15. janúar 2007
Vinsældir mínar í netheimum...
... minnka stöðugt.
Það er reyndar vel skiljanlegt því það er klár undirstaða vinsælda að nenna að uppfæra bloggsíðuna. Hef reyndar tekið eftir því að það er líka vænlegt til vinsælda að blogga á mbl.is. Fékk mér því síðu þar en var ekki áhugasamari en svo að ég man ekki lengur lykilorðið :-) Aldrei að vita nema ég verði eins og Björn Ingi og Ingvi Hrafn sem virðast blogga látlaust. Síðan er líka vænlegt til vinsælda að vera fyrst með slúðrið eins og Steingrímur Ólafs sem allt virðist vita á undan öllum öðrum.
Það er reyndar sérstaða sem ég gæti seint tamið mér þar sem ég man engar slúðursögur stundinni lengur. Gæti reyndar æft mig á blogginu ! !
En eins og ávallt nóg að gera í vinnunni. Búið að taka fyrstu skóflustungu að viðbyggingu við Leikskólann Óskaland. Það gerði leikskólastjórinn Gunnvör með myndarbrag að viðstöddu miklu fjölmenni, vel flestir reyndar undir 6 ára aldri. Gummi Trölla var mættur á staðinn með gröfuna til að hefja jarðvinnu framkvæmdir og honum fannst greinilega vel við hæfi að gera grín að mér við þetta tilefni. Allavega var mér sópað uppí gröfuna og látin prufa. Það hefði nú verið saga til næsta bæjar ef bæjarstjórinn hefði hvolft sér þarna í moldarflagið eins og mér fannst stefna í. Afrakstur moksturs míns með gröfunni var ein pínulítil torfa. Eins gott að ég á ekki að sjá um jarðvinnuna, tæki mig kjörtímabilið með sama áframhaldi....
Annars erum við nokkuð roggin með okkur hér í Hveragerði, en íbúum hefur fjölgað vel umfram landsmeðaltal. Samkvæmt tölum Hagstofunnar bjuggu hér 2.189 þann 1. des og hafði fjölgað um 100 manns á árinu. Við eigum ekki von á öðru en að fjölgunin haldi áfram þar sem hugur virðist vera í framkvæmdaaðilum á svæðinu og eftirspurn eftir lóðum.
... minnka stöðugt.
Það er reyndar vel skiljanlegt því það er klár undirstaða vinsælda að nenna að uppfæra bloggsíðuna. Hef reyndar tekið eftir því að það er líka vænlegt til vinsælda að blogga á mbl.is. Fékk mér því síðu þar en var ekki áhugasamari en svo að ég man ekki lengur lykilorðið :-) Aldrei að vita nema ég verði eins og Björn Ingi og Ingvi Hrafn sem virðast blogga látlaust. Síðan er líka vænlegt til vinsælda að vera fyrst með slúðrið eins og Steingrímur Ólafs sem allt virðist vita á undan öllum öðrum.
Það er reyndar sérstaða sem ég gæti seint tamið mér þar sem ég man engar slúðursögur stundinni lengur. Gæti reyndar æft mig á blogginu ! !
En eins og ávallt nóg að gera í vinnunni. Búið að taka fyrstu skóflustungu að viðbyggingu við Leikskólann Óskaland. Það gerði leikskólastjórinn Gunnvör með myndarbrag að viðstöddu miklu fjölmenni, vel flestir reyndar undir 6 ára aldri. Gummi Trölla var mættur á staðinn með gröfuna til að hefja jarðvinnu framkvæmdir og honum fannst greinilega vel við hæfi að gera grín að mér við þetta tilefni. Allavega var mér sópað uppí gröfuna og látin prufa. Það hefði nú verið saga til næsta bæjar ef bæjarstjórinn hefði hvolft sér þarna í moldarflagið eins og mér fannst stefna í. Afrakstur moksturs míns með gröfunni var ein pínulítil torfa. Eins gott að ég á ekki að sjá um jarðvinnuna, tæki mig kjörtímabilið með sama áframhaldi....
Annars erum við nokkuð roggin með okkur hér í Hveragerði, en íbúum hefur fjölgað vel umfram landsmeðaltal. Samkvæmt tölum Hagstofunnar bjuggu hér 2.189 þann 1. des og hafði fjölgað um 100 manns á árinu. Við eigum ekki von á öðru en að fjölgunin haldi áfram þar sem hugur virðist vera í framkvæmdaaðilum á svæðinu og eftirspurn eftir lóðum.
Comments:
Skrifa ummæli