14. nóvember 2005
Skólastefna Grunnskólans og heimasíða Sjálfstæðismanna
Á skólanefndarfundi Grunnskólans í dag hófst vinna við gerð stefnumótunar á sviði fræðslu- og uppeldismála. Ekki seinna vænna því samkvæmt stefnu núverandi meirihluta hefði þessu átt að vera löngu lokið. En betra er seint en aldrei og við fögnum því að sjálfsögðu að nú skuli eiga að láta hendur standa framúr ermum.
Ákváðum að fá fulltrúa frá Skólaskrifstofu Suðurlands á fund nefndarinnar til að ræða hvernig best yrði staðið að gerð stefnunnar. Ég lagði á það ríka áherslu að við myndum vinna metnaðarfulla og gjarnan svolítið frumlega stefnu sem tæki mið af aðstæðum í okkar bæjarfélagi.
Mikilvægt er að þessi vinna fari fram í nánu samráði við alla sem hlut eiga að máli jafnt fagfólk sem foreldra. Skólastefnan á að vera unnin hér, á grunni þess starfs sem er til staðar um leið og hún tekur mið af þeim væntingum sem við höfum til skólastarfs í bæjarfélaginu.
--------------------
Á aðalfundi kjördæmisráðs á Höfn var formlega opnuð heimasíða Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.
Síðan er unnin af öflugum einstaklingum á Reykjanesi sem eiga þakkir skyldar fyrir frumkvæðið. Sömu aðilar hafa opnað hverja heimasíðuna á fætur annarri, allar mjög glæsilegar. Hvet ykkur til að kíkja til dæmis á vefi Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ semog vef ungra Sjálfstæðismanna í sama bæjarfélagi. Gaman að sjá hve gott starf er unnið hjá ungum og að ungar konur eru þar áberandi. Sérstaklega þótti okkur hér á Heiðmörkinni athyglisvert að sjá nýja varamanninn í stjórninni ;-)
Á skólanefndarfundi Grunnskólans í dag hófst vinna við gerð stefnumótunar á sviði fræðslu- og uppeldismála. Ekki seinna vænna því samkvæmt stefnu núverandi meirihluta hefði þessu átt að vera löngu lokið. En betra er seint en aldrei og við fögnum því að sjálfsögðu að nú skuli eiga að láta hendur standa framúr ermum.
Ákváðum að fá fulltrúa frá Skólaskrifstofu Suðurlands á fund nefndarinnar til að ræða hvernig best yrði staðið að gerð stefnunnar. Ég lagði á það ríka áherslu að við myndum vinna metnaðarfulla og gjarnan svolítið frumlega stefnu sem tæki mið af aðstæðum í okkar bæjarfélagi.
Mikilvægt er að þessi vinna fari fram í nánu samráði við alla sem hlut eiga að máli jafnt fagfólk sem foreldra. Skólastefnan á að vera unnin hér, á grunni þess starfs sem er til staðar um leið og hún tekur mið af þeim væntingum sem við höfum til skólastarfs í bæjarfélaginu.
--------------------
Á aðalfundi kjördæmisráðs á Höfn var formlega opnuð heimasíða Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.
Síðan er unnin af öflugum einstaklingum á Reykjanesi sem eiga þakkir skyldar fyrir frumkvæðið. Sömu aðilar hafa opnað hverja heimasíðuna á fætur annarri, allar mjög glæsilegar. Hvet ykkur til að kíkja til dæmis á vefi Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ semog vef ungra Sjálfstæðismanna í sama bæjarfélagi. Gaman að sjá hve gott starf er unnið hjá ungum og að ungar konur eru þar áberandi. Sérstaklega þótti okkur hér á Heiðmörkinni athyglisvert að sjá nýja varamanninn í stjórninni ;-)
Comments:
Skrifa ummæli