<$BlogRSDUrl$>

20. nóvember 2005

Af verktökum og helginni sem var...

Á bæjarráðsfundi s.l. fimmtudag var tekið fyrir erindi frá fyrirtækinu Eykt.
Þar biðja þeir um viðræður um kaup á landi bæjarins austan Varmár.
Jafnframt óska þeir eftir samstarfi við bæinn um uppbyggingu á landinu ef af kaupum verður.
Á fundinum var einróma samþykkt að fela bæjarstjóra að ræða við Eykt þar sem grundvöllur að samstarfi er kannaður.
Ég hikstaði örlítið á þessu orðalagi en lét mig svo hafa það að standa að þessari bókun. Ég lét það koma skýrt fram á fundinum að mér finnist mjög mikilvægt að viðræðurnar snérust um það hvort þessi kostur sé yfirhöfuð fýsilegur fyrir bæinn. Ef svo reynist þá verði fleiri verktökum en þessum eina gefinn kostur á að bjóða í landið með þeim skilyrðum sem bærinn setur.
Það væri að mínum dómi hrópleg ósanngirni fólgin í því að færa einum verktaka obbann af byggingarlandi bæjarins án þess að öðrum verði gefinn kostur á að vera með í þeim leik. Hér í bæ eru til dæmis bæði SS verktakar og ÍAV með umfangsmikla starfsemi og alls ekki loku fyrir það skotið að þessir aðilar og ýmsir fleiri myndu vilja taka þátt í útboði sem þessu.
Annars þarf ég að sjá meiri og haldbetri rök áður en ég sannfærist um það að bærinn eigi að láta 80 hektara, megnið af byggingarlandi bæjarins, í hendur einkaaðilum.
Á aðalskipulagsvef bæjarins má sjá kort af svæðinu. Reiturinn sem hér er fjallað um er lengst til hægri á kortinu handan við hvítu skálínurnar sem marka verndarsvæði Varmár.
------------------
Á föstudaginn var ég ásamt Þorvarði Hjaltasyni, framkvæmdastjóra SASS, gestur í vikulokaþætti hjá Útvarpi Suðurlands. Þetta varð hið ágætasta spjall um allt og ekkert, aðallega þó pólitík. Ég hef áður farið í þennan þátt og vissi því vel að það er lítið sem maður getur sagt á þessum stutta tíma. Aðalatriðið er að hafa svolítið gaman af þessu.

Kíkti síðan við hjá rökurunum Birni og Kjartanisem eru í sama húsi og Útvarpið. Ef ég væri karlmaður færi ég alltaf í klippingu til þeirra feðga. Þarna er ávallt mikið fjör, mikið spjallað og þeir hafa skoðanir á öllu. Kjartan spilaði meira að segja fyrir mig, og kúnnana að sjálfsögðu, nýja geisladiskinn með Karlakór Selfoss. Lofaði að kaupa hann til að vega uppá móti hillumetrunum af Karlakórnum Heimi og Skagfirsku söngsveitinni sem eru hér í húsi...

Fór á foreldrarölt á föstudagskvöldið. Engir útivið nema við foreldrarnir á röltinu. Vonandi að það sé fælingamáttur foreldranna sem gerir þetta að verkum.
Enda hefur "röltið" fyrir löngu sannað gildi sitt.

Á laugardagsmorguninn endurvöktum við Sjálfstæðismenn opnu húsin.
Þetta er góður siður og gaman að hefja helgina á góðu spjalli.
Við ætlum að hittast alla laugardagsmorgna milli klukkan 10:30 og 12 og ræða það sem efst er á baugi hverju sinni. Bæjarfulltrúarnir (allir eða einhver) verða alltaf á staðnum þannig að hægt er að fá upplýsingar um bæjarmálefnin hjá okkur.
Það er sniðugt að líta við, stoppa stutt eða lengi, gæða sér á morgunbrauði og spjalla við félagana.

Eftir hádegi var farið í heimsókn í Gýgjarhólskot þar sem dvalið var fram á kvöld.
Mikið fjör og mikið at. "Kreppusótt" hefur enda heltekið fjölskylduna á Heiðmörkinni á þessum síðustu og verstu og nú eru allar kistur fullar af mat og allir skápar fullir af sultu því sunnudagurinn fór í síðbúna sultugerð.
--------------------
Valdimar og Sigrún eru núna stödd á Kúbu. Þau hafa sett ferðapunkta á netið, svona eins og manni ber að gera í útlöndum ! !
Þá má lesa hér

18. nóvember 2005

Af íbúaþróun ...

Íbúum hér í Hveragerði hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár enda íbúatalan komin nokkuð yfir 2000. Það er gaman að sjá hversu margir velja bæinn til búsetu og hafa þannig uppgötvað þá kosti sem fylgja því að búa í Hveragerði. Ég hef stundum sagt að við séum hér í stúkusæti á Íslandi. Njótum nálægðarinnar við höfuðborgina í einu og öllu en losnum um leið við þá ókosti sem felast í búsetu á stærsta þéttbýlissvæði landsins. Ég er reyndar þeim galla gædd að þrátt fyrir að fara oft til Reykjavíkur og líka það bærilega þá finnst mér alltaf afskaplega notalegt þegar ég keyri framhjá Rauðavatni og útúr erli stórborgarinnar.

Það vill oft gleymast og þá sérstaklega á snjóléttum vetrum að Suðurlandsvegur um Hellisheiði er raunverulegur farartálmi og vegurinn þar yfir getur verið stórhættulegur jafnt sumar sem vetur. Umferð um veginn er gríðarleg og ég fullyrði að umferð um Suðurlandsveginn um helgar á sumrin er meiri en um nokkurn annan veg á landinu. Þetta er reyndar staðfest með umferðarmælingum Vegagerðarinnar.

Auðvitað fögnum við Sunnlendingar þeim vegbótum sem orðið hafa á Suðurlandsvegi í sumar en við megum ekki missa sjónar á því markmiði að endurbætur á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss fari sem allra fyrst inná samgönguáætlun, þar sem gert yrði ráð fyrir fjögurra akreina upplýstum vegi.

En aftur að fjölguninni hér í bæ. Í ágúst voru skráðir hér 2110 íbúar, eitthvað hefur þeim fækkað aftur því í byrjun nóvember voru þeir orðnir 2090. Það verður fróðlegt að sjá hversu margir verða skráðir hér í bæ þegar árið er gert upp.
En miðað við þann gríðarlega fjölda íbúða sem nú eru í byggingu má búast við umtalsverðri fjölgun íbúa næstu árin.
------------------------

17. nóvember 2005

Kjörís, bekkjarkvöld og Bláhver

Undanfarin ár hefur hópur starfsmanna Kjöríss tekið einn dag að hausti undir stefnumótunar- og greiningarvinnu.
Þessi vinna fór fram í gær og í þetta skiptið vorum við á Hótel Örk.
Á fundinum fórum við meðal annars yfir niðurstöður úr þjónustukönnun sem nýlega var framkvæmd og var sérstaklega gleðilegt að sjá hve ánægðir viðskiptamenn okkar eru með þjónustu fyrirtækisins og hve tryggir þeir virðast vera Kjörís. Gaman að sjá setningar á borð við "ég er bara Kjörís kona!" koma fyrir í svörunum. En auðvitað er alltaf hægt að bæta þjónustuna og það munum við gera. Niðurstaða könnunarinnar mun verða leiðbeinandi um það í hvaða átt beri að stefna.
Stíf vinna fór fram allan daginn enda næg verkefni framundan. Höskuldur Frímannsson, ráðgjafi, hefur haldið utan um þennan hóp lengi og endaði daginn í gær á bjartsýniskönnun sem vakti upp miklar umræður !!

Vegna þess að við vorum á Örkinni gafst mér tækifæri til að skjótast á bekkjarkvöldið hans Alberts og sjá hann fara á kostum í tískusýningu. Bekkjarkvöldin eru ávallt vel sótt en þar sýna nemendur atriði en foreldrar leggja veisluföng á hlaðborð og síðan eiga allir saman skemmtilega stund. Góður siður sem hristir foreldrahópinn vel saman.
--------------------
Lögðum lokahönd á Bláhver í dag. Verður prentaður á morgun og nær vonandi í dreifingu seinnipartinn. Er frekar þunnur í þetta skiptið en það styttist líka í jólablaðið sem verður veglegra fyrir vikið.
--------------------

Nýji Idol ísinn var framleiddur í dag. Eins og auglýsingin segir: einstaklega góður vanillu ís með súkkulaði- og karamellusósu og hlaðinn súkkulaði stjörnum !

14. nóvember 2005

Skólastefna Grunnskólans og heimasíða Sjálfstæðismanna

Á skólanefndarfundi Grunnskólans í dag hófst vinna við gerð stefnumótunar á sviði fræðslu- og uppeldismála. Ekki seinna vænna því samkvæmt stefnu núverandi meirihluta hefði þessu átt að vera löngu lokið. En betra er seint en aldrei og við fögnum því að sjálfsögðu að nú skuli eiga að láta hendur standa framúr ermum.
Ákváðum að fá fulltrúa frá Skólaskrifstofu Suðurlands á fund nefndarinnar til að ræða hvernig best yrði staðið að gerð stefnunnar. Ég lagði á það ríka áherslu að við myndum vinna metnaðarfulla og gjarnan svolítið frumlega stefnu sem tæki mið af aðstæðum í okkar bæjarfélagi.
Mikilvægt er að þessi vinna fari fram í nánu samráði við alla sem hlut eiga að máli jafnt fagfólk sem foreldra. Skólastefnan á að vera unnin hér, á grunni þess starfs sem er til staðar um leið og hún tekur mið af þeim væntingum sem við höfum til skólastarfs í bæjarfélaginu.
--------------------
Á aðalfundi kjördæmisráðs á Höfn var formlega opnuð heimasíða Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.
Síðan er unnin af öflugum einstaklingum á Reykjanesi sem eiga þakkir skyldar fyrir frumkvæðið. Sömu aðilar hafa opnað hverja heimasíðuna á fætur annarri, allar mjög glæsilegar. Hvet ykkur til að kíkja til dæmis á vefi Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ semog vef ungra Sjálfstæðismanna í sama bæjarfélagi. Gaman að sjá hve gott starf er unnið hjá ungum og að ungar konur eru þar áberandi. Sérstaklega þótti okkur hér á Heiðmörkinni athyglisvert að sjá nýja varamanninn í stjórninni ;-)

13. nóvember 2005

Fjármálaráðstefna og kjördæmisþing

Hin árlega fjármálaráðstefna sveitarfélaganna var haldin í Reykjavík fimmtudag og föstudag. Fluttur var fjöldi áhugaverðra fyrirlestra er vörðuðu fjármál og rekstur sveitarfélaga og árbók sveitarfélaganna dreift til fundarmanna. Í árbókinni er að finna upplýsingar um rekstur og efnahag allra sveitarfélaga í landinu sem byggðar eru á niðurstöðum ársreikninga síðasta árs. Auðvelt að bera saman stöðu einstakra sveitarfélaga við lestur bókarinnar og flestir hafa áhuga á að bera sitt sveitarfélag saman við sambærileg sveitarfélög.
Lesturinn rifjaði það upp hve lélegur ársreikningur Hveragerðisbæjar árið 2004 var en í bókinni mátti m.a. sjá að við erum eitt fárra sveitarfélaga með neikvætt veltufé frá rekstri!

Á fjármálaráðstefnunni gefst góður tími til að hitta aðra sveitarstjórnarmenn og bera saman bækur sínar. Sjálfstæðiskonur í sveitarstjórnum áttu þar góðan fund og eins Sjálfstæðismenn sem árlega nota þetta tækifæri til að hittast.

Fjármálaráðstefnunni lauk uppúr hádegi á föstudag. Þá rétt gafst tími til að endurskipuleggja í töskunum því lagt var stað til Hafnar í Hornafirði á kjördæmisþing Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi seinnipartinn. Suðurland skartaði sínu fegursta þennan dag alhvít jörð og sólskin þannig að ekki var hægt að hafa það mikið betra.
Aðalfundarstörfin fóru vel fram þó auðvitað hafi eitthvað verið tekist á um hin ýmsu mál. Við Árnesingar fengum nú kosna tvo fulltrúa í stjórn Kjördæmisráðs, Björn Gíslason, Árborg, og þá sem þetta skrifar. Við vorum að vonum ánægð með þennan árangur enda er Árnessýsla eitt fjölmennasta svæði kjördæmisins og mikilvægt að hér verði gott starf unnið fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar semog við næstu alþingiskosningar.

Það er alltaf gaman að koma á Höfn og heimamenn tóku vel á móti gestum sínum. Hópnum var boðið í óvissuferð þar sem við fengum að bragða á gómsætum réttum sem framleiddir eru á Höfn og einnig var okkur sýnd Jöklasýningin sem er vægast sagt stórkostleg.

Keyrðum heim í dag, sunnudag, í grenjandi rigningu og roki.

-----------------------------
Nokkrar myndir frá Tyrklandi komnar inná síðuna. Kíkið á Istanbul linkinn hér til vinstri.

3. nóvember 2005




Framundan er ferðalag til Istanbul. Ef Tyrkirnir eru þokkalega tölvuvæddir verða einhverjar færslur settar inn hér þessa daga.
-----------------
Reyndar er nauðsyn að komast í tölvu þarna úti því úrslitin í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík ráðast um helgina. Það verður spennandi að sjá hvernig sá slagur fer.

2. nóvember 2005

Vöruþróun og fundir

Á vöruþróunarfundi í morgun lögðum við lokahönd á Idol ísinn. Mjög góður og spennandi ís sem án vafa á eftir að verða vinsæll. Heilmikil vöruþróun er í gangi þó að í dag hafi ekki verið jafn umfangsmikið smakk eins og oft áður, sem betur fer!!
Nýjar umbúðir falla einnig undir vöruþróunarverkefni og alltaf er ný hönnun í gangi einhvers staðar. Valdimar, Anton og Árni komu frá Bandaríkjunum á mánudagsmorgun eftir að hafa verið á sýningu í Chicago. Komu með fullt af nýjum hugmyndum sem síðan á eftir að vinna úr.

Vinna við blað Sjálfstæðismanna, Bláhver, er í fullum gangi en ég þarf að skila mínu efni frá mér á morgun. Lítið blað framundan enda venjan að gefa út veglegt jólablað. Blaðstjórn hittist í gær en í dag var stjórnarfundur í Sjálfstæðisfélaginu þar sem línur voru lagðar fyrir starfið sem framundan er. Ákveðið var að byrja með opin hús á laugardagsmorgnum og hefjast þau laugardaginn 19. nóvember. Opnu húsin á laugardagsmorgnum hafa verið fastur liður í starfi félagsins lengi þó að einhver hlé hafi ávallt verið inná milli. Þetta er góður siður og gott að hitta félagana í óformlegu spjalli.

Horfði á gott viðtal við Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, í Kastljósi í kvöld. Hann vakti athygli á ámælisverðri gloppu í lögunum sem gefur sakborningi í brotamálum gegn börnum, forskot og óeðlilegan undirbúningstíma áður en viðkomandi er tekinn til yfirheyrslu. Furðulegt að þetta skuli vera látið viðgangast. Kastljósið boðar frekari umfjöllun um málið og verður áhugavert að fylgjast með því.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet