<$BlogRSDUrl$>

18. október 2016

Nappaði þessari frábæru mynd frá henni Laufyju minni en þarna eru hún og Haraldur Fróði í heimsókn hjá Dísu ömmu á Sauðárkrók.  Þetta er svo glaðleg og skemmtileg mynd og lýsir þeim öllum svo afskaplega vel. Svo yndisleg að ég bara varð að deila henni með ykkur :-)

17. október 2016


Nú er vinna við gerð fjárhagsáætlunar komin á fullan skrið og nóg að gera eins og vera ber þegar sú vinna er komin vel af stað.

Við sjáum fram á miklar fjárfestingar á næsta ári enda á þá að fullgera nýjan leikskóla.  Kostnaður við hann mun nema vel á sjöunda hundrað milljónum.  Ákveðið verður á fundi bæjarráðs á miðvikudag hvaða aðili fær verkið en tveir voru svo til hnífjafnir og lægstir.  Verkfræðistofan Mannvit mun skila áliti á tilboðunum fyrir fund bæjarráðs. Það er afar mikilvægt að vel takist til við byggingu leikskólans enda er þetta langstærsta fjárfesting þessara missera.

En það stefnir í fleiri stórframkvæmdir á næsta ári en unnið er að hönnun á breytingum á Sundlaugarhúsinu Laugaskarði.  Það verk verður sífellt umfangsmeira eins og mátti búast við þegar farið var að hrófla við þessu gamla húsi.

Í dag fór bæjarráð í stofnana heimsóknir eins og gert er árlega.  Alltaf bæði fróðlegt og skemmtilegt.  Núna heimsóttum við m.a. dagdvölina á Ási en það gerum við ekki á hverju ári.  Þar er nú fullskipað enda ekki vona á öðru þar sem starfseminn og andinn í húsinu er með eindæmum góður.

Þegar við mættum var búið að dekka borð með morgunverði og beðið eftir dagdvalar fólkinu.  Það fer greinilega vel um alla hjá flotta starfsfólkinu sem þarna vinnur og hugað að öllum smáatriðum eins og þið sjáið á myndinni.  Rósir og alles ....

Heimsóttum líka leikskólana báða, heimilið Birkimörk og áhaldahúsið.  Aðrar stofnanir bíða seinni umferðar á miðvikudaginn.

Fundur allra bæjarfulltrúa í kvöld þar sem við fórum yfir fundarboð bæjarráðsfundarins á miðvikudaginn og héldum áfram ýmsum vangaveltum um fjárhagsáætlun.

Zumba í morgun kl. 6 og átaks æfing kl. 18.  Frekar notalegt ef ég myndi nú ná þessu í rútinu eins og í fyrra  :-)

6. október 2016

Mér finnst svo hrikalega gaman í vinnunni enda oft svo margt skemmtilegt sem skeður.
Í dag hringdi til dæmis góður íbúi Hveragerðisbæjar hingað og ræddi við Guðrúnu í afgreiðslunni. Þessi kona var nefnilega alveg með það á hreinu að ég ætti afmæli í dag og hún var búin að semja afmælisljóð fyrir mig í tilefni dagsins.  Það er svona:

Hún á afmæli í dag hún Aldís 
Eðalbæjarstjóri og skvís
Í Hveragerði er best að búa
Meðan hún er að bænum að hlúa
Það enginn fær mig til öðru að trúa
Til hamingju Aldís


Ég á samt ekki afmæli í dag - ég á afmæli í desember, en henni var bara alveg sama þegar henni var bent á það :-)
-------------
Tuttugu og fjögur mál voru á dagskrá bæjarráðsfundar í morgun.  Meðal annars var farið yfir 8 mánaða uppgjör bæjarins þar sem auðvitað kom fram, eins og við vissum, að launahækkanir hafa verið verulegar og skekkja mjög rekstrarniðurstöðu bæjarins.  Samt erum við í ágætis málum sýnist okkur.  En auðvitað kemur það ekki endanlega í ljós fyrir en lokaframlög Jöfnunarsjóðs berast þar sem Hveragerðisbær fær drjúgan hluta tekna sinna þaðan.  Hversu hátt það framlag verður liggur ekki fyrir fyrr en undir mánaðamót.  

Kjörskrá vegna Alþingiskosninga var einnig tekin til afgreiðslu á fundinum.  Á kjörskrá eru 1.988 manns 997 konur og 991 karl.  Jafnara getur það nú varla verið. 

Fundur með starfsmönnum Byggðastofnunar eftir hádegi þar sem við Sunnlendingar fengum kynningu á vinnu við gerð nýrrar byggðaáætlunar.  Margt gott sem þar kemur fram en allt ber að sama brunni.  Það þarf nefnilega að veita fjármunum í verkefnin til að þau geti komið að gagni.  Þar hefur í gegnum tíðina verið brotalöm þegar kemur að eftirfyglni áætlana sem gerðar hafa verið. 


4. október 2016

Á þessari fínu mynd erum við Steinar öðru nafni "Baron von Lufthausen" á fullri ferð á rafmagns farartæki sem verð hefur til prufu í Hamarshöllinni að undanförnu.  Þetta er svo hrikalega stórt hús að svona apparat getur komið sér vel.  Þarna má vel sjá hversu hratt rafmagns apparatið kemst - allavega erum við eins vindvél hafi verið sett í gang þarna innandyra :-)


Dagurinn byrjaði á góðum fundi með þessum þremur en Bragi og Leó eru frá ungliðastarfi Hjálparsveitar skáta.  Þar er nú unnið að verkefni sem felur í sér móttöku á þýskum ungmennum næsta sumar og undirbúningi að ferð okkar ungmenna til Þýskalands þar sem þau munu kynna sér starfið sem þar fer fram. Mikil fjölgun hefur orðið í ungmennastarfinu en nú eru um 39 ungmenni skráð í deildina.  






Á þessari fínu mynd erum við Steinar öðru nafni "Baron von Lufthausen" á fullri ferð á rafmagns farartæki sem verð hefur til prufu í Hamarshöllinni að undanförnu.  Þetta er svo hrikalega stórt hús að svona apparat getur komið sér vel.  Þarna má vel sjá hversu hratt rafmagns apparatið kemst - allavega erum við eins vindvél hafi verið sett í gang þarna innandyra :-)


Dagurinn byrjaði á góðum fundi með þessum þremur en Bragi og Leó eru frá ungliðastarfi Hjálparsveitar skáta.  Þar er nú unnið að verkefni sem felur í sér móttöku á þýskum ungmennum næsta sumar og undirbúningi að ferð okkar ungmenna til Þýskalands þar sem þau munu kynna sér starfið sem þar fer fram. Mikil fjölgun hefur orðið í ungmennastarfinu en nú eru um 39 ungmenni skráð í deildina.  






3. október 2016

Annasamur dagur sem byrjaði með löngum fundi Vinstri grænna hér á kaffistofunni.  Ari Trausti mætti, en hann leiðir listann hér í Suðurkjördæmi,  ásamt Daníel sem er í þriðja sæti. Ég hef oft borið mikla virðingu fyrir skoðunum VG sérstaklega í umhverfismálum.  En seint held ég að Hvergerðingar fari að styðja aðila sem finnst eðlilegt að við hér í bæjarfélaginu búum við þá jarðskjálfta sem alltof oft eiga upptök sín við niðurdælingu Orkuveitunnar. Mér fannst ég hreinlega vera að hlusta á framlenginu af  "gamalli" rödd frá Orkuveitunni þegar Ari útskýrði fyrir okkur hér hvað þetta væri nú allt náttúrulegt og eðlilegt.   Spurning hvort hann hafi rætt þetta við Einar Bergmund sem einnig er í framboði fyrir VG og var manna harðastur í afstöðu sinni á íbúafundinum stóra sem haldinn var hér um árið vegna þessa...

Hitti leikskólastjóra Óskalands þar sem við fórum yfir ýmis mál, biðlista, starfsmannamál og fleira. Það er mikilvægt að íbúar viti að nú er ekkert barn á biðlista sem orðið er 18 mánaða og sótti um á réttum tíma.  

Hitti aðila sem kynnti fyrir okkur Sigurdísi nýja leið á markaðssetningu á Suðurlandi. Útbjó minnisblöð fyrir bæjarráðs fundinn á fimmtudaginn og ræddi við ýmsa aðila, meðal annars um lóðamál. Síðdegis hitti ég erlenda ferðaskipuleggjendur á Hótel Örk þar sem við fórum yfir ýmsa möguleika Hveragerðisbæjar á þessu sviði.  Endaði svo daginn á löngum fundi meirihlutans í  kvöld þar sem ýtarlega var farið yfir málefni bæjarráðsfundarins.


2. október 2016

Svona í tilefni af skírn Stefáns Þórs, litla barnabarnsins okkar í Keflavík í gær þá birti ég hér mynd af Laufeyju Sif og litla bumbubúanum sem væntanlegur er í lok nóvember.

Hér er líka mynd af mér með Stefán Þór, litla gullmolann, sem í gær fékk nafn móður afa síns (hann á 2 slíka).  Ég var svo hamingjusöm að fá að vera guðmóðir hans ásamt hinum ömmum hans tveimur.

Síðan er hér líka gullfalleg mynd af Laufeyju og Haraldi í veislunni.

... og síðast en ekki síst er hér yfirmáta krúttleg mynd af Olíver Þór sem fagnaði tveggja ára afmælinu sínu í gær.   Eins og sjá má var hann ofur ánægður með hrossið sem amma kom með í handfarangrinum frá Svíþjóð um daginn :-)

Þvílíkt ríkidæmi ....








This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet