18. nóvember 2005
Af íbúaþróun ...
Íbúum hér í Hveragerði hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár enda íbúatalan komin nokkuð yfir 2000. Það er gaman að sjá hversu margir velja bæinn til búsetu og hafa þannig uppgötvað þá kosti sem fylgja því að búa í Hveragerði. Ég hef stundum sagt að við séum hér í stúkusæti á Íslandi. Njótum nálægðarinnar við höfuðborgina í einu og öllu en losnum um leið við þá ókosti sem felast í búsetu á stærsta þéttbýlissvæði landsins. Ég er reyndar þeim galla gædd að þrátt fyrir að fara oft til Reykjavíkur og líka það bærilega þá finnst mér alltaf afskaplega notalegt þegar ég keyri framhjá Rauðavatni og útúr erli stórborgarinnar.
Það vill oft gleymast og þá sérstaklega á snjóléttum vetrum að Suðurlandsvegur um Hellisheiði er raunverulegur farartálmi og vegurinn þar yfir getur verið stórhættulegur jafnt sumar sem vetur. Umferð um veginn er gríðarleg og ég fullyrði að umferð um Suðurlandsveginn um helgar á sumrin er meiri en um nokkurn annan veg á landinu. Þetta er reyndar staðfest með umferðarmælingum Vegagerðarinnar.
Auðvitað fögnum við Sunnlendingar þeim vegbótum sem orðið hafa á Suðurlandsvegi í sumar en við megum ekki missa sjónar á því markmiði að endurbætur á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss fari sem allra fyrst inná samgönguáætlun, þar sem gert yrði ráð fyrir fjögurra akreina upplýstum vegi.
En aftur að fjölguninni hér í bæ. Í ágúst voru skráðir hér 2110 íbúar, eitthvað hefur þeim fækkað aftur því í byrjun nóvember voru þeir orðnir 2090. Það verður fróðlegt að sjá hversu margir verða skráðir hér í bæ þegar árið er gert upp.
En miðað við þann gríðarlega fjölda íbúða sem nú eru í byggingu má búast við umtalsverðri fjölgun íbúa næstu árin.
------------------------
Íbúum hér í Hveragerði hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár enda íbúatalan komin nokkuð yfir 2000. Það er gaman að sjá hversu margir velja bæinn til búsetu og hafa þannig uppgötvað þá kosti sem fylgja því að búa í Hveragerði. Ég hef stundum sagt að við séum hér í stúkusæti á Íslandi. Njótum nálægðarinnar við höfuðborgina í einu og öllu en losnum um leið við þá ókosti sem felast í búsetu á stærsta þéttbýlissvæði landsins. Ég er reyndar þeim galla gædd að þrátt fyrir að fara oft til Reykjavíkur og líka það bærilega þá finnst mér alltaf afskaplega notalegt þegar ég keyri framhjá Rauðavatni og útúr erli stórborgarinnar.
Það vill oft gleymast og þá sérstaklega á snjóléttum vetrum að Suðurlandsvegur um Hellisheiði er raunverulegur farartálmi og vegurinn þar yfir getur verið stórhættulegur jafnt sumar sem vetur. Umferð um veginn er gríðarleg og ég fullyrði að umferð um Suðurlandsveginn um helgar á sumrin er meiri en um nokkurn annan veg á landinu. Þetta er reyndar staðfest með umferðarmælingum Vegagerðarinnar.
Auðvitað fögnum við Sunnlendingar þeim vegbótum sem orðið hafa á Suðurlandsvegi í sumar en við megum ekki missa sjónar á því markmiði að endurbætur á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss fari sem allra fyrst inná samgönguáætlun, þar sem gert yrði ráð fyrir fjögurra akreina upplýstum vegi.
En aftur að fjölguninni hér í bæ. Í ágúst voru skráðir hér 2110 íbúar, eitthvað hefur þeim fækkað aftur því í byrjun nóvember voru þeir orðnir 2090. Það verður fróðlegt að sjá hversu margir verða skráðir hér í bæ þegar árið er gert upp.
En miðað við þann gríðarlega fjölda íbúða sem nú eru í byggingu má búast við umtalsverðri fjölgun íbúa næstu árin.
------------------------
Comments:
Skrifa ummæli