13. nóvember 2005
Fjármálaráðstefna og kjördæmisþing
Hin árlega fjármálaráðstefna sveitarfélaganna var haldin í Reykjavík fimmtudag og föstudag. Fluttur var fjöldi áhugaverðra fyrirlestra er vörðuðu fjármál og rekstur sveitarfélaga og árbók sveitarfélaganna dreift til fundarmanna. Í árbókinni er að finna upplýsingar um rekstur og efnahag allra sveitarfélaga í landinu sem byggðar eru á niðurstöðum ársreikninga síðasta árs. Auðvelt að bera saman stöðu einstakra sveitarfélaga við lestur bókarinnar og flestir hafa áhuga á að bera sitt sveitarfélag saman við sambærileg sveitarfélög.
Lesturinn rifjaði það upp hve lélegur ársreikningur Hveragerðisbæjar árið 2004 var en í bókinni mátti m.a. sjá að við erum eitt fárra sveitarfélaga með neikvætt veltufé frá rekstri!
Á fjármálaráðstefnunni gefst góður tími til að hitta aðra sveitarstjórnarmenn og bera saman bækur sínar. Sjálfstæðiskonur í sveitarstjórnum áttu þar góðan fund og eins Sjálfstæðismenn sem árlega nota þetta tækifæri til að hittast.
Fjármálaráðstefnunni lauk uppúr hádegi á föstudag. Þá rétt gafst tími til að endurskipuleggja í töskunum því lagt var stað til Hafnar í Hornafirði á kjördæmisþing Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi seinnipartinn. Suðurland skartaði sínu fegursta þennan dag alhvít jörð og sólskin þannig að ekki var hægt að hafa það mikið betra.
Aðalfundarstörfin fóru vel fram þó auðvitað hafi eitthvað verið tekist á um hin ýmsu mál. Við Árnesingar fengum nú kosna tvo fulltrúa í stjórn Kjördæmisráðs, Björn Gíslason, Árborg, og þá sem þetta skrifar. Við vorum að vonum ánægð með þennan árangur enda er Árnessýsla eitt fjölmennasta svæði kjördæmisins og mikilvægt að hér verði gott starf unnið fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar semog við næstu alþingiskosningar.
Það er alltaf gaman að koma á Höfn og heimamenn tóku vel á móti gestum sínum. Hópnum var boðið í óvissuferð þar sem við fengum að bragða á gómsætum réttum sem framleiddir eru á Höfn og einnig var okkur sýnd Jöklasýningin sem er vægast sagt stórkostleg.
Keyrðum heim í dag, sunnudag, í grenjandi rigningu og roki.
-----------------------------
Nokkrar myndir frá Tyrklandi komnar inná síðuna. Kíkið á Istanbul linkinn hér til vinstri.
Hin árlega fjármálaráðstefna sveitarfélaganna var haldin í Reykjavík fimmtudag og föstudag. Fluttur var fjöldi áhugaverðra fyrirlestra er vörðuðu fjármál og rekstur sveitarfélaga og árbók sveitarfélaganna dreift til fundarmanna. Í árbókinni er að finna upplýsingar um rekstur og efnahag allra sveitarfélaga í landinu sem byggðar eru á niðurstöðum ársreikninga síðasta árs. Auðvelt að bera saman stöðu einstakra sveitarfélaga við lestur bókarinnar og flestir hafa áhuga á að bera sitt sveitarfélag saman við sambærileg sveitarfélög.
Lesturinn rifjaði það upp hve lélegur ársreikningur Hveragerðisbæjar árið 2004 var en í bókinni mátti m.a. sjá að við erum eitt fárra sveitarfélaga með neikvætt veltufé frá rekstri!
Á fjármálaráðstefnunni gefst góður tími til að hitta aðra sveitarstjórnarmenn og bera saman bækur sínar. Sjálfstæðiskonur í sveitarstjórnum áttu þar góðan fund og eins Sjálfstæðismenn sem árlega nota þetta tækifæri til að hittast.
Fjármálaráðstefnunni lauk uppúr hádegi á föstudag. Þá rétt gafst tími til að endurskipuleggja í töskunum því lagt var stað til Hafnar í Hornafirði á kjördæmisþing Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi seinnipartinn. Suðurland skartaði sínu fegursta þennan dag alhvít jörð og sólskin þannig að ekki var hægt að hafa það mikið betra.
Aðalfundarstörfin fóru vel fram þó auðvitað hafi eitthvað verið tekist á um hin ýmsu mál. Við Árnesingar fengum nú kosna tvo fulltrúa í stjórn Kjördæmisráðs, Björn Gíslason, Árborg, og þá sem þetta skrifar. Við vorum að vonum ánægð með þennan árangur enda er Árnessýsla eitt fjölmennasta svæði kjördæmisins og mikilvægt að hér verði gott starf unnið fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar semog við næstu alþingiskosningar.
Það er alltaf gaman að koma á Höfn og heimamenn tóku vel á móti gestum sínum. Hópnum var boðið í óvissuferð þar sem við fengum að bragða á gómsætum réttum sem framleiddir eru á Höfn og einnig var okkur sýnd Jöklasýningin sem er vægast sagt stórkostleg.
Keyrðum heim í dag, sunnudag, í grenjandi rigningu og roki.
-----------------------------
Nokkrar myndir frá Tyrklandi komnar inná síðuna. Kíkið á Istanbul linkinn hér til vinstri.
Comments:
Skrifa ummæli