6. nóvember 2017
Skólamálaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var haldið í Reykjavík í dag. Fullur stóri salurinn á Hilton af áhugasömum kennurum, skólastjórnendum, sveitarstjórnarmönnum, sérfræðingum og öðrum sem nutu þess að fjalla um málefni leik- og grunnskóla í allan dag. Það er víða verið að gera gríðarlega góða hluti en mikið var rætt um ímynd og innihald kennarastarfsins en einnig um skóla án aðgreiningar. Tækni í skólastarfi voru einnig gerð skil og mörgu fleiru.
Rétt náði austur til að mæta í zumba og svo strax á eftir í átakið - tveir tímar í ræktinni eru góð skemmtun.
Hentist heim í sturtu og eyddi svo kvöldinu á gríðarlega góðum fyrirlestri John Snorra þar sem hann fjallaði um ævintýri sín á fjöllum. Það var Lionsklúbburinn sem stóð fyrir fyrirlestrinum og eiga þeir þakkir skyldar fyrir það.