda Hveragerðisbæjar. 40% af veitu Hveragerðisbæjar var endurnýjað og í mjög góðu lagi.

Allt tal um fyrirgreiðslupólitík er marklaust komandi frá þessum einstaklingum.

Varðandi dylgjur um nafngreind fyrirtæki er rétt að það komi fram að framkvæmdastjóra 5X hef ég einu sinni hitt og það var nú nýverið þegar hann skilaði hér inn erindi. Framkvæmdastjóra Eðalhúsa hef ég reyndar séð í sjónvarpinu á handboltaleikjum á árum áður, en þar með eru mín kynni af honum upptalin áður en vinnan við Búmannahverfið hófst. Tal um styrki í kosningasjóði okkar er eins fjarstæðukennt og hugsast getur, en ætli það geti verið að þarna sannist hið fornkveðna að margur heldur mig sig! ! !

Við erum að vinna af heilindum fyrir Hveragerði og Hvergerðinga. Hér mun fjölga íbúum af því að hér mun fólk vilja búa. Málflutningur A-listans dæmir sig sjálfur og flytjendur hans. Fólk þekkir mig og veit fyrir hvað ég stend. Ég hef aldrei staðið fyrir fyrirgreiðslupólitík og það vita Hvergerðingar. Það eru þeir og skoðanir þeirra sem munu skipta máli þegar upp er staðið.

24. janúar 2007

Af útlendingum ...

Það er að koma mynd á þriggja ára áætlun Hveragerðisbæjar. Undanfarið hef ég verið að vinna ákveðna grunnvinnu sem kemur til með að létta mjög stefnumótun til framtíðar. Gaman að því og gott að fara vel yfir málin á þessu stigi. Fékk heimsókn í dag frá Veraldarvinum sem hafa mikinn áhuga á því að koma aftur til Hveragerðis. Hópur frá þeim dvaldi í 3 daga í bænum síðasta sumar og vann að umhverfisverkefnum. Þrátt fyrir óskemmtilegt veður þá daga sem þau dvöldu hér vilja þau gjarnan koma aftur. Hveragerði er spennandi staður fyrir hina erlendu hópa, stutt frá höfuðborgarsvæðinu en með landsbyggðar andrúmsloft. Síðan hafa gönguleiðirnar hér í kring mikið aðdráttarafl en þær eru þekktar langt útfyrir landsteinana.

Var beðin um að vera með erindi um Hveragerði fyrir danskan hóp á Hótel Örk í kvöld. Tók því fegins hendi enda gott að geta æft dönskuna aðeins. Það er af sem áður var þegar "útlenskan" var meira notuð en íslenskan eins og stundum gat verið í Kjörís.
En ég notaði tækifærið og sýndi þeim myndbandið með Hveragerðislaginu hans Magnúsar Þórs. Við sýndum það líka við upphaf kjördæmisþingsins á Hótel Örk um helgina. Þetta er afskaplega fallegt lag, byrjar mjög rólega eins og gregorískur sálmasöngur en endar kröftuglega með Stefán Hilmars í fararbroddi.

23. janúar 2007

Er ég hópsál?

Ég er búin að eiga í sálarstríði að undanförnu yfir bloggsíðunni. Loksins þegar ég er byrjuð að skrifa aftur þá get ég ekki hugsað um annað en það hvort ég eigi að færa mig yfir á Mogga bloggið. Verða eins og allir hinir og hafa skoðun á fréttum Moggans. Nú er ég búin að gera könnun á þeim síðum sem vinsælastar eru á Moggablogginu, finnst þær hvorki gefandi né skemmtilegar. Hversu lengi munum við nenna að lesa skoðun hundruða einstaklinga á niðurstöðu prófkjörs Framsóknar eða álit þeirra sömu á framboði eldri borgara? Dömurnar í aðdáendaklúbb mínum á Austfjörðum yrðu eyðilagðar ef þær gætu ekki lengur lesið um sýslan mína á öldum veraldarvefsins ! ! Þær myndu seint nenna að lesa látlausar athugasemdir mínar um fréttir án þess að inní umfjöllunina slæddist eitthvað persónulegra.
Reyndar held ég að fyrir orðhvata konu eins og mig sé líka skynsamlegra að vera ekki að viðra skoðanir sínar umhugsunarlaust á vefnum, sé í anda allar þær pínlegu uppákomur sem ég gæti lent í. Því hef ég ákveðið að vera staðföst, láta ekki heillast af himinháum heimsóknatölum og láta mér nægja trúfasta lesendur aldis.is.
Ég og Siv... Við höldum okkar stefnu ótrauðar ! ! !

22. janúar 2007

Hannes Sunnlendingur vikunnar ...

Fundir og viðtöl fyrir hádegi. Nú er hafin vinna við 3. ára áætlun en hún verður lögð fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar. Þar mun sjá merki þeirrar stefnuskrár sem við Sjálfstæðismenn lögðum upp með fyrir kosningar.

Síðdegis var tilnefndur Sunnlendingur ársins á vegum vefsins www.sudurland.is. Sunnlendingar völdu vel en það var Hvergerðingurinn Hannes Kristmundsson sem hlaut heiðursnafnbótina þetta árið. Hann hefur verið ötull talsmaður tvöföldunar Suðurlandsvegar og á heiður skilinn fyrir þann kraft sem hann hefur sýnt í því máli. Þingmannsefnið Bjarni Harðar afhenti viðurkenninguna og fórst það vel úr hendi eins og við var að búast. Jón Ársæll elti hann á röndum svo það er greinilegt að fljótlega fáum við að sjá Bjarna í þættinum Sjálfstæðir Íslendingar. Á meðfylgjandi mynd sem Magnús Hlynur tók má sjá Sigurbjörgu eiginkonu Hannesar lengst til vinstri og Hannes við hlið hennar. Aðrir á myndinni eru Bjarni Harðar, Kristján Kristjánsson, Ómar Garðarsson, Ólafur Helgi sýslumaður og við sveitarstjórarnir erum svo í fremri röðinni.

Meirihlutafundur síðdegis sem lauk snögglega þegar fréttist af frábæru gengi íslenska landsliðsins í handbolta. Rauk þá hver til síns heima og náði ég að sjá blálok leiksins. Frábær árangur. Það er með landsliðið eins og Hamars liðið í körfunni, kemur manni alltaf á óvart þegar síst skyldi ! ! !

21. janúar 2007

Kjördæmisþing Sjálfstæðismanna ...

...var haldið hér í Hveragerði í dag. Þingið gekk vel og Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi munu ganga glaðbeittir og sigurvissir til kosninga. Tillaga kom fram um breytingu á listanum en mkill meirihluti þingfulltrúa var sammála niðurstöðu kjörnefndar og samþykkti tillöguna sem lá fyrir fundinum. Þegar verið er að raða 20 manns á listann er ekki óeðlilegt að sitt sýnist hverjum. Umræðan á þinginu í dag var góð og nauðsynlegt að fá fram skýran vilja Sjálfstæðismanna á kjördæmisþingi. Nú liggur hann fyrir og þá getur kosningabaráttan hafist fyrir alvöru.

Guðni sigraði með glæsibrag í prófkjöri Framsóknarmanna og Bjarni Harðar náði öðru sæti. Sigur Guðna var auðvitað fyrirsjáanlegur en samt hélt ég að mjórra yrði á munum og að Hjálmar yrði nær því að hafa sigur. Árangur Bjarna er ótrúlega góður og athyglisvert að tveir Árborgarbúar skuli vera í 1. og 2. sæti.
Ég hef fullan skilning á viðbrögðum Hjálmars við niðurstöðunni og hefði án vafa brugðist eins við sjálf...

Í gær, laugardag, fórum við systur í langan göngutúr og röltum meðal annars um Sólborgar svæðið. Það er ótrúlegt útsýnið frá svæðinu og ég efast ekki um að það verður slegist um einbýlishúsalóðirnar þegar þær koma á markað. Hólar, hæðir og hraundrangar setja mikinn svip á svæðið en reynt er að halda sem mest í þá sérstöðu við skipulagið. Stórskemmtilegt matarboð á Heiðmörkinni um kvöldið gerði að verkum að tekin var langþráð hreingerning í húsinu. Nauðsynlegt að bjóða heim fólki annað slagið til að ýta undir þann dugnað ! ! !

Nú er tekið við tímabil X-faktor á föstudagskvöldum og vonandi að meira líf færist í þættina þegar útsending hefst úr Smáralindinni. Það er auðvitað ekki tilviljun að stórfjölskyldan safnast saman til að horfa heldur eru það þær systur Hildur og Rakel sem draga að sér aðdáendaklúbbinn. Þær eru ótrúlega hæfileikaríkar og gaman að sjá hvað þær blómstra í þættinum. Efast ekki um að þær munu gera góða hluti á sviðinu í Smáralindinni og ná langt. Við Hvergerðingar eignum okkar líka að einhverju leiti Færeyinginn Jógvan svo ástæður fyrir áhuganum eru nægar.

18. janúar 2007

Frostið nístir inn að beini...

... ef dvalið er of lengi úti í rokinu sem ríkir þessa dagana. Veðurlýsingin úr Svartárkoti í Bárðardal varð þó til að minna mig á að hér sunnan til á landinu erum við einfaldlega alltof góðu vön. Í íslenskum kuldaköstum rifjast þó yfirleitt upp fyrir mér veturinn sem ég bjó í Noregi og frostið fór niður fyrir 30 stig. Sól og stillur uppá hvern dag þannig að auðvelt var að halda að veðrið væri betra en raun var á. Eftir örfáar mínútur utandyra beit frostið svo kröftulega að sársaukinn varð áþreifanlegur. Ef ég byggi í Svartárkoti myndi ég halda mig innandyra eins og ábúendur þar sögðust reyndar gera. Það ættum við líka að gera þar til lægir.

Orkuveita Reykjavíkur hefur átt í nokkrum vandræðum með að halda hita á ákveðnum hlutum bæjarins í kuldanum. Hefur hiti til sundlaugarinnar í Laugaskarði verið minnkaður til að freista þess að halda góðum hita á húsum í nágrenninu. Þetta gerir það að verkum að ekki er hægt að iðka sund í Laugaskarði núna en heitu pottarnir eru þrátt fyrir það í góðu lagi. Það hefur alltaf verið erfitt að halda hita jöfnum hita á sundlauginni þegar veður er kalt. Við erum líka að tala um 50x12 metra útisundlaug og því getur maður rétt ímyndað sér hver kælingin er af völdum vinds og frosts þessa dagana. En það hyllir undir betri tíð og hlýrra veður. Siggi Stormur lofar hlýnandi veðri um eða eftir helgi. Nú vonumst við til að það gangi eftir.

Dagurinn byrjaði á Heilsugæslunni þar sem ég og Guðrún Magnúsdóttir afhentum forsvarsmönnum heilsugæslunnar málverk sem verið hefur í eigu bæjarins af Magnúsi Ágústsyni fyrsta héraðslækni Hvergerðinga. Ég efast ekki um að myndinni verður fundinn verðugur staður á Heilsugæslunni. Að því loknu heimsótti ég stjórn félags eldri borgara, fékk hjá þeim te og átti fínt spjall. Gekk frá ófrágengum málum varðandi styrk til félagsins og fór yfir breyttar reglur um tekjutengingu afsláttar á fasteigna- og holræsagjöldum. Hef nokkrum sinnum heimsótt félagið og það er ávallt sérlega ánægjulegt. Starfsemin er mikil og viðhorf þeirra sem þarna eru við stjórnvölinn kraftmikið og jákvætt.
Bæjarráðsfundur seinnipartinn í dag var stuttur en góður. Fundargerðina má lesa hér.
Í kvöld var síðan borgarafundur um breytingu á aðalskipulagi á Eyktarsvæðinu svokallaða eða því svæði sem nú hefur hlotið nafnið Sólborgir. Litlar umræður urðu um breytingatillöguna en þess mun meiri um legu Suðurlandsvegar. Eyktarmenn eiga hrós skilið fyrir mjög góða og veluppsetta kynningu og ekki síður fyrir jákvæðni og samstarfsvilja í verkefninu.

Saknaði þess reyndar að enginn skyldi spyrja um götunöfnin... Ákveðið hefur verið að nöfnin á götunni séu öll fundin í hinni íslensku Flóru. Íbúar í Sólborgum munu því búa í Maríustakk 4, Gulstör 3 nú eða í Krækilyngi 15. Síðan er ekki slæmt að búa í Lyngbrekku, Lokasjóði eða Skriðdeplu svo fátt eitt sé talið. Óvanaleg nöfn sem bjóða uppá ákaflega skemmtilega tengingu við íslenska náttúru og það umhverfi sem hverfið mun rísa í. Sé fyrir mér götuskilti með mynd af viðkomandi jurt og nafninu á latínu. Garðeigendur geta síðan gert "sinni plöntu" hátt undir höfði og þannig myndað ákveðna sérstöðu í hverri götu. Ekki nóg með að þetta muni vekja athygli heldur hefur hugmyndin ákveðið fræðslugildi.

17. janúar 2007

Fékk góða heimsókn í dag ...

... en Borgfirðingar gerðu víðreist og sóttu Hveragerði heim í morgun. Átti með fulltrúum þeirra góðan fund þar sem farið var yfir hin ýmsu mál.

Foreldradagur í Grunnskólanum og þar af leiðandi mætti ég í viðtal við Ásu kennarann hans Alberts í hádeginu. Skólinn hér í Hveragerði er mjög góður enda nemendur verið að sýna mjög góðan árangur að undanförnu. Eftir heimsóknina í skólann hafði ég samband við Orkuveitu Reykjavíkur því hitastigið í skólanum var með þeim hætti að ekki verður við unað. Fæ fréttir í fyrramálið af hverju hitaleysið stafar.

Skrapp til Reykjavíkur eftir hádegi á fund en síðan var brunað austur aftur til að hitta fulltrúa knattspyrnudeildar og að því loknu formann menningarmálanefndar áður en nefndarfundur byrjaði hjá nefndinni.

Stjórn Kjördæmisráðs fundaði síðan á Selfossi fyrir kvöldmat þar sem farið var yfir ýmis mál fyrir kjördæmisþingið sem haldið verður hér í Hveragerði á sunnudag. Eftir fund fjölmenntu stjórnarmenn á Kaffi Krús þar sem hópur Sjálfstæðismanna hittist yfir kvöldmat áður en haldið var á opinn fund sem Árni Mathiessen og þingmenn boðuðu til á Selfossi í kvöld. Það var ánægjulegt að sjá hversu vel var mætt á fundinn og ekki síður að finna hve mikill hugur er í flokksmönnum. Það eru mjög svipuð mál sem brenna á Sunnlendinum hvort sem er í Árnessýslu eða Rangárvallasýslu. Tvöföldun Suðurlandsvegar ber þar hæst en miðað við yfirlýsingar formanns samgöngunefndar og þann anda sem ríkti á fundinum í kvöld hef ég fulla trú á því að ákvörðun sem okkur muni hugnast verði tekin innan skamms.

16. janúar 2007

Spennandi tímar framundan...

Fundur í verkefnisstjórn Sunnan3 á Selfossi í morgun. Nú sér fyrir endann á starfstíma verkefnisstjórnar en verkefninu lauk formlega um áramótin. Enn á þó eftir að hnýta lausa enda og ganga frá ákveðnum atriðum til að verkefninu teljist lokið. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúar sveitarfélaganna þriggja eru til dæmis á fullu við að setja á laggirnar hugmyndasamkeppni ungmenna sem meðal annars er ætlað að auka samskipti þessa aldurshóps á milli sveitarfélaganna. Afurð hugmyndasamkeppninnar gæti til dæmis orðið vefsíða þar sem ungmenni á svæðinu hefðu vettvang fyrir sameiginleg áhugamál. Það verður spennandi að sjá hver afraksturinn verður.

Eftir hádegi var fundur í Fjölbraut með sveitarstjórum og oddvitum sveitarfélaga í Rangárvallasýslu þar sem þau kynntu hugmyndir um stofnun framhaldsskóla í sýslunni. Mikill áhugi virðist vera á málinu meðal Rangæinga sem margir hverjir þurfa að aka langar vegalengdir í veg fyrir skólabílinn til að komast í FSU. Skólameistari, aðstoðarskólameistari og formaður skólanefndar sátu fundinn fyrir hönd FSU og lýstum við öll yfir vilja okkar til að koma að þessum málum og ekki síst að fulltrúar FSU fái að fylgjast með hvernig umræðunni vindur fram. Enn eiga Rangæingar eftir að móta með hvaða hætti uppbygging framhaldsskóla verður en það er mikilvægt að við uppbygginguna verði ekki vegið að starfsgrunni þeirra skóla sem þegar eru á svæðinu.

Skrapp í Nóatún eftir fundinn og ætlaði að vera snögg. Það var mikil bjartsýni. Allt fullt af fólki sem ég þekki og þurfti að spjalla við. Guðmundur frændi minn þar fremstur í flokki og hafði margt til málanna að leggja um hið pólitíska landslag á Suðurlandi. Það er nú líka hægt að ræða þau mál eins lífleg og þau eru....
Framsóknarmenn með prófkjör á laugardaginn og við Sjálfstæðismenn með kjördæmisþing í Hveragerði á sunnudag þar sem framboðslistinn til Alþingis verður samþykktur.
Spennandi tímar framundan ! ! !

Skrapp síðan austur á Hvolsvöll í kvöld á fund sem Árni Mathiessen og þingmenn Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu boðuðu til. Virkilega góður fundur og sérlega góð framsaga hjá Árna um ríkisfjármál, skattalækkanirnar og aukinn kaupmátt heimilanna. Þetta eru skilaboð sem þarf að koma vel og greinilega á framfæri. Annars var vel mætt á fundinn sem var líflegur og góður og ekki spilltu frábærar kaffiveitingar fyrir. Skafrenningur alla leiðina heim en nú er ansi vetrarlegt um að litast á Suðurlandi.

15. janúar 2007

Vinsældir mínar í netheimum...

... minnka stöðugt.
Það er reyndar vel skiljanlegt því það er klár undirstaða vinsælda að nenna að uppfæra bloggsíðuna. Hef reyndar tekið eftir því að það er líka vænlegt til vinsælda að blogga á mbl.is. Fékk mér því síðu þar en var ekki áhugasamari en svo að ég man ekki lengur lykilorðið :-) Aldrei að vita nema ég verði eins og Björn Ingi og Ingvi Hrafn sem virðast blogga látlaust. Síðan er líka vænlegt til vinsælda að vera fyrst með slúðrið eins og Steingrímur Ólafs sem allt virðist vita á undan öllum öðrum.
Það er reyndar sérstaða sem ég gæti seint tamið mér þar sem ég man engar slúðursögur stundinni lengur. Gæti reyndar æft mig á blogginu ! !

En eins og ávallt nóg að gera í vinnunni. Búið að taka fyrstu skóflustungu að viðbyggingu við Leikskólann Óskaland. Það gerði leikskólastjórinn Gunnvör með myndarbrag að viðstöddu miklu fjölmenni, vel flestir reyndar undir 6 ára aldri. Gummi Trölla var mættur á staðinn með gröfuna til að hefja jarðvinnu framkvæmdir og honum fannst greinilega vel við hæfi að gera grín að mér við þetta tilefni. Allavega var mér sópað uppí gröfuna og látin prufa. Það hefði nú verið saga til næsta bæjar ef bæjarstjórinn hefði hvolft sér þarna í moldarflagið eins og mér fannst stefna í. Afrakstur moksturs míns með gröfunni var ein pínulítil torfa. Eins gott að ég á ekki að sjá um jarðvinnuna, tæki mig kjörtímabilið með sama áframhaldi....

Annars erum við nokkuð roggin með okkur hér í Hveragerði, en íbúum hefur fjölgað vel umfram landsmeðaltal. Samkvæmt tölum Hagstofunnar bjuggu hér 2.189 þann 1. des og hafði fjölgað um 100 manns á árinu. Við eigum ekki von á öðru en að fjölgunin haldi áfram þar sem hugur virðist vera í framkvæmdaaðilum á svæðinu og eftirspurn eftir lóðum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet