<$BlogRSDUrl$>

20. nóvember 2005

Af verktökum og helginni sem var...

Á bæjarráðsfundi s.l. fimmtudag var tekið fyrir erindi frá fyrirtækinu Eykt.
Þar biðja þeir um viðræður um kaup á landi bæjarins austan Varmár.
Jafnframt óska þeir eftir samstarfi við bæinn um uppbyggingu á landinu ef af kaupum verður.
Á fundinum var einróma samþykkt að fela bæjarstjóra að ræða við Eykt þar sem grundvöllur að samstarfi er kannaður.
Ég hikstaði örlítið á þessu orðalagi en lét mig svo hafa það að standa að þessari bókun. Ég lét það koma skýrt fram á fundinum að mér finnist mjög mikilvægt að viðræðurnar snérust um það hvort þessi kostur sé yfirhöfuð fýsilegur fyrir bæinn. Ef svo reynist þá verði fleiri verktökum en þessum eina gefinn kostur á að bjóða í landið með þeim skilyrðum sem bærinn setur.
Það væri að mínum dómi hrópleg ósanngirni fólgin í því að færa einum verktaka obbann af byggingarlandi bæjarins án þess að öðrum verði gefinn kostur á að vera með í þeim leik. Hér í bæ eru til dæmis bæði SS verktakar og ÍAV með umfangsmikla starfsemi og alls ekki loku fyrir það skotið að þessir aðilar og ýmsir fleiri myndu vilja taka þátt í útboði sem þessu.
Annars þarf ég að sjá meiri og haldbetri rök áður en ég sannfærist um það að bærinn eigi að láta 80 hektara, megnið af byggingarlandi bæjarins, í hendur einkaaðilum.
Á aðalskipulagsvef bæjarins má sjá kort af svæðinu. Reiturinn sem hér er fjallað um er lengst til hægri á kortinu handan við hvítu skálínurnar sem marka verndarsvæði Varmár.
------------------
Á föstudaginn var ég ásamt Þorvarði Hjaltasyni, framkvæmdastjóra SASS, gestur í vikulokaþætti hjá Útvarpi Suðurlands. Þetta varð hið ágætasta spjall um allt og ekkert, aðallega þó pólitík. Ég hef áður farið í þennan þátt og vissi því vel að það er lítið sem maður getur sagt á þessum stutta tíma. Aðalatriðið er að hafa svolítið gaman af þessu.

Kíkti síðan við hjá rökurunum Birni og Kjartanisem eru í sama húsi og Útvarpið. Ef ég væri karlmaður færi ég alltaf í klippingu til þeirra feðga. Þarna er ávallt mikið fjör, mikið spjallað og þeir hafa skoðanir á öllu. Kjartan spilaði meira að segja fyrir mig, og kúnnana að sjálfsögðu, nýja geisladiskinn með Karlakór Selfoss. Lofaði að kaupa hann til að vega uppá móti hillumetrunum af Karlakórnum Heimi og Skagfirsku söngsveitinni sem eru hér í húsi...

Fór á foreldrarölt á föstudagskvöldið. Engir útivið nema við foreldrarnir á röltinu. Vonandi að það sé fælingamáttur foreldranna sem gerir þetta að verkum.
Enda hefur "röltið" fyrir löngu sannað gildi sitt.

Á laugardagsmorguninn endurvöktum við Sjálfstæðismenn opnu húsin.
Þetta er góður siður og gaman að hefja helgina á góðu spjalli.
Við ætlum að hittast alla laugardagsmorgna milli klukkan 10:30 og 12 og ræða það sem efst er á baugi hverju sinni. Bæjarfulltrúarnir (allir eða einhver) verða alltaf á staðnum þannig að hægt er að fá upplýsingar um bæjarmálefnin hjá okkur.
Það er sniðugt að líta við, stoppa stutt eða lengi, gæða sér á morgunbrauði og spjalla við félagana.

Eftir hádegi var farið í heimsókn í Gýgjarhólskot þar sem dvalið var fram á kvöld.
Mikið fjör og mikið at. "Kreppusótt" hefur enda heltekið fjölskylduna á Heiðmörkinni á þessum síðustu og verstu og nú eru allar kistur fullar af mat og allir skápar fullir af sultu því sunnudagurinn fór í síðbúna sultugerð.
--------------------
Valdimar og Sigrún eru núna stödd á Kúbu. Þau hafa sett ferðapunkta á netið, svona eins og manni ber að gera í útlöndum ! !
Þá má lesa hér

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet