18. janúar 2007
Frostið nístir inn að beini...
... ef dvalið er of lengi úti í rokinu sem ríkir þessa dagana. Veðurlýsingin úr Svartárkoti í Bárðardal varð þó til að minna mig á að hér sunnan til á landinu erum við einfaldlega alltof góðu vön. Í íslenskum kuldaköstum rifjast þó yfirleitt upp fyrir mér veturinn sem ég bjó í Noregi og frostið fór niður fyrir 30 stig. Sól og stillur uppá hvern dag þannig að auðvelt var að halda að veðrið væri betra en raun var á. Eftir örfáar mínútur utandyra beit frostið svo kröftulega að sársaukinn varð áþreifanlegur. Ef ég byggi í Svartárkoti myndi ég halda mig innandyra eins og ábúendur þar sögðust reyndar gera. Það ættum við líka að gera þar til lægir.
Orkuveita Reykjavíkur hefur átt í nokkrum vandræðum með að halda hita á ákveðnum hlutum bæjarins í kuldanum. Hefur hiti til sundlaugarinnar í Laugaskarði verið minnkaður til að freista þess að halda góðum hita á húsum í nágrenninu. Þetta gerir það að verkum að ekki er hægt að iðka sund í Laugaskarði núna en heitu pottarnir eru þrátt fyrir það í góðu lagi. Það hefur alltaf verið erfitt að halda hita jöfnum hita á sundlauginni þegar veður er kalt. Við erum líka að tala um 50x12 metra útisundlaug og því getur maður rétt ímyndað sér hver kælingin er af völdum vinds og frosts þessa dagana. En það hyllir undir betri tíð og hlýrra veður. Siggi Stormur lofar hlýnandi veðri um eða eftir helgi. Nú vonumst við til að það gangi eftir.
Dagurinn byrjaði á Heilsugæslunni þar sem ég og Guðrún Magnúsdóttir afhentum forsvarsmönnum heilsugæslunnar málverk sem verið hefur í eigu bæjarins af Magnúsi Ágústsyni fyrsta héraðslækni Hvergerðinga. Ég efast ekki um að myndinni verður fundinn verðugur staður á Heilsugæslunni. Að því loknu heimsótti ég stjórn félags eldri borgara, fékk hjá þeim te og átti fínt spjall. Gekk frá ófrágengum málum varðandi styrk til félagsins og fór yfir breyttar reglur um tekjutengingu afsláttar á fasteigna- og holræsagjöldum. Hef nokkrum sinnum heimsótt félagið og það er ávallt sérlega ánægjulegt. Starfsemin er mikil og viðhorf þeirra sem þarna eru við stjórnvölinn kraftmikið og jákvætt.
Bæjarráðsfundur seinnipartinn í dag var stuttur en góður. Fundargerðina má lesa hér.
Í kvöld var síðan borgarafundur um breytingu á aðalskipulagi á Eyktarsvæðinu svokallaða eða því svæði sem nú hefur hlotið nafnið Sólborgir. Litlar umræður urðu um breytingatillöguna en þess mun meiri um legu Suðurlandsvegar. Eyktarmenn eiga hrós skilið fyrir mjög góða og veluppsetta kynningu og ekki síður fyrir jákvæðni og samstarfsvilja í verkefninu.
Saknaði þess reyndar að enginn skyldi spyrja um götunöfnin... Ákveðið hefur verið að nöfnin á götunni séu öll fundin í hinni íslensku Flóru. Íbúar í Sólborgum munu því búa í Maríustakk 4, Gulstör 3 nú eða í Krækilyngi 15. Síðan er ekki slæmt að búa í Lyngbrekku, Lokasjóði eða Skriðdeplu svo fátt eitt sé talið. Óvanaleg nöfn sem bjóða uppá ákaflega skemmtilega tengingu við íslenska náttúru og það umhverfi sem hverfið mun rísa í. Sé fyrir mér götuskilti með mynd af viðkomandi jurt og nafninu á latínu. Garðeigendur geta síðan gert "sinni plöntu" hátt undir höfði og þannig myndað ákveðna sérstöðu í hverri götu. Ekki nóg með að þetta muni vekja athygli heldur hefur hugmyndin ákveðið fræðslugildi.
... ef dvalið er of lengi úti í rokinu sem ríkir þessa dagana. Veðurlýsingin úr Svartárkoti í Bárðardal varð þó til að minna mig á að hér sunnan til á landinu erum við einfaldlega alltof góðu vön. Í íslenskum kuldaköstum rifjast þó yfirleitt upp fyrir mér veturinn sem ég bjó í Noregi og frostið fór niður fyrir 30 stig. Sól og stillur uppá hvern dag þannig að auðvelt var að halda að veðrið væri betra en raun var á. Eftir örfáar mínútur utandyra beit frostið svo kröftulega að sársaukinn varð áþreifanlegur. Ef ég byggi í Svartárkoti myndi ég halda mig innandyra eins og ábúendur þar sögðust reyndar gera. Það ættum við líka að gera þar til lægir.
Orkuveita Reykjavíkur hefur átt í nokkrum vandræðum með að halda hita á ákveðnum hlutum bæjarins í kuldanum. Hefur hiti til sundlaugarinnar í Laugaskarði verið minnkaður til að freista þess að halda góðum hita á húsum í nágrenninu. Þetta gerir það að verkum að ekki er hægt að iðka sund í Laugaskarði núna en heitu pottarnir eru þrátt fyrir það í góðu lagi. Það hefur alltaf verið erfitt að halda hita jöfnum hita á sundlauginni þegar veður er kalt. Við erum líka að tala um 50x12 metra útisundlaug og því getur maður rétt ímyndað sér hver kælingin er af völdum vinds og frosts þessa dagana. En það hyllir undir betri tíð og hlýrra veður. Siggi Stormur lofar hlýnandi veðri um eða eftir helgi. Nú vonumst við til að það gangi eftir.
Dagurinn byrjaði á Heilsugæslunni þar sem ég og Guðrún Magnúsdóttir afhentum forsvarsmönnum heilsugæslunnar málverk sem verið hefur í eigu bæjarins af Magnúsi Ágústsyni fyrsta héraðslækni Hvergerðinga. Ég efast ekki um að myndinni verður fundinn verðugur staður á Heilsugæslunni. Að því loknu heimsótti ég stjórn félags eldri borgara, fékk hjá þeim te og átti fínt spjall. Gekk frá ófrágengum málum varðandi styrk til félagsins og fór yfir breyttar reglur um tekjutengingu afsláttar á fasteigna- og holræsagjöldum. Hef nokkrum sinnum heimsótt félagið og það er ávallt sérlega ánægjulegt. Starfsemin er mikil og viðhorf þeirra sem þarna eru við stjórnvölinn kraftmikið og jákvætt.
Bæjarráðsfundur seinnipartinn í dag var stuttur en góður. Fundargerðina má lesa hér.
Í kvöld var síðan borgarafundur um breytingu á aðalskipulagi á Eyktarsvæðinu svokallaða eða því svæði sem nú hefur hlotið nafnið Sólborgir. Litlar umræður urðu um breytingatillöguna en þess mun meiri um legu Suðurlandsvegar. Eyktarmenn eiga hrós skilið fyrir mjög góða og veluppsetta kynningu og ekki síður fyrir jákvæðni og samstarfsvilja í verkefninu.
Saknaði þess reyndar að enginn skyldi spyrja um götunöfnin... Ákveðið hefur verið að nöfnin á götunni séu öll fundin í hinni íslensku Flóru. Íbúar í Sólborgum munu því búa í Maríustakk 4, Gulstör 3 nú eða í Krækilyngi 15. Síðan er ekki slæmt að búa í Lyngbrekku, Lokasjóði eða Skriðdeplu svo fátt eitt sé talið. Óvanaleg nöfn sem bjóða uppá ákaflega skemmtilega tengingu við íslenska náttúru og það umhverfi sem hverfið mun rísa í. Sé fyrir mér götuskilti með mynd af viðkomandi jurt og nafninu á latínu. Garðeigendur geta síðan gert "sinni plöntu" hátt undir höfði og þannig myndað ákveðna sérstöðu í hverri götu. Ekki nóg með að þetta muni vekja athygli heldur hefur hugmyndin ákveðið fræðslugildi.
Comments:
Skrifa ummæli