17. nóvember 2005
Kjörís, bekkjarkvöld og Bláhver
Undanfarin ár hefur hópur starfsmanna Kjöríss tekið einn dag að hausti undir stefnumótunar- og greiningarvinnu.
Þessi vinna fór fram í gær og í þetta skiptið vorum við á Hótel Örk.
Á fundinum fórum við meðal annars yfir niðurstöður úr þjónustukönnun sem nýlega var framkvæmd og var sérstaklega gleðilegt að sjá hve ánægðir viðskiptamenn okkar eru með þjónustu fyrirtækisins og hve tryggir þeir virðast vera Kjörís. Gaman að sjá setningar á borð við "ég er bara Kjörís kona!" koma fyrir í svörunum. En auðvitað er alltaf hægt að bæta þjónustuna og það munum við gera. Niðurstaða könnunarinnar mun verða leiðbeinandi um það í hvaða átt beri að stefna.
Stíf vinna fór fram allan daginn enda næg verkefni framundan. Höskuldur Frímannsson, ráðgjafi, hefur haldið utan um þennan hóp lengi og endaði daginn í gær á bjartsýniskönnun sem vakti upp miklar umræður !!
Vegna þess að við vorum á Örkinni gafst mér tækifæri til að skjótast á bekkjarkvöldið hans Alberts og sjá hann fara á kostum í tískusýningu. Bekkjarkvöldin eru ávallt vel sótt en þar sýna nemendur atriði en foreldrar leggja veisluföng á hlaðborð og síðan eiga allir saman skemmtilega stund. Góður siður sem hristir foreldrahópinn vel saman.
--------------------
Lögðum lokahönd á Bláhver í dag. Verður prentaður á morgun og nær vonandi í dreifingu seinnipartinn. Er frekar þunnur í þetta skiptið en það styttist líka í jólablaðið sem verður veglegra fyrir vikið.
--------------------
Nýji Idol ísinn var framleiddur í dag. Eins og auglýsingin segir: einstaklega góður vanillu ís með súkkulaði- og karamellusósu og hlaðinn súkkulaði stjörnum !
Undanfarin ár hefur hópur starfsmanna Kjöríss tekið einn dag að hausti undir stefnumótunar- og greiningarvinnu.
Þessi vinna fór fram í gær og í þetta skiptið vorum við á Hótel Örk.
Á fundinum fórum við meðal annars yfir niðurstöður úr þjónustukönnun sem nýlega var framkvæmd og var sérstaklega gleðilegt að sjá hve ánægðir viðskiptamenn okkar eru með þjónustu fyrirtækisins og hve tryggir þeir virðast vera Kjörís. Gaman að sjá setningar á borð við "ég er bara Kjörís kona!" koma fyrir í svörunum. En auðvitað er alltaf hægt að bæta þjónustuna og það munum við gera. Niðurstaða könnunarinnar mun verða leiðbeinandi um það í hvaða átt beri að stefna.
Stíf vinna fór fram allan daginn enda næg verkefni framundan. Höskuldur Frímannsson, ráðgjafi, hefur haldið utan um þennan hóp lengi og endaði daginn í gær á bjartsýniskönnun sem vakti upp miklar umræður !!
Vegna þess að við vorum á Örkinni gafst mér tækifæri til að skjótast á bekkjarkvöldið hans Alberts og sjá hann fara á kostum í tískusýningu. Bekkjarkvöldin eru ávallt vel sótt en þar sýna nemendur atriði en foreldrar leggja veisluföng á hlaðborð og síðan eiga allir saman skemmtilega stund. Góður siður sem hristir foreldrahópinn vel saman.
--------------------
Lögðum lokahönd á Bláhver í dag. Verður prentaður á morgun og nær vonandi í dreifingu seinnipartinn. Er frekar þunnur í þetta skiptið en það styttist líka í jólablaðið sem verður veglegra fyrir vikið.
--------------------
Nýji Idol ísinn var framleiddur í dag. Eins og auglýsingin segir: einstaklega góður vanillu ís með súkkulaði- og karamellusósu og hlaðinn súkkulaði stjörnum !
Comments:
Skrifa ummæli