3. október 2016
Annasamur dagur sem byrjaði með löngum fundi Vinstri grænna hér á kaffistofunni. Ari Trausti mætti, en hann leiðir listann hér í Suðurkjördæmi, ásamt Daníel sem er í þriðja sæti. Ég hef oft borið mikla virðingu fyrir skoðunum VG sérstaklega í umhverfismálum. En seint held ég að Hvergerðingar fari að styðja aðila sem finnst eðlilegt að við hér í bæjarfélaginu búum við þá jarðskjálfta sem alltof oft eiga upptök sín við niðurdælingu Orkuveitunnar. Mér fannst ég hreinlega vera að hlusta á framlenginu af "gamalli" rödd frá Orkuveitunni þegar Ari útskýrði fyrir okkur hér hvað þetta væri nú allt náttúrulegt og eðlilegt. Spurning hvort hann hafi rætt þetta við Einar Bergmund sem einnig er í framboði fyrir VG og var manna harðastur í afstöðu sinni á íbúafundinum stóra sem haldinn var hér um árið vegna þessa...
Hitti leikskólastjóra Óskalands þar sem við fórum yfir ýmis mál, biðlista, starfsmannamál og fleira. Það er mikilvægt að íbúar viti að nú er ekkert barn á biðlista sem orðið er 18 mánaða og sótti um á réttum tíma.
Hitti aðila sem kynnti fyrir okkur Sigurdísi nýja leið á markaðssetningu á Suðurlandi. Útbjó minnisblöð fyrir bæjarráðs fundinn á fimmtudaginn og ræddi við ýmsa aðila, meðal annars um lóðamál. Síðdegis hitti ég erlenda ferðaskipuleggjendur á Hótel Örk þar sem við fórum yfir ýmsa möguleika Hveragerðisbæjar á þessu sviði. Endaði svo daginn á löngum fundi meirihlutans í kvöld þar sem ýtarlega var farið yfir málefni bæjarráðsfundarins.
Hitti leikskólastjóra Óskalands þar sem við fórum yfir ýmis mál, biðlista, starfsmannamál og fleira. Það er mikilvægt að íbúar viti að nú er ekkert barn á biðlista sem orðið er 18 mánaða og sótti um á réttum tíma.
Hitti aðila sem kynnti fyrir okkur Sigurdísi nýja leið á markaðssetningu á Suðurlandi. Útbjó minnisblöð fyrir bæjarráðs fundinn á fimmtudaginn og ræddi við ýmsa aðila, meðal annars um lóðamál. Síðdegis hitti ég erlenda ferðaskipuleggjendur á Hótel Örk þar sem við fórum yfir ýmsa möguleika Hveragerðisbæjar á þessu sviði. Endaði svo daginn á löngum fundi meirihlutans í kvöld þar sem ýtarlega var farið yfir málefni bæjarráðsfundarins.
Comments:
Skrifa ummæli