23. janúar 2007
Er ég hópsál?
Ég er búin að eiga í sálarstríði að undanförnu yfir bloggsíðunni. Loksins þegar ég er byrjuð að skrifa aftur þá get ég ekki hugsað um annað en það hvort ég eigi að færa mig yfir á Mogga bloggið. Verða eins og allir hinir og hafa skoðun á fréttum Moggans. Nú er ég búin að gera könnun á þeim síðum sem vinsælastar eru á Moggablogginu, finnst þær hvorki gefandi né skemmtilegar. Hversu lengi munum við nenna að lesa skoðun hundruða einstaklinga á niðurstöðu prófkjörs Framsóknar eða álit þeirra sömu á framboði eldri borgara? Dömurnar í aðdáendaklúbb mínum á Austfjörðum yrðu eyðilagðar ef þær gætu ekki lengur lesið um sýslan mína á öldum veraldarvefsins ! ! Þær myndu seint nenna að lesa látlausar athugasemdir mínar um fréttir án þess að inní umfjöllunina slæddist eitthvað persónulegra.
Reyndar held ég að fyrir orðhvata konu eins og mig sé líka skynsamlegra að vera ekki að viðra skoðanir sínar umhugsunarlaust á vefnum, sé í anda allar þær pínlegu uppákomur sem ég gæti lent í. Því hef ég ákveðið að vera staðföst, láta ekki heillast af himinháum heimsóknatölum og láta mér nægja trúfasta lesendur aldis.is.
Ég og Siv... Við höldum okkar stefnu ótrauðar ! ! !
Ég er búin að eiga í sálarstríði að undanförnu yfir bloggsíðunni. Loksins þegar ég er byrjuð að skrifa aftur þá get ég ekki hugsað um annað en það hvort ég eigi að færa mig yfir á Mogga bloggið. Verða eins og allir hinir og hafa skoðun á fréttum Moggans. Nú er ég búin að gera könnun á þeim síðum sem vinsælastar eru á Moggablogginu, finnst þær hvorki gefandi né skemmtilegar. Hversu lengi munum við nenna að lesa skoðun hundruða einstaklinga á niðurstöðu prófkjörs Framsóknar eða álit þeirra sömu á framboði eldri borgara? Dömurnar í aðdáendaklúbb mínum á Austfjörðum yrðu eyðilagðar ef þær gætu ekki lengur lesið um sýslan mína á öldum veraldarvefsins ! ! Þær myndu seint nenna að lesa látlausar athugasemdir mínar um fréttir án þess að inní umfjöllunina slæddist eitthvað persónulegra.
Reyndar held ég að fyrir orðhvata konu eins og mig sé líka skynsamlegra að vera ekki að viðra skoðanir sínar umhugsunarlaust á vefnum, sé í anda allar þær pínlegu uppákomur sem ég gæti lent í. Því hef ég ákveðið að vera staðföst, láta ekki heillast af himinháum heimsóknatölum og láta mér nægja trúfasta lesendur aldis.is.
Ég og Siv... Við höldum okkar stefnu ótrauðar ! ! !
Comments:
Skrifa ummæli