<$BlogRSDUrl$>

25. janúar 2007

Margur heldur mig sig ....

Minnihlutinn fer mikinn í héraðsblöðum þessar vikurnar. Það er eðlilegt í ljósi þess að einhvers staðar þurfa þau að koma áróðri sínum á framfæri þar sem útgáfa A-lista blaðsins virðist hafa lognast útaf þegar Kiddi Rót gafst upp á að vinna fyrir samkrullið.

En það sem uppúr stendur eftir að hafa lesið allt sem frá þeim hefur komið að undanförnu er það hversu óskaplega reið, sár og svekkt þau eru. Reið sjálfsagt út í okkur, þar sem Hveragerðisbær virðist ætla að dafna ágætlega undir okkar stjórn. Reið út í sjálfa sig og hvert annað fyrir að hafa klúðrað tækifærinu til að gera góða hluti jafn gjörsamlega og þau gerðu á síðasta kjörtímabili. Ætli reiðin sem brýst út í héraðsblöðum lýsi síðan ekki best gremju þeirra yfir að hafa farið í sameiginlegt framboð og þar með endanlega fyrirgert möguleikum sínum til að lenda í meirihluta.

Í hverri greininni á fætur annarri erum við vænd um fyrirgreiðslupólitík. Það kemur nú sannast sagna úr hörðustu átt. Í dag tók þó steininn úr í grein Þorsteins Hjartarssonar í Dagskránni þar sem hann nafngreinir ákveðin fyrirtæki og telur þau hafa gefið stór framlög í kosningasjóði okkar. Undir því er ekki hægt að sitja þegjandi. Allt síðasta kjörtímabil stillti þáverandi minnihluti sig um að vera með yfirlýsingar í þessa veru enda vildum við ekki vera á því plani sem Þorsteinn og félagar hafa nú valið að vera á.

Ég vil minna lesendur á eftirfarandi af afrekalista A-lista fólks þessi fjögur ár sem þau voru við völd:

-Drög að samningi við ÍAV voru lögð fram þar sem fyrirtækið átti að byggja leikskólann Óskaland en Hveragerðisbær átti síðan að leigja húsnæðið af þeim til reksturs skólans. Kostnaður milljónatugir umfram það að byggja og eiga !
Selja átti þeim fráveitumannvirkið á 80 milljónir sem rúmu ári áður kostaði um 200 milljónir í byggingu og ÍAV átti síðan að framkvæma alla gatnagerð í bæjarfélaginu án útboðs að sjálfsögðu. Þessum samningi var á endanum hafnað vegna mikilla mótmæla þáverandi minnihluta.
Í staðinn var ÍAV falið að byggja leikskólann Óskaland án undangengins útboðs vel að merkja.

-"sala" á 80 ha af byggingalandi bæjarins til Eyktar, þar sem byggðar verða 855 íbúðir, hverfi fyrir 2200 manns. Kaupverð landsins: bygging tveggja deilda leikskóla sem skila á tilbúnum undir tréverk.

-mjög umdeild og i raun óskiljanleg sala á Hitaveitu Hveragerðisbæjar til Orkuveitu Reykjavíkur fyrir rétt rúmar 250 milljónir. Á sama tíma selja örfáir bændur hér í Ölfusinu sína Veitu og fá fyrir 90 milljónir. Þá veitu þurfti að endurnýja frá grunni og notendur brotabrot af íbúafjölda Hveragerðisbæjar. 40% af veitu Hveragerðisbæjar var endurnýjað og í mjög góðu lagi.

Allt tal um fyrirgreiðslupólitík er marklaust komandi frá þessum einstaklingum.

Varðandi dylgjur um nafngreind fyrirtæki er rétt að það komi fram að framkvæmdastjóra 5X hef ég einu sinni hitt og það var nú nýverið þegar hann skilaði hér inn erindi. Framkvæmdastjóra Eðalhúsa hef ég reyndar séð í sjónvarpinu á handboltaleikjum á árum áður, en þar með eru mín kynni af honum upptalin áður en vinnan við Búmannahverfið hófst. Tal um styrki í kosningasjóði okkar er eins fjarstæðukennt og hugsast getur, en ætli það geti verið að þarna sannist hið fornkveðna að margur heldur mig sig! ! !

Við erum að vinna af heilindum fyrir Hveragerði og Hvergerðinga. Hér mun fjölga íbúum af því að hér mun fólk vilja búa. Málflutningur A-listans dæmir sig sjálfur og flytjendur hans. Fólk þekkir mig og veit fyrir hvað ég stend. Ég hef aldrei staðið fyrir fyrirgreiðslupólitík og það vita Hvergerðingar. Það eru þeir og skoðanir þeirra sem munu skipta máli þegar upp er staðið.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet