<$BlogRSDUrl$>

13. nóvember 2017

Gerði smá mistök í haust þegar ég keypti áskriftarkort bæði í Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið. Höfum alveg nóg að gera þó að leiksýningar oft í viku bætist nú ekki við.
Erum í haust búin að fara á 1984 eftir George Orwell sem mér fannst sláandi en alveg hrikalega hræðilega ljótt. Ég horfði ekki einu sinni á sviðið í langan tíma þetta var svo skelfilegt. Lárus harðneitaði að klappa fyrir sýningunni og fæst varla í leikhús eftir þetta. Bauð því Svövu með mér á Óvini fólksins sem var ágætt en kannski ekkert meira en það. Fór síðan með Sigurbjörgu á Risaeðlurnar á föstudagskvödið sem var heldur ekkert sérstakt. Í gærkvöldi fórum við síðan á Brot úr hjónabandi sem var ansi gott og vel þess virði að eyða kvöldstund við að fylgjast með hjónabandsraunum í Borgarleikhúsinu. Nýlega fór ég líka á einleikinn um Gísla á Uppsölum hér á Skyrgerðinni og það var öldungis meiriháttar. Sérstaklega þegar leikritið var búið og spjall leikarans tók við, stórskemmtilegt og mikil upplifun.
Niðurstaðan mín er semsagt sú að 8 leiksýningar er of mikið, leikhúsárið 2017-2018 er enn sem komið er ekkert sérstaklega heillandi og í þriðja lagi að heima er best í þessu sem öðru :-)

8. nóvember 2017

Elska daga sem eru svo til fundalausir.  Það er nefnilega algjör nauðsyn að eiga einstaka sinnum daga þar sem hægt er að pæla í gegnum tölvupóstinn og flokka hann.  Ég rembist nefnilega við að vinna með tómt inbox og undanfarnar vikur hef ég alls ekki náð því.  Það er vond tilfinning því þá finnst mér ég vera að gleyma einhverju og það getur meira að segja gerst.  Sem er algjörlega óþolandi. 

En í dag var semsagt innidagur á skrifstofunni og eini formlegi fundurinn var með fulltrúum Vegagerðarinnar sem komu til að ræða um nýtt vegstæði fyrir Suðurlandsveginn og hliðarveginn sem lagður verður meðfram Suðurlandsveginum.  Væntingar eru til þess að framkvæmdir hefjist á næsta ári á ákveðnum köflum.  Hveragerðisbær er landeigandi á nokkuð stórum spildum sem fara undir veginn og eins mun vegstæðið hverfa á öðrum stöðum og því þarf að ná samningum um landnotkun á þessum svæðum.  

Sundleikfimi síðdegis sem er alltaf skemmtileg og heimsókn til mömmu í kvöld.  Hún hræddi okkur nefnilega kröftuglega í dag, en í gær datt hún illa og í morgun var hún orðin svo slæm að sent var eftir sjúkrabíl til að flytja hana á Selfoss í rannsókn.  Reyndist hún óbrotin en marin og blá og það sem verra er slæma, ónýta mjöðin er alveg búin en hún er búin að vera á biðlistanum alræmda fyrir mjaðmaskipti í alltof, alltof langan tíma.  Skilaboðin sem hún fær er að hún verði bara á biðlistanum, ja, nema ef það komi drep í mjöðmina þá mögulega geti hún færst upp. Það er auðvitað eki hægt að fara svona með fólk ! 


7. nóvember 2017

Byrjaði daginn á því að dást að breytingum og skreytingum á neðri hæðinni á bæjarskrifstofunni en Margrét Jóna fór þar yfir eins og stormsveipur í gær. Hún og eiginmaður hennar Gummi eru hreinasta draumateymi þegar kemur að innréttingu húsnæðis enda er bæjarskrifstofan að verða svo flott að það hálfa væri nóg. Og það albesta er að hún gerir þetta allt fyrir næstum engan pening sem er gríðarlegur kostur.

Fundur í framkvæmdastjórn Héraðsnefndar Árnesinga fyrir hádegi þar sem við fórum yfir þau mál sem ákveðið var fela framkvæmdastjórinni að gera á síðasta nefndarfundi. Þar á meðal er málefni Alviðru og Öndverðarness sem er stórt og mikið mál sem flókið er að finna farveg fyrir. En þessar jarðir á Héraðsnefnd með Landvernd en þessar stofnanir fengu jarðirnar í arf með nokkuð ítarlegum kvöðum um nýtingu þeirra. Nú vinnum við í að finna skynsamlega leið til að koma þessum jörðum í not sem samræmast gjafabréfi sem þeim fylgdu.

Í hádeginu hittumst við Selfyssingar og Hvergerðingar og fórum yfir stöðuna í málefnum flóttafólksins frá Sýrlandi. Fjölskyldurnar eru allar búnar að koma sér vel fyrir og gengur miklu betur en við þorðum að vona. Það er afar ánægjulegt.

Fundur bæjarfulltrúa klukkan 15 þar sem við fórum yfir fjárhagsáætlun. Rétt náði síðan í ræktina kl. 18:00. Var ansi kraftlaus í lyftingunum enda kannsk svolítið mikið að fara í 3 tíma á 24 tímum :-)

++++++++++++++++

Ég hef fengið nokkur viðbrögð við frétt sem Magnús Hlynur birti í hádegisfréttum Bylgjunnar á sunnudaginn. Þar birtir hann upptöku af fundi sem Samtök atvinnulífsins héldu á Selfossi í síðustu viku. Virðulegt viðtal við framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins en birtir síðan stutta upptöku af litlum hluta þess sem ég sagði þar í óundirbúinni ræðu og er þessi upptaka gerð án minnar vitundar. Þessi fundur var haldinn til að fjalla um stöðuna í íslensku efnahagslífi og sérstaklega í ljósi þeirra kjaraviðræðna sem framundan eru. Ég ásamt fleirum stóð upp á þessum fundi sem taldi kannski um 20 manns og fjallaði um efni fundarins. Ég meira að segja í nokkuð löngu máli. Ég hafði ekki hugmynd um að verið væri að taka upp þessar umræður frekar en aðrir sem þarna voru. Hvað þá að mér gæti grunað að þetta innlegg mitt sem voru lauslegar vangaveltur um kjaraviðræðurnar framundan ætti eftir að rata í fréttirnar. Slitið úr samhengi og án upphafs og endis og annara skýringa. Mér finnast þessi vinnubrögð fréttamannsins vægast sagt slæm. Ef að verið er að taka upp umræður sem þessar með það fyrir augum að þær verði notaðar í fjölmiðlum þá finnst mér rétt að þeir sem á fundinum eru viti af því. En einnig hefði mér fundist rétt að úr því að það sem ég sagði þarna var svona eftirtektarvert að ég hefði þá verið beðin um að koma í viðtal eins og aðrir fengu sem voru með innlegg á þessum sama fundi. Ég get alveg staðið fyrir máli mínu hvar og hvenær sem er, en mér finnst huggulegra að vita það ef að málflutningur minn er tilefni til frétta eins og í þetta sinn.

6. nóvember 2017

Skólamálaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var haldið í Reykjavík í dag.  Fullur stóri salurinn á Hilton af áhugasömum kennurum, skólastjórnendum, sveitarstjórnarmönnum, sérfræðingum og öðrum sem nutu þess að fjalla um málefni leik- og grunnskóla í allan dag. Það er víða verið að gera gríðarlega góða hluti en mikið var rætt um ímynd og innihald kennarastarfsins en einnig um skóla án aðgreiningar.  Tækni í skólastarfi voru einnig gerð skil og mörgu fleiru. 

Rétt náði austur til að mæta í zumba og svo strax á eftir í átakið - tveir tímar í ræktinni eru góð skemmtun. 

Hentist heim í sturtu og eyddi svo kvöldinu á gríðarlega góðum fyrirlestri John Snorra þar sem hann fjallaði um ævintýri sín á fjöllum.  Það var Lionsklúbburinn sem stóð fyrir fyrirlestrinum og eiga þeir þakkir skyldar fyrir það.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet