17. janúar 2007
Fékk góða heimsókn í dag ...
... en Borgfirðingar gerðu víðreist og sóttu Hveragerði heim í morgun. Átti með fulltrúum þeirra góðan fund þar sem farið var yfir hin ýmsu mál.
Foreldradagur í Grunnskólanum og þar af leiðandi mætti ég í viðtal við Ásu kennarann hans Alberts í hádeginu. Skólinn hér í Hveragerði er mjög góður enda nemendur verið að sýna mjög góðan árangur að undanförnu. Eftir heimsóknina í skólann hafði ég samband við Orkuveitu Reykjavíkur því hitastigið í skólanum var með þeim hætti að ekki verður við unað. Fæ fréttir í fyrramálið af hverju hitaleysið stafar.
Skrapp til Reykjavíkur eftir hádegi á fund en síðan var brunað austur aftur til að hitta fulltrúa knattspyrnudeildar og að því loknu formann menningarmálanefndar áður en nefndarfundur byrjaði hjá nefndinni.
Stjórn Kjördæmisráðs fundaði síðan á Selfossi fyrir kvöldmat þar sem farið var yfir ýmis mál fyrir kjördæmisþingið sem haldið verður hér í Hveragerði á sunnudag. Eftir fund fjölmenntu stjórnarmenn á Kaffi Krús þar sem hópur Sjálfstæðismanna hittist yfir kvöldmat áður en haldið var á opinn fund sem Árni Mathiessen og þingmenn boðuðu til á Selfossi í kvöld. Það var ánægjulegt að sjá hversu vel var mætt á fundinn og ekki síður að finna hve mikill hugur er í flokksmönnum. Það eru mjög svipuð mál sem brenna á Sunnlendinum hvort sem er í Árnessýslu eða Rangárvallasýslu. Tvöföldun Suðurlandsvegar ber þar hæst en miðað við yfirlýsingar formanns samgöngunefndar og þann anda sem ríkti á fundinum í kvöld hef ég fulla trú á því að ákvörðun sem okkur muni hugnast verði tekin innan skamms.
... en Borgfirðingar gerðu víðreist og sóttu Hveragerði heim í morgun. Átti með fulltrúum þeirra góðan fund þar sem farið var yfir hin ýmsu mál.
Foreldradagur í Grunnskólanum og þar af leiðandi mætti ég í viðtal við Ásu kennarann hans Alberts í hádeginu. Skólinn hér í Hveragerði er mjög góður enda nemendur verið að sýna mjög góðan árangur að undanförnu. Eftir heimsóknina í skólann hafði ég samband við Orkuveitu Reykjavíkur því hitastigið í skólanum var með þeim hætti að ekki verður við unað. Fæ fréttir í fyrramálið af hverju hitaleysið stafar.
Skrapp til Reykjavíkur eftir hádegi á fund en síðan var brunað austur aftur til að hitta fulltrúa knattspyrnudeildar og að því loknu formann menningarmálanefndar áður en nefndarfundur byrjaði hjá nefndinni.
Stjórn Kjördæmisráðs fundaði síðan á Selfossi fyrir kvöldmat þar sem farið var yfir ýmis mál fyrir kjördæmisþingið sem haldið verður hér í Hveragerði á sunnudag. Eftir fund fjölmenntu stjórnarmenn á Kaffi Krús þar sem hópur Sjálfstæðismanna hittist yfir kvöldmat áður en haldið var á opinn fund sem Árni Mathiessen og þingmenn boðuðu til á Selfossi í kvöld. Það var ánægjulegt að sjá hversu vel var mætt á fundinn og ekki síður að finna hve mikill hugur er í flokksmönnum. Það eru mjög svipuð mál sem brenna á Sunnlendinum hvort sem er í Árnessýslu eða Rangárvallasýslu. Tvöföldun Suðurlandsvegar ber þar hæst en miðað við yfirlýsingar formanns samgöngunefndar og þann anda sem ríkti á fundinum í kvöld hef ég fulla trú á því að ákvörðun sem okkur muni hugnast verði tekin innan skamms.
Comments:
Skrifa ummæli